Morgunblaðið - 05.01.1988, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988
Pltrgi Útgefandi tnMafeife Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið.
„Þjóðfélag
mannhelgí,
menningar og
velferðar“
Við erum eins og
irniati Sameinuði
Rætt við fulltrúa Norðurlanda hjá Sameinuðu þjóðunum
Fáum þjóðum hefur tekist
jafnvel og íslendingum að
vefa í einn vef foman menning-
ararf óg framtíðarmarkmið".
Þannig komst Þorsteinn Páls-
son forsætisráðherra að orði í
ávarpi til þjóðarinnar síðastliðið
gamlárskveld. „Gleymum því
aldrei,“ sagði ráðherrann, „að
tungan, bókmenntimar og sag-
an em forsendur þess að Islend-
ingar em sjálfstæð þjóð.“
Forsætisráðherra lagði
áherzlu á þá staðreynd, að hver
Islendingur gegnir stærra hlut-
verki, axlar þyngri skyldur og
meiri ábyrgð en einstaklingar
fjölmennari þjóða. Þetta á við
um allar starfsgreinar — sem
og mótun þess þjóðfélags, sem
við viljum búa bömum okkar.
„í daglegu starfi og með afstöðu
til manna og málefna emm við
að móta framtíð og starfsvett-
vang barnanna okkar.“
Það er hægt að taka undir
það „að ábyrgð okkar er rík að
þessu leyti og meiri fyrir það
við höfum helgað okkur þeirri
„hugsjón að hér búi um alla
framtíð frjáls og öllum óháð
menningarþjóð, andlega og
efnalega frjálsir og hamingjus-
amir menn,“ svo vitnað sé í
framtíðarsýn Ólafs Thors við
lýðveldisstofnunina 1944“.
Það er enginn vafi á því að
almenn og sérhæfð menntun,
alhliða þekking og kunnátta á
sviði tækni og vísinda skila þjóð-
inni lengst og bezt áleiðis til
velmegunar og farsældar. Þess-
vegna megum við „einskis láta
ófreistað", eins og segir í ný-
ársávarpi forsætisráðherra, „að
nema lönd á sviði nýjunga í
tækni og atvinnumálum. Sú
nýja öld mun hafa áhrif á vinnu-
lag og atvinnuhætti, heimilis-
hald og fjölskyldulíf og
ennfremur fræðslu og heilsu-
gæzlu“.
En samhliða því að treysta
varðstöðu um menningarlegt,
efnahagslegt og stjómarfarslegt
fullveldi verðum við að kapp-
kosta að eiga gott samstarf við
allar þjóðir, ekki sízt þær sem
næst okkur standa að menning-
arhefð, lífsviðhorfum og þjóð-
félagsgerð. Við gætum öryggis
okkar ekki- sízt „með því að
leggja málstað lýðræðis, frelsis
og mannréttinda lið í hverfulum
heimi“.
Fá þjóðfélög búa við jafn tíðar
og jafn miklar efnahagssveiflur
og hið íslenzka. Ástæðan er
margþætt. Svipult er sævarlog-
nið og svipull sjávaraflinn. Við
emm og háðari utanríkisvið-
skiptum og utanaðkomandi
efnahagsáhrifum vegna þess
hve við flytjum út mikið af þjóð-
arframleiðslu okkar og inn
stóran hluta lífsnauðsynja okk-
ar. „Á aðeins örfáum ámm
höfum við farið ofan í dýpstu
efnahagslægð þriggja áratuga
og síðan lyfzt upp á öldufald
mestu uppsveiflu í íslenzkum
þjóðarbúskap.“
Við upphaf nýs árs em blikur
á lofti þjóðarbúskapar okkar.
Fiskifræðilegar staðreyndir
valda því, að nauðsynlegt er að
draga saman þorskafla, Erlend
verð- og gengisþróun hefur rýrt
kaupmátt útflutningstekna okk-
ar. Innlendur kostnaður útflutn-
ingsframleiðslu hefur vaxið
umfram söluverð erlendis. Sýnt
er að hagvöxtur nýs árs verður
mun minni en þess sem kvatt
hefur. Við horfum og fram á
mikinn viðskiptahalla við um-
heiminn. Hér við bætist svo að
í kosningum til Alþingis á næst-
liðnu ári „veiktust forsendur
fyrir stöðugleika í stjómmál-
um“.
Þrátt fyrir þetta er enginn sá
vandi á höndum sem samhuga
þjóð getur ekki sigrast á. Við
höfum hinsvegar ekki efni á því
að tefla velferð okkar, „þjóð-
félagi mannhelgi, menningar og
velferðar“, í tvísýnu sundurlynd-
is.
Það er rík ástæða til að taka
undir eftirfarandi hvatningu í
áramótaávarpi Þorsteins Páls-
sonar forsætisráðherra til
þjóðarinnar:
„Þessa örskotsstund sem
gamlárskvöld er í rás tímans
eigum við ekki að nota til þess
að ala á sundurþykkju, úlfúð,
trega og svartsýni. Vörpum
fremur ljósi á ný markmið og
ný viðfangsefni. Hlutverk ís-
lendinga er sannarlega meira
en svo að þeir hafí efni á að
slíta sundur afl sitt. Nú er stund
til að draga þær línur í framtíð-
armyndinni sem við getum
sameinast um.“
EftirMikael
Bjerrum
SENDIHERRAR Norðurland-
anna hjá Sameinuðu þjóðunum
eru þeirrar skoðunar, að utan
Norðurlandaráðs sé enginn vett-
vangur mikilvægari fyrir
norræna samvinnu en allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna. Hér
birtist samtal við sendiherra
landanna hjá Sameinuðu þjóðun-
um, þá Keijo Korhonen sendi-
herra Finnlands, Anders Ferm
sendiherra Svíþjóðar, Ole Bierr-
ing sendiherra Danmerkur, Hans
G. Andersen sendiherra íslands,
og við Erik Tellman sendiráðu-
naut hjá norsku sendinefndinni.
Við erum eins og fjölskylda innan
Sameinuðu þjóðanna, segir Hans
G. Andersen, og he'.dur áfram: Það
skiptir miklu máli, fyrir eins lítið
land og ísland er, að vinna með
hinum Norðurlöndunum. Það skap-
ar einnig virðingu annarra þjóða
innan Sameinuðu þjóðanna.
Fulltrúar Norðurlandanna hjá
Sameinuðu þjóðunum eru á sama
máli um að norræna samvinnan sé
mjög mikilvæg. Erik Tellman segir:
Engin stofnun, fyrir utan Norð-
urlandaráð, er eins mikilvæg fyrir
norræna samvinnu og Sameinuðu
þjóðimar.
Anders Ferm:
Innan Sameinuðu þjóðanna get-
um við látið norræna samvinnu,
norræna samstöðu og sameiginleg
sjónarmið áþreifanlega í ljós. Nor-
ræn samvinna er homsteinninn í
stefnu okkur Svía innan Sameinuðu
þjóðanna.
Hvað finnsku sendinefndina
varðar lýsir þetta sér þannig að
fínnska utanríkisráðuneytið mælist
til, í erindisbréfí sínu til sendinefnd-
arinnar, að hún leiti eftir skoðunum
hinna Norðurlandanna og kynni
eigin sjónarmið Finna, í hveiju
málefni og á öllum tímum. Finnski
sendiherrann, Keijo Korhonen,
bendir á einn mikilvægan þátt sam-
vinnunnar:
Við reynum að tala norræna
tungu í samvinnu okkar. Það getur
verið erfítt, ef til vill sérstaklega
innan Sameinuðu þjóðanna, þar
sem næstum allir tala ensku, en
við hvikum ekki frá því að ræða
saman á Norðurlandamáli.
Ole Bierring er þeirrar skoðunar
að jákvæð þróun hafí orðið í nor-
rænni samvinnu innan Sameinuðu
þjóðanna, og hann segir:
Norræn samvinna er meiri nú
eftir að Danmörk jók samvinnuna
við önnur Evrópulönd. Það sem
norræn samvinna gengur út á er
nú viðráðanlegra, vegna þess að við
höfum frá byrjun staðið saman inn-
an Sameinuðu þjóðanna.
Mikilvægir
málaflokkar
011 Norðurlöndin setja þrjá mála-
flokka á oddinn, og í umíjölluninni
um þá hafa Norðurlöndin sérstaka
þýðingu innan Sameinuðu þjóð-
anna. í fyrsta lagi er það afstaðan
til þróunarríkja, þar sem Norður-
löndin hafa bæði með stefnufestu
og stóru framlagi til þróunaraðstoð-
ar uppskorið mikla virðingu annarra
þjóða heimsins.
í öðru lagi er það stefna Norður-
landa í kynþáttamálum (apartheit),
en vegna hennar líta nú aðrar þjóð-
ir heims á Norðurlöndin sem
framsæknásta hluta vesturheims í
þeim málum. Að lokum skal bent á
friðaraðgerðir Sameinuðu þjóð-
anna, þar sem Norðurlöndin hafa
látið til sín taka á mjög virkan hátt,
bæði með pólitískum samningum
og með því að leggja til mannafla
og varning til umráðasvæða Sam-
einuðu þjóðanna í stríðshijáðum
löndum.
Norðurlöndin greiða sameigin-
lega atkvæði í mörgum málum. Þau
leggja áherslu á að samvinnan fari
fram á sem flestum sviðum. Nor-
rænu utanríkisráðuneytin ræða
reglulega saman, norrænu sendi-
herramir hjá Sameinuðu þjóðunum
hittast vikulega, og allir þeir sem
sinna hinum ýmsu málum fyrir
Norðurlöndin vinna saman í dag-
lega starfinu.
Keijo Korhonen segir:
Það er bæði hagræði fyrir okkur
og Sameinuðu þjóðimar þegar við
leggjum fram samnorrænar álits-
gerðir. Við getum deilt með okkur
verkefnum og fulltrúar annarra
landa þurfa ekki að hlusta á sama
framlagið fímm sinnum.
Aherslur
Norðurlöndin meta ýmis svið
starfseminnar innan Sameinuðu
þjóðanna misjafnlega mikils.
Erik Tellman leggur áherslu á
starfíð með Brundtland-umhverfís-
nefndinni og segir:
Starf Bmndtland-nefndarinnar
er tvímælalaust norrænt málefni.
Ég nefni sem dæmi ráðstefnuna í
Svíþjóð um loftmengun. Norður-
löndin hafa öll tekið virkan þátt í
frekara starfi á þessu sviði.
Keijo Korhonen leggur áherslu á
sérstakt mál varðandi það álit sem
Norðurlöndin hafa áunnið sér.
Norðurlöndin eru orðin þekkt
innan þingheimsins sem sá hópur
sem á ári hveiju framkvæmir sömu
athöfnina. Hér á ég við að araba-
lönd reyna á hveiju ári að útiloka
ísrael frá Sameinuðu þjóðunum og
síðustu fímm árin hefur það verið
eitt Norðurlandanna sem lagt hefur
fram samnorræna tillögu um að
málinu verði vísað frá. Norðurlönd-
in hindra á þennan hátt að ísrael
verði útilokað frá Sameinuðu þjóð-
unum, en það hefði stóralvarlegar
afleiðingar í för með sér fyrir Sam-
einuðu þjóðirnar.
Það er einnig talað um að nor-
rænni samvinnu sé áfátt.
Hans G. Andersen leggur áherslu
á að hafréttarmálin hafi afar mikla
þýðingu fyrir ísland og að revnt
hafi verið síðan árið 1948 að finna
lausn á þessum málum. Það hafi
verið fyrst á síðustu árum að Norð-
urlöndin hafí komið sér saman og
Hans G. Andersen segir: Við höfum
verið framsæknari en hin Norður-
löndin á þessu sviði.
Þegar norræn samvinna bregst
næst engin árangur. Það segir
Anders Ferm:
Óeining leiðir ekki til árangurs.
Við stöndum yfirleitt saman þegar
við bjóðum fram menn í nefndir eða
til að mynda í embætti. Við höfum
komist að raun um að við töpum
þegar við erum ekki einhuga, einn-
ig vegna þess að sjálf óeiningin
hefur verið notuð sem röksemd
gegn okkur.
Danmörk, Norðurlönd
og Evrópubandalagið
Danski sendiherrann, Ole Bierr-
ing, hefur hlotið mikið lof frá hinum
Norðurlöndunum þegar rætt hefur
verið um hlutverk Danmerkur sem
tengiliðar milli Norðurlandanna og
Evrópu. Hann segir:
Við skulum ekki stæra okkur um
of, en það er nokkuð til í þessu.
Við höfum verið í aðstöðu til að
leita eftir upplýsingaskiptum milli
Norðurlandanna og landa Evrópu-
bandalagsins. Um leið bendir
ýmislegt til að sjónarmið Norður-
landa og landa Evrópubandalagsins
líkist æ meir. Þetta er augljós þróun
sem ég held að eigi eftir að halda
áfram.
Anders Ferm segir: Við höfum
Bækistöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York.