Morgunblaðið - 05.01.1988, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988
Verzlunarskóli
íslands
FULLORÐINSFRÆÐSLA
Innritun á vorönn verður á skrifstofu
skólans 5.-8. og 11. janúar 1 988
kl. 08.00-19.00.
Boðið er upp á eftirtalda náms-
möguleika auk stakra námskeiða:
ÖLDUNQADEILD
Nám til verslunarprófs og stúdents-
prófs.
STARFSNÁM
Bókhaldsbraut og skrifstofubraut.
F0RNÁM TÖLVUHÁSKÓLA VÍ
Áfangar fyrir þá nemendur, sem
ekki hafa lokið stúdentsprófi af við-
skiptabraut, en hafa áhuga á að
. sækja um íTVÍ næsta haust.
Áfangalýsingar, umsóknareyöublöö
og nánari upplýsingar fást á skrif
stofu skólans, Ofanleiti 1.
Tollalækkanir og
hagstæð magninnkaup:
15 til 40% verðlækkun á
26 vörutegundum.
Tollalækkanir og
hagstæð magninnkaup:
15 til 40% verðlækkun á
26 vörutegundum.
HERMA
LÍMMIÐAR 25% VERÐLÆKKUN
á Copy prinl límmiðum
Áður 1293,- nú 970,- pr. kassa.
ESSELTE TIMARITAB0X
40% VERÐLÆKKUN
40% verðlækkun áður 277 pr. stk. nú 167,- pr. stk.
i •m U.TT^
Hallarmúla 2, E 83211
Hallarmúla 2, S 83211
Húsbyggjandiim og „svört atvinnustarfsemi“;
Hugleiðing í til-
efni staðgreiðslu
Frá Meistara og verktakasambandi byggingamanna
Nú líður að þeim tíma að ný lög
um staðgreiðslu opinberra gjalda
taka gildi. Þessi umrædda stað-
’ greiðsla er eins og allir vita bráða-
birgðagreiðsla tekjuskatts og
útsvars almennra launamanna og
einstaklinga með atvinnurekstur.
MVB fagnar þessum nýju lögum
og telur þau ein mestu réttarbót
almennings á síðari árum. Menn
vita þó hvað er þeirra og hvað ekki.
Á þessum tímamótum er rétt að
staldra við og huga að vel þekktri
staðreynd í byggingariðnaðinum
sem almennt kallast „svört at-
vinnustarf semi“.
Launagreiðendur teljast, sam-
kvæmt 7. grein laga um stað-
greiðslu opinberra gjalda, þeir sem
inna af hendi greiðslur sem teljast
laun.
Húsbyggjandi góður, hversu oft
hefur þú greitt eða átt eftir að
greiða (reikning) sem er ekkert
annað en laun? Þá átt þú sam-
kvæmt fyrmefndri 7. grein laga að
halda eftir 35,2% af laununum og
skila til skattheimtumanna ríkisins.
Hvað með önnur launatengd gjöld,
sem eru yfír 50%? Hver ætlar að
borga þau?
Samt borgar þú, í sumum tilfell-
um meira fyrir vinnuna en útseldur
taxti er. Hver er réttur þinn til
bóta ef eitthvað reynist gallað eða
illa unnið? Oftast enginn. „DV-
maðurinn" hverfur eins og dögg
fyrir sólu strax og hinn ólöglegi
einrita og ónúmeraði reikningur
hefur verið greiddur.
Reikningar skulu vera fyrirfram
tölusettir í samfelldri töluröð. Hver
reikningur skal bera með sér nafn,
kennitölu og heimilisfangi seljanda
ásamt nafni og heimilisfangi kaup-
enda. Eitt eintak skal vera varðveitt
í samfelldri röð.
Hvað nú húsbyggjandi (fram-
kvæmdaraðili) þegar hér er komið
sögu? Hefur þú látið undir höfuð
leggjast að halda eftir 35,2% stað-
greiðslu? Sem þér ber að skila til
skattheimtumanna ríkissjóðs sam-
kvæmt staðgreiðslulögunum. En
staðgreiðslan verður. sótt til þín,
samkvæmt fyrmefndum lögum get-
ur launamaður ekki greitt skatt-
ana. Hvað með önnur launatengd
gjöld sem eru 52,34%? Nú ert þú í
stórfelldum vanda, þarft að greiða
35,2% staðgreiðslu auk annarra
gjalda. Oft á tíðum fyrir illa unnin
verk og í sumum tilfellum hærri
reikning en umsamdir útseldir taxt-
ar.
Hvemig ber að varast þetta?
Látið löggilta atvinnurekendur í
viðkomandi faggreinum vinna verk-
ið. Félagsmenn MVB em skráðir
atvinnurekendur sem standa skil á
fyrmefndum gjöldum og skyldum.
Félagsmenn MVB hafa ákveðnar
siðareglur sem farið er eftir. Með
því að skipta við félagsmenn MVB
átt þú ekki á hættu að ríkisskatt-
stjóri komi einn góðan veðurdag
og sæki a.m.k. 35,2% af útgreiddum
launum. „DV-maðurinn“ (svarti at-
vinnurekandinn) er horfinn, þú
sækir ekkert í hans vasa. Eina sem
eftir stendur er ólöglegur reikning-
ur og krafa frá ríkisskattstjóra. Nú
er framkvæmdin orðin dýr.
Þegar hér er komið spyr e.t.v.
„Hvernig- ber að varast
þetta? Látið löggilta
atvinnurekendur í við-
komandi faggreinum
vinna verkið. Félags-
menn MVB eru skráðir
atvinnurekendur sem
standa skil á fyrmefnd-
um gjöldum og skyld-
um. Félagsmenn MVB
hafa ákveðnar siðaregl-
ur sem farið er eftir.“
einhver hvemig er hægt að hafa
eftirlit með þessu?
MVB vill þá aðeins benda á eitt
dæmi: Hjá byggingafulltrúum eru
dagsett úttektarvottorð um a.m.k.
eftirfarandi úttektir.
1. Grafíð undir mannvirki
2. Undirstöður
3. Úttekt móta
4. Plötur
5. Þak
6. Fokheldisvottorð
Þannig er auðvelt að fínna þá
vinnu sem farið hefur í hina ýmsu
verkþætti og tímasetningu. Hvað
er til ráða?
Svarið er bara eitt, fullvissið
ykkur um að verksali sé félags-
maður í MVB.
Friðgeir Indriðason
framkvæmdastjóri M.V.B
Brids
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag
Reykjavíkur
Jafnhliða aðalsveitakeppninni er
í gangi keppni milli para um bestan
árangur og er reglan sú að parið
verður að spila 50% leikja. Veitt
verða verðlaun í hverjum riðli.
Staða efstu para í A-riðli:
(Fjöldi leikja í sviga.)
Hrannar Erlingsson —
Svavar Bjömsson 19,40(5)
Hjalti Elíasson —
Ásmundur Pálsson 18,38 (4)
Bjöm Eysteinsson —
Helgi Jóhannsson 17,79 (4)
Jón Hjaltason —
Hörður Amþórsson 17,08(8)
Jón Baldursson —
Valur Sigurðsson 16,94(6)
Staða í B-riðli:
Ólafur Lámsson —
JakobKristinsson 20,79(4)
Guðmundur Páll Amarson —
Frá keppni hjá Bridsfélagi Reykjavíkur
Símon Símonarson 19,73 (8) Friðjón Þórhallsson 18,90 (5)
Sævar Þorbjömsson — Guðni Þorsteinsson —
Guðmundur Pétursson 18,67 (4) Þórarinn Sófusson 17,78 (6)
Stefán Pálsson — Ragnar Bjömsson —
Rúnar Magnússon 18,38 (4) Armann J. Lárusson 17,19(8)
Sævar Þorbjömsson — Þorlákur Jónsson —
Karl Sigurhjartarson 16,50 (4) Jacqui 17,00 (6)
Staðan í C-riðli: Kristófer Magnússon -
Gestur Jónsson - Friðþjófur Einarsson 16,31 (6)
Tryggðu þér tíma strax.
Opið frá kl. 08.00 f.h. til 22.15 e.h.
SÓCEY JAR
ENGJATEIG 1
við Sigtúnsreit