Morgunblaðið - 10.11.1987, Page 60
*r*v
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
60
Kveðjuorð:
Helgi J. HaJldórs-
son cand. mag.
Þegar ég frétti lát Helga J. Halld-
órssonar, vorum við hjónin stödd
erlendis og gátum því ekki verið við-
stödd útför þessa vinar okkar og
samstarfsmanns. Ég get þó ekki
látið hjá líða að minnast Helga með
nokkrum línum þó seint sé, þar sem
við vorum samstarfsmenn við Stýri-
mannaskólann í Reykjavík í nær 40
ár. Ég mun þó ekki rekja uppruna
og æviferil hans, þar til hann hóf
kennslu í Stýrimannaskólanum, né
önnur störf sem hann vann jafnhliða
kennslu. Það hefur verið ítarlega
gert af öðrum sem skrifuðu minning-
argreinar um hann.
Andlátsfregnin kom mér þó ekki
á óvart. Ég átti tal við hann skömmu
áður en við fórum og fannst mér
þá mjög af honum dregið. Hann
hafði verið á sjúkrahúsi vegna upp-
skurðar sem ég því miður frétti allt
of seint af. Við samtal okkar varð
ég var við að mikil breyting hafði
átt sér stað. Helgi, sem jafnan var
hressilegur í tali, virtist mjög miður
sín og ég fann að hann var þungt
haldinn. Hinsvegar hefði mér ekki
dottið í hug í vor og fram eftir sumri
að svo skjótt skipti um. Hann var
alltaf hress og kátur og virtist ekki
kenna sér neins meins. En enginn
veit sína æfina fyrr en öll er. Ann-
ars eiga þessar línur að vera til þess
að þakka Helga samstarfið í tæpa
fjóra áratugi, samstarf sem aldrei
féll skuggi á.
Kynni okkar hófust er Helgi kom
sem stundakennari að Stýrimanna-
skólanum snemma árs 1945. Skólinn
var þá til húsa í gamla Stýrimanna-
skólahúsinu við Öldugötu, en var
fluttur um haustið í nýbyggingu á
Vatnsgeymishæð. Þá var aðeins einn
fastráðinn málakennari við skólann,
Einar heitinn Jónsson, magister.
Einar skrifaði sögu Stýrimannaskól-
ans sem gefin var út á 50 ára
afmæli skólans 1941. Mjög vandað
rit, þar sem lýst er aðdraganda að
stofnun hans og starfí í 50 ár. Þeg-
ar Einar lést 1948, var Helgi fastráð-
inn sem málakennari. Það var ekki
vandalaust að taka við íslensku-
kennslu af Einari. Hann var frábær
kennari og tala ég þar af eigin
reynslu, því hann var kennari minn,
t
Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJARNIINGVAR KJARTANSSON,
Garðavegi 14, Keflavlk,
lést í sjúkrahúsi Keflavíkur laugardaginn 7. nóvember.
Jóhanna Veturliöadóttir,
Óli Baldur Bjarnason, Gunnþórunn Gunnarsdóttir,
Kjartan Bjarnason, Hrefna Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar,
ÚLFHILDUR ÓLAFSDÓTTIR
frá Akranesi,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 9. nóvember.
Kristófer Ásgrfmsson,
Karl G. Ásgrfmsson,
Leifur Ásgrfmsson.
t
Eiginmaður minn og faðir,
ÓLAFUR ÓFEIGSSON
fyrrverandi skipstjóri,
andaðist í St. Jósefsspítala í Hafnarfiröi laugardaginn 7. nóvember.
Danfelfna Sveinbjörnsdóttir,
Hrafnhildur Ólafsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR,
Snorrabraut 73,
Reykjavfk,
verður jarðsungin 11. nóvember kl. 13.30 frá Hallgrímskirkju.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hallgrímskirkju í
Reykjavík.
Elfn Ellertsdóttir,
Guðrún Ellertsdóttir,
Ásgeir B. Ellertsson,
Þorkell Steinar Ellertsson,
MagnýG. Ellertsdóttir,
barnabörn og
Paul Jóhannsson,
Guðjón Guðmundsson,
Erika Urbancic,
Guðrún Bjartmarsdóttir,
Jóhann Gfslason,
barnabarnabörn.
þegar ég var nemandi við skólann.
Friðrik heitinn Ólafsson, skólastjóri,
mun þó hafa séð að Helgi væri verð-
ugur arftaki Einars, því mér er
kunnugt um að hann átt sinn þátt
í að Helgi var fastráðinn sem mála-
kennari.
íslenska hefur ætíð skipað háan
sess við Stýrimannaskólann. Hún
, hefur t.d. verið fallgrein frá upphafí
og þar með hefur kunnátta í henni
verið metin til jafns við kunnáttu í
aðal sérgrein skólans, siglingafræð-
inni. Til að ná prófí þurfti meðalein-
kunn í báðum þessum greinum að
vera 4 meðan hæsta einkunn var
8, en 5 eftir að einkunnastiganum
var breytt í 10 sem hæsta einkunn.
Friðrik heitinn Ólafsson var mik-
ill mannþekkjari og hann hefði ekki
mælt með Helga sem íslenskukenn-
ara, ef hann hefði ekki álitið að þar
væri mikið kennaraefni. Enda kom
á daginn að hann hafði rétt fyrir sér
í því sem öðru. Helgi var fæddur
kennari. Hann var og prýðilega
menntaður, sem að vísu er ekki
einhlítt til að verða góður kennari.
En hann hreif nemendur með sér
og átti afar auðvelt með að umgang-
ast þá. Helgi fór nokkur sumur til
sjós, bæði á togara og síldveiðiskipi.
Grunar mig að það hafi ekki ein-
göngu verið vegna þénustunnar,
heldur líka til að kynnast andrúms-
lofti um borð í skipum, kynnast af
eigin raun sálarlífi sjómanna.
Þau kynni held ég að hafi átt sinn
Jiátt í að hann var mjög vinsæll
meðal nemenda sinna. Við, sem
kennt höfum við sérskóla eins og
Stýrimannaskólann, þekkjum að
mörgum nemendum þykir tíma-
eyðsla að læra aðrar greinar en þær
sem koma beint við starfi þeirra.
Þeir gera sér í fyrstu ekki grein
fyrir að sérmenntun og almenn
menntun þurfa að fara saman. Mála-
kunnátta er t.d. sérhveijum skip-
stjómarmanni nauðsynleg, ekki
hvað síst íslenskukunnátta. Oft þarf
að skrifa mikilvægar skýrslur um
atvik sem koma fyrir og kemur sér
þá vel góð íslenskukunnátta. Nem-
endur gera sér líka yfírleitt fljótlega
ljóst að almenn menntun bætir upp
sérmenntunina og er ekki síður
gagnleg, þegar út í lífið er komið.
Helgi glæddi áhuga nemenda á
íslenskum bókmenntum fomum og
nýjum og benti þeim á gildi þeirra.
AJdrei varð ég var við að nemendur
kvörtuðu undan kennslu hans, og
veit ég að sérstaklega síðar meir
voru þeir honum þakklátir fyrir
handleiðslu hans ( heimi sfgildra
bókmennta, og leiðsögn við samn-
ingu ritgerða er gjama fjölluðu um
sérsvið þeirra, sjómennskuna.
Auk íslenskunnar kenndi Helgi
einnig ensku og samdi 1954 enska
lestrarbók handa sjómönnum, ætluð
til kennslu á 2. og 3. stigi. Aukin
og endurbætt útgáfa var prentuð
1981. Þetta er mjög vönduð kennslu-
bók, sem auk þess að vera kennslu-
bók er gagnleg sjómönnum almennt
sem handbók í ensku sjómannamáli.
Nú við leiðarlok viljum við hjónin
þakka Helga samstarfið og honum
og hans ágætu konu, Guðbjörgu,
margar ánægjulegar samverustund-
ir. Guðbjörgu, dætmm þeirra,
bamabömum og öðmm aðstandend-
um vottum við innilega samúð okkar.
Guð blessi ykkur og styrki.
Jónas Sigurðsson
Kveðjuorð:
Egill Gestsson
tryggingamiðlari
Fæddur 6. aprfl 1916
Dáinn 1. nóvember 1987
Egill, tengdafaðir minn, var son-
ur Gests Ámasonar og Ragnheiðar
Egilsdóttur og var heimili þeirra
hjóna í Miðstræti 5 í Reykjavík.
Egill og kona hans bjuggu þar
þegar ég kynntist þeim hjónum
fyrst. Við fyrstu kynni mín af Agli
kom hann fyrir sem fastur á sínu,
en eftir að hafa kynnst honum var
hann það aðeins ef sannfæring hans
og þekking sögðu svo að hann hélt
um sitt, en annars var hann fljótur
að hugsa sitt mál. Egill hóf nám
við Verslunarskóla íslands, en varð
fljótlega að hætta námi vegna
berkla sem hann fékk í annan fót-
inn. Oft er Egill talaði um vist sína
á Landakoti kom í ljós hversu mik-
ill húmoristi hann var, því það var
t
Eiginkona mín og dóttir,
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Heliissandi,
lést í Landspítalanum 8. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar.
Guðmundur Ingi Bjarnason,
Kristín Hjartardóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóöir og amma,
ARNBJÖRG SVERRISDÓTTIR,
frá Seyðisfirði,
Borgarholtsbraut 49,
Kópavogi,
sem andaðist 4. nóvember verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 11. nóvember kl. 15.00.
Jenný Haraldsdóttir,
Svandís Haraldsdóttir,
Sverrir Haraldsson,
Sigrún Haraldsdóttir,
Pálína Haraldsdóttir,
Sigurgeir Pótursson,
Hjördfs Danfelsdóttir,
ísleifur Guðleifsson,
Árnl Jón Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MARGEIR S. SIGURJÓNSSON,
sem andaðist sunnudaginn 1. nóvember, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni á morgun, miðvikudaginn 11. nóvember kl. 15.00.
Laufey Ingólfsdóttir,
Margrót Margeirsdóttir, Gissur Gissurarson,
Lilja Margeirsdóttir, Flosi Ólafsson,
Guðjón Margeirsson, Margrót Jónsdóttir,
Ingólfur Margeirsson, Jóhanna Jónasdóttir,
Óskar Margeirsson, Jóhanna Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar,
BJÖRGVIN FILIPPUSSON,
Hjallavegi 23,
Reykjavfk,
sem andaðist 6. nóvember.verður jarðsunginn frá Áskirkju föstu-
daginn 13. nóvember kl. 13.30.
Börn hins látna.
varla það til sem hann sá ekki eitt-
hvað kímið við. Hann tengdapabbi
var mjög fróðleiksfús maður og var
hann sjálfmenntaður. Hann var
mjög fær í þeim störfum, sem hann
síðan vann, við því að þekkingar-
þorstinn var mikill. Egill vann við
ýmis skrifstofu- og stjómunarstörf
hér í Reykjavík, en í febrúar árið
1970 stofnaði hann sitt eigið fyrir-
tæki, Tryggingamiðlarann, sem
hann rak til dauðadags.
Egill varð aldrei ríkur eins og
kallað er á veraldar vísu, en hann
var ríkur af mörgu öðru sem meira
máli skiptir. Hann var fjölfróður,
mikill húmoristi og hrókur alls
fagnaðar í vinahópi. í hjónabandi
sínu var hann mikill auðnumaður
og tók sér missi hennar Öllu afar
sárt, en samvistum þeirra lauk fyr-
ir tæpu ári síðan þegar hún lést í
desember á sfðasta ári. í dagsins
önn er dauðinn ætíð svo fjarri okk-
ar hugsun, sem erum við fulla heilsu
og á fullu við að lifa lífínu dag
hvem. Það er ekkert skrítið, því að
dauðinn er andstaðan við lífið. Við
Egill áttum margar stundir saman
og var hann ætíð reiðubúinn að
hjálpa til ef hann gat orðið að liði.
Fyrir rúmu ári stofnuðum við raf-
verktakafyrirtækið RAF-ÓS og
vom ekki fáar stundir sem við
spjölluðum saman um það og svo
margt annað, sem barst í tal er
sest var að spjalli. Egill átti fallegt
heimili í Klapparbergi 23 hér í borg
og hann átti einnig góða nábúa, sem
hann ræddi oft um; að maður tali
nú ekki um bömin í götunni, sem
þeim hjónum fannst vera eins og
sín eigin bamaböm.
Þau hjónin Egill og Amleif eign-
uðust Qögur böm og em þau öll á
lífi: Öm, Höskuldur, Ragnheiður og
Margrét Þórdís, sem er konan mín.
Ég vil að lokum biðja góðan guð
að styrkja fjölskylduna á sorgar-
stundu og biðja hana að leita á vit
minninganna, en þær munu með
straumþunga renna hjá, en um leið
milda huga ykkar og lýsa hjörtum
ykkar um ókomin ár.
Óskar Smári Haraldsson
^Apglýsinga-
síminn er22480