Morgunblaðið - 10.11.1987, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
ingatillögnr Birnu Þórðardótt-
ur við verkalýðsmálaályktun
landsfundarins.
Ásmundur kvaðst mundu starfa
af krafti innan flokksins hér eftir
sem hingað til „annars hefði ég
ekki gefíð kost á mér við kosningu
í framkvæmdastjóm og ég vona
eindregið að nýkjörin fram-
kvæmdastjóm starfí betur en
forveri hennar." Aðspurður kvaðst
Ásmundur ekki telja að staða hans
hefði veikst þótt í verkalýðsmálaá-
lyktun væri farið hörðum orðum
um störf verkalýðshreyfíngarinn-
ar. „Samþykkt þessarar ályktunar
er einföld mistök," sagði Ásmund-
ur Stefánsson forseti ASÍ, sem
greiddi atkvæði gegn endanlegri
útgáfu verkalýðsmálaályktunar
landsfundar Alþýðubandalagsins.
Steingrímur
Hermannsson,
utanríkisráð-
herra:
Kallar ekki á
sérstök við-
brögð
„Ég hef engin afskipti af því
sem geríst i Alþýðubandalaginu
og þetta kallar ekki á sérstök
viðbrögð hjá mér,“ sagði
Steingrímur Hermannsson, ut-
anríkisráðherra, aðspurður um
viðbrögð hans við niðurstöðu á
landsfundi Alþýðubandalagsins.
„Ég óska Ólafí Ragnari til ham-
ingju og vona að honum takist að
leiða Alþýðubandalagið til betri
vegar,“ sagði Steingrímur. Að-
spurður hvort þessi forystuskipti
í Alþýðubandalaginu ykju eða
minnkuðu líkumar á samstarfi
Pramsóknarflokks og Alþýðu-
bandalags, sagði Steingrímur að
ómögulegt væri að meta það á
þessari stundu.
Þorsteinn
Pálsson, forsætis-
ráðherra:
Óska nýjum
formanni til
hamingju
„Ég óska nýjum formanni til
hamingju með erfitt hlutverk
og vandasamt," sagði Þorsteinn
Pálsson, forsætisráðherra, er
Morgunblaðið innti hann áÚts á
úrslitum landsfundar Alþýðu-
bandalagsins, sem haldinn var
um helgina.
„Það hefur ekki verið neinn
grundvöllur til samstarfs við Al-
þýðubandalagið um langan tíma
og könnunarviðræður vegna ríkis-
stjómarmyndunar í vor sem leið
leiddu það mjög skýrt í ljós,“ sagði
Þorsteinn aðspurður hvort þessi
niðurstaða yki líkur á samstarfi
Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
bandalags. „Hugmyndafræðilega
hefur Alþýðubandalagið glatað
pólitiskum tilgangi sínum. Það er
að reyna að vera regnhlífasamtök
ólíkra hagsmunahópa. Ég held að
það verði engin breyting á Al-
þýðubandalaginu að þessu leyti og
ný forysta breyti þar engu um,“
sagði Þorsteinn Pálsson, forsætis-
ráðherra ennfremur.
71
KVÖRTUN hefur borizt frá ítölskum skreiðarkaupendum vegna
skreiðar, sem þeir hafa keypt héðan á þessu ári. Kvörtunin beinist
fjrst og fremst gegn gæðum skreiðar verkaðri sunnanlands, en
fulltrúar Skreiðardeildar Sambandsins og Ríkismats sjávarafurða
telja kvartanirnar ekki eiga við rök að styðjast. Máhð er nú í hönd-
um sjávarútvegsráðuneytisins.
ítalir telja skreið verkaða norðan-
lands betri en sunnanskreiðina og
stafar það fyrst og fremst af því,
að veðurfar var hagstæðara norð-
anlands á verkunartímanum. Meðal
annars þess vegna hefur aðeins
skreið að norðan náð fyrsta gæða-
flokki.
Ragnar Siguijónsson, sölustjóri
skreiðardeildarinnar, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að vegna
þessara kvartana hefðu tveir menn
frá deildinni og einn frá ríkismatinu
farið til Ítalíu til að kynna sér mál-
in. Niðurstaða þeirra væri sú, að
kvartanir ítala ættu ekki við rök
að styðjast. Svo virtist sem þeir
væru að reyna að fá verðlækkun á
skreiðina. Þeir hefðu verið hér
heima í júlí til að skoða skreið og
þá hefði norðanskreiðin verið betur
verkuð. Hins vegar hefði náðst að
verka sunnanskreiðina vel líka, þó
hún hefði verið seinna á ferðinni
og því væri ekki ástæða til kvart-
ana að hans mati.
Ragnar sagði, að verð hefði verið
hækkað nokkuð í vor og síðan aftur
um 5% síðar í sumar. Þrátt fyrir
það væri verð á íslenzku skreiðinni
heldur lægra en á skreið frá Nor-
egi, en íslendingar væru með um
25% af þessum markaði.
Alþjóðlegt skákmót í Stapa:
Fimm skákmenn stefna að
áfanga að alþjóðlegum titli
Keflavík.
ALÞJÓÐLEGT skákmót hófst í
Stapa síðastliðinn sunnudag og
leiða þar saman hesta sína 12
skákmenn, 8 íslendingar og 4
útlendingar. Tveir stórmeistarar
taka þátt í mótinu þeir Helgi
Ólafsson og Guðmundur Sigur-
jónsson.
Af keppendum á mótinu stefna
4 íslendinganna að því að ná áfanga
að alþjóðlegum meistaratitli og
sömuleiðis einn útlendinganna.
Keppendur búa í Hótel Kristínu í
Njarðvík og þar eru jafnframt bið-
skákir tefldar. Vegleg verðlaun eru
í boði og eru 1. verðlaun 1.200
Bandaríkjadollarar, 2. verðlaun 600
dollarar, 3. verðlaun 400 dollarar
auk þess sem fleiri keppendur fá
Djúpivogur fékk
sjúkrabílinn
ÞAÐ voru Djúpavogsmenn sem
fengu afhenta sjúkraflutninga-
bifreið á föstudag, en ekki
Dalvikingar, eins og stóð i frétt
Morgunblaðsins á laugardag.
í inngangi fréttarinnar var Djúp-
víkingum eignaður bíllinn, en síðar
er talað um Dalvíkinga. Hvorugt
er rétt og ieiðréttist þetta hér með,
bíllin fór til Djúpavogs.
verðlaun. Mótið er haldið í sam-
vinnu tímaritsins Skákar, Njarðvík-
urbæjar og Keflavíkurbæjar.
B.B.
Uppskipun á tunnum úr Grimsey.
Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson
Höfn:
Tunnurnar komnar
Höfn, Homafirði.
FLUTNINGASKIPIÐ Grímsey
er komið til Hafnar, fullhlaðið
eftirsóttum sUdartunnum.
Stöðvarnar á Höfn fá þó ekki
þann fjölda sem dugar þeim tíl
að klára kvóta sinn.
Nú er búið að salta í 18.000—
19.000 tunnur hjá Skinney hf. og
Fiskimjölsverksmiðju Homaijarð-
ar hf., þar af um 11.000 hjá FH.
Þeim hefur verið úthlutað kvóta
sem hljóðar upp á um 3000 tunn-
ur hjá FH og 2500 tunnur hjá
Skinney. En þessar stöðvar af-
kasta léttilega um 5000 tunnum
á sólarhring. Staðfestu Sovétríkin
viðbótarsamning um 50.000 tunn-
ur til viðbótar þeim 150.000, sem
þegar er samið um, munu Hafnar-
stöðvamar fá einhveija viðbót við
ofangreindan kvóta.
- JGG
SKYLINE“
■if ♦ ♦♦
WILKENS---------
BSF
Fundað um geisla-
mengnn í hafinu
VIKUNA 9.-15. nóvember standa
samtök visindamanna um heim
allan fyrir fundum um fríðar-
mál. Af þessu tilefni halda
Samtök íslenskra eðlisfræðinga
gegn kjarnorkuvá fræðslufund
nm geislamengun i hafinu mið-
vikudaginn 11. nóvember.
Á fundinum em tvö erindi. Páll
Theodórsson eðlisfræðingur flytur
erindi sem nefnist Endurvinnsla
kjameldneytis og Dounray og Tóm-
as Jóhannesson jarðeðlisfræðingur
flytur erindi sem nefnist Hætta á
geislamengun frá kjamorkuknún-
um skipum og kafbátum.
Á eftir eríndunum svara fyrirles-
arar spumingum frá fundargestum.
Fundurinn er haldinn í Skólabæ,
Suðurgötu 26 og hefst kl. 20.30.
Fundurinn er öllum opinn og eru
félagar samtakanna, blaðamenn og
aðrir sem áhuga hafa á umræðuefn-
inu hvattir til að mæta.
(Fréttatílkynniiig)
Jj ‘ffiý'rÍrí
'iS^mSSÍá
SILFUR
KRINGLUNNI—REYKJAVÍK
SÍMI 689066
Er norðlenzka
skreiðin betri en
sú að sunnan?