Morgunblaðið - 05.01.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANUAR 1988
5
Fengu heiðursmerki
fálkaor ðunnar
Lést í um-
ferðarslysi
KONAN sem lést í umferðar-
slysi á Holtavörðuheiði þann
30. desember hét Erna Guðlaug
Ólafsdóttir til heimilis að Lang-
holtsvegi 100 í Reykjavík.
Ema heitin var hjúkrunarfræð-
ingur, 33 ára gömul og lætur eftir
sig eiginmann og tvö böm.
Erna Guðlaug Ólafsdóttir
Laun ríkisstarfsmanna hækk-
uðu um 3 prósent 1. jan.
LAUN ríkisstarfsmanna hækkuðu
um 3% frá og með 1. janúar, nema
laun kennara, sem fengu samsvar-
andi hækkun 1. desember síðast-
liðinn og einstakra hópa innan
ýmissa félaga ríkisstarfsmanna,
sem fengu þessa hækkun fyrr á
árínu.
Laun ríkisstarfsmanna hækka um
2% til viðbótar 1. febrúar næstkom-
andi og um 1,5% um mitt ár, en
ríkisstarfsmenn eru flestir með gild-
andi kjarasamninga til loka þessa
árs.
FORSETI íslands sæmdi á nýárs-
dag eftirtalda íslendinga heið-
ursmerki hinnar íslensku
fálkaorðu:
Aðalstein Jónsson, útgerðar-
mann, Eskifirði, riddarakrossi fyrir
störf að atvinnumálum.
Frímann Sigurðsson, yfirfanga-
vörð, Stokkseyri, riddarakrossi fyrir
störf að félags- og fangelsismálum.
Gísla Ólafsson, bakarameistara,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf
að málefnum iðnaðarins.
Gissur Pálsson, rafvirkjameist-
ara, Reykjavík, riddarakrossi fyrir
störf að bindindismálum.
Gissur Símonarson, formann Iðn-
aðarmannafélagsins í Reykjavík,
riddarakrossi fyrir störf í þágu iðn-
aðarmanna.
Grétar Símonarson, fv. mjólkur-
bústjóra, Selfossi, riddarakrossi
fyrir störf að atvinnumálum bænda.
Frú Guðlaugu Eddu Guðmunds-
dóttur, utanríkisráðherrafrú,
Garðabæ, riddarakrossi fyrir störf
í opinbera þágu.
Gunnar J. Möller, hæstaréttar-
lögmann, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir störf að félags- og sjúkra-
tryggingamálum,
Frú Ingibjörgu R. Magnúsdóttur,
deildarstjóra, Reykjavík, riddara-
krossi fyrir störf að heilbrigðis-,
félags- og sveitastjórnarmálum.
Jón Tryggvason, fv. oddvita,
Artúnum, Bólstaðarhlíðarhreppi,
Húnavatnssýslu, riddarakrossi fyrir
störf að félagsmálum bænda.
Kristján Júlíusson, fv. bátasmið,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf
að líknarmálum.
Frú Louisu Matthíasdóttur, list-
málara, New York, riddarakrossi
fynr málaralist.
Ólaf Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóra, Grimsby, riddara-
krossi fyrir störf að markaðsmálum
sjávarútvegsins.
Óla Vestmann Einarsson, fv.
yfirkennara, Reykjavík, riddara-
krossi fyrir starfsmenntun í
bókagerð.
Frú Sigríði Sumarliðadóttur,
uppeldisráðgjafa, Reykjavík, ridd-
arakrossi fyrir störf að líknar- og
félagsmálum.
Séra Sigurð Guðmundsson,
vígslubiskup, Hólum, stórriddara-
krossi fyrir störf að kirkjumálum.
Sigurð Kristinsson, málarameist-
ara, Hafnarfírði, riddarakrossi fyrir
störf að félagsmálum iðnaðar-
manna.
Þórarin Guðnason, lækni,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf
að heilbrigðismálum.
(Fréttatilkynning frá orðuritara.)