Morgunblaðið - 10.11.1987, Qupperneq 70
70
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
LANDSFUNDUR ALÞYÐUBANDALAGSINS:
Morgunblaðið/Sverrir
Nýkjörin stjórn Alþýðubandalagsins. Frá vinstri eru Bjargey Einarsdóttir gjaldkeri, Björn Grétar
Sveinsson ritari, Svanfríður Jónasdóttir varaformaður og Ólafur Ragnar Grimsson formaður.
Svanfríður Jónas-
dóttir varaformaður
SVANFRÍÐUR Jónasdóttir bæj-
arfulltrúi á Dalvík var kjörinn
varaformaður Alþýðubandalags-
ins á landsfundi flokksins um
helgina, Björn Grétar Sveinsson
— y fonnaður verkalýðsfélagsins Jök-
uls á Hornafirði var kjörinn ritari,
og Bjargey Einarsdóttir fiskverk-
andi í Keflavík var kjörinn
gjaldkeri flokksins. Engin mót-
framboð komu í stjórnarkjörinu.
Á fyrsta stjómarfundinum sem
haldinn var í gær var ákveðið að
Svanfríður skuli sérstaklega sinna
byggðamálum og sveitarstjómar-
málum flokksins, Bjöm Grétar sinni
launamálum, kjaramalum og mál-
efnum samtaka launafólks, og
Bjargey sjái um atvinnumál og þá
séretaklega innan sjávarútvegsins.
í framkvæmdastjóm voru eftirtal-
in kosin á þinginu: Óttar Proppé
, með 266 atkvæðum, Ásmundur
Stefánsson með 236 atkvæðum, Álf-
heiður Ingvadóttir með 231 atkvæði,
Guðrún Ágústsdóttir með 215 at-
kvæðum, Sigurjón Pétureson með
214 atkvæðum, Kristín Á. Ólafs-
STYTTING vinnutímans er aðal-
verkefni Alþýðubandaiagsins og
verkalýðshreyfingarinnar sam-
kvæmt stjóramálaályktun flokks-
ins sem samþykkt var á
landsfundinum um helgina. Segir
þar að vinnuþrældómurinn sé
einn Ijótasti bletturinn á sam-
félagi okkar enda skeri íslending-
ar sig úr öðrum þróuðum þjóðum
að þessu leyti.
í stjómmálaályktuninni em einnig
talin upp 13 verkefni sem sögð eru
vera meginatriði íslenskra stjóm-
mála. Það fyrsta er að afnema
matarskattinn en leggja í staðinn
skatta á stóreignir, auðfyrirtæki og
vaxtagróða. Einnig er talið brýnt
að ógilda ákvörðun ríkisstjómarinn-
ar um að skera niður framlög til
^menningarmála. Þá er ma. hvatt til
eflingar nýrra atvinnugreina, fram-
dottir með 200 atkvæðum, Stefanía
Traustadóttir með 199 atkvæðum,
Armann Ægir Magnússon með 199
atkvæðum og Bima Þórðardóttir
með 194 atkvæðum. í næstu sætum
vom Þröstur Ólafsson, Bergljót
Kristjánsdóttir, Kristinn H. Einars-
son, Margrét S. Bjömdsóttir og
Össur Skarphéðinsson. í fram-
kvæmdanefndina var Guðmundur
Auðunsson sjálfkjörinn fulltrúi
Æskulýðsfylkingar Alþýðubanda-
lagsins.
í verkalýðsmálaályktun lands-
fundar Alþýðubandalagsins er
talið brýnt að skipulag samtaka
launafólks verði tekið til gagn-
gerrar endurskoðunar. Markmið
slíkrar endurskoðunar eigi að
haldsmenntunar og að framlög til
bamaheimila séu aukin.
Að auki er talið brýnt að hrinda
í framkvæmd nýrri byggðastefnu
sem byggist á því að fólkið í byggð-
arlögunum fái sjálft að ráðstafa
stærri hluta verðmætanna en nú er,
og að byggja upp húsnæðiskerfí sem
miðar við það gmndvallaratriði að
enginn þurfi að veija meim en
fimmtungi dagvinnutekna sinna til
að tryggja sér húsnæði.
Síðasta áhersluatriði stjómmálaá-
lyktunarinnar er á nýja og sjálfstæða
utanríkisstefnu sem sé samboðin
íslendingum sem fullvalda og friðel-
skandi þjóð. Þessi stefna þurfi að
hagnýta þá fersku vinda sjálfstæðr-
ar friðarbaráttu sem nú biási í
alþjóðamálum og brýnasta verkefnið
sé enn sem fyrr að koma íslandi út
úr hemaðarbandalaginu og hemum
úr landi.
í varastjóm vom kosin í þessari
röð: Heiðrún Sverrisdóttir, Bergljót
Kristjánsdóttir, Kristinn H. Einars-
son, Þröstur Ólafsson, Amar Jóns-
dóttir og Margrét S. Bjömsdóttir.
Alls em 17 í framkvæmdastjóm
flokksins, þe. formaður, varaformað-
ur, ritari og gjaldkeri, 9 aðalmenn
kjömir á landsfundi, 1 fulltrúi
Æskulýðsfylkingarinnar og 3 full-
trúar þingflokksins. Varamenn eiga
einnig seturétt á fundum fram-
kvæmdastjómarinnar.
vera að auka samstöðu í samtök-
um launafólks og þvi markmiði
verði best náð með þvi að skipu-
leggja verkalýðshreyfingina á
grundvelli atvinnugreina en ekki
starfstétta, þannig að allir al-
mennir launamenn á sama vinnu-
stað séu i sama verkalýðsfélagi.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Bjöm Grétar Sveinsson varaformað-
ur flokksins, að spennan innan
verkalýðshreyfingarinnar kæmi upp
vegna úrelts skipulags og því væri
endurskipulagning þess nauðsynleg.
Fyrsta skrefið í átt til þessara breyt-
inga hefði verið stigið á verka-
mannasambandsþinginu á Akureyri
og það væri þýðingarmikið, þótt ljóst
væri að mjög þungt gæti reynst að
breyta skipulagi svona stórra sam-
taka og ýmsar valdastofnanir innan
þeirra væm fastar fyrir sem gerði
breytingar enn erfiðari.
Ályktað gegn
hvalveiðunum
SÉRSTÖK ályktun gegn hvalveið-
um íslendinga var samþykkt á
landsfundi Alþýðubandalagsins.
Tillagan fékkst ekki samþykkt
sem hluti af umhverfismálatillögu
flokksins og var hún því borin upp
sér.
í tillögunni segir að landsfundur-
inn telji að hvalveiðar hér við land
skuli stöðvaðar hið fyrsta þar til
sýnt hefur verið fram á, á óyggjandi
hátt, að hvalastofnamir séu ekki í
útrýmingarhættu.
Afgerandi
stuðningur
auðveldar
uppbygg-
ingu
- segirÖssur
Skarphéðinsson
„ÉG TEL að vel hafi tekist til
með skipti á forystunni. Ég
studdi Olaf Ragnar Grímsson
og held að sá afgerandi stuðn-
ingur sem hann fékk í form-
anns- og miðstjóraarkjöri muni
styrkja flokkinn og auðvelda
Ólafi starfið á næstunni," sagði
Össur Skarphéðinsson ritstjóri
Þjóðviljans og efsti maður í
kjöri til miðstjómar Alþýðu-
bandalagsins. „Það hefði verið
erfiðara ef úrslitin hefðu ekki
orðið jafnafdráttarlaus og raun
bar vitni.
Þá kvaðst Össur telja að Sigríð-
ur Stefánsdóttir hefði styrkt stöðu
sína á fundinum. „Hún tók úrslit-
unum vel og virðulega, ég held
að hún sé sterkari eftir fundinn
en áður og að flokksmenn kunni
að meta hennar framlag til að
endurreisa flokkinn. Fyrir þennan
landsfund var Alþýðubandalagið
ekki annað en hræ en nú er gott
lag fyrir flokkinn til að hefja nýja
sókn og endurheimta fomstuhlut-
verk sitt á vinstri vængnum.
Annars er ekki annað að gera en
loka sjoppunni," sagði Össur
Skarphéðinsson.
Óska ný-
kjömum
formanni
velfamaðar
- segir Hjörleifur
Guttormsson
„ÉG HEFÐI talið sterkara og
betra fyrir Alþýðubandalagið
að fá Sigríði fyrir formann
vegna þess sem hún augljóslega
stendur fyrir, hún er með rætur
á landsbyggðinni og auk þess
kona með ríka tilfinningu fyrir
kvenfrelsismálum sem þörf er
á að ýta undir á öllum sviðum,“
sagði Hjörleifur Guttormsson
þegar Morgunblaðið leitaði álits
hans á niðurstöðum landsfund-
ar Alþýðubandalagsins. „Það
voru mér vonbrigði að meiri-
hluti fundarmanna sá sér ekki
fært að taka undir þessi sjónar-
mið en ég óska nýkjörnum
formanni að sjálfsögðu velfam-
aðar í hans vandasama starfi.“
„Þessi fundur var athyglisverð-
ur um margt," sagði Hjörleifur.
„Ánægjuleg breidd kom fram í
kjöri í stofnanir flokksins miðað
við þá skoðanahópa sem tekist
hafa á innan Alþýðubandalagsins
að undanfömu og margar ályktan-
- ir komu fram og voru samþykktar,
sem geta orðið flokknum gagnlegt
veganesti." Aðspurður kvaðst
Hjörleifur hér eiga einkum við
stjómmálaályktunina og ályktun
um umhverfísmál. Hann kvaðst
ekki vilja leggja mat á ályktun um
verkalýðsmál, „ég hef ekki kynnt
mér hana þannig að ég vilji leggja
dóm á hana en það er ljóst að
áhersla á skyldur Alþýðubanda-
lagsins við öll samtök launamanna
endurspeglast í ályktunum fundar-
ins sem snúa að verkalýðsmálum."
„Það má sjálfsagt túlka það á
ýmsa vegu,“ sagði Hjörleifur þeg-
ar hann var spurður um skýringar
á því hvers vegna hann. hafí ekki
setið landsfundinn að afloknu for-
mannskjöri á laugardag. „Ég
notaði þann tíma til að fara yfír
Gunnlaðar-sögu Svövu Jakobs-
dóttur, mér til mikillar ánægju.
Ég tel að þeim tíma hafí verið vel
varið en ég leyni því ekki að ég
hefði viljað sjá aðrar áherslur í
fremstu forystu flokksins. Ég
vænti þess að Alþýðubandalaginu
takist að bæta úr því sem þama
hallar á en til þess þarf vilja frá
öllum þeim sem eru í ábyrgðar-
stöðum fyrir flokkinn og stuðning
frá almennum flokksmönnum."
Hjörleifur Guttormsson kvaðst
ekki óttast það að einangrast í
flokknum vegna andstöðu við nú-
verandi forystumenn. „Ég fylgi
áfram minni sannfæringu og síðan
verður að reyna á hvaða stuðnings
mín sjónarmið njóta. Ég mun eftir
sem áður leitast við að verða að
gagni á mínum aðalstarfsvett-
vangi, sem er Alþingi og Austur-
landskjördæmi."
—Þýðir þetta að þú munir ein-
beita þér að starfí í kjördæmi og
á Alþingi frekar en innanflokks-
starfí? „Alls ekki, ég hef skyld-
um að gegna þar líka, það hefur
ekkert breyst í þeim efnum,“ sagði
Hjörleifur Guttormsson að lokum.
Aukið vægi
lands-
byggðar í
stjórn
- segir Svanfríð-
ur Jónasdóttir
„ÉG TRÚI því að við séum búin
að kjósa forustu sem bæði getur
og viU vinna saman. Það held
ég að sé meginmálið," sagði
Svanfríður Jónasdóttir bæjar-
fulltrúi og varaþingmaður á
Dalvik sem kjörin var vara-
formaður Alþýðubandalagsins á
landsfundi flokksins um helg-
ina.
Svanfríður vildi ekki túlka
breytingamar á forustu flokksins
sem hallarbyitingu þar sem nokk-
uð víðtæk samstaða væri um
forustuna. Hún sagðist helst líta
á sig sem fulltrúa landsbyggðar-
innar og raunar væri verið að
svara vilja mjög margra með þessu
stjómarkjöri, það er að 'segja
þeirra sem vilja fá aukið vægi
landsbyggðarinnar inn í stjóm
flokksins.
Verkalýðsmála-
ályktun Abl:
Einföld
mistök
- segir Asmundur
Stefánsson
„REYNSLAN verður að skera
úr um hvernig ný forysta reyn-
ist Alþýðubandalaginu," sagði
Asmundur Stefánsson er Morg-
unblaðið hafði tal af honum í
Alþingishúsinu í gær, „annáð
get ég ekki sagt um það að svo
stöddu.“ Ásmundur sagði einnig
að það hefðu verið „einföld
mistök“ að samþykkja breyt-
Stytting vinnutím-
ans aðalverkefnið
- segir í stj órnmálaályktun lands-
fundar Alþýðubandalagsins
Verkalýðsmálaályktun landsfundarins:
Endurskipulagning verka-
lýðshreyfingarinnar brýn