Morgunblaðið - 22.11.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
B 53
Vilja Islendingar ekki
erlenda ferðamenn?
Mannrétt-
indabrot
að banna
bjórinn
Heiðraði Velvakandi.
Mikil umræða hefur farið fram
um bjórinn á undanfomum árum,
og það hvort beri að leyfa sölu
hans hér á landi. Oft hefur verið
reynt að veita þessu máli brautar-
gengi á hinu háa Alþingi, en ávallt
hefur það sofnað værum blundi í
meðförum þingsins, þar sem fleiri
eru á móti því að vilja leyfa íslend-
ingum að drekka bjór, eða með
öðmm orðum að njóta sjálfsagðra
mannréttinda, og má því segja að
það sé mannréttindabrot að banna
bjór á íslandi.
Nú nokkuð nýlega fór fram skoð-
anakönnun hér á landi og var farið
fram á það við fólk að það léti í
ljós skoðun sína á því hvort leyfa
ætti bjórinn á íslandi eður ei. Niður-
staðan kom engum á óvart. Meiri-
hlutinn vill fá bjórinn inn í landið.
Samt halda bölsýnustu andstæðing-
amir áfram að þylja bölbænir sínar
yfír íslensku þjóðinni, og segja frá
því með mikilli innlifun, hvemig
hefur farið í ýmsum löndum þegar
fólki var leyft að fara að drekka
bjór. En meinið er bara það að það
getur ekki nokkur maður séð hvað
gerist ef bjórinn verður leyfður,
þ.e. hvort hann verður til bölvunar
eða blessunar fyrir þjóðina og þess
vegna held ég að engin haldbær rök
séu fyrir því að banna innflutning
á bjór. Mér fínnst engin sanngimi
í því að aðeins þeir sem eiga þess
kost að ferðast til útlanda fái að
versla bjór í fríhöfninni, en þeir sem
ekki hafa efni á að ferðast geti
ekki með nokkm móti orðið sér úti
um þennan vaming.
Ég hef trú á því að bjórmálið
sofni ekki í þetta skipti í þinginu,
þar sem mikill áhugi er á því með-
al hinna nýju þingmanna að beijast
fyrir því að leyfa kjósendum sínum
að neyta þessa góða drykkjar, og
vil ég lýsa yfír stuðningi mínum við
þetta málefni með von um það að
innan tíðar getum við íslendingar
farið í ríkið og keypt okkur bjór
þegar við viljum.
Björn Baldursson
Kæru ritstjórar
Síðast þegar ég fékk birt bréf í
íslensku dagblaði stóð yfir
þorskastríð. Ég vann þá við físk-
verkun á Flateyri. Þá skrifaði ég
til margra enskra dagblaða til
stuðnings málstað fslendinga og
vom þýðingar á bréfum mínum birt-
ar í íslenskum dagblöðum. Ég á
núna og stjóma ferðaskrifstofu í
Bretlandi. Yfír 90 prósent af við-
skiptum okkar felst í að senda
breska ferðamenn til íslands. Á
þessu ári höfum við greitt rúmlega
hálfa milljón punda til ferðamanna-
iðnaðar ykkar.
Ég skrifa þetta bréf vegna þess
að mér er umhugað um ferðamál á
íslandi en vegna aðgerða íslensku
ríkisstjómarinnar mun ég neyðast
til að hækka verð á ferðum til ís-
lands um 15 prósent að meðaltali.
Þetta er þrisvar sinnum hærra en
nemur verðbólgu í Bretlandi undan-
farið ár. Ég veit að lesendur ykkar
munu telja þessar tölur lágar í sam-
anburði við verðbólguna á íslandi.
En í samkeppni við aðra staði, þar
sem engfin verðbreyting hefur orðið,
verður æ erfíðara að selja sumar-
leyfísferðir til íslands. Breskur
ferðamaður getur til dæmis fengið
þriggja vikna dvöl á lúxushóteli í
Austurlöndum ij'ær fyrir sama verð
og það kostar að fara tveggja vikna
rútuhringferð um ísland með dvöl
á Edduhótelum.
Það hefur aldrei verið jafn mikill
áhugi meðal breskra ferðamanna
að heimsækja þetta fallega land en
við sem höfum starfað að kynningu
á íslandi í Bretlandi höfum unnið
að þessu markmiði í mörg ár.
Spumingin er hvort þeir vilji greiða
þessi háu verð fyrir Islandsferðir.
Ef ríkisstjóm ykkar er nokkur
alvara með að gera ferðamanna-
þjónustu að atvinnuveg fyrir þjóð-
ina þá ætti hún vissulega að gera
eitthvað til hjálpar. Ferðamálaráð
er þörf stofnun en þar sem hún er
í fjárhagslegu svelti hefur hún litla
möguleika til að hjálpa. Vandamálið
er stærra en svo. Hótel, ferðaskrif-
stofur og bílaleigufyrirtæki þyrftu
á fyrirgreiðslu að halda til að geta
lækkað verð og þannig orðið sam-
keppnisfær við það sem gerist á
öðrum ferðamannastöðum. Við nú-
verandi aðstæður eru þessi fyrir-
tæki með hendur bundnar á bak
aftur.
Ef ekki verður gripið til ein-
hverra ráðstafana tel ég að fyrir-
tæki eins og mitt, sem hefur
sérhæft sig í að auglýsa ferðir til
íslands, muni þurfa að leita inn á
önnur svið til að halda rekstinum
gangandi.
Clive Stacey
framkvæmdastjóri ferðaskrif-
stofunnar
Arctic Experience
Stöðvum glymskratta ófögnuðinn
Til Velvakanda.
Máltækið segir „Svo má brýna
deigt jám að biti.“ Loks hafa vel
hugsandi menn látið til stn heyra í
Qölmiðlum til viðvörunar og for-
dæmingar á yfirþyrmandi glym-
skratta hávaða og þeirri líkams og
sálarmengun og vanlíðan þúsund-
anna, sem fyrir þessum ófögnuði
verður. Þeir sem fyrir hávaðanum
standa, em réttnefndir meingjörða-
menn, hvort sem er að ræða ein-
staklinga, verslanir eða önnur
fyrirtæki.
Menn geta ekki gengið um torg
eða stræti, farið inn í ýmsar versl-
anir né sinnt erindum sínum, án
þess að uppvakningurinn sé á hæl-
um þeirra.
Talað er um frelsi. En frelsi
hverra? í spumingunni liggur vand-
inn. Frelsi er gott, ef það er ekki
notað til angurs og meinsemdar
öðmm. Ef þess er ekki gætt snýst
það upp í andhverfu sina og verður
meinvarp í þjóðarlíkamanum.
Glymskratta ófógnuðurinn hófst
fynr tilstilli og með velþóknun ráða-
manna Rfkisútvarpsins á sinum
tíma með stofnun rásar 2. Þeim
verður víst að virða til vorkunnar,
að þeir hafí ekki séð fyrir hversu
illvígan draug þeir uppvöktu og lát-
ið undir höfuð leggjast að beina
starfseminni inn á heillavænlegri
brautir. Það er eðli allra farand-
pesta að magnast og útbreiðast uns
hámarki er náð og lækning finnst,
eða líkaminn myndar sjálfur sín
mótefni. Plágan hefur gengið til
annara útvarpsstöðva sem nú rísa
upp eins og gorkúlur á haug. En
nú finnst almenningi að nóg sé að
gert og það vonar að nú iinni látun-
um og þjóðarlíkaminn sé nú loks
að mynda sitt mótefni. Menn vona
nú að þeir sem plágan hefur tröllrið-
ið með gargi, ópum og óhljóðum,
beijandi húðir með afkáralegri nið-
urfallssýki í limaburði og lufsu-
mennsku i klæðaburði, nái aftur
viti sínu og hverfí til mannheima.
Sá sem þetta ritar ferðast dag-
lega milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur með Landleiðum.
Glymskrattinn er þar í öndvegi.
Sýnið tillitsemi og hættið þessum
Qanda! Hvað á þetta að þýða? Má
enginn neinsstaðar vera í friði eina
stund? Ef þið haldið að þetta músik-
garg hafi róandi og siðbætandi
áhrif á ungdóminn, þá lítið á sund-
urrifin og flakandi sætin og
sætabökin útkrotuð. Mann hryllir
við þegar nýir og fallegir vagnar
koma í umferðina hvað gerast muni
innan skamms tíma. Verkin tala!
Gargið og h&vaðinn tryllir og gerir
skemmdarvörgunum léttara að fela
r ig í h&vaðamenguninni. Og að lok-
'im. Það stingur marga illa þegar
óílstjórar eru í eilífu masi við stráka
eða 3telpur svo að segja upp í fang-
inu ferðina á enda. Að vísu eru
fáir hjá Landleiðum sekir um þetta,
en það á enginn að vera.
Hafnfirðingur
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrífa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 13 og 14, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
þvt ekki við að skrifa. Meðal efhis,
sem vel er þegið, eru ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspumir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng veiða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski naftileyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina þvf til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér f
dálkunum.
Takið eftir— Fyrirferðarlítil, en afkastamikil upp-
þvottavéi. Tekur inn á sig heitt eða kalt vatn.
Lýkur uppþvotti á 15 mínútum. Hljóðlát.
Verð aðeins kr. 16.750,- með söluskatti.
Kjölursf.,
Hverfisgötu 37,
Reykjavik.
Símar: 21490,21846.
Kjölur sf.,
Víkurbraut 13,
Keflavík.
Sími: 2121
-4L.
STORIÐJA
Hvert stefnir?
Ráðstefna Verkfræðingafélags
íslands 26. nóvember 1987
Kristalssal Hótels Loftleiða
DAGSKRÁ:
13.00 Setning ráðstefnunnar.
Viðar Olafsson, formaður VFÍ.
FRAMSÖGUERINDI
13.00 Hvaða skilyrði ber að setja stóriðju á íslandi?
Stefna ríkisstjórnarinnar.
Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra.
13.30 Stóriðja á íslandi: Hugmyndir - veruleiki.
Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabanka fs-
lands.
13.50 Orkuverð til stóriöju - samkeppnisstaða
islands.
Jóhann Már Mariusson, aðstoðarforstjóri Lands-
virkjunar.
'14.10 Orkuiönaður - fortíð og framtíð.
Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður.
14.30 Kaffi.
14.45 Umgerð stóriöju á íslandi.
GeirA. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Mar-
els hf.
15.05 Félagsleg og umhverfisleg sjónarmið í
ákvarðanatöku um stóriðju.
Kristín Einarsdóttir, alþingismaður.
15.25 Stóriöja og heimsbúskapur.
BirgirÁrnason, forstöðumaður á Þjóðhagsstofn-
un.
15.45 Kaffi.
16.15 Pallborðsumræður.
ÞÁTTTAKENDUR í PALLBORÐSUMRÆÐUM
Friðrik Sophusson, Jóhannes Nordal, Hjörleifur Gutt-
ormsson, GeirA. Gunnlaugsson, Kristin Einarsdóttir
ogJakob Björnsson.
STJÓRNANDI PALLBORÐSUMRÆÐNA
Jón Steinar Guðmundsson, skólastjóri Jarðhitaskólans.
18.25 Slit ráðstefnunnar.
RÁÐSTEFNUSTJÓRI
Viðar Ólafsson, formaður VFÍ.
Ráðstefnan eröllum opin.
Afhending ráðstefnugagna frá kl. 12.30.
Skráning fer fram í síma 688505.
Þátttökugjald er kr. 2.800.
r-