Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 21 Nokkrir fundarmanna Nordjazz, talið frá hægri: Lasse Milller frá Eskilstuna, Timo Váhásilta frá Hels- inki, Jan Ole Otnæs frá Osló, Poul Jörgensen frá Odense, Kjell Áke Svensson frá Stokkhóhni og Hans Peter Joensen frá Þórshöfn. NORDJAZZ 1987 eftirHrafn Pálsson Nordjazz er heiti á samvinnuhópi fyrir jazzfélög á Norðurlöndum og hefur til starfsemi sinnar fjárstuðn- ing frá Norðurlandaráði. Peningun- um er varið til að efla jazzleik á Norðurlöndum. Aðalfundur Nordjazz var haldinn í Kaupmannahöfn 9.—11. október sl., en í tengslum við þann fund voru haldnir jazztónleikar í Mont- martre hinn 10. október, þar sem leikin voru frumsamin verk eftir tónskáld frá hvetju Norðurland- anna. Því miður voru hljómleikamir aðeins teknir upp á hljómbönd, en tillaga íslands á fundinum var ein- mitt sú, að beina því til ríkisfjöl- miðla, að vægi jazzleiks yrði aukið í sjpnvarpi og útvarpi. Á hljómleikunum var fullt hús, enda stórsveitajazz að verða vinsæl- asta tónlistarefni um allan heim á ný, eftir langa og rafmagnaða bið. Kari Komppa var fulltrúi Finna, Peter Gullin fyrir Svía. en hann er sonur Lasse Gullin, barritónsaxa- fónleikara, sem lést aðeins 48 að aldri, Vidar Johansen kom frá Nor- egi og Kim Kristensen frá Dan- mörku. Tónsmiður íslands var Stefán Stefánsson, yfírkennari jazzdeildar FÍH-skólans og stór- sveitarmaður. Næst á eftir verki Stefáns þótti undirrituðum verk Gullins og Komppa athyglisverðust, en þegar allri byggingu sleppir, þá sveiflaði smíð Stefáns best og mest. Big band danska útvarpsins lék þessi verk með mikilli prýði. Á Nordjazz-fundinum var síðan ákveðið að næsta ár skyldi haldið til Færeyja, en þar mun mikil jazz- hátíð verða og hugsa frændur vorir Stefán Stefánsson reis úr sæti er hljómleikagestir klöppuðu honum lof i lófa. í Færeyjum mjög til liðveislu héðan frá íslandi. Það sem eftir er árs, þá er, hvað okkur varðar, von á Mikael Roberg, hljómsveitarstjóra, útsetjara, kenn- ara og básúnuleikara, hingað til lands tvær fyrstu vikumar í nóvem- ber. Mun hann halda fyrirlestra í jazzdeild Tónlistarskóla FÍH, æfa með stórsveit ríkisútvarpsins, jazz- sveit Kópavogs og jazzhljómsveit á Akureyri. Er það von jazzáhugamanna, að í kringum heimsókn Robergs verði mikið um jazzleik í landinu og von- andi sér útvarpið sér fært að senda þeim, sem afskekktir em, þann jazz á öldum ljósvakans. Það veitir ekki af sveiflu í skammdeginu. Höfundur er hfjóðfæraleikari og deildarsijóri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. Kringlumýrarbraut; •• Okumaður grípinn á 142 km hraða UNGUR maður, 21 árs gamall, var sviptur ökuréttindum sam- stundis vegna hraðaksturs eftir Kringlumýrarbraut aðfaranótt laugardags. Maðurinn, sem ók brautina til norðurs og upp á Bústaðaveg, mældist á 142 kiló- inetra hraða á klukkustund. Á föstudagskvöld var annar ökumaður sviptur réttindum á staðnum fyrir að aka með 118 kílómetra hraða vestur Sætún. Þar missti annar ökumaður skírteinið, en hann ók Sætúnið á 107 kflómetra hraða. Leyfilegur hámarkshraði um götuna er 50 km/klst. Þá vom tveir tvítugir piltar kærðir fyrir að aka Sætúnið á 95 km hraða og Suðurgötu á 81 km hraða. IÐNTÆKNISTOFNUN VERND HUGMYNDA - EINKALEYFI Markmið: Að gera grein fyrir mikilvægi réttarverndar hugmynda og framleiðsluvöru og hvernig að því er stað- ið. Efni: - Hvers vegna einkaleyfi? - Sögulegt yfirlit. - Fyrir hverju er hægt að fá einkaleyfi. - Eignaréttur á uppfinningum. - Vörumerkjavernd. - Framleiðsluleyfi. Markhópur: Hugvitsmenn og fyrirtæki, auk annarra, sem hafa áhuga á verndun hugmynda. Leiðbeinendur: Árni Vilhjálmsson, lögfræðingur, Gunnar Örn Harðarson, tæknifræðingur. Bókanir í síma (91) 687000. Tími: 16.-17. nóvember kl. 18.00-22.00. Staður: Iðntæknistofnun, Keldnaholti. Frekari upplýsingar veitir Emil Thoroddsen í síma (91) 687000. Hekstrartæknideild. AS E A Cylinda þvottavélar*sænskar og sérstakar Fá frábæra dóma í neytendaprófunum fyrir þvott, skolun, vindingu (fjölhraða lotuvind- ing upp í 1200 snúninga), taumeðferð, sápu- og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi ein- kenna ASEA. Gerðar til að endast. í 3ár JFO niX Hátúni 6A SiMI (91)24420 /rOniX ábyrgð SÉRTILBOD ASEA Cylinda 11000 Verð áður kr. 44.990 Afsláttur kr. 7.000 Nú staðgr. kr. 37.990 Ath. tilboðið gildir aðeins í stuttan tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.