Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 57
57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
Afmæliskveðja:
Gunnar Eggerts-
son tollvörður
Viðurkennt skal að ég hrökk dálí-
tið við þegar konan mín sagði fyrir
nokkrum kvöldum: „Hann Gunnar
frændi þinn verður áttræður á þriðju-
daginn." Auðvitað hafði Gunnar
safnað árum eins og við hin, en ein-
hvemveginn þannig, að maður varð
þess varla var. Maðurinn hefir verið
svo lifandi alla tfð — hress og kvikur
í hreyfingum, alltaf til í skemmtileg-
heit og umfram allt sístarfandi að
hugðarefnum eða lesandi góðar bæk-
ur.
Jú, auðvitað var Gunnar Eggerts-
son ekkert öðruvísi en við hin að því
leyti að árin söfnuðust og urðu að
tugum, nú í dag verða þeir átta!
Ég minnist þess oft þegar Gunnar
kom með kærustuna sína, hana Þrúði
Guðmundsdóttur — sem við vinimir
vöndumst fljótlega á að kalla Dúddu
— upp að Leirárgörðum, þar sem ég
var lítill gutti í sveit hjá afa mínum
og ömmu, nefnilega foreldmm Gunn-
ars. Ekki veit ég hvar þau höfðu
kynnst en við komu þeirra fannst
mér heimurinn verða litríkari, grasið
grænna og ilmurinn af bliknandi töð-
unni áfengari. Því þetta var, á
slættinum þegar mest er gaman í
sveitinni og jafnvel liðléttingar eins
og sá er þetta skrifar gátu orðið að
liði við heyskapinn. Svo giftu þau sig
Gunnar og Dúdda og ég hefi fyrir
satt að þau hafi farið til fógetans
mánudaginn 13. einhvers mánaðar
og ef einhver heldur að mánudagur
13. einhvers mánaðar sé slæmur
dagur til slíkra athafna, þá get ég
staðfest að svo er ekki; þvert á móti
einhver sá besti og því til sönnunar
er frábært hjónaband þeirra áratug-
ina sfðan þessi heillaatburður gerðist.
Þau hófu búskap í kjallaraíbúð við
Eiríksgötuna og á þessum fyrir-
stríðsámm vom flutningar fólks tíðir.
Nokkur ár á Freyjugötunni síðan á
Þórsgötunni en svo hófst landnámið
á utanverðu Kársnesi í Kópavogi.
Gunnar og Dúdda urðu eins og aðrir
frumbyggjar þessa bæjar — sem þá
átti langt í land að verða bær — að
yfírstíga ótal farartálma, svo sem
vegaleysi, vatnsleysi, símaleysi og
er þó fátt eitt talið. En upp komst
húsið og lóðin, sem var grýttari en
orð fá lýst, varð fyrr en varði hinn
fegursti gróðurreitur. Grjótgarðamir
umhverfis lóðina tala hinsvegar sínu
máli um elju, dugnað og þennan eig-
inleika að gefast aldrei upp. Á
þessum ámm hafði fjölskyldan
stækkað, bömin komið hvert af öðm,
Hrafnhildur, Hugrún, Eggert Gautur
og Gerður.
En þó bömin séu talin er þó að-
eins hálf sagan sögð um þá sem
sátu til borðs á þessu gestrisnar
heimili. Sagt er að skemmtilegt og
gott fólk laði að sér annað gott og
skemmtilegt fólk og þama var það
orð að sönnu. Ég minnist alltaf ann-
ars frænda, Stefáns Jónssonar
rithöfundar og kennara, sem leigði
hjá þeim Gunnari og Dúddu áður en
hann og Anna stofnuðu sitt eigið
heimili. Og það vom fleiri en undirrit-
aður sem um árabil vom heimagang-
ar á Freyjugötunni og Þórsgötunni:
Þar vom tíðir gestir Guðmundur
Hjálmarsson, Steinn Steinarr, Leifur
Haraldsson og Ragnar H. Ragnar
og svo hún Sigríður eftir að þau
kynntust. Og svo komu Anna Bjöms
og Svanhildur systir hennar og Anna
Odds, stundum með soninn Flosa,
sem var aðsópsmikill þá sem nú.
Ekki var minna um að vera þegar
frændfólkið úr Borgarfirðinum eða
norðar úr Skagafirði kom f heim-
sókn, systkini, tengdafólk og aðrir
vinir sem gistu og borðuðu og það
var sannarlega nóg að gera hjá hús-
móðurinni á slíku heimili.
Þama var skeggrætt um pólitík
og skáldskap og skáldverkin kmfin
til mergjar og það var ort: Ekki að
sökum að spyija, sagði einn kunnug-
ur: „Afkomendur Margrétar Þorláks-
dóttur hafa aldrei getað séð bók f
friði án þess að glugga f hana.“ Það
er mikið til í þessu.
Bókelskari maður en Gunnar er
vandfundinn. Bækur hafa alla tíð
verið honum kærkomnar. Hann á
vandað bókasafn og ég leyfí mér að
Vinsamlegast sendið mér bæklinginn BTH
Nafn: _______________________________________
Menntið ykkur í
B YGGIN G AT ÆKNIFRÆÐI
B Y GGING A YERKFRÆÐI
Kennsla hefst 11. janúar 1988. Skráning fer fram í skólanum.
Hringið í síma 5-62 50 88 og fáið sendan bæklinginn „In-
formation Byggetekniker - Byggekonstruktor".
BYGGETEKNISK H0JSKOLE
SLOTSGADE 11 - 8700 HORSENS
Heimili:
Póstnúmer:.
Borg/Land:.
segja eitt hið fegursta hér á landi.
Maðurinn er, auk þess að lesa mikið,
snilldar bókbindari. Þrátt fyrir það
að Gunnar hafí lengst af starfað við
skrifstofustörf sem tollvörður í
Reykjavík, þá er hann líka listasmið-
ur.
Og í dag fyllir Gunnar áttunda
tuginn. Það er löng leið frá Leirár-
görðum þar sem Gunnar fæddist,
yngstur sex bama hjónanna Benóníu
Jónsdóttur og Eggerts Gíslasonar,
en eldri vom Sæmundur, Magnús,
Lára, Áslaug og Kláus. Margt hefír
á dagana drifið en stutt grein í dag-
blaði nægði skammt til þess að segja
þá sögu.
En það em fleiri í fjölskyldunni
en Gunnar sem em á virðulega aldr-
inum. Þau hjónin Gunnar og Dúdda
em svo jafnaldra að hún hélt upp á
sitt áttræðisafmæli fyrir nokkmm
mánuðum. Þannig hafa þau Gunnar
og Dúdda samtals eitthundrað og
sextíu ár að baki. Merkur maður
sagði eitt sinn að miðað við þær þjóð-
félagsbreytingar sem hann hefði
upplifað á sinni ævi gæti hann verið
þúsund ára gamall. Ég býst við að
þau sem em fædd árið 1907 geti
sagt eitthvað svipað — svo stórfelld-
um breytingum hefir þjóðlíf á íslandi
tekið á síðustu áratugum. Það
skemmtilega við það að ná háum
aldri við góða heilsu er auðvitað að
sjá árangur verka sinna og verða
þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá böm-
in sín og þeirra afkomendur vaxa
úr grasi, njóta þess að sinna hugðar-
efnum eftir að almennum starfsdegi
lauk og eins og í dæmi þeirra Gunn-
ars og Dúddu, viðhalda og varðveita
léttleika og góðvild æskuáranna í
hug og hjarta.
Eg lýk þessari fátæklegu afmælis-
kveðju með bestu hamingjuóskum
með þökkum frá okkur Mæzý fyrir
hjálpsemi og elskulegheit alla tíð.
Ifyrir frábært frændskaparþel fyrr
og síðar.
Sveinn Sæmundsson
Afmælisbamið og kona hans ætla
að taka á móti gestum á heimili sínu,
Kópavogsbraut 65, milli kl. 17 og 20
í dag.
n
IÐNTÆKNISTOFNUN
690523 000011
Strikamerki á umbúðir
Auglýsingateiknarar, prentarar
framleiðslustjórar umbúðafram-
ieiðendur og verslunarmenn!
HÁLFS OAGS MÁMSKEIÐ í NOTK-
UN STRIKAMERKJAÁ JMBÚÐIR.
Efni: Hvað er strikamerki, notkun, stað-
setning á umbúðum, stærðir, prentun,
kostir strikamerkja, eftirlit.
Staður/tími: Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti,
fimmtudaginn 12, nóvember,
kl. 13.00-18.00.
Skráning í síma 687000.
Takmarkaður fjöldi. Verð kr. 3900.
Leiðbeinandi: Haukur Alfreðsson.
Fylgstu með -
Kynntu þér strikamerki.
ITÍ REKSTRARTÆKNIDEILD„
HAFÐUALLTÁ
HREINU
FÁÐU ÞÉR
OTDK
Ploslkossar
ogskúffur
Fyrir skrúfur, rær og aðra
smáhluti. Einnig vagnarog
verkfærastatíf. Hentugt á
verkstæðum og vörugeymslum.
Ávallt fyrirliggjandi.
Leitið upplýsinga.
UMBOOS OGHEILDVERSLUN
BILDSHÖFÐA 16 SÍMI 6724 44
UOSASTILLINGA-
VERKSTÆÐI
OSRAM
bílperur
WAGNER
Ijósa samlokur
Eigum fyrirliggjandi
Ijósastillingatæki
JL
[1] JOHANN ÓLAFSSON & CO. HF.
Sundaborg 13, sími 688588.