Morgunblaðið - 05.01.1988, Síða 27

Morgunblaðið - 05.01.1988, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 27 Evrópumót skákmanna 16 ára og yngri: Þresti dugar jafntefli í síðustu umferðinni AÍ: Kenneth Frampton flytur fyr- irlestur KENNETH Frampton heldur fyrirlestur á vegnm Arkitektafé- lags íslands i Norræna húsinu í kvöld, 5. janúar. Fyrirlesturinn nefnist „Regionalism in Arc- hitecture". Kenneth Frampton er fæddur í Englandi árið 1930 og stundaði nám við Architectural Association skólann í London. Hann hefur starf- að jöfnum höndum sem arkitekt og fræðimaður og er hann sem stendur deildarforseti við arkitektadeild Columbia-háskólans í New York. Frampton hefur kennt við ýmsa skóla, ritstýrt fagtímaritum og sknfað bækur. í fréttatilkynningu segir að Ken- neth Frampton sé í hópi virtustu sérfræðinga heims í þróunarsögu nútíma arkitektúrs og einn eftir- sóttasti fyrirlesari í arkitektaheim- inum. Fýrirlesturinn sem hefst kl. 20.00 verður í Norræna húsinu en ekki í Asmundarsal eins og fram kom í grein eftir Börk Bergmanii í Morg- unblaðinu 31. desember sl. Skíðalyfturnar í Bláfjöllum: Ný gjaldskrá ákveðin ÁKVEÐIN hefur verið gjaldskrá fyrir skíðalyfturnar í Bláfjöllum og mun nýja gjaldskráin gilda í vetur. í fréttatilkynningu frá Bláfjalla- nefnd er sérstök athygli vakin á að verð árskorta lækkar frá í fyrra, en árskortin munu nú kosta kr. 5.000 fyrir fullorðna og kr. 2.500 fyrir börn, en kostuðu í fyrra kr. 5.700 og kr. 2.700. Er það von nefndarinnar að lækkunin verði til að auka sölu árskorta, öllum til þæginda. Dagkort kosta nú kr. 450 fyrir fullorðna og kr. 200 fyrir böm. Kvöldkort kosta kr. 350 fyrir full- orðna og kr. 150 fyrir böm. Átta miðar kosta kr. 200 fýrir fulorðna og kr. 100 fyrir börn. Þá er einnig hafin sala á svokölluðum æfinga- kortum og er verð þeirra kr. 2.20.0. ÞRESTI Árnasyni dugar jafn- tefli í síðustu umferð Evrópu- móts skákmanna 16 ára og yngri í dag, til að tryggja sér sigur á mótinu. Aðeins einn skákmaður getur síðan komist upp fyrir Þröst, þótt hann tapi síðustu skákinni. Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir á möguleika á öðru sæti í stúlknaflokki. Þröstur gerði í gær jafntefli við Appel frá Austur-Þýskalandi í 8. umferð mótsins. í umferðunum á undan tapaði hann fyrir Frakkanum De Grave en vann ísraelann Boin. Þröstur er með 6V2 vinning eftir 8 umferðir en hann vann fyrstu sex skákimar. Næstir honum eru De Grave, Boin og Markovic frá Pól- landi með 5'/2 vinning. Þótt Þröstur tapi síðustu skákinni og þessir þrír ynnu getur aðeins De Grave komist upp fyrir Þröst þar sem hann hefur unnið hina tvo. í lokaumferðinni mun Þröstur að öllum líkindum tefla við skoskan pilt, sem nú er í 7-8. sæti. Guðfríður Lilja gerði jafntefli við hollenska stúlku í gær eftir að hafa haft unna stöðu en tapað henni nið- ur í tímahraki. Júgóslavneska stúlkan Bojkovic er efst í kvenna- flokki með 7'/2 vinning en Guðfríður Lilja er sú eina sem náð hefur af henni stigi með jafntefli í 7. um- ferð. 1 2-3. sæti eru tvær stúlkur með 5V2 vinning en Guðfríður Lilja kemur næst með 5 vinninga. Þröstur teflir gegn Frakkanum De Grave. Pressens Bild Við stöndum með ykkur í baráttunni og komum aukakílóunum fyrir kattarnef á heilsusamlegan og skemmtilegan hátt. 'TÍ jí 'irA* V W ^ Ný námskeið að hefjast. Láttu skrá þig núna í síma 65-22-12. Opið alla daga. Megrunarleikfimi - Líkam Morgunleikfimi Leikfimi fyrir barnshafandi konur imi fyrir konur meft barn á (low impact) brjóstiB Mjúk Erobik Erobik án j Old boys .ilazzballett (5—1 5 ára) Róleg kvennaleikfimi Fimleikadans (5—14 ára) 36 peru Ijósabekkir með 3 andlits- Ijósum. Vatnsgufubað. Hjá okkur kenna eingöngu lærðir íþróttakennarar. Þú ert 7 mínútur úr Breiðholtinu. Ukámsrært cx; ijos BÆJARHRAUNI4 IVIÐ KERAVÍKURVECWNI SÍMI 65 2212

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.