Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 B 47 Esmond skólanum nú í vor. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún starfar hérlendis, árið 1985 sneið hún búningana í jólaleikrit Þjóðleikhússins „Villihunang". Við byrjuðum á að spyija hana hvemig henni þætti að hanna bún- inga í dansýningu? „Mér fínnst óskaplega gaman að hanna í þetta verk, dansamir eru mjög fallegir auk þess sem þetta gefur mér mun frjálsari hendur en ef ég hanna fyrir leikhús. Ég var mjög heppin að fá að vinna með Hlíf, við emm á líkri bylgjulengd. Þá hafa konumar á saumastofunni ekki síður unnið frábærlega vel. Ég er mjög hrifín af því hvemig þær vinna, það er leitun að öðru eins.“ Út frá hvaða hugmynd vannstu búningana? „Nú síðsumars hittumst við Hlíf Svavarsdóttir, nýráðinn listdans- stjóri Þjóðleikhússins og ræddum um hvemig búningamir ættu að vera og síðan fór ég til Parísar að vinna úr þeim hugmyndum. Bún- ingamir eru ekki tengdir ákveðnu tímabili, svo ég skoðaði allt sem hafði komið fram á hátískusýning- unum í París í haust og vann út frá því. Sérstaklega því sem ég hef séð skemmtilegt frá Christian Lacroix en hann er í miklu uppá- haldi hjá mér. Á sýningum hausts- ins í París eru margir hönnuðir undir spænskum áhrifum, svo það lá beint við að nota þau. Það sem er svo spænskt í búningunum og ég er mjög hrifin af, em skúfamir. Þeir em gylltir til að lífga upp á litina í búningunum sem em fremur þungir. Þeir em allir í jarðlitum, auk eins skærs litar og gylltu skúf- anna. Búningamir em mjög flegnir, ermar og bök og sömuleiðis neðsti hluti pilsanna em úr gagnsæu chiff- oni. Ég plíseraði mikið af efnunum sem notuð em í pilsin, svo þau hreyfðust meira með dönsumnum. Skúfamir gefa efninu sem þeir em festir í rétta þyngd sem er afar nauðsynleg í dansi." Hvort heillar þig meira, búninga- hönnunin eða tískuteiknunin? „Ég get ekki gert upp á milli búningahönnunar og tískuteiknun- ar, vil án hvomgs vera. Mér fínnst þetta fara mjög vel saman. Það hjálpar mér við að hanna búninga að hafa lært tískuteiknun og öfugt, þegar ég teikna tískufatnað kemur mér það til góða að þekkja búninga- sögu. Við hönnun á einhverri ákveðinni línu eða búningum er þetta í raun spumingin um að fá einhveija hug- mynd, en gera ekki alla búningana eins. Og um leið verður að gæta þess að fara ekki of langt frá upp- haflegu hugmyndinni." COSPBR — Nú verður þér skemmt. Ég vann konuna hans Baldurs í póker. Jólakort Styrktarfélags vaugefínna SALA er hafin á jólakortum Styrktarfélags vangefinna. Kort- in eru með myndum af verkum listakonunnar Sólveigar Eggerz Pétursdóttur og Úlfs Ragnars- sonar læknis á Akureyri. Listamennimir, Sólveig og Úlfur, hafa gefíð félaginu fmmmyndirnar, fjórar talsins, og verður dregið um þær 20. janúar 1988 í happdrætti félagsins. Átta kort verða í hveijum pakka og fylgir spjald sem gildir sem happdrættismiði. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins, Háteigsvegi 6, í verslun- inni Kúnst, Laugavegi 40, Álafoss- búðinni, Vesturgötu 2 og á stofnunum félagsins. Listamennimir, Sólveig Eggerz Pétursdóttir og Úlfur Ragnarsson, afhenda frummyndirnar formanni Styrktarfélags vangefinna, Magn- úsi Kristinssvni. — .saelastahVlórrv \utu árangn a i Greifarnir ir náð jaín i GreWarnir. Hérsýna áreiðanl xa'iömánuði og -aWrstastórvirki oakoma aiiar sinar mörgum a Utgáfudagur hljómplötu og kassettu er 24. nóvember, en geisladisks 7. ^ desember. Qy Póstkröfuþjnusta sími 116200 SKAL Sfmsvari 28316 ☆ STEINAR HF ☆ Austurstræti-Glæsibæ-Rauðarárstíg-Strandgötu hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.