Morgunblaðið - 10.11.1987, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 10.11.1987, Qupperneq 72
ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Fyrsti fundur VMSÍ og VSÍ: Flötur á samninga- viðræðum kannaður FYRSTI fundur Verkamanna- sambands íslands og Vinnuveit- endasambands íslands eftir þing VMSÍ um stöðuna i kjaramálum var hnldinn { gær. Annar fundur hefur ekki verið boðaður, en aðilar komu sér saman um að setja á fót nefnd til þess að kanna afkomuhorfur í útflutnings- greinunum. Sú nefnd kemur saman til fundar á morgun, mið- vikudag. „Við erum staðráðnir í því beggja megin borðsins að kanna það til nokkurrar þrautar, hvort sameigin- legur flötur geti fundist á samn- ingaviðræðum nú á næstunni. Eins og mál standa nú er ekki ljóst hvort efni eru til þess að ganga til form- legra og aivarlegra samningavið- ræðna. Við þurfum að kanna aðstæður og viðhorf og munum gera það á næstunni með þessum hætti," sagði Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, í gærkveldi í samtali við Morgun- blaðið. Þórarinn sagði að gott andrúms- loft hefði ríkt á fundinum. Verka- mannasambandið hefði lagt áherslu á það í málflutningi sínum að ná með einhveijum hætti upp launum þeirra sem ekki hefðu notið launa- skriðs eða launahækkana til jafns við aðra, einkum fiskvinnslufólks. Vinnuveitendur hefðu bent á að þeir hefðu bága reynslu af því að leysa vanda hinna lægstlaunuðu í kjarasamningum og bentu á að megináhersla hefði verið lögð á það í síðustu samningum. Nú orkaði tvímælis hvað eftir stæði. „Við ræddum um að skoða fleiri mögu- leika í þessu samhengi. Nú blasir við umræða um skattamál að því er boðað er, þannig að þau mál koma sjálfsagt einnig til,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Maður fannst látinn í Sbúð á annarri hæð i vinstri stigagangi í þessu húsi við Skipholt á laugardag. Nú hefur íbúðareigandinn játað að hafa lent í átökum við hinn látna. Maður lést eftir átök MAÐUR um þrítugt hefur játað að hafa lent í átökum við rúm- lega fertugan mann, sem fannst látinn á heimili þess fyrmefnda á laugardag. Dánarorsök er ekki ljós, en þó þykir fullvíst að mað- urinn hefur látist í framhaldi af átökunum. Það var um kl. 18 á laugardag sem maður hringdi til lögreglunnar og tilkynnti að látinn maður væri í herbergi í íbúð hans í Skipholti 40 í Reykjavík. Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún Jóhannes Hall- dór Pétursson, 41 árs gamlan, látinn. Húsráðandi, sem hafði hringt í lögregluna, sagðist hafa lent í átökum við hinn látna. Hann gat litlar skýringar gefíð á atvikum og var verulega undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna. Talið er að nokkrar stundir hafí liðið frá því að maðurinn lést og þar til lög- reglan var kölluð til. Rannsóknarlögregla ríkisins hóf yfírheyrslur yfír manninum á sunnudag. Þá játaði hann átök við hinn látna og talið er fullvíst að maðurinn hafí látið lífíð í framhaldi af því. Dánarorsök er þó ekki ljós enn. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. febrúar á næsta ári og gert að sæta geðrann- sókn. Hann hefur kært lengd gæsluvarðhaldsins til Hæstaréttar. Hinn látni hét sem fyrr sagði Jóhannes Halldór Pétursson. Hann var 41 árs gamall, fæddur 14.9. 1946, til heimilis í Iðufelli 12 í Reykjavík. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Snorrí H. Jóhannesson bóndi á Augastöðum á ijúpnaveiðum á Okinu á laugardaginn. Mesta veiði 83 rjúpur og tófa SNORRA H. Jóhannessyni bónda á Augastöðum í Borgarfirði þótti ekki mikið að veiða 62 ijúpur á laugardaginn. Honum finnst öll veiði vera lítil eftir að hann fékk 156 ijúpur á einum degi árið 1975. Mest hefur Snorri veitt 83 ijúpur á einum degi í haust, en þá fékk hann tófu að auki. Snorri sagði í samtali við Morgunblaðið að ijúpnaveiði hefði gengið ágætlega í haust. Heldur meiri ijúpa væri en í fyrra og væri auðveld- ara að ná í hana, enda jörð auð og hálfgerð sumartíð. Fyrirtækium erlenda fjár- málaþjónustu Fjárfestingarfélagið hf. og Féfang hafa stofnað nýtt fyrir- tæki, Islenska fjármögnunar- leigu hf. eða Icelease ldt. og er fyrirtækinu ætlað að starfa að fjármálaþjónustu á erlend- um vettvangi. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði að eftir að hafa skoðað markaðinn teldu þeir, sem að fyrirtækinu standa, það hafa góða möguleika til að sækja á erlendan markað. Fyrirtækið hefur þegar gert tilboð erlendis og fengið jákvæð viðbrögð að sögn Kjartans. Breyttur fundartími Alþingis ÞORVALDUR Garðar Krisijáns- son, forseti sameinaðs þings, tilkynnti á alþingi í gær um breytingar sem gerðar hefðu veríð á fundartíma og dagskrár- gerð alþingis. Tóku þær gildi í gær. Helsta breytingin er að fundur verður í sameinuðu þingi á mánu- dögum en deildarfundir á þriðjudög- um. Deildarfundir verða á miðvikudögum eins og verið hefur en miklar breytingar verða á fund- um sameinaðs þings á fimmtudög- Fyrirspumarfundir verða að morgni fímmtudags og hefjast klukkan 10. í framhaldi af þeim verða venjulegir þingfundir samein- aðs þings. Sjá nánar á blaðsíðu 41. Sex aðilar fá leyfi til fisksölu á Bandaríkjamarkaði: Vinnubrögð viðskiptaráðheiTa koma undarlega fyrir sjónir - seg'ir Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH Viðskiptaráðuneytið gaf í gær út leyfi til sex aðila til sölu á frystum fiski á Bandaríkjamark- aði, en aðeins þrír aðilar hafa haft leyfi til þess hingað til. Leyf- ið er veitt til nokkurra mánaða. Talsmenn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Sjávarafurða- deildar SÍS eru óánægðir með þessa ákvörðun. Jón Ingvarsson, stjómarformaður SH, sagði að vinnubrögð viðskiptaráðherra i þessu máli kæmu undarlega fyrír sjónir, því hann hefði ekki leitað álits framleiðenda. Fyrirtækin sex, sem nú hafa fengið leyfí til að selja frystan físk á Bandaríkjamarkaði, eru: G. Inga- son, íslenskur gæðafískur, íslenska útflutningsmiðstöðin, Marbakki hf., Stefnir hf., og Vogar hf. Áður höfðu einungis þrír aðilar leyfí til físksölu í Bandaríkjunum: íslenska umboðs- salan, sjávarafurðadeild Sambands- ins, og Sölumiðstöð hraðfrystihú- sanna. Jón Ingvarsson, stjómarformaður SH segir að þessi ákvörðun hefði komið sér mjög á óvart, ekki síst fyrir þá sök að sölufyrirtækin í Bandaríkjunum hefðu náð mjög góðum árangri í gegnum árin. „Hinn góði árangur núverandi söluaðila er einkum að þakka þeirri samstöðu framleiðenda um að standa ávallt vörð um gæði framleiðslunriar," sagði Jón „en margir smáir aðilar gætu tæpast tryggt kaupendum stöðluð gæði og stöðugt framboð, með sama hætti og heildarsamtök framleiðenda." Hann sagði einnig óttast að aukin verðsamkeppni á þessum markaði myndi leiða til lægra verðs á íslenskum fískafurð- um. „Eg er andvígur þessari ráðstöf- un, ég tel hana vera ónauðsynlega og óþarfa," sagði Sigurður Markús- son, framkvæmdastjóri sjávaraf- urðadeildar SÍS. Hann sagði að sölufyrirtækin hefðu unnið mikið og dýrt starf við að byggja upp Banda- ríkjamarkað, og að vinna íslenskum físki álit. „Eg efast um að þessir nýju útflutningsaðilar hafí gæðaeft- irlit sem jafnist á við það eftirlit sem stóru sölusamtökin eru með," sagði Sigurður. Hann nefndi einnig að mikili fy’öldi seljenda á viðkvæmum markaði, eins og Bandaríkjamark- aður væri, gæti skapað glundroða, og hann sagðist efa að þessi ákvörð- un kæmi framleiðendum til góða. „Við erum mjög ánægðir með fijálslyndi þessarar ríkisstjómar," sagði Óttar Yngvason, fram- kvæmdastjóri íslensku útflutnings- miðstöðvarinnar. Óttar sagðist ekki telja að mikil breyting yrði á sölu- málunum fyrst í stað, t.d. vegna veikrar stöðu dollarans, en þegar fram í sækti myndi aukin sam- keppni veita SH og SÍS aðhald, og því myndi þessi ákvörðun styrkja stöðu allra aðila. Jón Guðlaugsson, framkvæmda- stjóri Marbakka hf., sagðist fagna þessari ákvörðun, því það hefði ver- ið farið að há fyrirtækinu að fá ekki leyfi til að selja frystan físk á Bandaríkjamarkaði. „SH og SÍS þurfa ekki að óttast okkur þessa minni spámenn, þeir hafa staðið sig á öðrum mörkuðum í samkeppni við okkur, ég er ekkert hræddur fyrir þeirra hönd,“ sagði Jón.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.