Morgunblaðið - 05.01.1988, Page 13

Morgunblaðið - 05.01.1988, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 13 Tímarit Sögufélags Békmenntir Erlendur Jónsson SAGA. XXV—1987. Ritstj. Sig- urður Ragnarsson og Sölvi Sveinsson. Sögufélag. Reykjavík, 1987. Saga hefst að þessu sinni á minn- ingargrein sem Einar Laxness ritar eftir Bjöm Þorsteinsson sagnfræð- ing. Einar rekur ævistarf Bjöms sem að langmestu leyti tengdist sagnfræði og sögurannsóknum. Bjöm var meðal annars ritstjóri Sögu um nokkurra ára skeið. Bjöm Þorsteinsson var afkastamikill fræðimaður og fór inn á ný svið sögurannsóknum. Merkast af því taginu vom rannsóknir hans á ensku öldinni sem hann kallaði svo. Einar getur þess að Bjöm hafi látið eftir sig íslandssögu sem koma muni út á næsta ári. Lítið hefur farið fyrir skrifum um kirkju- og kristnisögu í seinni tíð. í þessari Sögu bregður svo við að kirkjusagan skipar talsvert rúm. Lúther í íslenzkri sagnfræði heitir samantekt eftir Jón Thor Haralds- son. Jón Thor rekur umsagnir íslenskra fræðimanna um Lúther frá siðaskiptum til samtíma og sýn- ir fram á hvemig hugmyndir manna um þessa trúarhetju breyttust með aldanna rás. Menn gerðust ekki fyrr á tíð háalvarlegri en þegar nefnt var nafn Lúthers. En alvaran getur snúist upp í andstæðu sína þegar inntak orðanna þverr eða skírskotun þeirra breytist. Og svo fór hér. Nú er aðeins hægt að skemmta sér við upprifjun þessara gömlu alvörumála; til að mynda þá áréttingu mikils háttar guðfræðings að Lúther hafi alls ekki séð skratt- ann á veggnum eins og löngum hafí verið haldið fram, einungis svartan hund! Við rætur kirkjulegs regluveldis á íslandi nefnist svo ritgerð eftir Loft Guttormsson. »Regluveldi er hér notað yfír hugtakið bure- aucracy;« útskýrir höfundur. Og enn er kirkjusagan á döfínni í þætti Gryt Anne Piebenga, Gozewijn Comhaer Skálholtsbiskup 1435-1446. Eitthvað hljómar það nafn nú framandlega fyrir eynim. En Comhaer var reyndar Hollend- ingur og var skipaður hér biskup á eftir Jóni Gerrekssyni. Svo fá spor hefur hann skilið eftir sig að Finnur Álfadans og brenna í Mosfellssveit FLEST öll félög í Mosfellsbæ standa fyrir álfadansi og brennu á þrettándann, 6. janúar. Safnast verður saman við verslunarhús Kjörvals þar sem Skólahljóm- sveitin spilar undir stjórn Birgis Sveinssonar. Lagt verður af stað frá Kjörvali um kl. 8 og gengið eftir Þverholti í átt að brennunni, sem verður í brekkunni_ norður af Ásholti og Álmholti. Á göngunni slást í hópinn álfakóngur og -drottning svo og jólasveinar og púkar. Við brennuna leikur skólahljóm- sveitin og kóramir í Mosfellsbæ leiða almennan söng. Félagar úr flugbjörgunarsveitinni sjá um flug- eldasýningu við brennuna. Að þessu loknu kveðja Mosfells- bæingar álfakóng og -drottningu, svo og jólasveinana, sem halda til sins heima á þrettándakvöld. Heyrst hefur að þetta verði síðasti við- komustaður þeirra um þessi jól, því svo ku vera, að heimkynni þeirra séu í Esjunni, rétt við bæjardyr Mosfellsbæinga. Björn Þorsteinsson Jónsson hefur það helst um hann að segja í Kirkjusögu sinni að »Gozewijn Skálholtsbiskup var ekki vondur maður og vanrækti alls ekki skyldur sínar.« Kjartan Ólafsson heldur áfram með Dýrafjarðarmálið; undirfyrir- sögn: Jón forseti og ísfirðingar á öndverðum meiði. Merkilegast var mál þetta fyrir þá sök að þar urðu íslendingar að taka á herðar sér viðkvæmt utanríkismál (sem Dön- um þótti reyndar hyggilegt að víkja sér undan) löngu áður en Iands- menn fengu annars formleg yfírráð yfít þeim málum. Jón Sigurðsson gat hugsað sér samvinnu við Frakka ef tollalækkanir byðust á móti. Hann hefur því hugsað svipað og stjómmálamenn hugsa nú — á dögum fríverslunar! En ísfírðingar vom sem sagt á öndverðum meiði, kunnu ekki að þenkja á efnahags- bandalagsvísu. Þorleifur Repp var líka á móti. Hann var mikill Breta- vinur og þar af leiðandi Frakkaand- stæðingur. Hann varaði íslendinga við ásælni stórveldisins og kvað meðal annars mundu fylgja »hlut- tekning í eylífum Stjómarbiltingum Fracka.« Frá Dýrafírði víkur sögunni svo til ísafjarðar. Sigurður Pétursson ritar þáttinn Samvinnufélag ísfírð- inga. Fyrsta útgerðarsamvinnufé- lag á Islandi. Stofnun og fyrstu starfsár. Sigurður gerir grein fyrir þeim pólitísku og efnahagslegu sviptingum sem urðu á ísafírði á þriðja áratug aldarínnar þegar Al- þýðuflokksmenn komust þar í meirihluta og stórútgerð í einka- rekstri lagðist að mestu niður. Stoftfhðu þá kratamir áðumefnt samvinnufélag sem þaðan í frá skyldi standa undir atvinnulífí bæj- arins. »Samvinnufélagið var nýjung í íslenskum sjávarútvegi, og vakti athygli um allt land á sínum tíma,« segir Sigurður. Athyglisverð er upprifj'un þessi meðal annars fyrir þá sök að hún minnir á hversu línur vom fyirum skarpar á milli hægri og vinstri; og deilur þá að sama skapi hatrammar. Þama var vissu- lega tekist á um grundvallarsjónar- mið. Að venju em í Sögu allmargar umsagnir um bækur, aðallega sagn- fræðirit. Er þar farið grannt ofan í rit þau sem fjallað er um, tíðast í nokkuð löngu máli. Saga hefur verið, og er, rit sem byggt er á vísindalegum gmnni. Eigi að síður höfðar ritið til allra áhugamanna um sagnfræði, svo er fyrir að þakka almennum söguáhuga íslendinga og þeirri hefð að hér skuli jafnan ritað svo að hver skilji sem skilja vill. DÖMUR OG HERRAR Nú drífiðþið ykkur í leikfimi! Tímar við allra hæfi 5 vikna námskeið hefjast ll.janúar Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hressandi, mýkjandi, styrkjandi ásamt megrandi æfingum. Karlmenn Hinir vinsælu herratímar eru í hádt ínu. Þarftu að missa 15 kíló? Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær, sem þjást af vöðvabólgum. Frábær aðstaða Ljósalampar, nýinnréttuð gufuböð og sturtur. Kaffi og sjónvarp í heimilis- legri setustofu. Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 ísíma 83295. JúdódeMÁrmanns Ármúla 32. WHu bæta viðtungumálakunnáttu þína? Ef svo er hafðu samband við okkur sem fyrst. Josephine Flynn skólastjóri, enskukennari Julie Ingham skólastjóri, enskukennari ★ Alltnámsefni innifalið Túngötu 5, sími 25330 og 25900 Innritun hefst f dag. Við bjóðum námskeið í ensku spænsku ítölsku frönsku þýsku íslensku VIÐ HJÁLPUM ÞÉR AÐ SKILJA AÐRA! Enskunámskeið á morgnana, síðdegis og á kvöldin. . „Happy hour“ enskunámskeið kl. 17-18.30. Sér námskeið fyrir börn 8-12 ára kl. 15-18. Sér námskeið fyrir unglinga og samræmduprófsnemendur. Leikskólatímar fyrir enskumælandi börn 4-6 ára daglega kl. 9-12. Ath.: Hámark 10 nemendur íbekk. Jo Clayton enskukennari Helen Everett enskukennari ■ Sérmenntaðir erlendir T.E.F.L. kennarar ----------------------- Sanngjarnt verð ★ Innrituner þegar hafin ' —______J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.