Morgunblaðið - 22.11.1987, Qupperneq 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
FALL
YEITSINS
Fórnariamb GLASNOST-stefnunnar
VÖLD Mikhail Gorbachevs sovétleið-
toga hafa í fyrsta skipti komizt í hættu,
en hann bjargaði sér úr klípunni með því
að neyða skjólstæðing sinn, Boris Yeltsin,
sem átti sök á vandanum, til að láta af
starfi leiðtoga Moskvudeildar kommún-
istaflokksins. Þar með friðaði hann
íhaldssama andstæðinga undir forystu
Yegors Ligachevs, sem hafa aukið áhrif
sín og munu halda áfram að ógna svokall-
aðri glasnost- eða opnunarstefnu. En
þótt hún hafi beðið hnekki og almenning-
ur beri minna traust til hennar en áður
verður henni haldið áfram. Erfiðleikar
Gorbachevs munu hafa áhrif á viðræður
hans við Ronald Reagan forseta í Was-
hington í næsta mánuði og e.t.v. auka
áhuga hans á því að ná árangri.
Gorbachev: gat ekki bjargað vinsœlum stuðningsmanni.
Yeltsin varð að
víkja á fundi í
Moskvudeildinni
vegna framkomu
hans á fundi mið-
stjómarinnar 21.
október. Þar
gagnrýndi hann
Ligachev og fleiri íhaldsmenn fyrir
að standa í vegi fyrir umbótastefn-
unni, sem hann fullyrti að hefði
ekki komið almenningi að notum,
og beindi einnig skeytum sínum að
Gorbachev. Ligachev svaraði hon-
um fullum hálsi, Gorbachev studdi
hann og Yeitsin bauðst þá til að
segja af sér.
Engu var líkara en Yeltsin hefði
mætt á fund miðstjómarinnar til
að fremja pólitískt sjálfsmorð. Þó
virðist hann hafa vonað allt þar til
fundurinn í Moskvudeildinni hófst
að hann þyrfti ekki að standa við
hótunina um að segja af sér. Fyrir
hefur komið að flokkurinn hafi neit-
að að taka lausnarbeiðni til greina,
hann hafði ekki fyrir því að semja
slíka beiðni og vinir hans sögðu
honum að hann væri ómissandi.
Honum mun því hafa brugðið þegar
24 menn kvöddu sér hljóðs á
Moskvufundinum til að gagnrýna
hann.
Gorbachev gat ekki bjargað
skjólstæðingi sínum og snerist gegn
honum á fundinum í Moskvu. Hann
sakaði Yeltsin um að hafa „sett
ijersónuiegan metnað ofar flokks-
hagsmunum" á miðstjómarfundin-
um 21.okt. Ummæli hanB þá hefðu
verið „ábyrgðarlaus og siðlaus" og
sýnt að hann væri of vanstilltur til
að geta stuðlað að nauðsynlegum
breytingum með þvf að starfa af
skynsemi og öryggi. Hann hefði
talið nóg að hrópa vígorð og birta
áskoranir, en orðið ósjálfbjarga,
fyllzt óeirð og kvíða og misst stjóm
á sér, þegar hann hefði þurft að
standa við orð sín og láta verkin
tala.
Aðrir ræðumenn vönduðu honum
ekki kveðjumar og eins illa hafði
ekki verið talað um nokkum mann
I flokksforystunni í áraraðir. Við-
kvæðið hjá mörgum var að hann
hefði „vísvitandi rekið hnffinn f
bakið á flokknum með sviksamleg-
um hætti.“ Fýrrverandi undirmaður
hans sakaði hann um að hafa drýgt
„glæpi gegn flokknum" með því að
gefa f skyn að „deildin f Moskvu
þyrfti ekki að taka sömu afstöðu
og miðstjómin." Annar ræðumaður
fordæmdi hann fyrir „fordild, lýð-
skrum, pólitfska ævintýramennsku
og bónapartisma." Sá þriðji taldi
„slíkan mann“ ekki „verðugan þess
að vera miðstjómarritari og taka
þátt í pólitfsku 8tarfi.“ Aðrir töluðu
um sambandsleysi og kváðu engan
mun á honum og Brezhnev og öðr-
um gömlum leiðtogum, sem hann
hefði fordæmt. Eftir þessar skamm-
arræður neyddist Yeltsin til að stíga
sjálfur í ræðustólinn. „Ég er mjög
sekur,“ sagði hann, „eitt helsta ein-
kenni mitt, metnaðargimd, hefur
gert vart við sig upp á síðkastið.
Eg hef reynt að halda henni í skefj-
um, en því miður hefur mér ekki
tekist það.“ Vamarræða hans þótti
minna á sýniréttarhöld Stalínstím-
ans.
Á sjúkrahúsi
Hjartveiki hefur hrjáð Yeltsin og
gagnrýnin á fundi miðstjómarinnar
fékk svo mikið á hann að hann var
fluttur f sjúkrahús. Á mánudaginn
gekk hópur stuðningsmanna hans
fylktu liði til aðalstöðva flokksdeild-
arinnar til að kreflast upplýsinga
um lfðan hans, en lögregla stöðvaði
þá. Daginn eftir sá sovézkur tals-
maður sig tilneyddan að bera til
baka sögusagnir um að hann hefði
fengið hjartaáfall eða reynt að fyrir-
fara sér og sagði að honum liði vel
eftir atvikum.
Nokkrar minningagreinar um
látna stjómmálamenn og embættis-
menn hafa birzt í sovézkum blöðum
síðustu daga með undirskriftum
valdamestu leiðtoga eins og venja
er, en undirskrift Yeltsins hefur
vantað. Að nafninu til er hann enn
aukafulltrúi í stjómmálaráðinu, en
hann verður lfklega rekinn á næsta
fundi. Ferli hans f flokknum er lok-
ið, en hann hefur verið skipaður
varaformaður byggingaráðs Sov-
étríkjanna sem jafngildir ráðherra-
stöðu.
í Ijós hefur komið að Yeltsin
bauðst fyrst til þess að segja af sér
í bréfí til Gorbachevs í sumar.
Gorbachev bað ’nann að 'nugsa mál-
ið þar til eftir byltingarafinælið 7.
nóv. til að valda ekki fjaðrafoki.
Yeltsin taldi sig ekki geta beðið svo
lengi og Gorbachev mun hafa sám-
að það. Ólík afstaða þeirra iýsti
þeim vel: Gorbachev er „háttvís,
hófsamur, ftamsýnn og snillingur í
valdatafli," en skjólstæðingur hans
„óþolinmóður, hispurslaus f tali,
óvæginn í gagnrýni og ekki f nógu
mikilli snertingu við veruleikann."
„Maður fólksins“
Yeltsin, sem er Rússi í húð og
hár, var ötulasti, litrfkasti og öfga-
fyllsti frömuður glasnost og
persónugervingur þeirra breytinga,
sem Gorbachev hefur beitt sér fyr-
ir. Hann er fæddur 1. febrúar 1931
(fæðingarstað hans er haldið leynd-
um) og gerðist byggingaverkfræð-
ingur að Ioknu tækniskólanámi f
Sverdlovsk í Úralflöllum. Hann var
leiðtogi flokksins þar um slóðir frá
1976, þar til Gorbachev kvaddi
hann til Moskvu einum mánuði eft:
ir að hann náði völdunum 1985. í
desember það ár tók Yeltsin við
stjóm flokksdeildarinnar f Moskvu
og tveimur mánuðum síðar varð
hann aukafúlltrúi f stjómmálaráð-
inu. Hann hafði átt sæti f miðstjóm
frá 1981 og hlaut það starf f henni
að fara með stjóm byggingamála.
Eftir komuna til Moskvu gerði
Yeltsin sér far um að kynnast kjör-
um 'oorgarbúa, m.a. með jjví að
ferðast með neðanjarðaijámbraut-
arlestum og fara f matvöruverzlan-
ir, og fékk orð fyrir að vera „maður
fólksins." í janúar 1986 sakaði
hann fyrirrennara sinn, Yiktor Gris-
hin, um að bera ábyrgð á því að
Moskvubúar fengju ekki nógu góða
þjónustu. Þremur mánuðum sfðar
bar hann Grishin á brýn að eiga
sök á óstjóm og spillingu og kvað
flokksbrodda „vaða í forréttindum."
Síðan rak Yeltsin 70% borgar-
ráðsfulltrúa og fjölda borgarstarfs-
manna úr „Grishin-klfkunni." Hann
réðst til atlögu gegn spilltum verzl-
unarstjórum og fyrirskipaði auknar
lögregluaðgerðir gegn áfengis- og
eiturefnaneyzlu, gagnrýndi þjón-
ustu neðanjarðarlestarkerfisins,
kvartaði yfir því að heilbrigðis-
þjónustan gæti aðeins sinnt 2/3
borgarbúa, kvað húsnæðismálin í
ólestri, átaldi að smíði aðeins 8%
nýbygginga lyki á tilsettum tíma
og sakaði lækna og kennara um
mútuþægni og diykkjuskap. Gagn-
rýni hans vakti litla hrifningu
flokksstarfsmanna, en verst þótti
þeim að hann setti út á forréttindi
þeirra, m.a. aðgang þeirra að sér-
verzlunum, sérskólum og opinber-
um bifreiðum, sem þeir notuðu m.a.
til að aka konum sfnum f vinnuna
og bömunum í skólann. Yeltsin
bannaði slíkt og benti þeim á að
nota strætisvagna.
Vinnuþjarkur
Ólíkt ráðamönnum af gamla
skólanum hafði Yeltsin gaman af
að ræða við almenning og tók á
móti óboðnum sendinefndum, m.a.
húsmæðra sem kvörtuðu yfir
sprungnum holræsum og ólykt í
kjöllurum og buðu honum í „vett-
vangsrannsókn." Vinnudagur hans
var frá kl. 6 að morgni til miðnætt-
is. Hann neitaði að klæðast erlend-
um fötum og var fijálslyndur í
menntamálum. Hann rejmdi að hlúa
að samvinnufélögum og einkafyrir-
tækjum. Að minnsta kosti 18
samvinnufélögum hefur verið leyft
að reka veitingahús, en margir
áhugamenn um einkarekstur hafa
fengið dræmar undirtektir í borgar-
ráði.
Yeltsin voru mislagðar hendur.
Til þess að hefta öra fólksfjölgun
stöðvaði hann veitingu dvalarleyfa
handa einhleypu verkafólki, sem
hefur streymt til Moskvu tugþús-
undum saman til að taka að sér
erfið og vanþakklát störf um stund-
arsakir, en fest ráð sitt, setzt þar
að og aukið húsnæðisekluna. Nú
fæst enginn til að vinna jæssi störf
og borgarbúar kvarta sáran. Svo
langt gekk Iiann í baráttu gegn
spillingu í matvæladreifingu að nú
fæst enginn í illa launuð störf í
þeirri grein og loka verður mörgum
matvöruverzlunum. Þrátt fyrir lof-
orð um aukið framboð á ínatvælum
hafa biðraðir lengzt og verðið
hækkað, þótt framboð A ávöxtum
og grænmeti virðist hafa aukizt,
a.m.k. á sumrin. Neyzluvamingur
fæst hins vegar ekki í eins miklu
úrvali og áður.
Táknið fallið
Margir töldu Yeltsin tákn nýrra
tfma. Almenningur S Moskvu virtist
ánægður með baráttu hans gegn
misrétti og forréttindum og tilraun-
ir til að uppræta spillingu og bæta
opinbera þjónustu. Því er hins veg-
ar ekki að leyna að starf hans virtist
ekki bera mikinn áþreifanlegan
árangur, en raunar hafa Sovétríkin
öll lítið breytzt síðan Gorbachev
boðaði fyrst glasnost. Hann og
Yeltsin hafa bent á marga agnúa,
rekið rétta menn, sett fram skýra
og áhrifamikla gagmýni og breytt
andrúmsloftinu, en mætt miklu
andstreymi. Nú er Yeltsin fallinn
og Gorbachev á mikið starf fyrir
höndum.
Maigs konar erfíðieikar, sem
Yeltsin komst í, mögnuðu andstöðu
íhaldsmanna. Þótt meira kunni að
vera gert úr þeim en efni standa til
f ófrægingarskyni virðist hann ekki
hafa stjómað Moskvu nógu vel. Það
virtist t.d. ofvaxið hans skilningi
að spilling yrði ekki upprætt nema
dregið yrði úr vöruskorti. Honum
hætti til að reyna að leysa flókin
vandamál með einföldum ráðum,