Morgunblaðið - 10.11.1987, Síða 25

Morgunblaðið - 10.11.1987, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 25 Galdrabrenn- ur kaþólskra Bréfkorn frá Vestfirðingi til Vestfirðings eftir Torfa Ólafsson Kæri Sveinbjöm Jónsson. Þú trúir því ekki hvað það fer fyrir bijóstið á mér þegar ég heyri eða sé einhverjum Vestfírðingnum verða eitthvað á fyrir allra augum. Ekki svo að skilja að mér verði aldr- ei neitt á (það verður mér oft) eða ég telji Vestfírðinga vera einhveija engla, heldur rennur mér blóðið til skyldunnar þegar eitthvað fer á skakk hjá þeim, ég tala nú ekki um ef þeir fara skakkt með staðreynd- ir. Og það varð þér á í grein þinni „Kvótatrúin", sem birtist í Morgun- blaðinu 5. nóvember sl. Guðs mildi að hún skyldi ekki birtast 7. nóvem- ber því þá hefði duft Jóns Arasonar áreiðanlega tekið kipp í gröfinni. Þú segir nefnilega að „óprúttnir kerfískarlar kaþólskunnar" hafí ekki vílað fyrir sér „að láta brenna fólk fyrir galdra og villitrú" (sic) og þekki „við Vestfirðingar" þá sögu vel því af þeim 25 sem brennd- ir voru á báli á íslandi hafí 17 verið af Vestfjörðum. Af þessu verður ekki annað skil- ið en það hafi verið hinir vondu kaþólikkar sem grilluðu þessa sak- lausu sveitunga okkar. Nei, Svein- bjöm minn góður, kaþólikkar brenndu ekki einn einasta mann fyrir galdra á þessu landi. Það voru elsku blessaðir siðbótarmennimir sem voru að reyna að tukta þjóðina til með þessum uppeldisverkum. Pyrsta galdrabrennan hér var fram- in 1625 (Jón Arason biskup var myrtur 1550.) Þá lét Magnús Bjömsson, sýslumaður á Munka- þverá í Eyjafirði, er hagnast hafði vel á upptöku klaustureigna í þágu Danakonungs, brenna fyrir galdur Jón Rögnvaldsson frá Sauðanesi á Upsaströnd. Og þar með hófst galdraæðið á Islandi, þessi ljóti blettur á sögu þjóðarinnar. En ég skal vera alveg heiðarleg- ur í þessu máli. Þó að kaþólikkar hér á landi væm saklausir af þess- um hermdarverkum, vom þeir það ekki erlendis. Þar vom þeir vlða jafn helteknir af galdrafárinu og lúterskir menn hér á 17. öld og sú saga er ljót og kaþólsku nútíma- fólki harmsefni eins og fleira sem aflaga fór hjá kirkjunni, sem átti að þafa kærleikann að leiðarljósi. Ég er ekki að benda á þennan ljóta þátt í sögu evangeliskrar kirkju hér á landi til þess að sverta hennar fólk, heldur til að sýna fram á að það vom fleiri kettir svartir en kötturinn páfans. „Það voru elsku bless- aðir siðbótarmennirnir sem voru að reyna að tukta þjóðina til með þessum uppeldisverk- um.“ Í síðari hlutanum af grein þinni, eftir þessar hárreisandi upplýsingar um galdrabrennumar, heldurðu áfram að líkja vissum mönnum við gerræðismenn kaþólskunnar, sem bmtu andstæðinga sína undir for- ræði sitt. En það vom fleiri en þeir sem það gerðu á þeim tímum. Og auk þess þarftu ekki að fara alla leið aftur í miðaldir til að fínna við- miðun — maður, líttu þér nær. Hvaða vitnisburð getum við gefíð okkar öld í því efni? Hún einkennist af hinu skelfilegasta einræði, grimmd og blóðsúthellingum svo að í samjöftiuði við það em hermd- arverk miðalda hreinn hégómi. Og nú var ekki aðeins verið að myrða og limlesta þá eina, sem höfðu sett sig upp á móti „kerfinu", heldur virtist sums staðar stefnt að þvf að slátra öllu sem anda dró, eyða lönd og brenna, og víða var flest það brotið til gmnna sem fyrri kynslóð- ir höfðu byggt upp. Og hvemig er ástatt núna, á „friðartímunum“? Er ekki sama leiknum haldið áfram út um allar jarðir? Og það þótt búið sé að kyija fagnaðarerindið um kærleikann yfír fólki síðan það leit dagsins ljós og mikill fjöldi þess kalli sig kristinn — og þrátt fyrir allar „framfarimar“ sem eiga að gera fólk svo gott og hamingju- samt. Nei, við þurfum ekki aftur í miðaldir til að fínna einræði, grimmd, manndráp og pyndingar. Þetta er allt við tæmar á okkur enn í dag. En annars er ég nú kominn langt frá tilefni þessa bréfs sem var að leiðrétta þá missögn að kaþólikkar hafi brennt fólk hér á landi fyrir galdra. Það gerðu þeir aldrei. Vertu svo blessaður og sæll og ég bið að heilsa frændum okkar fyrir vestan. Höfundur er formaður Félags kaþólskra leikmanna á íslandi. Torfi Ólafsson Æfinga- Siggu Guðjohnsen LEIKFIMI PÚLTÍMAR Furugrund 3 Kópavogi 4ra vikna námskeið hefst 16. nóvember Núna hefst lokaspretturinn fyrir jól. Losum okkur við aukakílóin og byggjum upp sterkan skrokk. Innritun stendur yfir í síma 46055. SJÁUMST HRESS, Sólskin, Furugrund. TXISnR, Verð frá kr. 9.850.- Útsölustaðir: Hinir heimsþekktu sturtuklefar og baðhurðir Á, Bergmann, Stapahrauni 2, Hafnarfirði, s: 651550 Vald. Poulsen, Rvík B.B. byggingavörur, Rvík Húsiö, Rvík Pensillinn, ísafiröi Byggirsf., PatreksfirÖi Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Þ. Skagfjörö, Sauöárkróki KEA byggingavörur, Akureyri Kaupf: Rangæinga, Hvolsvelli Skapti hf., Akureyri Kaupfélagið Þór, Hellu Kaupf. Þingeyinga, Húsavík GÁ Böðvarsson, Selfossi Kaupf. Héraösbúa, Egilsstöðum Kaupfélag Vestmannaeyja, byggingavd. Kaupf. Fram, Neskaupstaö Jám og skip, Keflavík Kaupf. A.-Skaftfellinga, Höfn Trésmiðjan Akur hf Akranesi. 1988 árgerðin af Skutlunni frá Lancia kostar nú að- eins 313 þúsund krónur. Þú gerir vart betri bíla- kaup! Opið laugardaga frá kl. 1-5. BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.