Morgunblaðið - 10.11.1987, Síða 33

Morgunblaðið - 10.11.1987, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 Noregur: Talin af í stríð- inu en fundust á lífi í Malmö - bók um málsatvik væntanleg Ósló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. SÉRKENNILEGT mál frá því í stríðinu hefur skotið upp kollinum í Noregi. Atvik málsins eru þau að áríð 1943 hurfu fjórar persónur á fiskibátnum Brenning útaf vesturströnd Noregs. Allir sem um borð voru tald- ir af. Tveir farþegar í bátnum, norsk kona og aust- urrískur hermaður, hafa nú fundist á lífi í Malmö í Sviþjóð. Þetta mál hefur oftsinnis veríð til umfjöllunar í norskum dagblöðum og nú er væntanleg bók um at- burðina. Haft hefur verið uppá norsku konunni og austurríska her- manninum þar sem þau búa í Malmö. Konan, sem var gift og átti þrjú böm, flýði ásamt her- manninum austurríska, sem hafði verið sendur nauðugur af Þjóðveijum til Noregs. Flóttapa- rið fékk tvo bræður, sem áttu fískibát, til að flytja sig milli staða við vesturströndina. Bátur- inn sást síðast á siglingu í firði á vesturströnd Noregs en síðan spurðist ekkert til hans eða far- þeganna. Foreldrar bræðranna héldu að þeir hefðu freistað þess að sigla til Englands og farist á leiðinni. Fjölskyldur hinna töldu þau látin, allt fram til ársins 1964 að kon- an þekktist á mynd sem birtist í sænsku tímariti. Reynt var að hafa samband við hana en hún faldi sig. Árið 1976 fannst flak bátsins, í flakinu fundust þýsk vopn og tóm skothylki. Höfundur bókarinnar „Tveir lifandi, tveir látnir", hefur nú haft upp á norsku konunni og austurríska hermanninum í Malmö. Þar búa þau rólegu lífi og eiga tvö uppkomin böm. Þau giftu sig á löglegan hátt í Svíþjóð undir fölskum nöfnum. Hermað- urinn fyrrverandi segir í samtali við norska blaðið Verdens gang að hann muni ekki hvað gerðist á bátnum. Hann brast í grát þegar hann var spurður um af- drif bræðranna. > „Við höldum að þeir hafi verið skotnir og bátnum sökkt. Daginn sern báturinn hvarf var veður gott og óhugsandi að hann hafi farist af slysfömm," segja ætt- ingjar bræðranna. Norska lög- reglan mun grandskoða bókina, sem væntanleg er á markaðinn í Noregi. Hafí eitthvað brotlegt átt sér stað er það fyrir löngu fymt. Frakkland: Dæmdur fyrir njósnir í þágn Sovétríkjanna Rennes, Frakklandi. Reuter. FRANSKUR maður, Bernard Sourisseau, sem njósnaði fyrir Sovétríkin um ferðir kjarn- orkukafbáta Frakka, var dæmdur í sex ára fangelsi á laugardag. Sourisseau, sem er 43 ára að aldri, neitaði ákæmnni. Hann var fundinn sekur um að hafa fengið sovéskum borgara í Frakklandi í hendur hemaðarleyndarmál um franskar flotastöðvar, þar sem kafbátar, sem bera kjamorkueld- flaugar, hafa samastað. Sourisseau sagði fyrir rétti í Rennes í Vestur-Frakklandi, að hann hefði samþykkt að vinna fyrir Sovétríkin, en aðeins vegna þess að franska leyniþjónustan hefði lagt blessun sína yfir gjörðir hans. Leyniþjónustan hefur vísað þessum fullyrðingum hans á bug ■ ■■ ERLEN1V með þeim ummælum, að hann hafi aldrei fengið leyfi hennar til að njósna. Vmnuborð og vognor Iðnaðarborð, öll sterk og stillanleg. Með og án hjóla. Hafðu hvern hlutvið hendina, það léttir vinnuna og sparar tímann. Leitið upplýsinga. UMBODS OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFDA W SIMI 67 24 44 33 Reuter Ritvél Adolfs Hitler ÓÞEKKTUR maður greiddi á laugardag tæpa tvær og hálfa milljón króna fyrir ritvél, sem Adolf Hitler átti og áritað eintak af bók hans „Mein Kampf". Mun- ir þessir vom boðnir upp ásamt nokkram bréfum Hitlers í Miinchen í Vestur- Þýskalandi. Hitler gaf ritara sínum Emil Maurice ritvélina, sem er af Rem- ington-gerð, árið 1925 í þakklætisskyni við þá aðstoð sem Maurice hafði veitt honum er hann vann að „Mein Kampf". í þeirri bók lýsir Hitler stjórmálakenn- ingum sínum og áætlunum um heims- yfírráð. Hitler gaf einkaritaranum einnig áritað eintak af bókinni er hún kom út í Miinchen. Gripir þessir hafa verið í eigu fjölskyldu Emils Maurice og segja sér- fræðingar að enginn vafi leiki á að Hitler hafi ritað „Mein kampf" á Remington- vélina. LÍKAM5RÆKT OG MEGRUH Fyrir konur é öllum aldri. Ftokkar sem hæfa öllum. 2.KERFI FRAMHALDSFLOKKAR Lokaðir flokkar. tyngri tímar, aðeins fyrir vanar. 3.HERFI RÓLEGIR TÍMAR Fyrir eldri konur, eða þær sem þurfa að fara varlega. 4.KERFI MEGRUHARFLOKKAR Fjórum sinnum í viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakitomVJRé. "" ~v~*~ —~— '5.RERFI FYRIR UHGAR OG HRE55AR Teygju — þrek — jazz. Eldfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu. Mýjar perur / öllum lömþum. Morgun-, dag-MgJsyöJdtjnTar Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, simi 79988 Suðurveri og Hraunbergi Síöasta aaaskeii 'm ™ )Éwm Ertu í góðu formi? Þarftu að fara í megrun? SSETTASEM TREYSTERÁ &TDK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.