Morgunblaðið - 10.11.1987, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 10.11.1987, Qupperneq 67
VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 691100 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ★Austurstræti 22. Á~Rauðarárstig 16. Á'Glæsibæ, -ÁStandgötu Hf. ★Póstkröfusimi 11620. ★Simsvari 28316. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 Nýbýlavegi 4,200 Kópavogi. Sími 45800 Pað er ekki oft sem draumarnir rætast. En sem betur fer kemur það fyrir og nú er einn sá stærsti orðinn að veruleika! Hljómsveitin Rauðir Fletir vekja okkur með nýrri, þrumugóðri plötu „Minn stærsti draumur". Rauðir Fletir hafa undanfarið ár unnið sér sess sem ein besta rokkhljómsveit landsins. Þá vantar ekki kraftinn og við megum vænta mikils af þeim í framtíðinni. Missið ekki af frumsýningu myndbandsins „Ég heyrði það frá útlöndum" í Poppkorni Sjónvarpsins í kvöld kl. 19.30 Útgáfudagur 12. nóv. H ' É: 4 í rí j ■' ” ,ir’*# “ÆaSlf jffmnl . J Aukið ábyrgð öku- manna P.G. hringdi: „Að undanfömu hefur mikið verið skrifað um ökuhraða í Vel- vakanda og því jafnvel haldið fram að það væri allra meina bót ef ökumenn myndu draga úr hrað- anum. Þetta er sjónarmið útaf fyrir sig en ég vil leyfa mér að benda á að slysin verða einnig þegar ekið er á löglegum hraða. Ástæðan fyrir slysum er oft, og ef til vill oftast, sú að ökumenn hafa ekki athyglina við aksturinn og eru að hugsa um eitthvað allt annað. Nú er mönnum refsað fyr- ir umferðarlagabrot og þeir látnir greiða háar sektir. Ég tel að það yrði til góðs að umbuna mönnum fyrir að valda ekki umferðarslys- um t.d. með því að þeir ökumenn sem hafa ekið áfallalaust í tíu til fímmtán ár þurfí ekki að greiða bifreiðatryggingar eða bifreiða- Hannes Ingibergsson, kennari við Menntaskólann við Sund, hringdi: „I fréttum sem birtust fyrir skömmu af golfmóti framhalds- skólanna kom ekki fram hver gaf verðlaunin sem sem veitt voru. Að þessu sinni var það Mál og menning sem gaf 9 vandaðar bækur." Gleraugu Látil svört gleraugu fundust á húströppum við Háteigsveg. Eig- andi þeirra getur hringt í Jóhann í síma 12547. Budda Blámunstruð pijónabudda tap- aðist sunnudaginn 18. október, sennilega við Þjóðleikhúsið. Pinnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Sigríði í síma 672603. Prjónahúfur Kona hringdi: „Fyrir skömmu sá ég auglýstar þijónaðar bamahúfur með nöfn- um eftir vali en hef gleymt hvaða fyrirtæki var með þær og væri þakklát ef einhver gæti upplýst mig um það.“ Þessir hringdu .. skatt. Auka þarf ábyrgð öku- manna á tjónum og slysum sem þeir valda. Allt sem verður til að auka ábyrgð ökumanna í um- ferðinni er af hinu góða.“ Verðlaun Umferðarhradiiui fyrr og nú Til Velvakanda. Það mun hafa verið árið 1837, fyrir réttum 150 árum, að þáver- andi yfirvald Reykjavíkur, Stefán Gunnlaugsson, fýrirskipaði hesta- mönnum að fara hægt eftir Reykjavíkurgötum. En þá er talið að 739 íbúar hafí verið búsettir í Reykjavík. Ifyrirmælum Stefáns, var það vel hlýtt, að engin tjón né slys urðu í Reykjavík, meðan hans fyrirmælum var hlýtt sem var út hans stjómartíð. Nú er öldin önnur, eftir þessi 150 ár, þar sem okkur er fyrirskipað, með fárra ára miliibili að fara hraðara, og hrað- ara, bæði í höfuðborginni og úti á þjóðvegum. En afleiðingar frá þeim vaxandi hraða, eru fleiri tjón og slys, þar sem sá vandi vex í líkum hlutföllum, svo sem sjálfur hraðinn, ásamt þeim ökutækja- fjölda, sem hefur bæst í okkar hendur síðustu ár. Nú er íbúatala Reykjavíkurborgar orðin 91.497 og bílaeign allra landsmanna kom- in uppí 126.126, hvort tveggja um síðustu áramót. Það hefur aðeins einu sinni ver- ið framkvæmd í rétta átt af stjóm- völdum, að mæla með hægari akstri, og sérstakri varúð þá skipt var í hægri handar aksturinn, þá bar við ökumenn hlýddu því með þeim góða árangri, þar sem tjónin og slysin minnkuðu verulega. Rétt á eftir var okkur enn á ný skipað að fara miklu hraðara hér í borg, þar sem bæjarbúar tóku til þeirra ráða, að setja marga þver- hiyggi yfír götumar, sérstaklega við skóla, og fleiri staði, sem hafa orðið til þess að ekki er farandi yfir þá á meira en 30 kílómetra' hraða. Þau fyrirmæli kveða svo á að lækka hraðann niður um einn þriðja. Því lejrfíst mér að spyija: Hvemig stendur á þessari mót- sögn. Að skipa okkur að aka á 45 kflómetra hraða, og setja svo með miklum kostnaði þessar hindranir? „Væri það ekki möguiegt fyrir lög- reglustjórann hér í Reykjavík, ásamt borgarstjóm, að fyrirskipa nú þegar þann hraða sem þið telj- ið mögulegan, samkvæmt þeim hraðahindrunum, sem þið hafíð sett upp, sem búnar em að standa nokkum reynslutíma svo sem þið hljótið að hafa skýrslur um hvem- ig hafa reynst? Borgarstjóm, og fjoldi manna og kvenna í Reykjavík, og víðar, hafa ætíð þá venju að minnast margra merkra tímamóta, og þeirra manna sem hafa afkastað hinum bestu verkum. Leyfíst mér að stinga uppá því hvort það væri ekki ráðlegt að minnast þeirra tímamóta, sem urðu fyrir réttum 150 áram þá Stefán Gunnlaugsson fyrirskipaði hægari hestaferð um bæinn, með góðum árangri, þá íbúar Reykjavíkur vora aðeins 739 og hestafjöldi hefur varla verið meiri en telja mætti á fíngram sér. Þá hlýtur að vera tímabært á þessu ári að fyrirskipa hægari hraða, þá bílafjöldi landsmanna er kominn uppí 126.126 og mestur hluti þeirra er hér á ferð um borg- ina, með vaxandi tjónum og slysum, og íbúatalan er komin uppí 91.497. Það væri góð veislu- minning, á þessu 150 ára afmæli. Þá mundi þróuninni e.t.v. verða snúið við, og tjónum færi fækk- andi ár frá ári, þar til allir gætu ekið heilum vagni heilum heim. Vona að allir foreldrar styðji þessa hugmynd, og láti framkvæma hana, til heilla fyrir framtíð bama sinna. Áratuga ökuþór.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.