Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
B 39
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
SINDRA
STALHF
PÓSTHÓLF 881 BOHQARTÚNI 31 121 REYKJAVlK SlMAH 27222 - 21684
Ertu vanur
málmiðnaði?
í stálbirgðastöð okkar, Borgartúni 31, vantar
stálhressa afgreiðslumenn hið fyrsta.
Ef létt andrúmsloft, góð starfsskilyrði og
sanngjörn laun skipta þig máli, er þetta kjör-
ið tækifæri á góðu framtíðarstarfi.
Mikil vinna í boði fyrir þá sem vilja.
Fáðu þér kaffisopa með Sigurði Gunnars-
syni, starfsmannastjóra, og ræddu málin í
rólegheitum.
Farið verður með allar umsóknir og fyrir-
spurnir sem trúnaðarmál.
Sunnuhlíð
Kópavogsbrout 1 Sími 45550
Hjúkrunarfræðingar
- lausar stöður
★ Næturvaktir.
★ Kvöldvaktir.
★ Morgunvaktir.
Athugið 60% næturvakt - deildarstjóralaun.
Öldrunarhjúkrun einum launaflokk hærri.
Mjög gott barnaheimili er á staðnum.
í Sunnuhlíð er góð vinnuaðstaða og mjög góð-
ur starfsandi. Hringið/komið. Nánari upplýsing-
ar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 45550.
Rafeindavirki óskast
Óskum að ráða starfsmann í viðgerða- og
þjónustudeild. Æskilegt er að viðkomandi
hafi a.m.k. tveggja ára reynslu og menntun
á rafeindasviði.
Hæfniskröfur: Vald á ensku og dönsku, sjálf-
stæði í vinnubrögðum, reglusemi og góð
framkoma.
Eiginhandarumsóknir er tilgreini aldur,
menntun og fyrri störf berist fyrir fimmtu-
daginn 26. nóvember. Farið verður með
umsóknir í algjörum trúnaði og þeim öllum
svarað.
E. TH. MATHIESEN H.F.
BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRDI, SIMI 651000.
Skattstofa
Reykjanesumdæmis
í atvinnurekstrardeild Skattstofu Reykjanes-
umdæmis óskast til starfa:
1. Viðskiptafræðingur.
Starfið felst í skoðun ársreikninga með tilliti
til ákvæða bókhalds- og skattalaga, af-
greiðslu skatterinda, endurákvörðun gjalda,
samningu kæruúrskurða o.fl.
2. Skattendurskoðandi.
Starfið felst í skoðun ársreikninga með tilliti
til ákvæða bókhalds- og skattalaga, almennri
álagningarvinnu o.fl.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf
óskast sendar undirrituðum, sem jafnframt
veitir nánari upplýsingar, fyrir 4. desember nk.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi,
Suðurgötu 14, Hafnarfirði.
Sími51788.
Verslunarstjóri
Óskum eftir að ráða verslunarstjóra í þekkta
sérverslun við Laugaveginn.
í boði er sjálfstætt og lifandi starf, sýningar-
ferðir erlendis og ágæt laun fyrir réttan
aðila. Viðkomandi þarf að hafa haldgóða
reynslu af verslunarrekstri og sölustörfum
og geta unnið sjálfstætt.
Æskilegur byrjunartími sem fyrst.
Umsóknir er greina aldur, menntun og fyrri
störf leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir
26. nóv. nk. merktar: „Verslunarstjóri -4232“.
Afiðlunin
Afleysinga- og ráðningaþjónusta
Ármúla 19 -108 Reykjavík • 0 689877
Verslunarstörf
1) Tískufataversiun.
2) Barnafataverslun.
3) Bókabúð.
4) Hljómplötuverslun.
5) Gjafavöruverslun.
Eftirtalin störf eru bæði til lengri og skemmri
tíma.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif-
stofu okkar.
Sjáumst!
#
Hjúkrunarfræðingar
— sjúkraliðar
Athugið!!
Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól,
Kleppsvegi 64, Reykjavík, sem er sjálfseign-
arstofnun, tekur til starfa í desember. Óskað
er að ráða eftirtalið starfsfólk:
Deildarstjóra
Aðstoðardeildarstjóra.
Hjúkrunarfræðinga á allar vaktir.
Sjúkraliða á allar vaktir.
Aðstoðarfólk í aðhlynningu.
Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf eft-
ir samkomulagi.
Getum bætt við okkur hjúkrunarfræðingum
á allar vaktir í janúar. Athugið að hjúkrunar-
fólk sem annast hjúkrun aldraðra fær eins
launaflokks hækkun.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í Borgar-
túni 33, 3. hæð.
Nánari upplýsingar eru gefnar hjá hjúkrunar-
forstjóra í síma 39962 kl. 13.00-16.00 virka
daga.
Rafvirki óskast
í uppsetningar og reglubundið eftirlit með
tækjum.
Sölufólk
Sölumenn vantar í auglýsingasölu. Mjög góð-
ir tekjumöguleikar. Aðeins vanir og harð-
duglegir sölumenn koma til greina.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
VETTVANGUR
STA RFSMIÐLUN
raðauglýsingar — raðauglýsingar —
■ >*'.■ -' - '________________
raðauglýsingar
Óskasttil leigu
60-80 fm verslunarhúsnæði við Laugaveg
óskast til leigu sem fyrst.
Tilboð merkt: „C - 3514“ sendist auglýsinga-
deild Mbl. fyrir 25. nóvember.
Fyrirframgreiðsla
35 ára tæknifræðingur óskar eftir 2ja-3ja
herb. íbúð á leigu.
Góðri umgengni og öruggum greiðslum heitið.
Tilboð óskast lögð inn á augiýsingadeild
Mbl. merkt: „F - 4818“ sem fyrst.
Iðnaðarhúsnæði óskast
til kaups eða leigu. Æskileg stærð 200-400 fm.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„I - 4401“.
Laugavegur
Vantar eitt til þrjú verslunarpláss við Laugaveg
eða miðsvæðis. Æskileg stærð 75-300 fm.
Tilboð merkt: „Traust - 4904“ sendist aug- « ^
lýsingadeild Mbl. fyrir 25. nóvember.
Ártúnshöfði - Skeifan
Húsnæði hentugt fyrir rakarastofu óskast á
þessum slóðum. Húsnæðið þarf að vera
50-100 fm og vera laust fljótlega.
Vinsamlegast hringið í síma 641486.
Múlahverfi, Holt, Skeifan
Leitum að 300-330 fm iðnaðarhúsnæði í
Múlahverfi, Holtum eða í Skeifunni. Aðstaða
til innaksturs er skilyrði.
Upplýsingar í Laufási, fasteignasölu, sími
82744.
Húsnæði f Austurborginni
Óskum eftir að taka á leigu 450-500 fm
húsnæði í Austurborginni.
Upplýsingar í síma 687801.
Iðnaðarhúsnæði óskast i *
Okkur vantar 300-400 fm iðnaðarhúsnæði á
leigu til lengri tíma. Við viljum skoða alla
möguleika á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Upplýsingar veittar í síma 612131 eða
33818.