Morgunblaðið - 10.11.1987, Page 61

Morgunblaðið - 10.11.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 61 Bergur Andrés- son — Kveðjuorð Fæddur 6.júní 1916 Dáinn 1. september 1984 Ástkær föðurbróðir minn, hann Bergur, lést þann L september 1984. Þó nokkuð sé um liðið langar mig að minnast hans nú, þar sem ekki var tækifæri til þess þá. Bergur var fæddur í Bæ í Kjós. 6. júní 1916. Foreldrar hans voru Andrés Ólafsson, hreppstjóri frá Bæ, og Ólöf Gestsdóttir frá Kiða- felli í Kjós. Bergur ólst upp í stórum systk- inahópi, en alls eignuðust Andrés og piöf 14 böm. Árið 1922 fluttist fjölskyldan að Neðra-Hálsi. Þar tók Bergur virkan þátt í bústörfum og var þar sama að hveiju hann gekk, því hann var einkar lagtækur til allra verka. Andrés, faðir Bergs, andaðist 1931 og reið þá á samheldni bama og móður að halda búrekstrinum gangandi. Bergur naut almennrar bama- fræðslu í æsku svo sem þá var í boði, en síðan aflaði hann sér víðtækrar þekkingar með bóklestri og nákvæmri eftirtekt. Hann var ætíð vakandi yfir nýjungum og mundi vel það sem hann heyrði eða sá. Til marks um þetta var að hann fylgdist alla tíð með námi bama sinna og tileinkaði sér námsefni þeirra af áhuga. Um 1940 hóf Bergur að stunda flutninga á vömm fyrir sveitunga sína. Var þar um að ræða mjólk, fóður, matvöru og annað það er til búskaparins heyrði. Þessa flutninga stundaði hann allt til 1958, en þá tók við sérstakt flutningafélag. í þessu starfi sýndi Bergur einstaka lipurð og greiðasemi sem honum var í blóð borinn og var hann vin- sæll og vel látinn. Þær em mér sérstaklega minnisstæðar stundim- ar frá þessum ámm þegar við krakkamir fengum að sitja í bílnum hjá Bergi er hann var að losa vömr eða sælq'a mjólk á bæina í kring. Hann var alltaf fús að gera bömum gott enda framúrskarandi bamgóð- ur maður, því bámm við óblandaða virðingu fyrir honum. M.a. nefndum við íbúðarherbergi hans á Neðra- Hálsi „Bergsherbergi" og hefur það verið nefnt svo fram á þennan dag. Við rekstur bílanna nýttist vel fjölhæfni Bergs, því bæði þurfti að sinna viðhaldi og að byggja yfir nýja bíla. Naut Bergur þá oft að- stoðar, Karls bróður síns. Bergur var góður smiður. Eftir að hann eignaðist fjölskyldu og flutti til Reykjavíkur byggði hann sér m.a. sumarhús í landi Neðra- Háls, þar sem hann dvaldi oft í ríki náttúmnnar og ræktaði jurtir og skóg. Þangað sóttum við krakkam- ir á sunnudögum í hlýtt viðmót þeirra og gestrisni sem gleymist seint. Bergur kvæntist Ingibjörgu Lár- usdóttur árið 1958 og eignuðust þau tvö böm, Sigurbjörgu "Ólöfu, dýralækninema, og Bjöm Láms, laganema. Fjölskyldan var Bergi guðs gjöf, enda naut hann þess að vera í faðmi hennar. Þar fékk hann ríkulega umhyggju og umönnun þegar veik- indi steðjuðu að, en hann átti lengi við vanheilsu að stríða. Eftir að Bergur flutti til Reykja- víkur starfaði hann fyrst hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur og síðan í verslun tengdaföður síns, Lámsar á Freyjugötu, og síðast hjá Lands- pítalanum. Alls staðar var hann rómaður starfsmaður og dáður af þeim sem hann umgekkst. Bergur var góður söngmaður og söng í karlakómm. Það var mikið sungið á Neðra-Háisi, enda segir frá því í Æviminningum Ólafs Thors, að böm Andrésar hafí sung- ið í tvöföldum kvartett á samkomu. Ljósmyndun var áhugamál Bergs og átti hann gott safn mynda, bæði kvikmynda og ljósmynda. Sumarið 1982 þurfti Bergur að gangast undir erfíðan hjartaupp- skurð í London og var honum vart hugað líf eftir það. En lífskrafturinn var sterkur og heim komst hann aftur. Mér er minnisstæð ánægjan og kærleikurinn í svip hans þegar ég heimsótti hann á Landspítalæann nokkm eftir að hann kom heim. Það var eins og hann vildi segja að eigi þýddi að æðrast. Eftir upp- skurðinn náði Bergur aldrei fullri heilsu. Guð blessi minningu hans. Guðmundur Gíslason t Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, JÓHANNES HALLDÓR PÉTURSSON, Iðufelli 12, lést laugardaginn 7. nóvember. Fyrir hönd vandamanna, Þóra Kristjánsdóttir, börn og systur hins látna. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINSÍNA ÁGÚSTSDÓTTIR frá Kjós í Árneshreppi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. nóvem- ber kl. 13.30. Sigurbjörg Alexandersdóttir, Eyjóifur Valgeirsson, Kristfn Guðmundsdóttir, Skúli Alexandersson, Hrefna Magnúsdóttir, Alda Alexandersdóttir, Stefán Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Blóma- og gjafavöruverslun Kransar, kistuskreytingar, hvers konar skreytingar og gjafir. Gæfan fylgir blómum og gjöfum úr Stráinu. Opið um helgar. Sími 16650. Blómastofa Fnöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavtk. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. t Sonur okkar og bróðir, FRIÐRIK HÁKANSSON, Skálatúni, Mosfellsbæ, Álfheimum 66, lést í Landakotsspítala 30. október. Útför hans verður gerð frá nyju kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag vangefn- inna eða Skálatún. Margrót Ó. Hókansson, Vilhelm H&kansson, Ólafur M. H&kansson, Sigríður í. H&kansson. Lokað Lokað verður þriðjudaginn 10. nóvember kl. 13.00 til 15.00 vegna jarðarfarar ÓSKARS SIGURGEIRSSONAR. Flugmálastjórn. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mamorex/Gmit 'v Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Guðmundur Egils- son - símritari Guðmundur frændi er dáinn. Þótt það sé það eina, sem er öruggt í þessum heimi, að við deyj- um öll einhvem tíma, verður maður alltaf jafnsleginn. Þrátt fyrir að Guðmundur hafí verið orðinri fullorðinn og þrekið farið að minnka, er maður nú svo eigingjarn að vilja hafa þá hjá sér, sem manni þykir vænt um. Þegar ég hugsa um Guðmund sé ég hann fyrir mér skellihlæj- andi, nýbúinn að lauma út úr sér einni góðri sögu af Lása kokki eða öðrum þjóðfrægum persónum. Það sem Guðmundur sagði þurfti ekkert endilega að vera mjög fynd- ið, hann hafði sérstakt lag á að hrífa fólk með sér. Guðmundur átti 4 böm, þau Ágústu, Egil, Böðvar og Einar. Hann elskaði þau og dáði mikið. Svo var einnig um fíðluna hans. Hann var mikill söngmaður og músíkant. Hann söng og spilaði á fíðluna af gífurlegri innlifun og til- fínningu. Tilfínningin var oft svo mikil í söng og spili, að maður fann ótal strengi titra innra með honum. Ég kveð Guðmund frænda minn með virðingu og þökk fyrir allt lið- ið og bið góðan Guð að gæta hans. Tóta t Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför systur okkar, SESSEUU EYSTEINSDÓTTUR, Ingólfsstræti 16. Ólafur Eysteinsson, Kristín Eysteinsdóttir, Einar Eysteinsson, Arnbjörg Eysteinsdóttir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGVELDAR ÁRNADÓTTUR, Efra-Hvoll, Mosfellsbæ. Pálmar Vígmundsson, Ragnheiður Jónasdóttir, Ingunn Vigmundsdóttir, Aðalsteinn Vigmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir veitta samúð, hjálp og vináttu við fráfall og jaröarför móður minnar og systur okkar, KRISTÍNAR SÆBJARGAR FINNSDÓTTUR. Guð fylgi ykkur öllum. Leifur Kr. Ólafsson, Otto Finnsson, Guðný S. Finnsdóttir, Elísabet Finnsdóttir. t Þökkum innilega hlýju og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BRAGA GUÐMUNDSSONAR, Austumesl, Skerjaflrði Elfsabet Einarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför KORNELfUSAR HANNESSONAR bifvélavirkja. Ástbjörg Geirsdóttir, Ágúst G. Kornelfusson, Gullý B. Kristbjörnsdóttir, Ólafur H. Kornelfusson, Guöný J. Kjartansdóttir, Ástbjörg Kornelíusdóttir, Ómar Þórsson, Sigurður Kornelfusson, Geirlaug Ingólfsdóttir. t Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJARNA PÁLSSONAR, Reynivöllum 4, Selfossi. Margrót Helgadóttir, Ragnhildur Bjarnadóttir, Friðbjörn Hólm, Ingibjörg Bjarnadóttir, Sigurjón Jakobsson Helgi Bjarnason, Páll Bjarnason, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.