Morgunblaðið - 10.11.1987, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 10.11.1987, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 félk í fréttum TRYGGVI GUNNAR HANSEN Heiðni er að ná sambandi við náttúruna Tryggvi Gunnar Hansen hélt rúnanámskeið í Ásmundarsal um síðustu helgi. Morgunblaðinu lék forvitni á að vita hvað hér væri á ferðinni og ræddi við Tryggva um námskeiðið. Aðspurður sagði hann að til- gangurinn með námskeiðinu væri fyrst og fremst sá, að kynna fólki ákveðnar leiðir til þess að komast í nánari tengsl við umhverfi sitt og náttúruna. Stuðst væri við fomar aðferðir úr heiðnum sið til að ná þessum markmiðum. „Heiðni er í raun og veru það að ná sambandi við náttúruna, öðlast samkennd og renna saman við umheiminn," sagði Tryggvi. „Þetta tengist ekki heiðnum sið, sem trúarbrögðum,. heldur sem aðstoð við að ná settum markmið- um. Dæmi um þetta eru hring- dansamir gömlu, sem enn tíðkast meðal annars í Færeyjum. Á nám- skeiðinu læt ég fólk dansa eftir einfaldri tónlist í þeim tilgangi að komast í nokkurs konar trans eða seið, og þá koma gjaman alls konar myndir upp í hugann. Fólk leitar þannig inn í sjálft sig, en ég vil taka það fram að ég gef aðeins leiðbeiningar, og það er fólkið sjálft sem ræður ferðinni. Ég sýni einnig hvemig nota má rúnir, sem einbeitingarformúlu, og jafnframt hvemig hægt er að nota þær í sambandi við spá- dóma.“ Tryggvi sagði ennfremur að í dag væru til samsvarandi aðferðir erlendis, sem kallaðar væru „skapandi hugsýnir". Gefner hefðu verið út snældur, sem inni- héldu námskeið í slíkum fræðum, og í Bandaríkjunum væri það orð- ið algengt að menn færu í þannig stýrða dagdrauma, þar sem þeir sæju fyrir sér það sem þeir vilja að verði að veruleika. „Hugmyndin að þessu er sú, að hugur mannsins sé miklu sterkari en menn hafa gert sér grein fyrir. Ef maður er opinn fyrir því að einhveijir hlutir gangi upp, þá eru miklu meiri líkur á því að þeir geri það, heldur en ef maður er neikvæður," sagði Tryggvi að lokum. Tryggvi leggur gjörva hönd á margt og hefur meðal annars kennt torfhleðslu. Um helgina hélt hann rúnanámskeið á vegum Þrídrangs. HVÍTA TJALDIÐ Ofurmennið of djarft? Leikarinn Kristófer „Ofurmenni" Reeve sýnir afar óofurmennislega framkomu þessa dagana, en hann yfirgaf nýverið eigin- konu sína og tvö böm. Þess í stað hefur hann sést æ oftar með ungu og laglegu fljóði sem mun heita Dana og vera okkur íslendingum alls ókunn. Til þeirra sást um daginn á frumsýningunni á nýjustu mynd Kristófers, „Banvænt aðdráttarafl" en gagnrýnendur ku ekki vera par hrifnir af henni þar sem hún sé alltof djörf. Menn hafa ekki verið á einu máli um hvemig honum hafi tekist að losa sig við ofurmennisí- myndina og varð fmmsýning myndarinnar síst til að draga úr þeim deilum. Kristófer ásamt Dönu sinni en eiginkon- an situr heima með börn og buru og engan eiginmann. „Hættu að dufla við ljósmyndarann" sagði Jay við konu sina þegar þau komu í afmælisveislu vinar síns fyrir skömmu. Ástleitna Kathleen á von á barni Kathleen Tumer er kona eigi einsömul. Hún á von á bami með manni sínum Jay Weiss fasteignahöndlara og er sögð afar ástfangin af honum. Það hindrar hana þó ekki í að dufla við aðra menn og mun þetta hafa valdið nokkr- um árekstmm í annars ágætu hjónabandi. Jay segist ríghalda í eiginkonu sína þegar þau fari saman út sökum þessa veikleika en Kathleen mun ekki gera upp á milli eldri og yngri manna þegar dufl og daður er annars vegar. „Mér finnst dýrðlegt að dufla,“ segir hún, „og mér ferst það einkar vel úr hendi. Ég hef því alls ekki hugsað mér að hætta því.“ MICHAEL JACKSON Ástralir eru letidýr Michael Jackson hefur séð sig tilneyddan að stytta tónleikaför sína um Ástralíu. And- stætt Japönum sem flykktust í hundmða þúsundatali til að hlýða á goðið, hefur Áströlum ekki þóknast að mæta á tónleika hjá kappanum og furðar víst margan manninn á hegðun andfætlinga vorra. Hefur tónleikum sem halda átti í Perth og Adelaide verið af- lýst vegna leti Ástrala og að öðmm hefur verið dræm aðsókn. Engin opinber skýring hefur verið gefin á áhugaleysinu og sem fyrr þegir Michael þunnu hljóði. Ja, allt er í heiminum hverfúlt sagði góðvinur Fólks í f réttum þegar hann frétti um atburðina í Ástralíu, eða ætti kannski frek- ar að segja atburðaleysið?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.