Morgunblaðið - 05.01.1988, Page 24
24
MORGUNBLA.ÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988
Þakkargjörðar- og fjölskylduhátíð.
SINN ER SIÐUR
f LANDI HVERJU
eftir Sigvrborgv
Ragnarsdóttur
Það tekur langan tíma að aðlag-
ast siðum og venjum í nýju landi.
Eftir rúmlega fjögurra ára dvöl í
Bandaríkjunum eiga tveir dagar
orðið nokkuð föst ítök í íslendingn-
um, nefnilega „Halloween“,
hrekkjavaka og „Thanksgiving"
eða þakkargjörðarhátíð.
Hrekkjavaka
„Halloween", sem hlotið hefur
það ágæta nafn hrekkjavaka á
íslensku, er haldin hátíðleg 31.
október ár hvert og er einn
skemmtilegasti hátíðisdagur ársins,
þar sem fólk á öllum aldri getur
tekið þátt í hátíðahöldunum. Undir-
búningur hennar hefst nokkrum
dögum áður með því að böm fara
í leiðangur, ýmist með foreldrum
eða kennurum, á nærliggjandi
sveitabæi og tína sín eigin grasker
(pumpkin). Bömum finnst ævin-
týralegt að aka á heyvagni út á
akur og velja sér grasker, sem síðan
eru fagurlega skorin út stuttu fyrir
hrekkjavöku. Innihaldið er vel nýtt.
Fræin steikt og borðuð, en annað
innihald graskersins soðið og notað
í aðaluppistöðu samnefndrar pæju,
„Pumpkin Pie“.
31. október er mikið um að vera
í skólum landsins, sérstaklega
bamaskólum. Foreldrar, sem vinna
ótrúlega mikla sjálfboðavinnu í
skólum bama sinna, mæta á
hrekkjavöku hlaðnir alls kyns góð-
gæti og sjá um ýmiss konar
skemmtilegheit. Hátíðahöldin byija
oftast kl. 2 e.h. en skólahald í
bamaskólum hér er frá kl. 9—3
e.h. Allir hjálpast að við að klæðast
alls kyns skringilegum búningum
og er oft gaman að sjá hvað fólk
hefur mikið ímyndunarafl. A meðan
mæður hjálpa bekkjarfélögum
bama sinna við að lita hárið eða
að sminka andlitið notar kennarinn
tækifærið og laumast fram, en kem-
ur að vörmu spori óþekkjanlegur
til baka, nemendum sínum til mikill-
ar ánægju. Það virðist sérstök
tilfinning hjá nemendum að sjá
kennarann sinn svolftið afskræmd-
an. Þegar allir eru tilbúnir er farið
í skrúðgöngu um skólahverfíð.
Heimavinnandi húsmæður og aðrir
foreldrar sem geta tekið frí frá
vinnu raða sér upp fyrir utan skól-
ann til að sjá kennara og nemendur
ganga fylktu liði, í skrautlegum
búningum, utan skólaveggja.
Grikkur eða sælgæti!
Aðalspenningur flestra bama
byijar ekki fyrr en eftir að skyggja
tekur að kvöldi 31. október. Þá er
gengið í hópi vina og vandamanna
um næsta nágrenni og bankað á
dyr nágrannanna, þar sem upplýst,
fagurlega skreytt grasker prýða
innganginn. Þegar dymar opnast
hrópa bömin „trick or treat“, ég
geri þér grikk ef þú gefur mér ekki
sælgæti!
Það er vissara að vera heima að
kvöldi hrekkjavöku, því stundum
virðist erfitt fyrir stálpuð böm að
vita hvar á að draga mörkin, þegar
sælgætið er annars vegar. Ungling-
ar ganga um götur og beija að
dyrum ef ekki er svarað getur fólk
átt von á eggjakasti eða öðrum
skemmdarverkum.
Að þessu sinni var hrekkjavaka
á laugardegi. Margir notuðu tæki-
færið og héldu grímuball í heima-
húsi, en unga fólkið fór fylktu liði
niður í Georgetown (aðal skemmti-
hverfi höfuðborgarinnar). Lögregla
átti fullt í fangi með að beisla
skrímsli, galdranomir og aðrar vof-
ur er sveimuðu um götumar langt
fram á nótt.
Púkum og öðrum
illum öndum heimilt
að veraáferli
En hvemig stendur á öllu þessu
tilstandi þann 31. október! Þessi
siður á langa sögu að baki. Keltar,
sem byggðu Frakkland og Bret-
landseyjar fyrir meira en 2000
árum, héldu nýársdag sinn hátíðleg-
an 1. nóvember. Þeir trúðu að á
gamlárskvöld, skv. þeirra tímatali
31. okt., væri sálum framliðinna
leyfíiegt að snúa aftur heim.
Galdranomum, púkum, álfum, tröll-
um og alls kyns illum öndum var
heimilt að vera á ferli á þessari
nóttu. Hjátrú fólks minnkaði svo
auðvitað eftir því sem árin liðu og
dagurinn varð að allsheijar
skemmti-degi bama.
Svo virðist sem írar hafi átt hug-
myndina að heimsóknum bama í
hús og biðja um sælgæti á þessu
kvöldi. Hópur írskra bænda gekk
frá einu húsi til annars og bað um
mat fyrir þorpsbúa. Gefendum var
lofað mikilli fijósemi og haft var í
hótunum við þá er neituðu að gefa.
Sá siður að skera fagurlega út
grasker kemur einnig frá írum, en
þeir skáru út kartöflur eða næpur
og settu kerti innan í. í dag er fólk
varað við að nota nokkuð annað en
lítil vasaljós vegna brunahættu.
Þessir útskomu ávextir eru stund-
um settir út í glugga til að bægja
illum öndum frá híbýlum fólks.
írskir innflytjendur fluttu þennan
sið með sér vestur um haf á 19.
öld og notuðu þá þann ávöxt, sem
fyrir hendi var, nefnilega stóru,
appelsínugulu graskerin. App-
elsínugulir og svartir litir era hinir
hefðbundnu litir hrekkjavöku. Sá
appelsínuguli á að minna á uppsker-
una en svart hins vegar á allt hið
dularfulla, sem er tengt þessari
hátíð, s.s. galdranomir, svartan
kött o.s.frv.
Þakkargjörðarhátíðin
Tæpum mánuði eftir hrekkja-
vöku er aðalhátíð flestra Banda-
ríkjamanna, svokölluð þakkargjörð-
arhátíð (Thanksgiving). Hún er
haldin hátíðleg fjórða fimmtudag í
nóvember. Þetta er eina stórhátíðin,
sem allir Bandaríkjamenn halda
hátíðlega. Fólk gerir sér ekki alltaf
grein fyrir, þegar rætt er um
Bandaríkin, hversu gífurlegt land-
flæmi er hér vestra og hversu ólík
þjóðarbrot byggja þetta land. Hér
halda ekki næstum allir hátíðleg
jólin og þykir ekki við hæfi að segja
gleðileg jól, heldur skal segja gleði-
lega hátíð.
Ekki er óalgengt að fólk taki sér
langt helgarfrí í kringum þakkar-
gjörðarhátíð til þess að vera í faðmi
fjölskyldunnar enda er þetta alls-
heijar flölskyldu- og þakkargjörð-
arhátíð. Fólk ferðast vítt og breitt
um Bandaríkin og er þetta anna-
samasta umferðarhelgi ársins.
Það sem einkennir þennan dag,
er sérstakur ilmur kalkúna, kast-
aníuhnetufyllingar, mýrbeija-
hlaups, eplapúns og graskeijapæju.
Mikilvægast í matargerðinni fyrir
þennan dag er fyllingin í kalkúninn.
Liggur við að hún sé jafn mikilvæg
og sósan út á ijúpumar, sem næst-
um var búið að fá magasár út af
fyrsta hjúskaparárið.
Kirkjusókn Bandaríkjamanna er
alveg með eindæmum og byija
margir daginn með því að fara til
kirkju. Þegar heim er komið væta
sumir kverkamar með heitu epla-
púnsi eða eggjaþykkni. Fjölskyldan
sameinast við matarborðið um há-
degisbilið og síðan er verið að borða
Kennarar ganga fylktu liði með nemendum sínum um skólahverfið.
Greinarhöfundur nýbúinn að höggva jólatréð í ár.
Graskerin eru fagurlega skorin út.
fram eftir degi. Sannur Bandaríkja-
maður sest auðvitað við sjónvarps-
skerminn seinnihluta dagsins og
horfír á amerískan fótbolta.
Að þessu sinni viðraði ekki vel
til ferðalaga og lenti fólk í alls kyns
hrakningum. Langar biðraðir
mynduðust við aðaljámbrautastöð-
ina hér í Washington og sögðust
sumir aldrei hafa kynnst neinu
þvílíku, þrátt fyrir ferðalög um allan
heim. U.þ.b. 30—50 þús. manns
fóra um stöðina einn dag þessarar
annasömu helgi.
Fyrsta þakkargj örðar-
hátíðin
Fyrsta þakkargjörðarhátíðin í
Bandaríkjunum var haldin árið
1621, þegar enskir landnemar
höfðu siglt yfir Atlantshaf á May-
fiower-skipinu. Þeir komu hingað
upphaflega til að geta stundað trú-
arbrögð sín í friði, nokkuð sem þeim
reyndist ókleift í Englandi. Þeir
lentu á kaldri austurströnd Massa-
chusetts-fylkis í nóvember 1620,
þreyttir og margir þeirra veikir eft-
ir erfiða sjóferð. Þeim, sem lifðu
af fyrsta erfíða veturinn í Vestur-
heimi varð fljótlega ljóst, að mikil-
vægt væri að sá vandlega að vori
til að fá góða uppskera að hausti.
Þeir fengu fræ og góða tilsögn hjá
indíánunum. Sátu síðan dag og
nótt og gættu þess að úlfar græfu
ekki upp fiskinn, sem var aðalnær-
ing fræjanna. Fyrsta ár landnem-
anna var því barátta milli lífs og
dauða. Það var því ekki að undra
að tilefni væri til mikilla hátíða-
halda eftir gróskumikla uppskera
að hausti. Indíánunum var boðið til
mikillar veislu, sem um margt
minnir á þakkargjörðarhátíðina eins
og hún er haldin í dag.
Smátt og smátt barst þessi siður
frá einu fylki til annars og árið
1941, í stjómartíð Roosevelts for-
seta, var staðfest að fjórði fimmtu-
dagur í nóvember yrði allsheijar
frídagur til þakkargjörðar og flöl-
skyldusameiningar.
Tilbúin grenilykt
í pokum
Eftir nokkurra ára búsetu í
Bandaríkjunum er þakkargjörðar-
hátíðin orðin hefðbundin inngangur
jólahaldsins. Þótt jólahátíðleikinn
verði seint eins og á íslandi er reynt
eftir fremsta megni að skapa jóla-
stemmningu. Þannig var nú farið í
fyrsta sinn og höggvið eigið jólatré
úti í guðs grænni náttúranni. Það
er ekki ógalgengt að fólk fari á
nærliggjandi bæi til að fá fersk jóla-
tré með sér heim fyrir jolin. Slík
ferð barst í tal nýlega á vinnustað.
Einn starfsmaðurinn taldi að ekki
næði nokkurri átt að kaupa nýtt tré
dýram dómum á hveiju ári, nú
ætlaði hann sem sagt að kaupa sér
varanlegt gervitré. Undirrituð,
minnug lltillar grenilyktar af gervi-
trénu frá Woolworth fyrsta árið
erlendis, spurði forviða: „En finnst
þér ekki mikið vanta að hafa ekki
ilmandi grenilykt í húsinu yfir jól-
in?“ Svarið kom um hæl, „Nei, alls
ekki, þú kaupir hana tilbúna í pok-
um!“
Allt er hægt að kaupa í Ameríku!
Höfundur var um skeið þulur þjá
íslenska sjónvarpinu, en býrnú i
Bethesda i Maryland í Banda-
ríkjunum.