Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 46

Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 46
r* a 46 B ?ð(?r 5Tiwm;tvA]/ ?<? ntininiTMMTtP nrai tfrt/trnamí MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 félk f fréttum Rauðu djöflarnir á fleygiferð í háloftunum. Rauðu djöflamir Fjölhæfir fallhlífastökkvarar Hvað ferðast með 300 kílómetra hraða á klukkustund og spyr og svarar smásmugulegum spum- ingum? Svarið liggur í augum uppi, fall- hlífastökksveitin Rauðu djöflamir að spila „Trivial Pursuit“. Sveit þessi er samsafn hermanna í breska flughemum sem hafa sýnt eindæma hæfni í fallhlífastökki og sýna þeir listir sínar um alla Evrópu. Þeim barst áskorun frá framleiðendum spumingaleiksins „Trivial Pursuit" um að sýna hver væri ótrúlegasti staðurinn sem mögulegt væri að spila það á. Þar sem þeir höfðu oft spilað á meðan þeir biðu eftir að veður lægði, þótti þeim ekki tiltöku- mál að taka svo sem eitt spil á leiðinni niður. Fimm saman köstuðu þeir sér niður úr 4000 metra hæð og höfðjj 60 sekúndur til að klára spilið. Á þessum tíma tókst þeim að ná sér í eina köku, en spaugar- inn í hópnum var búinn að tilkynna þeim að enginn fengi að opna fall- hlífina fyrr en hann hefði fengið köku. Þeir voru sammála um að sú spuming sem best hæfði af þeim sem upp hefðu komið á leiðinni nið- ur hefði án efa verið þessi: Hver er hraðskreiðasta íþróttagreinin sem menn keppa í án þess að nota vélarafl? Svarið var að sjálfsögðu, fallhlífastökk. Sigrún á saumastofu Þjóðleikhússins. Á milli þagna Búningarnir ekki tengdir neinu ákveðnu tímabili Islenski dansflokkurinn frumsýnir í dag, sunnudag, danssýninguna Flaksandi falda. Verða sýnd dans- verkin Á milli þagna, dansar eftir Hlíf Svavarsdóttur og Meyjamas með dönsum eftir hollendinginn Angelu Lindsen. Búninga í Á milli þagna hannar ungur hönnuður, Sigrún Úlfarsdóttir. Hun er lærður tískuteiknari og búningahönnuður, lagði stund á rússnesku og búninga- hönnun í Moskvu 1981 til 1983, en fór síðan til Parísar og lauk námi í búningahönnun, tískuteiknun og saumaskap og sníðagerð ■ frá EF EG VÆRIAF DÝRAKYNI IBandaríkjunum er komin út bók sem ber heitið „Ef ég væri dýr“ og Qallar hún á gamansaman hátt um endurfæðingu manna sem dýra. Spjallar höfundurinn, Fleur Cowles, sem er okkur íslendingum lítt kunn, við nokkrar stórstjömur og spyr þær „Ef þú gætir endurfæðst sem dýr, hvaða dýr væri það og af hveiju?" Fara hér á eftir svör þeirra stór- stjama sem okkur þótti kræsilegust. Kirk Douglas er ekki í vafa um að hann vilji helst verða hundur, því honum fínnst vináttan mikilvægust allra tilfínninga. „Enginn er færari um að sýna blíðuhót en hundurinn," segir hann. „Hann bíður alla ævi eft- ir vinahótum og eftir því að heyra rödd þína. Þú sérð það á því hvemig hann vaggar skottinu. Hann bíður alla ævi eftir því að heyra fótatak þitt og stundum getur hann meira að segja þekkt hljóðið í bllnum þínum. Og það eina sem hann biður um í staðinn er vatn og matarbiti. Það gerir hann glaðan að ganga við hlið þér og hans æðsta sæla er þegar þú leyfir honum að leika sér. Hann vill ólmur gera allt sem þú biður hann um og þegar hann er ekki lengur fær um þessa gleðigjafa, er hann sáttur við að deyja, vitandi það að þú hugsað- ir um hann og hann endurgalt umhyggju þína með vináttu og ást.“ Elizabeth Taylor er mun gagnorð- ari. Hún telur að sér myndi hæfa best að verða hlébarðaynja. „Ég dáist að fegurð þeirra og sjálfstæðum per- sónuleika og um leið því hve þeir eru háðir hópnum. Einnig dáist ég að frelsi huga þeirra og viðbragðsflýti líkama og sálar.“ Elízabeth f hlébarðalíki og Kirk hundslíki. „Hvílíkur söngur Luciano, hvílíkur söngur," stundi Herbert. Pavarotti og Karajan Sígildur ástríðuhiti essa bráðskemmtilegu mynd af binum sígildu félögum Luc- iano Pavarotti og Herbert von Karajan rákumst við nýlega á. Hún er tekin á æfingu fyrir velgerðar- tónleika til handa eyðnisjúkum og sýnir Karajan, sem er af mörgum talinn hinn mesti durgur, hrósa Pavarotti fyrir vel sungna aríu, vit- andi að það margborgar sig að hafa blessaða „hetjutenórana" góða. Það vantar ekki ástríðumar í Karajan og klassíkina. -|

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.