Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 8

Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 í LEIT AÐ SKJÓLI Bókmenntir Erlendur Jónsson Guðmundur L. Friðfinnsson: MISLITT MANNLÍF. 103 bls. Örn og Örlygur. 1986. Unglinga- og fjölskyldusaga stendur á titilsíðu þessarar bókar. Það getur merkt að sagan sé ætluð allri flölskyldunni til lestrar. En allt eins má lfka skilja það svo að bókin fjalli um unglinginn í fjölskyldunni: bam og foreldri. Og þann skilning- inn hyllist ég fremur til að leggja í orðin. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þetta hreint engar bama- bókmenntir. Þó aðalpersónan sé drengur á bamsaldri og margur bamaskapurinn sé framinn í sög- unni hygg ég að það vaki ekki fyrir höfundi að skemmta lesendum með spennandi efni, síður en svo. Alvar- an er þama með í dæminu; um það er engum blöðum að fletta; málin skoðuð frá sjónarhóli fullorðinna, þeirra sem með forræði fara og ábyrgð bera; og af sjálfu leiðir að bókin mun þá einnig ætluð þeim til lestrar. Sagan segir frá einum einstakl- ingi mest þó fleiri komi við sögu. En málefnið — sé það skoðað ofan í kjölinn — snertir þó allt eins heild- ina. Þetta er saga úr borgarsam- félaginu og sem slík, að mínum dómi, býsna dæmigerð. Drengurinn, aðalsöguhetjan, er í vanda staddur. Og vandi hans fer vaxandi eftir því sem á söguna líður. Sjálfur á hann þó hreint enga sök á því hvemig komið er. Því veldur rás atburða sem hann getur ekki haft nein áhrif á, hversu feg- inn sem hann vildi, og þá fyrst og fremst skilnaður foreldra og þar með föðurmissir ásamt röskun ýmiss konar sem þess háttar til- stand hlýtur að hafa í för með sér. Samband móður við aðra karlmenn, eftir að faðirinn er horfinn að heim- an, bætir ekki úr skák. Afleiðingin verður sú að drengurinn fjarlægist móður sína og einangrast meir og meir; leitar þá í hópi félaga þess skjóls sem hann áður naut hjá föð- ur og móður sameiginlega, en finnur sig hafa glatað eftir að föður nýtur ekki lengur við og móðirin verður ein að bera þá byrði að sjá fyrir þessu afkvæmi sínu. En ör- yggi það, sem félagamir veita, reynist bæði fallvalt og varhuga- vert. Þegar svo sýnt þykir að móðirin geti hvorki veitt drengnum þá vemd né aðhald sem hann þarfnast er gripið til gamals ráðs; að senda drenginn í sveit. Að sönnu lendir hann þar hjá góðu fólki sem sýnist uppfylla flestöll skilyrði til að axla þá ábyrgð sem því er á herðar lögð með því að senda því slíkan hrakn- ingsmann til uppihalds og umönn- unar. En hjálpin kemur of seint. Drengurinn er þá orðinn hijáðari og tortryggnari en svo að hann megi þýðast annað fólk, allt eins þótt honum sé sýnd bæði nærgætni og alúð. Hann stiýkur. En hvar getur hann leitað afdreps í viðsjál- um heimi? Strok hans hlýtur í raun að verða ferð án fyrirheits. Einn í framandi umhverfi er hann ráðvillt- ari en nokkm sinni fyrr. En einmitt þá — ótruflaður í skauti náttúmnn- ar — fínnur hann skjól það sem hann hefur þráð og þarfiiast, en hvergi fundið annars staðar. Hann hefur fundið sjálfan sig. Hann er einn með víðáttunni, einn með sjálf- um sér; sögulok. Naumast leikur vafi á hvers vegna höfundur tekur sér hér fyrir hendur að segja sögu borgarbams; höfuðstaðarbams: Vandi drengins er einmitt af því taginu sem skap- ast í fjölmenni, þéttbýlisvandamál. Drengurinn verður útlagi mitt í allri velferðinni og samhjálpinni. Sveita- Guðmundur L. Friðfinnsson samfélagið gamla (sem líka átti sínar dökku hliðar) leysti sjálfkrafa mál af þessu tagi. Með vinnunni, stritinu, var hverri stund ráðstafað eftir að bam komst á legg. Því gafst ekki tóm, bókstaflega talað, til að gera neitt af sér. í borginni lendir bamið í reiðileysi á þeirri stund sem foreldra, föður eða móð- ur eða hvorra tveggja, nýtur ekki lengur við. Kerfið getur að vísu »ráðstafað« bami þegar í algert óefni er komið. En það leysir ekki tilfinningavandann. Bemskan og æskan, sem annars getur verið og á að vera bæði tilbreytingarík og þroskavænleg, verður þá samfellt, óþolandi tómarúm sem gerir bamið, unglinginn, að utangarðsmanni, ef til vill fyrir lífstíð! Og þá kemur það svo sem af sjálfu sér að bamið hreppir félagskap sinna líka, þeirra sem eins er ástatt fyrir. Það er ekki í annað hús að venda. Og þá er líka komið upp hið margumtalaða ungl- ingavandamál sem sérfræðingar taka sér að því skapi oft í munn sem þeim gengur báglegar að leysa það. Þó skoðunum sé ekki haldið á loft í Mislitu mannlífí sýnist mér mega lesa út úr sögunni að höfund- ur líti svo á að hveijum og einum sé hentast að leysa sín mál sjálfur, hvemig svo sem til þeirra er stofn- að. Þessi saga ber því með sér, ef ég skil rétt, andblæ þeirrar ný- einstaklingshyggju sem farið hefur vaxandi á undanfömum ámm eftir að heimurinn komst að raun um að velferð og félagshyggja leystu ekki sjálfkrafa öll vandamál. Ekki er þetta besta saga Guð- mundar L. Friðfinnssonar. En hann hefur vandað til verksins. Og tekið mannlega á málum eins og hans var von og vísa. Auk þess að vera bóndi og rithöfundur rak Guðmund- ur lengi heimili fyrir þéttbýlisböm þannig að hann veit hvað hann er að segja. ARISTON Helluborð og bökunarofnar :p v p T';») r> » Helluborð, verö frá kr. 9.170,- Bökunarofnra, verð frá kr. 20.925,- Hverfisgötu 37 Vikurbraut 13 ReyVjavík Keflavik Símar: 21490, Sími2121 21846 Ævimiiiningar Péturs Ólafs- sonar bónda á Hranastöðum Bókmenntlr Sigurður Haukur Guðjónsson Hversu hollt er okkur ekki að vera minnt á það annað veifíð, hve hlýr og bjartur hann er dagurinn er við lifum, ólíkur öllu því er fyrri kynslóðir þessa lands máttu þola. í gullahrúgunni sitjum við og rífumst eins og kenjakrakkar um hver eigi nú mest, hveijum beri arðurinn af gjöfum landsins, arðurinn sem við torgum þó ekki lengur, keymm því á raslahauga og það í sveltandi heimi. Það er ekki nema rétt rúmur mannsaldur síðan dagur var allur BILASTILLING BIRGIS, S: 79799 SMIÐJUVEGI 62, KÓPAVOGI Allar almennar viðgerðir og þjónusta Vélastillingar, verð frá kr. 2821 Hjólastillingar, verð frá kr. 1878 Ljósastillingar, verð kr. 375 Vetrarskoðanir, verð frá kr. 4482 10 þús. skoðanir, verð frá kr. 5000 Vönduð vinna. Kreditkortaþjónusta. Viðurkenndur þjónustuaðili Toyota. TOYOTA ÞJONUSTA annar. Einstæð móðir með tvo drengi á höndum varð að fara bæ af bæ í vinnumennsku, til þess að sjá þeim fyrir mat og húsaskjóli, varð meira að segja að halda skját- ur sjálf og fela bami að reyta saman í bithaga vetrarfóðrið. í íjárhúskof- um lágu vergangsmenn um nætur og betluðu mat hjá góðhjarta fólki á daginn. Þá var leið miili sjúklings og lyfsala stundum svo löng, að úr Eyjafirði til Húsavíkur varð að fara fótgangandi í kolaófærð, yfir óbrú- uð fljót og eftir slóðum einum. Þá var ekki sími til þess að hringja i lækni og stundum var álagið á þeim slíkt, að eftir þrotlausa baráttu all- an daginn í sjúkraskýli, þurftu þeir í svefti- og hvíldarstundum að leggja í langferðir til sjúklings inn f sveit eða afdal og komu þá líka oft of seint. Við kvörtum yfir vegum okkar, er þeir óvægið hrista til bif- reiðar, en hvað máttu þeir segja er hvoragt áttu, bíl eða veg. Okkur þykir langt í búð að fara þurfi fyr- ir næsta götuhom en hvað um þá sem þurftu dagleiðir í næstu verzl- un? Við kvörtum undan miklu vinnuálagi en hvað hefðu þeir mátt hrópa sem stóðu við slátt eða fiski- drátt meðan þeir gátu staðið og það fyrir mat aðeins? Þessar spumingar og margar fleiri vöknuðu mér í huga við lestur æviminninga Pét- urs. Hann var ekki fæddur með silfurskeið í munni, og lífíð fór ekki mjúkum höndum um hann. Kom- ungur missti hann föður sinn, hélt með móður og bróður í skjól góðra manna. En mótlætið varð ekki til þess að beygja þennan gáfaða dreng heldur herða hann og stæla, þar til Eyfírðingar fundu í honum góðhjarta öðling, sem þeir vildu gjaman leita til ráða og hlýða hans niðurstöðu. Já, það var varla sú virðingarstaða til sem þeir kusu hann ekki f. Pétur bóndi á Hranastöðum varð einn þessara máttarstólpa alda- mótakynslóðarinnar sem bára ísland út í sólskinið. Af eldlegum áhuga gekk hann til félagsmála- starfa, sem öll miðuðu að því að leysa úr læðingi þau öfl, er ein geta brotið vanans hlekki, samtaka- mátt fólksins sjálfs, löngunina til þess að ganga út úr skugganum, út í sólskinið og leita þar að efnivið í betri dag. Hann nefnir marga kappa sem vora með honum í för og bókin hlýtur því að vera þeim, er sögu byggðar og lands unna, gullnáma. Það er kostur hennar og styrkur. Þá stóðu menn og féllu með orðum sínum. Stjómmál vora annað og meir en leikni í að blekkja fólk undir klafa sérhagsmunahópa. Þau vora barátta þjóðar til þeirrar hagsældar er umlykur okkur nú. Hversu stórt og mikið er ekki það fjöregg sem aldamótakynslóðin rétti okkur í hendur? En öll egg era Pétur Ólafsson brothætt, því skulum við aldrei gleyma. Leitt er að Pétur bóndi fann ekki stundir til ritunar æviminninga sinna fyrr en raun var á (1945 og 46) og sorglegt að sjá síðustu orð hans, þar sem hann leggur frá sér pennann því að hönd hans hlýðir ekki hugsuninni lengur. Hversu miklu misstum við ekki af? Og hversu fjölbreyttari hefði þess bók ekki orðið, ef honum hefði enst heilsa til að draga til sögunnar fleiri þræði. Þetta var aðeins byij- un, drög, og það gerir söguna einhæfari. Mál bóndans er frábært, klið- mjúkt og tært. Próförk er mjög vel lesin og prentverk allt til mikils sóma. Hafi útgefendur þökk fyrir að bjarga frá gleymsku miklum fróðleik. li Teppaverslun Fridrik Bertelsen hf.f Síðumúla 23, gengið inn frá Selmúla, s. 686266.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.