Morgunblaðið - 10.11.1987, Side 44

Morgunblaðið - 10.11.1987, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 i4 i>Álternatorar jpV Startarar Nýir og/eöa verksmiöjuuppgeröir. Ötal gerðir og tilheyrandi varahlutir. SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88 '"m m 9 'i Mött áferð með Kópal Dýrotóni Kópal Dýrótón innimálningin hefur gljástig 4, sem gefur matta áferð. Pessi mjúka áferð heldur endurkasti í lágmarki og hentar því vel þar sem veggirnir eru baksvið í leik og starfi. Viljir þú meiri gljáa á veggi sem meira mæðir á skaltu velja Kópal innimálningu með hærra gljástigi, s.s. Kópal Glitru, Kópal Flos eða Kópal Geisla. má/ning't kópaf DYROTON AlTflNtTflÍ,MALM0.FL ^ **mPU8TMALNINe, VATN8MVN^ GUÁsr/G Morgunblaðið/Bjami Hluti af þeim listamönnum sem verða á hljómplötum frá Skífunni fyrir þessi jól, ásamt nokkrum starfs- mönnum fyrirtækisins. Jólaútgáfa Skífunnar: Ellý Vilhjálms á nýrri hljómplötu SONGKONAN Ellý Vilhjálms verður í hópi söngvara sem koma fram á nýrri jólaplötu, sem Skífan sendir frá sér í lok þessa mánaðar, en nokkuð langt er nú um liðið síðan þessi vinsæla söng- kona söng síðast inn á hljóm- plötu. Platan ber heitið „Jólagestir“, þar sem Björgvin Halldórsson býður mörgum þekktum tónlistarmönnum til „mikillar tónlistarveislu" eins og segir í fréttatilkynningu frá Skifunni. Skifan mun standa að útgáfu tiu hljómplatna fyrir þessi jól og munu þær allar jafn- framt verða gefnar út á geisla- diski. Þegar eru komnar út hljóm- plötumar „Gaui“, með samnefndum listamanni og „Nóttin flýgur“ með lögum eftir Torfa Ólafsson við ljóð ýmissa stórskálda. Um miðjan nóv- ember er von á nýrri plötu með vísnasöngkonunni Bergþóru Ámad- óttur. Platan ber heitið „í seinna lagi“ og innihledur lög úr sam- nefndum sjónvarpsþætti, sem sýndur var í ríkissjónvarpinu ný- lega. í byijun desember kemur út fyrsta sólóplata Ásgeirs Sæmunds- sonar, sem var forsöngvari hljóm- sveitarinnar Pax Vobis hér í eina tíð. í lok nóvember kemur út platan „Kvöld við lækinn", en á henni flytja söngvaramir Jóhann Helga- son, Halla Margrét og Kristinn Sigmundsson lög eftir Jóhann Helgason við ljóð ýmissa stór- skálda. Jakob Magnússon og Ragnhildur Gísladóttir standa að nýrri breiðskífu sem Skífan gefur út undir nafni hljómsveitarinnar „Strax" og mun Ragnhildur syngja öll lögin á plötunni. Þá mun Skífan gefa út safnplötu fyrir þessi jól og verður stór hluti hennar íslensk tón- list. Má þar nefna lagið „Ömmu- bæn“, sem Alfreð Clausen gerði ódauðlegt á sínum tíma, en á þess- ari plötu er það sungið af Bjama Arasyni, söngvaranum unga sem „sló í gegn“ í látúnsbarkakeppni Stuðmanna síðastliðið sumar. í lok nóvember kemur út plata til styrktar byggingu nýs tónlistar- húss og er það stór tveggja laga plata, sem inniheldur lagið „Söngur um draum" eftir Gunnar Þórðarson við ljóð Krisijáns frá Djúpalæk. Söngvarar á plötunni eru Björgvin Halldórsson, Egill Ólafsson, Eiríkur Hauksson og Jóhanna Linnet. Þá mun Skífan annast dreifingu á plötu með lögum eftir Jón Múla Ámason, sem gefin er út af Almenna bókafé- laginu. Tónlistarumsjón á plötunni annaðist Eyþór Gunnarsson og meðal söngvara em Bjami Arason, Bubbi Morthens og Ellen Kristjáns- dóttir. Skífan mun einnig annast dreifingu á plötunni „Hinsegin Blús, með samnefndu tríói sem flytur lög eftir Eyþór Gunnarsson og Tómas R. Einarsson, en auk þeirra er í tríóinu trommuleikarinn Gunnlaug- ur Briem. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Leiðrétting í grein um Hvanndal í Morgun- blaðinu á sunnudag varð meinleg prentvilla. Föðumafn systranna Guðrúnar og Sigríðar er rangt í greininni. Þær em Þorláksdætur en ekki Þorvaldsdætur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. M-* EINLITAR OG MUNSTRAÐAR FLISAR ÓDÝRÁR OG DÝRAR / VANDAÐAR FLISAR VEGG OG GÓLF FUSAR UTIOG INNl FLISAR W Rartek Höganas FYRIRMYND ANNARRA FLÍSA HEÐINN SEUAVEGI 2.SÍMI 624260

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.