Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
36 B
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna —- atvinna
ÞJÓÐLEIKHUSIÐ
Óskum að ráða starfskraft í mötuneyti okkar,
vaktavinna.
Upplýsingar á þriðjudag kl. 13.00 og 17.00.
Leikhúskjallarinn.
& Mosfellsbær
Skrifstofumaður
Á skrifstofu Mosfellsbæjar er laust starf
skrifstofumanns sem annast símavörslu fyrir
skrifstofu og tæknideild, umsjón með mót-
töku og skráningu pósts og almenn skrif-
stofustörf, s.s. vegna manntals, atvinnu-
leysiskráningar o.fl.
Allar nánari upplýsingar veitir bæjarritari
Mosfellsbæjar í síma 666218.
Bæjarritari Mosfellsbæjar.
BORGARSPÍTALINN
Lausar Stðdur
Hjúkrunarfræðingar
- sjúkraliðar
Borgarspítalinn er sjúkrahús í stöðugri þróun.
Starfsemin einkennist af víðtækri bráðaþjón-
ustu. Hér gefst tækifæri til að vinna við mjög
fjölbreytt hjúkrunarstörf.
Við vekjum sérstaka athygli á gjörgæsludeild.
Þar fer fram mjög fjölbreytt hjúkrun m.a.
vegna bráðaþjónustu spítalans.
Á lyflækninga- og skurðlækningadeildum fer
fram hjúkrun og meðferð sjúklinga með
bráða og langvinna sjúkdóma.
Lyflækningadeildirnar eru þrjár:
E-6 hjartadeild
A-7 blóð- og smitsjúkdómadeild
A-6 sem er einingaskipt í:
- Innkirtla- og meltingasjúkdóma
- Nýrnasjúkdóma
Skurðlækingadeildirnar eru þrjár:
Deildirnar eru eingingaskiptar:
A-3 - Slysadeild
- Heila- og taugaskurðlækningadeild
A-4 Háls-, nef- og eyrnadeild
- Almenn skurðlækningadeild
A-5 - Þvagfæraskurðlækningadeild
- Almenn skurðlækningadeild
Unnið er á þrískiptum vöktum. Semja má
um aðra vinnutilhögun. Boðið er upp á skipu-
lagðan aðlögunartíma. Möguleiki er á
dagvistun barna.
Hafir þú áhuga á að starfa með okkur að
spennandi verkefnum í hjúkrun, þá er upplýs-
inga að leita á skrifstofu hjúkrunarforstjóra
starfsmannaþjónustu alla virka daga í síma
696600/358.
Lagerstarf
Starfskraftur óskast strax til almennrar vöru-
móttöku.
Upplýsingar gefur innkaupastjóri í síma
696600.
Læknaritari
Læknaritari óskast á röntgendeild Borg-
arspítalans.
Upplýsingar gefur læknafulltrúi í síma
696434.
,\hag
luS"
MJÓLiKURSAMSALAN
Bltruhálsd 1, pósthótt63S, 121 Reykjavík.
Mjólkursamsalan óskar að ráða starfsmann
í innheimtudeild. Um framtíðarstarf er að
ræða. Starfið er að hluta unnið á skrifstofu
og hluta utan fyrirtækisins. Vélritunarkunn-
átta og bílpróf nauðsynlegt.
Skriflegar umsóknir þar sem fram komi ald-
ur, menntun og fyrri störf sendist til starfs-
mannahalds Mjólkursamsölunnar fyrir 5.
desember nk.
REYKJMJÍKURBORG
JtcucMsi Stöcfur
Vélamiðstöð
Reykjavíkurborgar
óskar eftir að ráða:
1. Skrifstofumann.
2. Vaktmann fyrir neyðarvakt.
Þurfa að hefja störf sem fyrst.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri borgar-
verkfræðings, Skúlatúni 2, sími 18000.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727
Ferðaskrifstofan
Samvinnuferðir-Landsýn hf. óskar eftir fólki
til starfa í innanlandsdeild sem sér um mót-
töku og skipulagningu á ferðum um ísland
fyrir erlenda og íslenska ferðamenn.
Starfssvið: Markaðs- og sölumál, framleiðsla
og verðútreikningar.
Góð tungumálakunnátta er skilyrði, sér-
þekking á sviði ferðamála er æskileg.
ítarlegum umsóknum er greina frá menntun
og fyrri störfum skal skilað inn til Morgun-
blaðsins fyrir 1. desember næstkomandi
merktum: „Samvinnuferðir-Landsýn hf.
Eingöngu verður tekið við skriflegum um-
sóknum. Farið verður með umsóknir sem
trúnaðarmál og öllum svarað.
Ritarastörf
1. Samstarfsfyrirtæki Sambandsins óskar
að ráða ritara sem fyrst.
Starfssvið hans er vélritun, símavarsla og
önnur skrifstofustörf. Má þar nefna: Frágang
skuldabréfa, eftirlit með þinglýsingu, aðstoð
við gjaldkera og bókhald. Góð vélritunar-
kunnátta svo og reynsla í ritvinnslu og
bókhaldsstörfum æskileg.
Samvinnuskóla- eða verslunarpróf æskileg.
2. Byggingavörudeild óskar eftir að ráða rit-
ara frá næstkomandi áramótum.
Starfssvið hans er vélritun og vinna við telex
auk annarra skrifstofustarfa.
Góð vélritunar- og enskukunnátta nauðsyn-
leg svo og kunnátta í ritvinnslu æskileg.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna-
stjóra er veitir nánari upplýsingar.
SAMBAND ISL.SAMVINNUFE1AGA
STARFSMANNAHALD
SAMBANDSHÚSINU
Sölumaður
Óskum eftir að ráða sölumann sem fyrst.
Um er að ræða starf við sölu á bifreiðavara-
hlutum í heildsölu.
Við leitum að frambærilegum einstaklingi
sem getur unnið sjálfstætt. Æskileg reynsla
í sölustörfum.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna-
stjóra sem veitir nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 30. þessa mánaðar.
SAMBANDISL. SAMVINNUFEIAGA
STARFSMANNAHALD
SAMBANDSHÚSINU
Fjárlaga- og hag-
sýslustofnun
óskar að ráða starfsmann til
REKSTRAR- OG STJÓRNUNARRÁÐGJAFAR.
Starfið felst í vinnu að umbótum í ríkis-
rekstri, einkum með ráðgjöf og aðstoð við
stjórnendur ríkisstofnana.
Starfið krefst háskólamenntunar og reynslu,
á sviði stjórnunar og reksturs. Æskilegt er
að umsækjendur hafi þekkingu á opinberum
rekstri. Umsækjendur þurfa að geta starfað
sjálfstætt, eiga gott með samskipti og sýna
frumkvæði í starfi.
Starfið býður upp á fjölþætta reynslu af ríkis-
rekstri og tækifæri til að kynnast nýjungum
í stjórnun og rekstri.
Umsóknarfrestur er til 15. des. nk. Nánari
upplýsingar ásamt starfslýsingu fást hjá
deildarstjóra hagsýsludeildar fjárlaga- og
hagsýslustofnunar, Arnarhvoli. Þangað skal
skila umsóknum ásamt helstu persónulegum
upplýsingum.
Fjárlaga- og hagsýslustofnun er ætlað að
vinna að alhliða hagræðingu í ríkiskerfinu.
Sérstök áhersla er lögð á að aðstoða stjórn-
endur og starfsmenn ríkisstofnana við að
gera reksturinn árangursríkan og hagkvæm-
an. í tengslum við stofnunina er starfrækt
Stjórnsýslufræðsla ríkisins sem stendur fyrir
fjölbreyttum námskeiðum um stjórnun og
rekstur ríkisstofnana.
REYKJHJÍKURBORG
jtauúav Stöcfcui
Sálfræðingur
- unglingadeild
Unglingadeild Félagsmálastofnunar Reykja-
víkurborgar auglýsir eftir sálfræðingi í fullt
starf. Skilyrði er að viðkomandi hafi að
minnsta kosti 2ja ára starfsreynslu sem sál-
fræðingur. Starfið felst m.a. í meðferð,
ráðgjöf við starfshópa og þátttöku í stefnu-
mótun og skipulagningu unglingastarfs.
Umsóknarfrestur er til 8. desember.
Upplýsingar veita Snjólaug Stefánsdóttir,
deildarstjóri unglingadeildar, í síma 622760
og Gunnar Sandholt, yfirmaður fjölskyldu-
deildar, í síma 25500.
Umsóknum skal skilað til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar á umsóknareyðublöðum
sem þar fást.