Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
Hugleiðing1
um barnabók
eftirRósuB.
Blöndals
Guðni Kolbeinsson er nú fyrir
löngu þekktur um land allt fyrir
bráðskemmtilega þætti, bæði í út-
varpi og sjónvarpi, ýmist fyrir böm
eða fullorðið fólk.
Broslegir og skemmtilegir eru
ýmsir kvikmyndatextar sem hann
hefur þýtt, svo sem Ættarsetrið og
„Já, ráðherra".
Þá einnig fróðleiksþættir, m.a.
þar sem Guðni hefur sagt skýringar
mjög skilmerkilega.
Bamasagan „Mömmu strákur"
kom út 1982. Hún hlaut verðlaun,
sem vom verðskulduð. Að vísu
sömu verðlaun og veitt höfðu verið
fyrir allt önnur vinnubrögð, þar sem
orðfæðin tjóðraði bömin á snöggum
bletti, ilmgrös og vatnslindir tung-
unnar, rétt fyrir utan, þar sem
tjóðrið náði ekki til. Einkum var
þetta hjá Ríkisútgáfu námsbóka.
Guðni las söguna fyrst í útvarp.
Ég heyrði sagt að böm fylgdust vel
með, því að skýrt og fallega var
lesið. Loksins var þá skrifuð bama-
bók, sem er listaverk frá upphafi
til enda.
Höfundur fer ekki eftir þeirri
útlendu fyrirmynd sumra bama-
bókahöfunda, að setja sig í asna-
Austurgerði o.fl.
Birkihlíð
Lerkihlíð
KÓPAVOGUR
Holtagerði
stellingar til þess að semja bók fyrir
þessa litlu asna, sem ýmsir bama-
bókahöfundar virðast halda að böm
séu. Og skrifa svo eitthvað nógu
heimskulegt og fátæklegt á sértil-
búnu orðfæðarmáli, sem þeir
ímynda sér að auðveldast sé fyrir
böm að skilja, halda að þau skilji
ekki auðugt mál. Þar skýtur þó
heldur skökku við. Guðni Kolbeins-
son hefur náð því sem ég held að
engum bamabókahöfundi sem ég
hefí lesið hafí nokkm sinni tekist
jafn vel. Hann túlkar fjarskalega
trútt, einfalda, hræsnislausa og
skýra hugsun bamsins, og nær
ákaflega vel viðhvörfum fullorðna
fólksins við spumingum, hugsunum
og svörum bamsins. Þrátt fyrir
væntumþykju, umhyggju og náin
kynni við bamið, litla drenginn
Helga, koma spumingar og ýmsar
athugasemdir litla, hugkvæma
drengsins bæði móður hans og vina-
fólki á óvart.
Óspillt böm em nefnilega skörp
og skýr í hugsún og því fremur sem
þau em greindari. Þau em sjónnæm
á ýmislegt sem á að halda leyndu
fyrir þeim, sjá fullorðna fólkið furðu
vel í gegn. Og kemur sér ekki allt
vel það sem orð er haft á í full-
komnu sakleysi. Bókin er öll á góðri
íslensku.
Stíllinn er aldeilis bráðlifandi.
Guðni er ósmeykur við að skrifa
auðugt mál fyrir bömin. Hann læt-
ur drenginn t.d. taka eftir því að
Steingrímur vinur hans kallar klein-
umar hnossgæti. Fallegt orð, að
mestu horfíð úr daglegu máli.
Óþvingað kemst þetta prýðilega orð
þannig inn í vitund bamsins sem les.
Sem vænta mátti gerir Guðni
Kolbeinsson sér ljósa grein fyrir
því, að böm skilja orð af samhengi
málsins eins og annað fólk.
Orð skilst af orði, eins og ljós
kveikist af ljósi. Einhver versti út-
lendur, innfluttur draugur var það,
þegar farið var að búa til sérstakt
mál fyrir böm. Mál sem átti að
miðast við þann orðaforða sem höf-
undur ímyndaði sér að 5—8 ára
bam hefði. Og markmið bókanna
var að bæta engu við þann orða-
forða. Auk þess var byijað á að
miða við orðfæð útlendra bama í
fátækrahverfum og verksmiðju-
hverfum. Hver var orðaforði
íslenskra bama, sem kunnu mörg
vers og vísur og lög þegar þau vom
3, 4 eða 5 ára, sem algengt var á
íslandi?
Mikið ákaflega nær hann Guðni
vel samtali bama, uppátækjum og
Rósa B. Blöndals
„Barnabók þarf að vera
góð fyrirmynd að gerð
og stíl. Vegna þess að
„af því læra börnin
málið, að það er fyrir
þeim haft“. Og þess
vegna ekki sama hvers
konar mál það er.“
öllum hugsunarhætti. Málið er ein-
falt, auðugt, létt aflestrar, mikill
hraði, sískiptandi myndir, vekur
alltaf löngun til að heyra meira.
Hér er hin einfalda list. En ein-
falt mál er ekki alltaf það sama og
einföld list, síður en svo. Svo einf-
alt er það nú ekki.
Og það er nú ekki nema þegar
drengurinn, sem aldrei hefur séð
föður sinn, en veit að hann er í
Reykjavík, heldur að hann hljóti að
koma inn í strætisvagninn og spyr
hvort þessi eða þessi sé ekki pabbi
sinn.
Hvað þetta er eðlilegt fyrir bam-
ið og setur stúlkuna frænku hans
í vandræði þegar fólkið fer að
hlæja, sumt. Og náttúrulega skilur
drengurinn ekki hvers vegna stúlk-
an flýtir sér út úr vagninum áður
en þau eru komin alla leið eða af
hveiju hún er reið. Þannig nær
höfundurinn sífellt ömggum tökum
á viðskiptum þeirra sem búa í heimi
bamsins og hinna sem komnir eru
inn í heim fullorðna fólksins, ásamt
því broslega. Þetta er hin fágæta
snilld.
Öll böm verða fegin að sagan
endar vel, því þeim þykir orðið
vænt um drenginn. Það út af fyrir
sig er mjög mikils vert.
Ljúfur, skilningsríkur, bamgóður
maður verður stjúpfaðir drengsins.
Hann hefur ekki lært í neinum skóla
að umgangast böm, heldur er hann
að eðlisfari bamgóður og hlýr.
Það var þó ekki vandalaust að
taka litla, gáfaða, hugkvæma
drenginn að sér. Það sést meistara-
lega vel, hvemig í þá hættu skín
að litli drengurinn yrði úti, jafnvel
þó að hann kæmi heim og gæfist
upp á þeirri hugmynd sinni að verða
útilegumaður.
Sagan er án allrar prédikunar,
lærdómsrík fyrir fullorðið fólk, ef
það hugsar. Ef fullorðið fólk getur
annars nokkuð lært. Og þótt það
sjái eða læri eitthvað, ræður það
ekki alltaf við örlögin.
Ég las kaflann um það fyrir fjög-
urra ára dreng þegar Steingrímur
var að kenna Helga að telja. Og
Helgi taldi 13, 14, 15, 16, 17, 18,
19 og títján. Drengurinn skellihló,
þegar Helgi sagði títján. Þá kom
það upp að drengurinn sem ég var
að lesa fyrir kunni að telja.
Annars hefði hann ekki skilið
fyndnina í 18, 19, títján. Hann velt-
ist alltaf um að hlæja ef ég fór að
telja eins og drengurinn. Og upp
kom að hann kunni sjálfur að telja
upp að 100. Það er ekki lítið merki-
leg bamabók sem leiðir mann í
sannleikann um svona atriði varð-
andi smábam, sem lesið er fyrir.
Tíu ára drengur, sem las bókina,
sagði að hún væri mjög skemmti-
leg. Það tel ég mikilsverðan eða
mest verðan dóm um bamabók,
þegar smábam getur haft gaman
af sumum köflunum og stálpað
bam er hrifíð af bókinni.
Þá langar mig að minna á að
bókin „Mömmu strákur" er bók sem
jafnvel 3 ára bam var hrifíð af.
Mömmu strákur er jafn skemmtileg
bók fyrir böm, unglinga og fullorð-
ið folk. Ánægjuleg bók frá upphafí
til enda. Bömin grípa það glettna,
sniðuga og hlægilega, fullorðna
fólkið fínnur um leið vandann, sem
þama er tekir.n til meðferðar og
alvarlegan undirtón, sem felst und-
ir gamansemi. Þar fyrir utan
hugljúfur, glaðvær blær, sem
minnir á höfundinn sjálfan.
Þessi bamabók er sérlega vel til
valin gjöf. Bamabók þarf að vera
góð fyrirmynd að gerð og stfl.
Vegna þess að „af því læra bömin
málið, að það er fyrir þeim haft“.
Og þess vegna ekki sama hvers
konar mál það er.
í umræddri bók em bömin ekki
tjóðmð við lágmarks orðaforða á
snöggum bletti hjá grængresi og
vatnslind, sem ekki næst í. Hér má
segja að séu „niðandi vötn minnar
tungu". Eðlilegt mál, lifandi blæ-
brigði tungunnar. Svo góður
bamabókahöfundur hefur ekki
komið fram síðan „Ærokkur An-
sen“ var skrifaður, þegar I.M.
Bjamason og þeir Sigurbjöm
Sveinsson, séra Friðrik og Nonni
vom uppi. Sigurbjöm Sveinsson
tekur þá held ég öllum fram. Hann
byggir svo fallega upp í trú. Hann
er mesta ævintýraskáldið. En Guðni
Kolbeinsson nær öðm sviði meist-
aralega vel. Mismuninum á heimi
bams og hugarheimi fullorðins
manns. Og hvemig það rekst á,
fram sett með gamni og alvöru.
Þeim tökum er ekki vandalaust að
ná. Það er snilld. Ef Guðni hefði
nefnt Guðs nafn, eða eitthvað í þá
átt, þá held ég hefði nú „skriplað
á skötu" hjá verðlaunanefndinni.
Þeim til athugunar, sem halda
að böm þurfí orðabók til þess að
læra Jónasarsögu Jónssonar, ætla
ég að segja að ég veit að Guðni
Kolbeinsson las alla Sturlungu á
einni viku þegar hann var 11 ára
rall. Hann þurfti ekki orðabók.
vona að böm, sem fá bókina
hans í jólagjöf, geti lesið hana orða-
bókarlaust. Þau munu samt læra
þar mörg ný orð. Og þannig á
bamabók að vera.
Nú er mér spum: Hefur verið
bent á bókina „Mömmu strákur"
til þýðingar á önnur tungumál?
Höfundur er ríthöfundur.
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR ■ UTHVERFI
Lindargata 39-63 o.fl.
VESTURBÆR
Ægisíða 80-98 o.fl.
Nýlendugata
SELTJNES
Sæbraut
v GLIT Höfðabakka 9 Sími 68 54 11