Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 27
no^r CT'7<J"|ircr\Tf\1f no <JTTT» A rTTTTXTXrTQ /Ttrr A Tcn/TTTCT/^**
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
QL ftO
B 27
Spielbergssögur
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
LAUGARÁSBÍÓ:
FURÐUSÖGUR - Amazing
Stories ★ ★ V2
Þijár stuttmyndir úr sjónvarps-
myndabálknum Amazing Stories.
1. Ferðin — The Mission: Leik-
stjóri: Steven Spielberg. Handrit:
Menna Heyjes. Aðalleikendur:
Kevin Costner, Casey Siemaszko,
Kiefer Sutherland.
2. Múmíufaðir — Mummy
Daddy: Leikstjóri: Wiliiam Dear.
Handrit: Earl Pomerantz. Aðal-
leikendur: Tom Harrison,
Bronson Pinchot.
3. Höfuð Bekkjarins — Go To
The Head Of The Class. Leik-
stjóri: Robert Zemeckis. Handrit:
Mick Garris, Tom MacLoghlin
og Bob Gaie. Aðalleikendur:
Christopher Lloyd, Scott Coffey,
Mary Stuart Masterson.
Bandarísk. Universal 1987.
Spielberg, sá undraverði þúsund-
þjalasmiður kvikmyndakúnstarinn-
ar, er hér kominn aftur á fomar
slóðir, hóf einmitt sinn litríka leik-
stjómarferil hjá Universal — MCA
Television. Fyrst stýrði hann þátt-
um eins og Columbo og útkoman
þótti það góð hjá piltungnum, þá
liðlega tvítugum, að hann var ráð-
inn til að leikstýra nokkrum „kvik-
myndum vikunnar" (m.a. Duel),
mun metnaðarfyllra efni og fram-
haldið er skráð stórum stöfum á
blöð kvikmyndasögunnar.
Fyrsta hluta þrennunnar, Ferð-
inni, leikstýrir Spielberg sjálfur.
Hann gerist mestmegnis um borð
í B17 og er áhöfnin í sinni síðustu
árásarferð þegar vélin verður fyrir
aðför þýskra, með þeim afleiðingum
að hjólaútbúnaðurin laskast og stél-
skyttan, sem staðsett er undir
vélinni, lokast inni! Nú eru góð ráð
dýr og má segja að sú lausn sem
Spielberg finnur, en hann átti einn-
ig hugmyndina að baki handritsins,
sé heldur billeg. Einkum þar sem
þessi hluti er svo afbragðsgóður að
flestu öðru leyti. Persónurnar eru
skarpar, mótaðar með fáum en
skýrum og fyndnum dráttum; at-
burðarásin virkilega spennandi,
kvikmyndatakan og leikstjómin
hreinasta afbragð. Og ekki að
spyija að töfrum tækninnar. Ferðin
er langvandaðasti hluti myndarinn-
ar og metnaðarfyllsti, en sá gallað-
asti, því miður. Hann er oft
vandfundinn, punkturinn yfir i-ið,
jafnvel hjá snillingum!
Múmíufaðirinn er hreint grín og
hugmyndin og útfærslan hin
smellnasta afþreying. Við erum
stödd við kvikmyndatöku múmíu-
myndar í einhverju krummaskuði
þegar leikarinn í titilhlutverkinu
fær tilkynningum að konan sé að
fæða. Hann rýkur af stað til að
vera viðstaddur, en gleymir að fara
úr gerfinu og verður það honum
næstum að fjörtjóni! Þetta er fyndn-
asti þátturinn og býður uppá mörg
kátbrosleg atriði.
Mikill er máttur Spielbergs og
lokakaflann lagði hann í hendur
Zemeckis, sem sannað hefur ágæti
sitt sem leikstjóri Romancing the
Stone og Aftur til framtíðar. Þessi
hluti nefnist Höfuð bekkjarins og
segir frá hysknum strák sem ætíð
mætir seint í tíma hjá hálfóðum
enskukennaranum sem lætur hann
gjalda þess. Strákur fær óbangna
bekkjarsystur sína í lið með sér til
að leggja bölvun á lærimeistarann
og endar kuklið með ósköpum!
Lloyd (Aftur til framtíðar) er
hreint óborganlegur i hlutverki hins
ærða lærimeistara.
Hér er skopast að Lafði Macbeth
og fleira sómafólki og handritið
kiyddað mörgum bráðhnyttnum
bröndurum og uppákomum. Þau
Scott Coffey (Stand By Me) og
Mary Stuart Masterson (At Close
Range) fara prýðilega með hlutverk
skólasystkinanna.
Þættimir em ómengað léttmeti,
ætlaðir til þess að drepa tíma sjón-
varpsáhorfenda í Vesturheimi og
það hefur tekist með ágætum. Hér
er vitaskuld um fyrsta þáttinn að
ræða og tvo aðra, útvalda og ekki
illa til fundið að bjóða þá til sýnis
á tjaldinu. Ferðin hefði getað orðið
minnisstæð ef efnið hefði boðið
uppá slíkt því handbragð Spielbergs
bregst ekki frekar en fyrri daginn.
Útkoman verður því ekkert annað
og meira en snoturt stundargaman.
Óður enskukennari — Christopher Lloyd í Amazing Stories.
tis'í •.«
v' - ••
EFST Á BIAÐI
HVERJU SINNI
Húsnæöislánin eru hagstæö lán, eins og vera ber.
En af þeim þarf aö greiöa, jafnt sem af öðrum lánum og dráttarvextir eru háir
ef ekki er greitt á réttum tíma.
Þegar innheimtukostnaður bætist viö að auki, fer greiðslubyröin
óneitanlega aö þyngjast.
Viö minnum á þetta núna vegna þess aö
haustgjalddagi var 1. nóvember sl. og greiðsluseðlar
hafa veriö sendir gjaldendum.
Greióslur er aö sjálfsögðu hægt að inna af hendi í
hvaða banka, bankaútibúi og sparisjóöi sem er.
Dráttarvextir lögðust á lán með lánskjaravísitölu
frá og með 16. nóvember s.l.
Dráttarvextir leggjast á lán með byggingar-
vísitölu frá og með 1. desember n.k.
Við viljum auk þess benda á að þú getur greitt lánið
upp.hafir þú tök á því. Þá greiðir þú eftirstöðvar þess,
ásamt verðbótum, frá upphafi lánstímans til
greiðsludags.
Á síðustu 12 mánuðum hafa 12 þúsund lán verið
greidd upp, áður en lánstíma lauk.
Einnig getur þú lækkað höfuðstól lánsins, viljir þú
greiða inn á hann. Það getur komið sér vel þegar til
lengri tíma er litið.
HAFÐU HÚSNÆÐISLÁNIÐ ÞITT EFST Á BLAÐl.
ÞAÐ BORGAR SIG.
#