Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 30
4
r o
30
or
B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
rokksíðan
Umsjón: Andrés Magnússon
Magnús Eiríksson:
Sannarlega bestu lögin
☆ ☆ it
!
I
I
l
i
!
i
|"
Grammið fór fyrst íslenskra fyr-
irtækja að gefa út leysidiska með
íslensku poppi, þegar það reið á
vaðið og gaf Bubba út upp á von
og óvon. Síðan hafa önnur út-
gáfufyrirtæki fylgt á eftir og er
það lofsvert framtak. Rokksíðan
mun að sjálfsögðu fylgjast
grannt með útgáfu þessari, enda
herma fregnir að leysidiskar og
spilarar ijúki út eins og heitar
lummur. Taktur (Fálkinn) gaf
fyrir skömmu út leysidisk með
20 bestu lögum Magnúsar Eiríks-
sonar og var það þarft verk.
Magnús er tvímælalaust í hópi
snjöllustu lagasmiða okkar (og
textasmiða líka!) og það virðist allt
leika í höndunum á honum, ballöð-
ur, popp, rokk og diskó. Og þegar
maður les listann yfír þessi 20 bestu
lög Magnúsar er eins og maður sé
að lesa lista yfír það besta í íslensku
poppi. Hvorki meira né minna. Hér
er ekki verið að gera lítið úr öðrum
tónlistarmönnum, Stuðmönnum,
Björgvini Halldórssyni og Sykur-
molum svo einungis séu nefndir
nokkrir úr landsliðinu, heldur er hér
á ferðinni stórgott safn tilgerða-
lausrar popptónlistar.
Á disknum er öll breiddin:
Braggablús, Komdu í partý, Garún,
Einhverstaðar einhvemtíman aftur,
Draumaprinsinn og Gleðibankinn.
Allt sígild lög, hvert á sinn veg.
Þessi diskur á heima hjá hveijum
unnanda íslensks gæðapopps. Þetta
er kjaminn.
Hvað diskútgáfuna sjálfa hrærir
er þar vel að verki staðið. Þrátt
fyrir að sumar upptökumar séu
komnar til ára sinna er suð í lág-
marki og tóngæði yfírleitt eins og
best verður á kosið. Hið eina sem
ég hef út á þessa útgáfu að setja
er að á textablaði vantar upplýsing-
ar eins og hvaða lag sé af hvaða
plötu, hver syngi, jafnvel hinir
ágætu textar Magnúsar og e.t.v.
smá lífshlaupslýsing hans að auki.
Þetta er smáatriði, en útgefendur
ættu að gefa því gaum. (Reyndar
er skylt að geta þess að á tveimur
öðmm leysidiskum Takts er þetta
til mikillar fyrirmyndar.)
Bubbi
kóngur
Morgunblaðið/Sverrir
Bubbi, útsetjarinn Tómas Tómasson og forleggjarinn Ásmundur
Jónsson með gull- og platínuplöturnar. Hefur Bubbi mídasargáfu?
Bee Gees:
Allt í fína lagi
með skarfana
ÞRÁTT fyrir að Sykurmolamir
séu að gera garðinn frægan á
erlendri grundu er það samt sem
áður Bubbi Morthens, sem óhik-
að má eiga nafngiftina „kóngur“
þegar íslensk popptónlist er ann-
ars vegar.
Síðastliðinn miðvikudag var
Bubba afhent tvöföld gullplata fyrir
nýjustu afurð sína, „Dögun" —
sama dag og skífan kom út. Þetta
mun vera einsdæmi, að plata renni
jafnört út fyrir útgáfudag. Sam-
kvæmt nýjum reglum um gullplötu-
afhendingu hefði Bubbi reyndar átt
að fá platínuplötu í hendumar, en
það var látið bfða þar til að platan
i væri komin á götumar. í sárabætur
fékk Bubbi hins vegar platínuplötu
fyrir síðustu plötu sína, „Frelsi til
sölu“. Sú hefur nú þegar selst í
ríflega 17.000 eintökum og er því
með alsöluhæstu poppskífum á ís-
landi.
Gramm hf. gaf plötuna út, en
Tómas Tómasson útsetti.
Plötur
The Pretenders
The Pretenders er rokksveit
sem margir ættu að kannast við,
enda hefur hún starfað frá 1978
. og átt fjöld laga á vinsældalist-
um.
Seint á síðasta ári kom út plata
frá Pretenders með laginu Don’t
Get Me Wrong meðal anarra og nú
er komin út safnplata með sveit-
inni. Á þeirri safnplötu er að fínna
sextán lög sem spanna sögu Pret-
enders vel, allt frá Stop Your
Sobbing, sem var fyrsta lag sveitar-
innar, til laga frá síðasta ári. Lagið
sem Crissie Hynde (sem heitir víst
Cristine Kerr í dag) söng með
UB40, I Got You Babe, fylgir í
kaupbæti.
í Segja má að ekki sé veikur
punktur á plötunni og hún er
skemmtiiega heiisteypt þrátt fyrir
að safnplata sé. Ekki er gott að
fara að nefna bestu lög á plötunni,
en lög eins og Stop Your Sobbing,
I Go To Sleep, Back on the Chain
Gang og Don’t Get Me Wrong
standa vel fyrir sínu.
Árni Matthíasson
☆ ☆ ☆*/2
GIBBAGIBB-bræðurnir þrír frá
Ástralíu sendu nýverið frá sér
plötu eftir nokkurt hlé. Flestir
muna likast til eftir hinum gjall-
andi og geldingslegu röddum
bræðranna, en þrátt fyrir — eða
líklega vegna — hinna gífurlegu
vinsælda þeirra hér á árum áður
(man einhver eftir Saturday
Night Fever?) hafa þeir átt erf-
iðar uppdráttar nú en fyrr. Sem
er synd þvi platan sú arna er
bara prýðileg.
Það er sama hvað segja má um
Gibb-bræður, það verður ekki af
þeim skafið, að þeir eru lunknir við
að semja pottþéttar og grípandi
melódíur.
Játað skal að þegar gagnrýnandi
setti plötuna á fóninn óttaðist hann
mest að Bee Gees væru enn á sömu
villigötum og síðast, staðnaðir í
meðalmennsku.
Svo var ekki. Kappamir sýna það
og sanna að þeir fylgiast með
breyttum tímum og eru vel með á
nótunum. Sumt er meira að segja
frumlegt. Hver hefði nú trúað því
að sá, sem þetta ritar, ætti eftir
að mæra Bee Gees, sem hann nefndi
eitt sinn vælukjóa og brigslaði um
óeðli?
Á skífunni er slatti af áheyri-
legustu lögum og eitt þeirra, „You
Win Again“ hefur þegar náð vin-
sældum hér á landi. Það er synd
og skömm, eins mikið drasl og Bee
Gees sendu frá sér á árum áður og
rokseldu, ef þeir uppskera svo ekki
loksins þegar þeir sá af viti.
Dave Lee Roth hygg-
ur á hæstu hæðir
Það er að frétta af Dave Lee
Roth, gamla flagaranum úr Van
Halen (þar tíl Sammy Hagar tók
við starfanum), að næsta plata
með honum er væntanleg á
markað í janúar nk.
Eins glöggir lesendur muna sjálf-
sagt, skildu leiðir Dave og Van
Halen ekki með friðsamlegasta
hætti. í lg'ölfar þess stofnaði kauði
síðan eigin hljómsveit og var al-
mennt mál manna að annað eins
snillingatal hefði ekki sést saman-
komið í einni hljómsveit um langa
hríð og bar platan svo sannarlega
merki þess. Má benda á að gítarleik-
arinn, Steve Vai, og bassaleikarinn,
Billy Sheehan, urðu báðir langefstir
í vali lesenda bandaríska blaðsins
Guitar Player á bestu hljóðfæraleik-
urum ársins, sem kunngert var nú
í síðustu viku. (Að vísu var tilkynnt
fyrir skömmu að Sheehan væri að
hætta með sveitinni, en það var
víst allt í bróðemi.)
Nýja platan með Roth heitir
„Skyscraper" — eða skýjakljúfur —
og ber þeim, sem heyrt hafa, saman
um að þama sé ótrúlegur gripur á
ferðinni. A umslaginu verður mynd
af Roth þar sem hann er að klífa
þverhnípt bjarg, en Dave er víst
alger dellukarl á sviði útivistar.
Það verður spennandi að heyra
hvort „Skyscraper“ verður jafnvillt
og fyrri platan.
Dave Lee Roth á leiðinni á toppinn.
Nr. Flytjandi—titill Venjul.verð Afslverð
1. Bjartmar Guðlaugsson - i fylgd með fullorðnun 899 809
2. LaBamba-Úrmynd 799 719
3. Bubbi Morthens-Dögun 899 809
4. Megas-Loftmynd 899 809
5. GeorgeMichael-Faith 719 639
6. Sting - Nothing like the Sun 1.099 989
7. Rauðir fletir - Minn stærsti draumur 899 809
8. Ríó Tríó - Á þjóðlegum nótum 899 809
9. Grafík-Leyndarmál 899 809
10. George Harrison - Cloud nine 799 719
11. Bruce Springsteen -Tunnel of love 799 719
12. Eurithmics-Savage 799 719
13. HörðurTorfason - Hugflæði 899 809
14. ReynirJónasson - Leikiðtveim skjöldum 899 809
15. Hooters - One way home 799 709
16. Madonna - You can dance 799 709
17. BryanFerry-BeteNoire 799 709
18. MicaelJackson-BAD 799 709
19. Bee Gees-ESP 799 709
20. Bifly Joel—Consert 1.099 989
Þú gerir ekki betri kaup,
Tilbod vikunnar:
Cock Robin
After here
Through Midland
í tilefni af (slands-
heimsókn Cock
Robin bjóðum við
þessa stórkostlegu
plötu á tilboðsverði
í eina viku.
Póstkröfuþjónusta.
Rauðarárstíg 16
s. 11620 og 28316
Símsvari opinn
allan sólarhringinn.
Sími28316.
Góð þjónusta.
ÓDÝRASTA MÚSÍK1N í BÆNUM
SKAL L4fijo
☆ STHNARHF ☆
Austurstraeti, Glæsibæ, Rauöarárstíg, Strandgötu og Hagkaup, Kringl-
unni, Póstkröfusími 11620 og 28316 (símsvari).
.4-+