Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 52
52 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
, Bg \Jordb rcikna \poÁ út,<xb i/ié gðcfcum.
kc-ypt 78oo pappadiska. fyrir werð
upppvottave-lar."
Ást er...
... að sigla draumafleyinu.
TM Rag. U.S. Pat Off.—all rlghts reserved
C1986 Los Angeles Tlmes Syndlcate
Geturðu lánað mér svo
sem eitt egg?
Með
morgnnkaffínu
Láttu mig- bara fá 100 kall
þangað til þú ert kominn
aftur í gott skap.
HÖGNI HREKKVlSI
T
Bólu-Hjálmar og ,Hvað heldurðu?“
Til Velvakanda
„Kvæðaunnandi" skrifar í Vel-
vakanda á fðstudaginn og segir
"stjórnanda spumingaþáttarins
„Hvað heldurðu?" hafa rangfeðrað
hendingu eftir sr. Jón Þorláksson á
Bægisá. Þetta er ekki rétt. Spum-
ing stjómandans og svar Skagfirð-
inga vom orðrétt svona:
Ómar Ragnarsson: „Önnur
vísbending. Snilld hans stendur enn
í björtum ljóma og oft hafa menn
hugleitt hverju hann hefði fengið
áorkað ef fátæktin hefði ekki verið
hans fylgikona.“
Skagfirðingur: „Já, það gæti
verið Bólu-Hjálmar.“
Ómar: „Það er alveg hárrétt!"
Eftir þessi orðaskipti sneri stjóm-
andi sér að næstu spumingu. Það
var aldrei spurt um höfund hend-
inga í þessu sambandi. Orðalagið
um fátæktina er þama notað á al-
mennan og algengan hátt til þess
að draga fram atriði sem svo marg-
ir hafa velt fyrir sér eftir daga hins
blásnauða afburðamanns - hvílík
stórvirki hann hefði unnið umfram
þau sem eftir hann liggja, ef honum
hefði auðnast að njóta rýmri
lífskjara og fengið þau tækifæri
sem margir samtíðarmenn hans
fengu.
Mér finnst ekki ólíklegt að hinn
ágæti „Kvæðaunnandi" hafi
ofurlítið ruglast í ríminu vegna þess
að í seinni hálfleik þessa sama þátt-
ar var spurt.
Ómar: „Á nafni hvaða merkis-
sveitar endar þessi staka:
Er hér sálin inni svelt,
andinn þessu veldur tíðar,
hættir era að geta gelt,
gamlir seppar............
Húnvetningar svöruðu réttilega:
Blönduhlíðar.
Stjómandi hnýtti síðan við þeirri
athugasemd að stakan væri eftir
sjálfan Bólu-Hjálmar, enda er hún
birt í ljóðmælum hans og eignuð
honum einum. Ef „Kvæðaunnandi“
vill heyra fyrmefnd orðaskipti með
eigin eyram, þá er mér sönn ánægja
að leika þau fyrir hann af mynd-
snældu, hvenær sem honum hentar.
Það er vel skiljanlegt að
„Kvæðaunnanda" hafi skjátlast um
þetta atriði, enda er þátturinn hrað-
ur og margt látið flúka í hita
leiksins, en sannleikurinn er sá að
fleiram getur slqátlast. Stundum
bregðast þær heimildir sem traustar
teljast og furðulega oft er það, að
mikilsvirtum heimildaritum ber ekki
saman.
Til Velvakanda.
í tilefni af mikilli elju frétta-
stofu Ríkisútvarpsins og Þjóðvilj-
ans um meint tengsl látinna
stjórnmálamanna við ameríska
aðila vil ég varpa fram tveimur
spumingum:
1. Hvemig væri, að áðuraefnd
fréttastofa tæki að sér, ásamt
Þjóðviljanum, að afla skýrslna
um viðræður hérlendra
komma við Jósef Stalín og
„samlede venner“?
Ofdrykkjan
teymir alla lesti
Velvakandi góður.
Ég var að glugga í gömlum skjöl-
um nú nýverið og þar rakst ég á
eftirfarandi vísur sem ég veit ekki
hveijir höfundar era að. Tel að þær
eigi erindi við ýmsa svona til um-
hugsunar og athugunar. Kannski
eiga þær vel við daginn í dag. Þær
era svona:
Eitt slíkt heimildaslys henti okk-
ur um daginn, en sem betur fer var
það næsta smávægilegt og hafði
ekki áhrif á gang mála. En einmitt
slík dæmi kenna okkur öllum þá
lexíu, að aldrei verður nokkurt mál
kannað til fullnustu og því er ekki
nema vonlegt að ýmsir verði til að
„deila á dómarana".
Baldur Hermannsson
2. Hvemig væri, að fá fyrr-
nefnda aðila til þess að afla
skýrslna um viðræður Stefáns
Jónssonar, fyrrverandi þing-
manns Alþýðubandalagsins,
við Ame Treholt, sem ekki
alls fyrir löngu var vistaður
til alUangrar dvalar á vísum
stað í Noregi?
Sigurður Jónsson
Ofdrykkjan:
Ofdrykkjan teymir alla lesti
eitrar mannlífsins veganesti
ofdrykkjan samúð enga fær.
Ofdrykkjan vekur alla spilling
ofdryklq'an veldur flestum hrylling
djöfúllinn einn að henni hlær.
Um áfengið:
Allrahanda auðnuslys
öruggt standa á fótum
starfi andi áfengis
eftir flandans nótum.
Veit nokkur um höfunda?
Árai Helgason
Tvær spurningar
Yíkveiji skrifar
Kunnur breskur sjónvarpsmað-
ur, sem starfaði um nokkurra
ára skeið í Bandaríkjunum, segir
að reynsla sín þar hafi sannfært
sig um að fjölgun sjónvarpsstöðva
og þar með aukin samkeppni sé
síst til þess að bæta dagskrá þeirra.
Raunar fullyrðir hann að henni
hraki þvert á móti.
Meginástæðan er að hann segir
tilhneiging til eftiröpunar: þegar
einn stöðin rambar á að framleiða
„súpervinsæla" þáttaröð á borð við
Dallas, þá era hinar umsvifalaust
teknar til við að sjóða saman nán-
ast nákvæmlega samskonar þætti
í þeirri von um að þeir verði ekki
lakari gullnámur. Hin margprísaða
samkeppni ýtir með öðram orðum
undir lágkúrana og færibanda-
vinnubrögðin, því að það eru einmitt
þessar sápuóperar sem „trekkja"
best og era þar af leiðandi fysileg-
asti auglýsingavettvangurinn fyrir
peningamennina sem skipta sköp-
um fyrir „ftjálsu" stöðvamar
bandarísku.
XXX
Sá breski tíundar nokkur sjón-
varpsafrek Bandaríkjamanna
hér fyrr á áram, sem hann vill
meina að hafi verið gullöld sjón-
varpsins þeirra með fjölda ógleym-
anlegra þátta af ýmsu tagi að
ónefndum frábæram leikhúsverk-
um eftir ágætustu höfunda sem
þeir víluðu ekki fyrir sér að sýna á
skjánum.
Nú heyrir þetta sögunni til: Menn
eins og Arthur Miller og Tennesy
Williams fengu ekki nógu mörg stig
á vinsældakvarðanum. Og þó að
stöðvunum hafi fjölgað ein ósköp,
er úrvalið síst meira ef grannt er
skoðað. Sami grautur úr sömu skál
og einungis umbúðimar sem segja
mönnum hvort þeir era að horfa á
Dallas eða Dynasty.
Þessu er svona hreyft hér til
umhugsunar. Menn geta síðan
spurt sig til dæmis hver sé í raun-
inni munurinn á Ríkissjónvarpinu
og Stöð 2.
XXX
Ennfremur er ekki úr vegi að
spyija hvert sé hlutverk út-
varpsréttamefndar sem svo er
kölluð. Er það einungis að úthluta
þessum rekstrarleyfum og fá sér
svo annan blund?
Víkveiji hélt í einfeldni sinni að
þetta væri ef til vill svipað og í
Bretlandi, þar sem samskonar
nefnd lítur ekki einasta eftir því að
stöðvamar reyni að minnsta kosti
annað slagið að sýna eitthvað bita-
stætt heldur vakir að áuki yfir því
að þær fari eftir þeim reglum sem
þeim era settar. Fyrir endurtekin
brot era þær einfaldlega sviptar
kjóli og kalli.
Nú var því til dæmis haldið fram
í blaði um daginn að Getraunir
borguðu Stöð 2 beinharða peninga
fyrir sýningu tiltekins laugardags-
þáttar þar sem farið er yfír úrslitin
í ensku knattspymunni. Dulbúin
auglýsing? Er það misskilningur hjá
Víkveija að bannað sé að taka gjald
fyrir umfjöllun af þessu tagi? Og
svo virðast líka vera brögð að því
að útsendingar séu rofnar með aug-
lýsingum á ameríska vfsu og loks
era á kreiki raddir um aragrúa ólög-
legra skerma til móttöku á erlendu
sjónvarpsefni.
En kannski reglumar séu svo
óljósar að enginn treysti sér til að
vinna eftir þeim. Eða að enginn
hirði bara um þótt þær séu brotnar
eins og líka vill brenna við hjá okk-
ur íslendingum.
XXX
Einn spekingurinn á einu dag-
blaðanna okkar, sem var að
§alla um stjómarherbúðimar í vik-
unni leið, upplýsti okkur um að þar
blési „ekki allt of billega".
Kannski er óhætt að segja af
þessu tilefni að það blási ekki held-
ur allt of byrlega fyrir móðurmálinu
okkar.