Morgunblaðið - 05.01.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 05.01.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 9 r Vi Herbergi óskast til leigu Vestur-íslending vantar húsnæði í sex mánuði. Er reglusamur eldri maður, sem reykir ekki. Upplýsingar í síma 41979. Húfur, treflar, hattar, vettlingar og ennisbönd Reusch lúffur Swans skíðagleraugu og hanskar og hanskar Hverfisgötu 105, s. 23444 Heba heldur vió heilsunni Konurl Haldið á línurnar og heilsuna á nýja árinu Námskeið hefjast 6. jan. Aerobic leikfimi við allra hæfi, ró- legir, almennir og hraðir tímar. Sér tímar fyrir þær sem þurfa að létta sig um 15 kg eða meira. Engin hopp. Vigtun og mæling - gott aðhald. Megrunarkúrar, nuddkúrar, sauna og ljós. Innritun og upplýsingar í símum 42360 og 41309. Kennari: Elísabet Hannesdóttir, íþróttakennari. Heilsurœktin Heba Auðbrekku 14, Kópavogt. Afstaðan til hersins Fundurinn sem Svavar Gestsson sótti tijá banda- ríska sjóhemum var haldinn í boði Menning- arstofnunar Banda- rflganna og sendiráðs Bandaríkjanna á íslandi 22. nóvember sl. Sátu fs- lendingamir umræðu- fund í Naval War College í Newport Rhode Island, það er . foringjaskóla bandariska sjóhersins, og skoðuðu War Games Center, sem starfrækt er í tengslum við skólann, það er miðstöð, þar sem efnt til svokaUaðra striðsleikja; hemaðar- átaka í tölvum. I Þjóðvilj- anum lýsir Savar framgöngu sinni í Naval War CoUege með þessum orðum: „Ég sagði þeim í New- port að við myndum láta herinn fara, kannski á nokkrum árum, en um leið myndum við taka virkari þátt í leit heims- ins að öruggari leiðum í öryggis- og vamarmál- um. Við myndum einmitt Uta á brottför hersins sem Uð í viðtækari og virkari alþjóðlegri þátt- töku okkar í að tryggja frið og öryggi. Jafnframt myndiun við losa um tengsl okkar við NATO, — vegna þess að hemað- arbandalögin em úrelt fyrirkomulag til þess að tryggja frið og heimur- inn hefur þörf fyrir nýtt öryggiskerfi, þar sem hlutur smáþjóðanna er myndugur og þar sem þær koma fram sem fuU- valda aðilar, sem þær ná ekki að gera i þessu kerfí hemaðarhlokkanna." Svavar segir, að það hafi verið ánægjulegt við heimsóknina í Newport, hve margir sýndu þvi áhuga að ræða þessa sýn Svavars. Telur hann ástæðima einkum að finna í „efnahagsástand- inu í Bandaríkjunum sjálfum" en efnhagsleg nauðsyn eigi „eftir að knýja Bandaríkjamenn tíl þess að endurmeta hemaðarstefnu sína í enn ríkara mæU“. Það er ekki nýtt, að alþýðubandalagsmenn pJÓÐVIUINN fíreytt viðhorf í alþjóðamálum kalla á endurmat okkar á afstöðunni til E vrópu og stórveldanna en enga eftirgjöfá kröfunni um brottför hersins og f úrsögnina úrNATO, segirSvavar j Gestsson, sem nýkominn eraf . þÍngiSameinuðuþjóttanna ogúr heimsókn til bœkistöttva bandaríska sjóhersinsíNe Svavar hjá sjóhernum Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, skýrir frá því í sam- tali við Þjóðviljann þriðjudaginn 29. desember sl., að hann hafi heimsótt bækistöðvar bandaríska sjóhersins í Newport á Rhode Island í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Hafi honum verið boðið að sækja þar fund íslenskra fulltrúa með sérfræðingum bandaríska flotans um hernaðarstefnuna á Norðurhöfum. Seg- ist Svavar hafa sótt fundinn eftir að hafa borið það „undir flokkinn, eins og sjálf- sagt var og skylt“. Með leyfi Ólafs R. Grímssonar sótti Svavar sem sé þennan fund og verður staldrað við frásögn hans af honum í Staksteinum í dag og auk þess litið á ummæli Ólafs Ragnars um varnarmál í tilefni áramótanna. hafi þá skoðun að Banda- ríkjamenn muni vegna eigin hagsmuna rifta varaarsamningnum við ísland og kalla herafla sinn heim frá Evrópu. Fyrir tæpum tveimur áratugiun töluðu alþýðu- bandalagsmenn oft á þennan veg en voru jafn- framt mun harðari sjálfir í andstöðu sinni við dvöl varnarliðsins en Svavar Gestsson í Naval War College. Voru þeir þá þeirrar skoðunar, að við- ræður af því tagi, sem Svavar átti, væru í sjálfu sér ófriðlegar og smökk- uðu af landráðum eins og sjá mætti af banda- riskum „leyniskýrslum". Þá vildu andstæðingar varaarliðsins í Alþýðu- bandalaginu, að fslend- ingar riftu varaarsamn- ingnum skilyrðislaust og segðu sig úr NATO án tillits til aðstæðna að öðru leyti í alþjóðamál- um. Nú bindur Svavar brottför varnarliðsins í áföngum þvi skilyrði, að hún verði liður i „vfðtæk- ari og virkari alþjóðlegri þátttöku okkar f að tryggja frið og öryggi“. Með hliðsjón af þvi, að hingað til hafa Svavar og skoðanabræður hans talið, að besta leiðin fyrir okkur íslendinga tíl að tryggja frið og öryggi sé að losna við varnarliðið, sem kalli háska yfir þjóð- ina, er ekki unnt að segja annað en för Svavars tíl bandaríska sjóhersins marki þáttaskil í fleiri en einum skilningi. Ólafur ófrum- legur Ágúst Blöndal, frétta- ritari Morgunblaðsins á Neskaupstað, kemst þannig að orði hér í blað- inu á gamlársdag, þegar hann rifjar upp minnis- verðustu tíðindi ársins 1987: „Þá er mér einnig minnisstætt að leiðtogi þjóðar, er heldur útí yfir eitt hundrað þúsund manna herliði til að heija á frumstætt bændaþjóð- félag f Afganistan, skuli hfjóta samskonar friðar- verðlaun og þau sem Ólafur Ragnar Grímsson veittí viðtöku á árinu fyr- ir hönd þeirra samtaka er hann veitír forstöðu og kenna sig við baráttu fyrir friði í heiminum. Það segir kannski meira en möig orð um þau frið- arverðlaun og þau frið- arsamtök." Framlag Ólafs Ragn- ars Grímssonar tíl friðar- umræðurnar um siðustu áramót var heldur ófrumlegt. Hann tekur upp gamalt baráttumál Alþýðubandalagsins gegn því, að reist verði ný bygging yfir æðstu stjóra varnarliðsins á Keflavflmrflugvelli, en ádeila á það hús hefur um nokkurt árabil verið kjarninn i stefnu Al- þýðubandalagsins í öryggis- og vamarmál- um. Þá rifjar Ólafur upp hið áratuga gamla bar- áttumál Alþýðubanda- lagsins, að á Keflavíkur- flugyelli verði ekki flugvélar, sem geta flutt kjaraorkuvopn. Sýnist Ólafur hafa komið auga á þá leið til að losna við varaarliðið að svipta það bæði viðunandi húsakostí og tækjum til að sinna þeirrí skyldu sinni að tryggja varnir landsins. Virðast hafa orðið hlut- verkaskiptí með þeim Svavari og Ólafi nú á haustmánuðum á þann veg, að Svavar er tekinn tíl við að setja utanrflds- mál íslands í alþjóðlegt samhengi en Ólafur Ragnar lítur á hús og flugvélar. Kannski Sva- var sé að taka við forystu i samtökunum i New York, þar sem Ólafur Ragnar hefur veríð með annan fótinn? Og það verði Svavar en ekki ól- afur Ragnar, sem hlýtur boð til Nýju Delí, þegar Míkhaíl Gorbatsjov fetar þar í friðarspor Ólafs Ragnars? FYRIR ÞA SEM VIUA ÁVAXTA PENINGA Á ÖRUGGAN OG ÁHYGGJULAUSAN HÁTT... SjÓÐSBRÉF YIB BERANÚ11,5 - 11,9% ÁVÖXTUN UMFRAM VERÐBÖLGU. Sjóðsbréf 1 eru fyrir þá sem eru að safna og ætla að nota peningana ásamt vöxtum og verðbótum einhvern tíma síðar. Munur á kaupgengi og sölugengi er aðeins 1%. Sjóðsbréf 2 eru fyrir þá sem þurfa að lit'a af vöxtunum en þeir eru greiddir út í mars, júní, september og desember á ári hverju. Ávöxtun Sjóðsbréfa 1 og 2 er nú 11,5 -11,9% umfram verðbólgu sem jafngildir um 39-40% ársvöxtum. Sjóður 1 og 2 fjárfesta aðeins í bankabrét'um og skuldabréfum traustra fyrirtækja. Kaupend- ur Sjóðsbréfa taka því lágmarksáhættu. Síminn að Ármúla 7 er 68-15-30. Heiðdís, Ingibjörg, Sigurður B. eða Vilborg eru jafnan reiðubúin að veita allar nánari upplýsingar. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.