Morgunblaðið - 10.11.1987, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.11.1987, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 39 Kasparov ættí að taka forystuna Skýk Margeir Pétursson Það getur fátt komið í veg fyrir sigur Gary Kasparovs heimsmeistara í elleftu einvígis- skák hans við Anatoly Karpov í Sevilla. Þegar skákin fór í bið í gærkvöldi hafði Kasparov skiptamun yfir í endatafli og ætti ekki að verða skotaskuld úr að vinna skákina í kvöld þegar hún verður tefld áfram. Staða Karpovs var það slæm að það er hugsanlegt að hann gefist upp án frekari taflmennsku. Vinni Kasparov hefur hann í fyrsta sinn náð forystu i einvíginu, en staðan er nú jöfn, báðir hafa hlotið fimm vinninga. Kasparov beitti Grunfelds-vöm í skákinni í gær, eins og í öllum öðr- um skákum sínum á svart í ein- víginu til þessa. Vinni hann elleftu skákina er hún mjög mikilvæg fyr- ir heimsmeistarann að því leyti að honum hefur aldrei áður tekist að leggja Karpov að velli með þeirri byijun, en mátt þola nokkur slæm töp. Karpov seildist enn einu sinni í peð í tólfta leik, en sá leikmáti hef- ur gefist honum vel fram að þessu. Nú skipti Kasparov strax upp í endatafl, sem reyndist vera örugg- ara en það framhald sem hann hefur valið f fyrri skákum. Karpov var ætíð peði yfír, en það var tvípeð og hafði lítið að segja. Hann þráað- ist tvívegis við að taka jafntefli með þráleik, en að lokum varð sigurvilj- inn honum að falli. Hann lagði út í mjög hæpnar sóknaraðgerðir sem enduðu með því að hann varð að láta af hendi skiptamun. Annað hvort hefur Karpov orðið á gróf yfírsjón, eða þá hann hefur' fómað skiptamuninum, en gjörsam- lega misreiknað afleiðingamar. 11. einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Griinfelds-vöm 1. d4 - Rf6 2. c4 — g6 3. Rc3 - d5 4. cxd5 — Rxd5 5. e4 — Rxc3 6. bxc3 — Bg7 7. Bc4 — c5 8. Re2 - Rc6 9. Be3 - 0-0 10. 0-0 - Bg4 11. f3 - Ra5 12. Bxf7+ Það er með ólíkindum ef þetta óásjálega peðsrán er orðið öflugasta vopn hvíts gegn Griinfelds-vöm. 12. - Hxf7 13. fxg4 - Hxfl+ 14. Kxfl - Dd6 Kasparov hefur nú horfíð aftur til þeirrar leikaðferðar sem hann beitti í fímmtu og sjöundu skák- inni. í þeirri níundu lék hann hins vegar 14. — cxd4 15. cxd4 — Db6 16. Kgl - De6 17. Dd3 - Dxg4, en tókst ekki að jafna taflið fyrr en í endatafli. 15. Kgl í fimmtu og sjöundu skákunum lék Karpov hér 15. e5!?, sem hefur þann mikla ókost að svartur nær yfírráðum á hvítu reitunum á mið- borðinu. Þrátt fyrir þetta vann Karpov fímmtu skákina og átti mjög góða vinningsmöguleika í þeirri sjöundu, en þessi ágæti árangur var þó tæplega byrjuninni að þakka. 15. - De6 16. D43 - Dc4!? Kasparov beitir nú ólíkri leikað- ferð en í níundu skákinni. Þá drap hann á g4 í svipaðri stöðu. 17. Dxc4 - Rxc4 18. Bf2 - cxd4 19. cxd4 - e5! 20. d5 - Bh6 21. h4 Hvítur hefur aldrei tíma til að leika a2-a4. T.d. 21. a4 — Rd2 22. Rg3 — Bf4 með fullnægjandi mót- spili. 21. - Bd2 22. Hdl - Ba5 23. Hcl - b5 24. Hc2 - Rd6 25. Rg3 - Rc4 26. Rfl - Rd6 27. Rg3 - Rc4 28. g5 - Kf7 29. Rfl - Rd6 30. Rg3 - Rc4 31. Kfl - Ke7! Eftir mikinn þæfíng gefur Kasp- arov andstæðingi sínum færi á að vinna leiki með því að skáka. Aldr- ei þessu vant bítur Karpov á agnið. 32. Bc5+ - Kf7 33. Hf2+ - Kg7 34. Hf6? 34. - Bb6! Það er nú þegar orðið ljóst að Karpov hefur teygt sig of langt í tilraunum sínum til að bijótast út úr þráteflinu. 35. Bxb6 — axb6 36. h5 - Ha3! 37. h6+ - Kg8 er nú nokkuð hæpið fyrir hvít og sömuleiðis 35. Be7 — He8 36. d6 - Bd8! 37. He6 - Rxd6. Þessir kostir eru þó mun betri en að láta af hendi skiptamun, eins og Karpov gerir. Með nokkrum ein- földum millileikjum nær Kasp- arov að kæfa allt spil hvíts í fæðingu. 35. Hc6? - Ra5 Það er hugsanlegt að Karpov hafi yfirsést þessi leikur þegar hann lék 34. Hf6. Það er reyndar alþekkt að bestu mönnum geta yfírsést ridd- arahopp afturábak, sbr. Petrosjan á áskorendamótinu 1956, er hann skildi sjálfa drottninguna eftir í dauðanum gegn Bronstein. 36. Bxb6 - Rxc6 37. Bxc7 - Hf8+ 38. Ke2 - Hf7! 39. Bd6 - Hd7 40. Bc5 - Ra5 41. Rfl Hér fór skákin í bið. Eftir 41. — Rc4, er ekki að sjá að Karpov hafí nokkrar bætur fyrir skiptamuninn. Anne Bancroft i hlutverki sinu sem Helene Hanff unnandi fag- urbókmennta. Óvenjulegt- ástarsam- band í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á kvikmyndinni „Charing Cross Road 84“ með Anne Banc- roft og Antony Hopkins i aðal- hlutverkum. Leikstjóri er David Jones. Myndin er byggð á bréfaskriftum rithöfundarins bandaríska Helenar Hanff og breska fombókasalans Frank Doel. í yfír 20 ár skiptust þau bréflega á skoðunum um bók- menntir, ástina, lífíð og tilveruna og telja má þetta óvenjulega ástar- samband einstakt, segir í fréttatil- kynningu frá kvikmyndahúsinu. Aðrir leikarar í myndinni eru Judy Dench, Jean De Baer, Maurice Denham og Eleanor David. Tregt á loðnuveiðunum Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Björn Leifsson leiðbeinir nemendum tónlistarskólans. Ólafsvík: Þnðjungur bamanna í tónlistarskólanum RÚMLEGA 161.000 lestir af loðnu hafa nú veiðzt frá upphafi vertíðar. Veiðin hefur verið treg að undanförnu. Loðan stendur djúpt, á 140 til 160 föðum og dreifir sér um of, þegar hún grynnir á sér. Ennfremur hefur ís hamlað veiðum, en spá um VÉLBÁTURINN Grímsey ST II frá Drangsnesi, sem strandaði og sökk í Steingrímsfirði á föstu- dagskvöldið, var bjargað af strandstað á sunnudaginn, og er nú kominn í slipp á Skagaströnd. Báturinn er óbrotinn, en skemmdir urðu á mörgum tælg- um. Björgunin fór þannig fram að kafari frá ísafírði kom fyrir vírum í Grímsey, sem lá á hliðinni, og síðan drógu tvær jarðýtur og Payloader- vinnuvél bátinn upp undir Qöruborð eftir sandræmu fyrir framan skerið sem Grímsey strandaði við. Síðan var sjó dælt úr bátnum með tveim- ur slökkvidælum frá Drangsnesi og Hólmavík. Að sögn Friðgeirs Hös- kuldssonar, skipstjóra á Grímsey, gengu björgunarstörf mjög vel, enda var gott veður á staðnum, og allar aðstæður góðar. Grímsey var síðan dregin aftur á flot eftir að öllum sjó hafði verið dælt úr henni. Báturinn Donna frá Hólmavík dró Grímsey síðan til hafnar á Skagaströnd, þar sem hún var sett í slipp. Skrokkur Grímseyj- ar, sem er 30 tonna bátur, er svo austanátt eykur mönnum vonir um að ísinn reki til vesturs af veiðisvæðinu. Á fimmtudag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Súlan EA 800 lestir, Þórður Jónasson EA 690, Bergur VE 480 og Gísli Árni RE 500, en þau fóru öll til Siglufjarðar og Kap til óskemmdur, en öll tæki og raf- magnskerfí eru ónýt. Nú er verið að athuga vélar bátsins og meta skemmdir, og sagðist Friðgeir telja að það tæki um 1-2 mánuði að koma bátnum í rétt horf. Sjálfur sagðist hann vera búinn að jafna sig eftir volkið, en Friðgeir slapp naumlega úr stýrishúsi Grímseyjar þegar bátnum hvolfdi við björgun- artilraunir á strandstað á föstu- dagskvöldið. AÐALFUNDUR Foreldrafélags Breiðholtsskóla verður i bóka- safni skólans á morgun, miðviku- dag, klukkan 20.30. Á fundinum verður rætt um starfsemi félags- ins í vetur og í framtiðinni, og verður það meðal annars gert í umræðuhópum. Hópur foreldra í neðra-Breiðholti efndi nýlega til fundar í Breiðholts- skóla og var þá ákveðið að tilnefna II VE með 650 lestir til Eyja. Á föstudag fór Öm IÍE með 650 lest- ir til Krossaness. Á laugardag voru eftirtalin skip með afla: Albert GK 100 lestir og bilað spil til Bolungarvíkur, Bjami Ólafsson AK 1.070 til Akraness, Þórður Jónasson EA 660 til Krossa- ness, Börkur NK 1.200 til Neskaup- staðar, Magnús- NK 200 til Siglufjarðar og Jón Fjnnsson RE 850 til Siglufjarðar. Á sunnudag fór Sighvatur Bjamason VE til Eyja með 5.60 lestir og um miðjan dag á mánudag fór Víkingur með 900 lestir til Akraness og Þórs- hamar GK hafði tilkynnt um 530 lesta afla, en ákvörðunarstaður var óákveðinn. Ástráður Ingvarsson hjá Loðnu- neflid sagði í samtali við Morgun- blaðið, að mörg skip væm á miðunum með slatta og gæfi loðnan sig, ættu þau að ná fullfermi strax. Hann bætti því við, að það væri eins gott að loðnan færi að veiðast aftur, ella væri hætta á því að karl- anir kæmu og brenndu utan af honum „veiðigallann" eftir yfirlýs- ingar sínar um að vel veiddist, þegar hann klæddist honum. „Ég vil helzt halda gallanum," sagði Astráður. nokkra foreldra til að vinna að end- urvakningu foreldraféiags við Breiðholtsskóla. Þessir foreldrar hafa síðan rætt við stjóm skólans og kennara um hvemig best væri að skipuleggja virkt foreldrafélag sem byggði á samvinnu foreldra og kennara. Undirbúningi er nú lokið og verður aðalfundur á morgun, miðvikudag, klukkan 20.30 í bóka- safni skólans, sama dag og for- eldrafundir skólans verða haldnir. Ólmfavfk. TÓNLISTARSKÓLINN í Ólafs- vík hefur hafið starfsemi sína. Mikill fjöldi nemenda er í skólan- um, eða 80, sem er þriðjungur allra nemenda grunnskólans. Þá er mikill áhugi á að endur- reisa lúðrasveitina. Um 20 áhuga- samir nemendur em að læra á blásturshljóðfæri undir leiðsögn Bjöms Leifssonar, skólastjóra Tón- listarskóla Borgarfjarðar. Hann kennir hópnum til áramóta, en þá er væntanlegur hingað enskur kennari, Michael Jacques. í hljómborðsdeild era 15 nemend- ur, þar af 8 í píanóleik, einn á pípuorgel og 6 læra á harmonikku. Nokkrir bíða eftir að komast að í harmonikkuleik. Þá er margs konar fi-æðsla og æfíngar fyrir fullorðna í skólanum. Tónlistarskólinn hefir notið myndarlegs fjárstyrks til hljóð- færakaupa frá fyrirtækjum í Ólafsvík og bæjarstjómin hefur sýnt starfseminni góðan skilning og stutt vel við bakið á þeim skóla- • stjóram sem hér hafa starfað. Núverandi skólastjóri er Elías Davíðsson. - Helgi Djúpivogur: Saltað í 6.272 tunnur Djúpavogi. SALTAÐ hefur verið i 6.272 tunn- ur af síld hér á Djúpavogi. Fiyst hafa verið 145 tonn af heil- frystri sfld og 54 tonn af flökum. Sunnutindur seldi á Bretlandsmark- aði síðastliðinn miðvikudag 126 tonn fyrir 8,5 milljónir. Meðalverð var 68 krónur á kflóið. 14 trillubátar lönduðu hér í síðustu viku 20 tonnum af þorski og Stjömut- indur landaði 15 tonnum en hann rær með línu. Alls hafa borist á land á þessu ári 3.865 tonn af fiski að verð- mæti um 100 milljónir. — Ingimar Mb. Grímsey bjargað af strandstað - kominn í slipp á Skagaströnd Aðalfimdur hjá Foreldra- félagi Breiðholtsskóla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.