Morgunblaðið - 10.11.1987, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
43
Svipmyndir úr borginni/ ólafur ormsson
Hvað á að gera
í skammdeginu?
í önnum dagsins gefst lítill tími
til að setjast niður og ræða málin.
Það er helst að tækifæri sé til þess
á biðstofum bankastjóra, lækna eða
sálfræðinga þar sem nútímafólk er
einna helst að fínna. Ég heyrði á
tali tveggja miðaldra manna nú ný-
lega á biðstofu bankastjóra að þeir
voru að spjalla um veturinn og
hvemig bæri að bregðast við
skammdeginu. Þeir ræddu vítt og
breitt um skemmtanalífið í borginni,
leikhúsin og nýju matsölustaðina þar
til annar þeirra sagði fréttir sem
ekki eru beint hversdagslegar. Hann
er búinn að gera allrótækar breyt-
ingar á heimilishögum fjölskyldu
sinnar.
— Það hefur orðið að samkomu-
lagi hjá flölskyldunni að vera án
heimilisóvinarins, jafnvel fram að
jólum, sagði hann.
— Hver er þessi heimilisóvinur?
spurði sá er hlustaði og undrunin í
svipnum leyndi sér ekki.
— Jú, sjónvarpið.
— Sjónvarpið?
— Já, sjónvarpið. Það er liðinn
hálfur mánuður síðan ákvörðun var
tekin um það innan fjölskyldunnar
vera án sjónvarpsins einhvem
tíma og merkilegt að hvorugt okkar
hjónanna saknar sjónvarpsins og því
síður táningamir á heimilinu, strák-
ur og stelpa á fjórtánda og fímmt-
ánda aldursári.
— Og hvað kemur þá í staðinn?
spurði sá er stöðugt varð meira undr-
andi á svipinn.
— Það er kannski ekki furða að
þú spyijir. Hér áður fyrr dvaldi fjöl-
skyldan fýrir framan sjónvarpstækið
frá því fyrir kvöldmat og fram und-
ir miðnætti og svaraði varla dyra-
bjöllu eða síma. Nú em aðrir tímar.
Eg legg nú kapal á kvöldin eftir að
við urðum sammála um að hætta
að horfa á sjónvarpið, í bili. Fletti
líka stundum góðri bók og les valda
kafla upphátt fyrir fjölskylduna og
konan flytur hugvekju um lífið og
tilveruna og heimilishundurinn, hann
Kátur, rís nú loks undir nafni. Hann
er nú lífsglaður, þetta grey, sem
áður var miður sín vegna sjónvarps-
ins. Við hjónin spjöllum við krakkana
um nám þeirra og áhugamál og
skiptumst á skoðunum um mál
líðandi stundar. Og unglingamir
meira að segja hættir að fara niður
í miðborg um helgar að bijóta rúð-
ur, sem ég hef nú grun um að
strákurinn hafí tekið þátt í einhvem
tímann fyrr í haust. Og nú em allir
komnir í svefn upp úr klukkan tíu
á kvöldin og við hjónin síðan farin
að skokka um hverfíð í íþróttabún-
ingum klukkan sjö á morgnana áður
en haldið er í vinnu.
— Og þið saknið þess þá ekki að
hafa ekki fréttimar í sjónvarpinu?
spurði sá sem varð eitt spumingar-
merki í framan.
— Nei. Við getum alveg án þeirra
verið, hvað sem síðar verður, það
kemur þá í ljós, sagði sá er skýrði
frá viðureign fjölskyldunnar við
heimilisóvininn. Hann sótti kaffí í
tvö plastbox þama í biðstofu banka-
stjóra og þeir félagamir héldu áfram
að ræða um sjónvarpið.
— Og þið hafíð þá líklega verið
með myndlykil?
— Myndlykil? Jú. Og með þeim
fyrstu sem fengu myndlykil. Við
horfðum lengi einna helst á Stöð 2.
Að stómm hluta til er þetta ein-
göngu bandarískt efni sem Stöð 2
sendir út. Mér fínnst eins og Stöð 2
sé beint framhald af Keflavíkursjón-
varpinu. Ég horfði oft á Keflavíkur-
sjónvarpið í gamla daga. Það gengur
auðvitað ekki til lengdar að senda
eingöngu út bandarískt sjónvarps-
efni, þriðja flokks, ómerkilegar
glæpamyndir og stríðsmyndir og
margar þeirra búnar að vera á mynd-
bandaleigunum ámm saman. Það
verður einhvem tímann að koma að
þvi að boðið sé upp á frambærilegt
íslenskt efni. Við emm nú einu sinni
íslendingar. Þá er ég nú sáttari við
ríkissjónvarpið þó þeir megi gera
mun betur, sagði sá sem einkum sat
fyrir svömm þama á biðstofu banka-
stjóra.
Það var hafínn viðtalstími banka-
stjóra og verið að kalla fólk inn í
hið allra heilagasta, aðsetur þess
sem hefur yfír peningum að ráða.
Það kom í ljós að sá sem einkum
spurði, sagði þeim sem skýrði frá
viðureigninni við heimilisóvininn,
rétt áður en hann fór inn til banka-
stjóra að hann væri að reyna að slá
lán vegna kaupa á sjónvarpstæki og
myndbandstæki.
— Þú ætlar þó ekki að fara að
kalla yfir þig pláguna? spurði þá sá
sem sat helst fyrir svömm.
— Jú, kallaðu það bara plágu.
En hvað á maður sem er einhíeypur
að gera af sér þegar framundan er
svartasta skammdegið?
Skammdegið er einmitt sá tími
ársins sem reynist ýmsum erfiður,
þegar varla birtir nema tvo til þijá
tíma, um miðjan dag. Aðrir kunna
ljómandi vel við þann árstíma og
kannski aldrei jafn sáttir við lífið
og tilvemna og einmitt þá. Karl Jó-
hann Lilliendahl klæðskerí er einn
þeirra. Ég leigði honum herbergi
einmitt þegar hann var í námi og í
skammdeginu tók ég eftir því að
sköpunargáfan var í hámarki. Þá
var Karl að skapa mörg ódauðleg
verk. Huga að nýju sniði á karl-
mannafatnaði og fór fímum höndum
um efnið. Drakk mikið af kaffí,
reykti heilmikið af sígarettum,
kveikti á kertum og stemmningin
var ósvikin.
Og um daginn hitti ég á laugar-
dagseftirmiðdegi góðan vin á fömum
vegi sem var uppáklæddur, kominn
í sín bestu fot og brosti þegar ég
spurði:
— Hvað á að gera í skammdeg-
inu? Nú þegar komið er fram í
nóvembermánuð?
Sigurður Ólafsson, sem er allra
manna skemmtilegastur og oftast
með húmorinn í góðu lagi, brosti og
sagði:
— Ég er að fara á jólatrés-
skemmtun hjá BM Vallá í Þórskaffi
í kvöld. Strax í októbermánuði byij-
um við að fagna jólunum ...
Það er ekkert erfitt að stíga fyrstu
skrefin. . .
SJÓÐSBRÉF VIB
báru 11,9 % ávöxtun umfram verðbólgu
fyrstu sex mánuðina.
Sjóðsbréf VIB er hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er og selja aftur á auglýstu kaupgengi hjá
Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans hf.
SJÓÐSBRÉF 1
Sjóðsbréf 1 eru kjörin fyrir þá sem vilja leggja
fyrir og fá háa ávöxtun. Kostir Sjóðsbréfa 1 eru
m.a. að
• þau er hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð
sem er
• áhætta er minni en þegar keypt eru einstök
skuldabréf með jafnhárri ávöxtun vegna
áhættudreifingar sjóðsins
• ekki þarf að hafa áhyggjur af endurfjárfest-
ingu afborgana vaxta. Starfsfólk VIB sér um
að ávaxta sjóðina og hefur áralanga reynslu
að baki.
SJÓÐSBRÉF 2
Sjóðsbréf 2 eru ætluð þeim sem eiga nokkum
sparnað og þurfa að lifa af eignunum og láta þær
jafnframt ávaxtast sem best. Kostir Sjóðsbréfa
2 eru m .a. að
• vextir umfram verðbólgu eru greiddir
eigendum á þriggja mánaða fresti
• kostnaður við ávöxtun er hlutfallslega lítill
og fé liggur ekki bundið á lágum vöxtum
• þau er hægt að selja aftur á auglýstu
kaupengi hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðar-
bankans.
Heiödís, Ingibjörg, Sigurður B., Vilborg og Fórólfur munu leitast við að veita nánari upplýsingar
um sparnað og ávöxtun. Verið velkomin í afgreiðslu VIB að Ármúla 7 eða hringið í síma 91-68 15 30.
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF
Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími681530