Morgunblaðið - 10.11.1987, Síða 34

Morgunblaðið - 10.11.1987, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 Nicaragua: Lengra er ekki hægtaðganga - segir Ortega forseti um tilboð stjórnarinnar um vopnahlésviðræður New York, Reuter. DANIEL Ortega forseti Nic- aragiia hefur sagt, að með þvi að bjóða kontra-skærulið- um viðræður um vopnahlé með hjálp milligöngumanns hafi hann og stjórn hans gengið eins langt og hægt sé í undanlátssemi við kontra- skæruliða. í viðtali sem birtist í síðasta tölublaði fréttatímaritsins Time er haft eftir Ortega að beinar samningaviðræður séu útilokað- ar. „Hingað og ekki lengra,“ sagði Ortega í samtalinu. Við- talið í Time var birt sem hluti af umfjöllun tímaritsins um ástandið í Nicaragua, nú þegar vopnahlé milli stríðandi afla í landinu átti að vera gengið í gildi samkvæmt samkomulagi sem fimm leiðtogar Mið- Ameríkuríkja undirrituðu að undirlagi Oscars Arias forseta Costa Rica í ágústmánuði síðastliðnum. í Time kemur fram að ástand í Nicaragua hafa versnað mjög síðan sandin- ista-stjómin tók við völdum 1979. Miguel Obando y Bravo erki- biskup, sem hefur verið beðinn um að vera milligöngumaður í vopnahlésviðræðunum, sagði í kirkju sinni í Managua um helg- Markaðurinn: Seðlabanka- stjórar ráða ráðumsínum Basel, Reuter. BANKASTJÓRAR nok- kurra helstu seðlabanka heims hittust i gær í Basel til þess að ræða þá erfið- leika, sem steðja að fjár- hagsmörkuðum heimsins. Talið er að þeir muni mest fjalla um fall Bandaríkja- dals, en gengi hans hefur farið hríðlækkandi frá þvi að verðbréf hrundu í verði fyrir þremur vikum. Talið er að bankastjóramir kunni að gefa út einhveija yfir- lýsingu að loknum fundi, sem væntanlega yrði þá til þess ætluð að slá á ótta manna um frekara fall dalsins. Flestir embættismenn hafa þó verið þöglir sem gröfín um gang fundarins. „Þetta er einkafundur seðla- bankastjóra," sagði Robin Leigh-Pemberton, bankastjóri Englandsbanka við frétta- menn. „Nærvera ykkar er ekki til gagns." Satoshi Sumita, seðlabankastjóri Japans, sagði á hinn bóginn að hann hefði rætt við Alan Greenspan, seðla- bankastjóra Bandaríkjanna, og að þeir hefðu verið ásáttir um að reyna að stuðla að stöðugra gengi jens og Bandaríkjadals. Jóhannes Norðdal, seðla- bankastjóri, situr fundinn fyrir íslands hönd. ina að slíkar viðræður væm ævinlega erfíðar en „við verðum að reyna og ef aðilar em ekki sveigjanlegir geta slíkar viðræð- ur staðið mánuðum saman og kostað miklar blóðsúthellingar“. Obando y Bravo gefur í vikulok endanlegt svar um hvort hann annast milligöngu í viðræðun- um. Sem sjá má var sprengingin gifurleg, en til vinstri á myndinni er minnismerki um þá i heimsstyijöldunum báðum. Reuter Breta, sem létust Hryðjuverkið í Enniskillen á N-írlandi: Formælandi IRA-sveita gengst við ódæðinu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ELLEFU manns létust og 65 særðust i sprengjutilræði í Enn- iskillen á Norður-írlandi á sunnudag, er minningarathöfn um látna í heimsstyijöldunum tveimur var að hefjast. Þetta er versta hryðjuverk á Norður-írl- andi síðan 1982. Formælendur írska iýðveldishersins, IRA, sögðu síðdegis i gær, að samtökin bæru ábyrgð á ódæðinu. Sprengjan hefði sprungið of snemma. Hún hafi verið ætluð breskum öryggis- sveitum. Stjórnmálamenn á Bretlandi og írlandi hafa for- dæmt verknaðinn. Margaret Thatcher forsætisráðherra kall- aði hann vanhelgun á hinum látnu. Sprengjunni var komið fyrir inni í samkomusal í miðbæ Enniskillen, um 15 metra frá minnismerki um fómarlömb styijaldanna. Hún sprakk 15 mínútum fyrir ellefu á sunnudag án þess að nokkur viðvör- un væri gefin. Þá var fólk í bænum að safnast þar saman til að taka þátt í minningarathöfninni, eins og gert var annars staðar í landinu. Nokkur hópur fólks hafði safnast saman við vegg samkomusalarins til þess að bíða þess, að athöfnin byij- aði, en henni hafði seinkað nokkuð. Hefði athöfnin byijað á réttum tíma, hefðu miklu fleiri látist. Ellefu manns létu lífið í spreng- ingunni, 65 særðust, 20 eru enn á sjúkrahúsi og fímm þeirra þungt haldnir. Þrettán þeirra, sem særð- ust, voru böm, sem hugðust leggja blómsveig á fyrrgreint minnismerki. Næstum allir, sem létust, voru óbreyttir borgarar. Sammy Foster, bæjarstjómarmaður í Enniskillen, segir, að eftir sprenginguna hafi verið þykkur rykmökkur yfir öllu og hann hafi hlaupið í gegnum kófíð til að athuga, hvað hann gæti gert. „Ég reyndi að hjálpa einum manni, en hann var illa á sig kominn, fastur upp við grindverk og blóðið spýttist úr honum. Það kom læknir og sagði mér, að þetta væri ekki til neins.“ Einróma fordæming Elizabeth Englandsdrottning sagði í yfirlýsingu, að sig hefði hryllt við að heyra af grinimdarverk- inu í Enniskillen og saklausum fómarlömbum, sem tóku þátt í minn- ingarathöfn þjóðarinnar. Thatcher forsætisráðherra sagði, að allar þjóð- ir sýndu látnum virðingu og byggjust við, að aðrir gerðu slíkt hið sama. „Það er vanhelgun á hinum látnu að nota sér það að fólk safnist sam- an í þessum tilgangi." Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði, að þetta væri grimmdarverk gegr. venjulegu fólki, sem hefði ver- ið að heiðra þá, sem börðust fyrir því frelsi, sem hryðjuverkamenn vilja eyða. David Steel, leiðtogi fijáls- lyndra, og Charles Haughey, forsæt- isráðherra írlands, hafa fordæmt verknaðinn. Það sama gerði sovéska fréttastofan Tass, en venjulega skýr- ir hún _ þannig frá atburðum á Norður-írlandi, að sterkrar andúðar gætir á breskum yfirvöldum. Síðdegis í gær sagði Gerry Ad- ams, forseti Sinn Fein, sem er piólitískur armur IRA: „Ég ætla ekki að reyna að réttlæta verknaðinn. Ég harma hann mjög.“ Skömmu síðar gekkst IRA við sprengingunni. Talsmenn mótmælenda á Irlandi hafa haft uppi stór orð um hefndir vegna þessarar árásar að undirlagi katólskra. Vopn frá Líbýu Búist hefur verið við um nokkurt skeið, að IRA gripi til hryðjuverka. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjómmálaarms IRA, varaði við því á aðalfundi flokksins í Dublin fyrir rúmri viku, að slíkt væri yfirvof- andi. Ástaeðan er áföll, sem IRA hefur orðið fyrir á þessu ári. Þrettán félagar úr IRA hafa látið lífið í átök- um við yfirvöld. Um síðustu helgi tóku yfirvöld í Frakklandi bátinn Eksund í franskri landhelgi, en hann var drekkhlaðinn vopnum og sprengiefni. Nú er talið alveg ör- uggt, að það hafi allt átt að fara til IRA og allur farmurinn hafi verið frá Líbýu. Um borð var einn af leið- togum IRA. Einnig hefur yfírvöldum hér í Bretlandi tekist í samvinnu við bandarísk yfírvöld að draga úr vopnasendingum þaðan til IRA. Embætti dómara í hæstarétti Bandaríkjanna: Ginsburg dregur sig í hlé sökum marij uananeyslu Waahington, Reuter. DOUGLAS Ginsburg, sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hafði útnefnt til embættis dómara í hæstarétti Bandarikjanna, hefur ákveð- ið að draga sig i hlé. Ginsburg sagði í siðustu viku að hann hefði neytt fíkniefnisins marijuana stöku sinnum á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Almennt er litið svo á að þetta sé mikið áfall fyrir Reagan. Tveir menn sem hann hafði tilnefnt til starfans hafa nú neyðst til að draga sig í hlé. Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandarikjaþings neitaði i siðasta mánuði að leggja blessun sína yfir tilnefningu Ro- berts Bork og nú hefur Ginsburg orðið að draga sig í hlé fyrir syndir sem almenningur telur fremur léttvægar ef marka má skoðanakannan- Ginsburg lýsti yfir því í Hvfta húsinu á laugardag að hann hefði ákveðið að fara þesss á leit við Reag- an að hann hætti við tilnefninguna þar sem athyglinni hefði um of verið beint að einkalífi sínu. „Því miður hefur athyglin beinst að einkalffí mínu og atburðum sem áttu sér stað á árum áður. Skoðanir mínar á túlk- un laga og hæfni mín til að gegna embætti hæstaréttardómara hafa fallið í skuggann," sagði Ginsburg. Hann hrósaði mjög framgöngu Nancy og Ronalds Reagan en þau hafa leitt herferð gegn fíkniefna- og eiturlyflaneyslu í Bandaríkjunum. „Ég styð þau í hvívetna og vona að ungt fóik, þar með taldar dætur mínar, geti lært af mistökum mínum og hlusti á vamaðarorð þeirra hjóna," sagði Ginsburg. Reagan for- seti sagðist vera hryggur vegna þessara málaloka og lofaði fram- göngu Ginsburgs sem hann sagði hafa einkennst af „óeigingimi" og „skýrri hugsun". Kvaðst forsetinn ætla að tilnefna annan mann til starf- ans mjög fljótlega og sagði ónefndur bandarískur embættismaður að nýr maður yrði að lfkindum útnefndur á næstu dögum. Nýttnafn Bandaríska dagblaðið The Wash- ington Post skýrði frá því í gær að aðstoðarmenn forsetans hefðu lagt til að hann útnefndi Anthony Kennedy. til embættis hæstaréttar- dómara. Kenndy er 51 árs gamall og hefur gegnt embætti dómara í Sacramento í Kalifomíu. Hann var kallaður til fundar við ráðamenn í Hvíta húsinu á laugardag. Níu dóm- arar sitja i hæstarétti Bandaríkjanna en fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Lewis Powell lét af störfum. Miklu er talið skipta fyrir Reagan og Repúblikanaflokkinn að íhaldsam- ur dómari fylli skarð Powells og hefur verið sagt að með þessu móti geti íhaldsmenn tryggt áhrif sín inn- an hæstaréttar um ókomin ár. Repúblikanar, flokksmenn Reag- ans forseta, hafa aðstoðarmenn foreetans vegna þess hvemig staðið hefur verið að tilnefningum þeirra Borks og Ginsburgs. „Mér sýnist þetta dapurlegur vitnisburður um hæfni starfsliðs Hvíta hússins," sagði Newt Gingrich, þingmaður Repúblik- anaflokksins. „Ég er ósáttur við hvemig starfslið Hvíta hússins tók á málinu og hvemig Ginsburg brást við,“ sagði Larry Pressler, þingmað- ur frá Suður-Dakóta. Þá gagnrýndu menn einnig Howard Baker, starfs- mannastjóra Hvíta hússins, fyrir að hafa ekki stutt við bakið á Ginsburg. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1970 sem tvívegis mistekst að tiln- efna mann til embættis hæstaréttar- dómara. Erf iðleikar Ginsburgs Reagan útnefndi Ginsburg þann 29. október eftir að dómsmálanefnd öldungadeildarinnar hafði hafnað Robert Bork í atkvæðagreiðslu. And- stæðingar Borks töldu hann fram úr hófi íhaldssaman í tilteknum mál- um. Athygli flölmiðla beindist strax að einkalífi Ginsburgs. Fullyrt var

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.