Morgunblaðið - 10.11.1987, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
Jómfrúræða Péturs Bjarnasonar:
Samræmt skipulag
ferðamála nauðsynlegt
Pétur Bjarnason í ræðustól.
Hér fer á eftir jómfrúræða Pét-
urs Bjarnasonar (F.-Vf.) sem
flutt var á Alþingj 15. október sl.
Herra forseti. Ég mæli fyrir til-
lögu til þingsályktunar um ráðstaf-
anir í ferðamálum. Þessi tillaga er
flutt af mér ásamt hv. þm. Guðna
Ágústssyni, Jóni Kristjánssyni,
Stefáni Guðmundssyni og Valgerði
Sverrisdóttur. Tillagan er svohljóð-
andi:
„Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stjómina að beita sér fyrir eftirfar-
andi ráðstöfunum í ferðamálum:
1. Stofnað verði til embætta ferða-
málafulltrúa í landsbyggðarkjör-
dæmunum, tvö stöðugildi á árinu
1988, tvö stöðugildi til viðbótar
1989 og tvö stöðugildi árið 1990.
Laun ferðamálafulltrúa greiðast
úr ríkissjóði én rekstrarkostnað-
ur embættanna af viðkomandi
ferðamálasamtökum. Ferða-
málaráð ákveði forgangsröðun
starfanna.
2. Að 10% sérstöku gjaldi á vöru-
sölu Fríhafnarinnar í Keflavík
verði ráðstafað til ferðamála
samkvæmt gildandi lögum.
3. Hraðað verði endurskoðun laga
um skipulag ferðamála, nr.
79/1985.“
Tilgangur með þessari tillögu er
einkum tvíþættur. Annars vegar að
vekja athygli á nauðsyn þess að
koma á samræmdu skipulagi í
ferðamálum á íslandi með stofnun
embætta ferðamálafulltrúa úti um
landið og koma þannig til móts við
ferðamálasamtök landshlutanna.
Hins vegar að vekja athygli á því
að þrátt fyrir að markaður tekju-
stofn hafi verið lögboðinn til
ferðamála undanfarin 11 ár, þ.e.
10% af vörusölu Fríhafnar í
Keflavík, hefur stöðugt verið geng-
ið á hann með heimild í lánsfjárlög-
um og er svo enn gert í núverandi
frv. til lánsflárlaga. Er því vert að
huga að því við endurskoðun laga
um skipulag ferðamála hvort halda
eigi þessum tekjustofni óbreyttum
og ganga síðan á hann svo sem
verið hefur eða leita annarra leiða
^til að fjármagna Ferðamálaráð og
starfsemi þess. _
Ferðalög um ísland hafa stórauk-
ist á síðustu árum. Þannig jókst
straumur erlendra ferðamanna til
íslands úr 29 þúsund árið 1966 í
112 þúsund árið 1986 eða á 20 ára
bili. Athyglisvert er að á sama tíma
fjölgar utanferðum íslendinga í
sama mæli eða úr 18 þúsund í 110
þúsund. Á þessum tíma hafa orðið
straumhvörf í samgöngum ásamt
áhuga og möguleikum fólks til
ferðalaga.
Hafa ber í huga þegar nefndar
eru tölur um ferðalög útlendinga
um ísland og þörf fyrir þjónustu
við þá hér að ferðalög íslendinga
um eigið land eru síst minni og
fara stöðugt vaxandi.
Gjaldeyristekjur af þjónustu við
erlenda ferðamenn eru orðnar veru-
legar, voru taldar um 4,6 milljarðar
kr. árið 1986. Til samanburðar má
geta þess að þetta eru 10,3% af
heildarvöruútflutningi landsmanna
og um 13% af heildarverðmæti út-
flutts sjávarfangs sama árs. Þegar
þetta er haft í huga verður ljós
nauðsyn þess að gefa þessari starf-
semi meiri gaum og veita henni
meiri stuðning en verið hefur þó
vissulega hafi þokast verulega í
rétta átt hvað þessi mál varðar.
Þróun ferðalaga í heiminum er
einkum með þrennu móti. í fyrsta
lagi ferðast fólk í auknum mæli á
eigin vegum í stað hópferða sem
hafa verið ríkjandi fyrirkomulag, á
eigin bfl, með flugi og bfl eða á
annan hátt sjálfstætt. Þessa verður
og vart hérlendis hin síðustu ár.
í öðru lagi eykst í sífellu leit fólks
að betri útivistarmöguleikum,
hreinu lofti, óspilltri náttúru og
heilbrigðum lífsháttum. Á þessu
sviði virðist land okkar hafa mjög
mikla möguleika verði þess gætt
að skipuleggja ferðamál á réttan
hátt með umhverfís- og náttúru-
vemdarsjónarmið ríkt í huga.
í þriðja lagi eru ferðalög eldri
borgara í skipulögðum orlofsferð-
um.
Ferðamálasamtök hafa verið
stofnuð í öllum kjördæmum lands-
ins utan Reykjavíkur. Ein samtök
eru þó fyrir Norðurland allt og í
Reykjaneskjördæmi er starfssvæðið
bundið við Suðumesin. Tilgangur
með stofnun samtakanna var m.a.
þessi:
Að vinna að sameiginlegri og
skipulegri uppbyggingu í öllum
greinum ferðaþjónustunnar, að
gefa hlutlausar upplýsingar um
ferðaþjónustu í kjördæmunum, að
veita aðstoð og ráðleggja þeim sem
hyggjast fjárfesta í ferðaþjón-
ustunni, að koma á samvinnu allra
sem að ferðamálum starfa í kjör-
dæmunum, að efla þessa þjónustu-
grein á landsbyggðinni.
Ferðamálasamtökin hafa stofnað
með sér Félag íslenskra ferðamála-
samtaka og eru aðalmarkmið þeirra
mjög í sama anda og hér var fyrr
upp talið. Til viðbótar er rætt um
að koma fræðslu í ferðaþjónustu-
greinum inn í skólakerfið og aukin
áhersla er lögð á þátt umhverfis-
vemdar.
Með stofnun Upplýsingamið-
stöðvar ferðamála, sem opnuð var
á síðasta sumri, opnuðust nýir
möguleikar fyrir þá sem að ferða-
málum standa. Með tölvutengingu
er fyrirhugað að miðla upplýsingum
samstundis út í umdæmin og fá
nýjar til baka. Upplýsingamiðstöð
sem þessi getur komið ýmsum nýj-
um möguleikum í ferðaþjónustunni
á markað, kynnt áður lítt þekkta
staði, stuðlað að lengingu ferða-
mannatímans, haft heildaryfirsýn
yfir ferðamöguleika hverju sinni á
hveijum stað og þannig stuðlað að
betri nýtingu fjárfestingar í ferða-
þjónustunni.
Hlutverk ferðamálafulltrúa væri
m.a. eftirfarandi:
1. Að vinna að uppbyggingu ferða-
þjónustu á starfssvæði sínu. í
því felst að gera úttekt á þeirri
þjónustu sem fyrir er, möguleik-
um umdæmisins og vinna að
tillögugerð og skipulagningu
ferðamála þar í samráði við
sveitarstjómarmenn og aðra
hagsmunaaðila.
2. Að vera tengiliður við önnur
ferðamálasamtök og skipuleggja
samstarf við þau um ferðamál.
3. Að vinna ákveðin verkefni fyrir
opinbera aðila. Má þar nefna
úttekir af ýmsu tagi ásamt
áætlanagerð og upplýsingaöfl-
un. Enn fremur að vinna með
náttúru- og umhverfisvemdar-
mönnum og heilbrigðisfulltrúum
og nefndum vegna ferðamanna
og ráðstafana sem gera þarf á
þjónusstustöðum.
Það er alkunna að mjög skortir
á að aðstaða sé alls staðar fyrir
hendi úti á landsbyggðinni til að
taka á móti ferðamönnum og veita
þeim lágmarksþjónustu. Það er
hægt að aka hundmð kflómetra án
þess að eiga kost á tjaldstæði með
lágmarkshreinlætisaðstöðu. Ferða-
maður, sem er svo óheppinn að
þurfa að komast í síma að nætur-
lagi, verður annaðhvort að vekja
upp í heimahúsum eða leita uppi
næsta kaupstað til að komast í al-
menningssíma og þó undir hælinn
lagt að slíkur sími fínnist ef hann
er þá til.
Ferðaþjónusta bænda ásamt því
neti þjónustustaða sem er að smá-
þéttast bætir þó verulega úr þessu
jrfir hásumarið. Hér þarf þó að ráða
verulega bót á hið fyrsta.
Þá má nefna merkingar, hvort
heldur sem er á íslensku eða með
alþjóðlegum táknum. Semja þarf
frið um gerð leiðbeiningarskilta sem
gætu orðið ferðamanninum að
gagni og forðað honum frá villu,
jafnvel þó slíkt gæti gagnast þjón-
ustuaðilum jafnframt.
Þannig mætti lengi telja en verð-
ur ekki gert hér. Sveitarstjómir
þurfa að gera átak til að bæta úr
þessu með bættum merkingum og
fjölgun vel búinna tjaldstæða.
Þróun ferðamála héfur þó verið
ör hér á landi og svo er einnig um
allan heim. Ferðaþjónusta sem at-
vinnugrein er í dag stærsti atvinnu-
vegur heimsins hvað veltu áhrærir
og má að óbreyttu vænta áfram-
haldandi streymis ferðamanna
hingað til lands. Þar er þó margt
sem getur haft áhrif og breytingar
geta orðið skjótar á einstökum
svæðum. Um það má nefna dæmi
eins og Tsjemóbfl-slysið sem hafði
í för með sér geigvænlegar sveiflur
í ferðamálum Evrópu, auk þess sem
olíuverð hefur veruleg áhrif á ferða-
kostnað. Þá má nefna gengismál
og ótal margt annað sem áhrif get-
ur haft svo sem flugrán og hryðju-
verk.
Flest bendir þó til að framundan
sé aukning á ferðalögum um ís-
land, bæði erlendra og innlendra
ferðamanna. Skiptir því miklu að
við höldum vöku okkar, fyrst og
fremst hvað það varðar að halda
náttúm landsins, ogumhverfi okkar
hreinu og óspilltu, en einnig að því
er varðar skipulag ferðamála innan-
lands.
Herra forseti. Hugmynd sú sem
sett er fram í tillögu þessari til
þingsályktunar um ráðningu ferða-
málafulltrúa er ekki ný af nálinni.
Með bréfí í nóvember 1984 og öðru
í maí 1985 frá ferðamálasamtökum
í landshlutum til fyrrverandi sam-
gönguráðherra er sett fram hlið-
stæð beiðni um ráðningu ferða-
málafulltrúa í áföngum, svipað og
gert er hér, með þriggja ára áætlun.
Að umræðu lokinni leyfi ég mér
að leggja til að þessu máli verði
vísað til allshn.
. Skólasaga Akraness
í 100 ár komin út
Akranesi.
HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi
hefur gefið út bókina „Skóli í
100 ár“ — saga skólahalds á
Akranesi 1880 til 1980.
Unnið hefur verið að gerð bók-
arinnar um nokkurra ára skeið
og er höfundur hennar Stefán
Hjálmarsson, sagnfræðingur og
kennari á Akranesi. Á síðasta ári
skipaði bæjarstjóm Akraness
útgáfunefnd bókarinnar og áttu
í henni sæti þau Bragi Þórðarson,
Gígja Gunnlaugsdóttir og Ólína
Jónsdóttir. Nefndin starfaði með
höfundi við lokafrágang verksins
m.a við öflun mynda en um 130
myndir prýða bókina.
í bókinni, Skóli í 100 ár, er sagt
frá brautryðjendum í skólamálum
á Akranesi. Sagt er frá skóla-
byggingum og margþættu öðm
sicólastarfí. Þá em eins og áður
segir fjöldi mynda frá ýmsum til-
efnum svo og myndir af öllum
útskriftamemendum gagnfræða-
skólans og iðnskólans, sem til em
á skólaspjöldum. Þá er og eínnig
ítarlegt kennaratal allra skól-
anna.
Bókin er prentuð í Prentverki
Akraness og er 170 blaðsíður.
Forsíðumynd er eftir Bjama Þór
Bjamason kennara.
- JG
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Höfundur og útgáfunefnd Skólasögu Akraness í 100 ár. Talið frá vinstri: Stefán Hjálmarsson, Gígja
Gunnlaugsdóttir, Ólína Jónsdóttir og Bragi Þórðarson.