Morgunblaðið - 10.11.1987, Síða 63

Morgunblaðið - 10.11.1987, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 63 „Er ég ekki sætur?“, syngur Dollý Utur D’Arby hýru auga. D’Arby. SÖNGVARAR Sveitakerling’in Dollý féll fyrir poppgoðinu Poppgoðið Terence Trent D’Arby hefur eignast enn einn aðdáendann, (hvað skyldu þeir nú vera orðnir margir?). Það er sjálf drottning sveitatónlistarinnar, Dollý Parton, sem fyllir flokkinn. Hún er komin með eigin sjónvarps- þátt þar vestra og bauð honum að koma fram í þættinum um daginn. Það var ekki að sökum að spyija, Dollý kerlingin féll með brauki og bramli fyrir kyntröllinu Terence. „Þú ert nú sá kynþokkafyllsti söngvari sem ég hef á ævi minni heyrt og séð og næst þegar þú kemur til Bandaríkjanna er þér meira en velkomið að dvelja heima hjá mér,“ sagði sú góða kona að söngnum loknum. SIMPLY RED Dansaðu, eða tak bassa þinn og gakk COSPER Nú geta aðdáendur Simly Red hafið grát og gnístran tanna því þær harmafregnir hafa borist að hinn lambærði rauðhöfða söngv- ari hljómsveitarinnar hafi gefið bassaleikaranum Sylvan Richards- son reisupassann. Mick Hucknall, en svo nefnist söngvarinn, tók sér alræðisvald í hendur og tjáði bassa- leikaranum að ef hann dansaði ekki meira á sviðinu, fengi hann ekki að vera með. Þetta kom að sjálf- sögðu illa við Silvan þvi ekki hafði slest neitt upp á vinskapinn fyrr en með þessu leiðindamáli. Silvan sá hag sínum best borgið með því að yfírgefa félagana þar sem hann er feiminn maður og auk þess Vott- ur Jehóva. En þeir eru víst litt gefnir fyrir að hoppa um og dansa eins og apakettir. En Mick Hucknall dansar nú um allt og leitar sér að dansfélaga sem kann að spila á bassa. „Dansaðu maður, dansaðu," æpir Mick Hucknall að bassaleikaran- um. — Það kyssir mig aldrei neinn. ÍSLENSKA ÓPERAN Sýnlngardagar: Fimmtudag 12. nóv. kl. 21.00 Föstudag 13. nóv. kl. 21.00 og 23 30 Laugardag 14. nóv. kl. 211.00 °9 23.30 Sunnudag 15. nov. kl. 21.00 Aðgöngumiðasala í Gamla bíói alla daga kl. 17-20. ath. adeins sex sýningar gildihf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.