Morgunblaðið - 05.01.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANUAR 1988
33
• fjölskylda
11 þjóðanna
ekki fundið til þess að norræn sam-
vinna hafi verið færð aftar í
forgangsröðinni hvað Danmörk
varðar. Stefna Dana varðandi nor-
ræna samvinnu er eins kröftug og
fijó og áður.
Keijo Korhonen er þeirrar skoð-
unar að ef litið sé á aðild Dan-
merkur að Evrópubandalaginu frá
formlegum sjónarhóli geti hún
skapað vandamál, en hann bætir
við:
Við höfum ekki orðið vör við
nein vandamál, sem er reyndar
mjög dæmigert fyrir norræna sam-
vinnu. Við erum afar sveigjanleg í
samvinnunni. Ef sú staða kæmi upp
að Danmörk neyddist til að veíja
milli Norðurlanda og Evrópubanda-
lagsins viðurkennum við að það sé
þeirra mál.
Korhonen ræðir einnig þá stöðu
sem nú hefur komið upp vegna
þess að nú er Dani formaður Evr-
ópubandalagsins:
Einmitt núna væri ástæða til að
ætla að þetta sé meira vandamál
en áður, og við vorum reyndar efins
um að þetta gengi í haust, en eng-
in vandamál hafa komið upp.
Samstarfið hefur þó ekki gengið
algjörlega vandræðalaust fyrir sig.
Erik Tellman bendir á að meðan
Danmörk hefur farið með for-
mannsembættið í Evrópubandalag-
inu hafi Danir ekki lagt fram neina
samnorræna álitsgerð. Ole Bierring
útskýrir þetta:
Við frá Norðurlöndunum deilum
verkefnunum á milli okkar, en við
Danir höfum þurft að biðjast undan
að leggja fram samnorrænar álits-
gerðir á þessum tíma, einfaldlega
vegna þess að með núverandi
starfsliði höfum við ekki haft bol-
magn til þess.
Ole Bierring leggur áherslu á að
Danmörk hafi staðið á bak við allar
þær samnorrænu álitsgerðir, sem
leitt hafi getað gott af sér. Biering
kallar þetta „heimskulega aðstöðu",
þar sem hér sé um samnorrænar
álitsgerðir að ræða sem Danmörk
standi á bak við, og stuttu seinna
hafí Danmörk lagt fram sameigin-
lega álitsgerð landa Evrópubanda-
lagsins.
En álitsgerðirnar hafa verið mjög
líkar, það hefur í mesta lagi verið
blæbrigðamunur, segir Ole Bierr-
ing.
Þróunin
Svo virðist sem samvinna ríkja
Evrópubandalagsins nái nú yfir
miklu fleiri svið en áður. Erik Tell-
man segir:
Áður var samvinna landa Evr-
ópubandalagsins hjá Sameinuðu
þjóðunum takmörkuð við sérstök
svið, en nú lítur út fyrir að löndin
vinni saman svo að segja á öllum
sviðum. Ymislegt bendir til að sam-
vinna landanna sé komin á góðan
rekspöl.
Ole Bierring er sammála því að
samvinna landa Evrópubandalags-
ins færist stöðugt yfir á fleiri svið,
og hann segir:
Þetta er ekki knúið fram — þetta
er eðlileg þróun hvemig sem á er
litið.
Þegar kannað er hvernig Norður-
löndin greiði atkvæði í samanburði
við lönd Evrópubandalagsins kemur
í ljós að Norðurlöndin greiða at-
kvæði eins í 72,9% tilvika, en
Evrópubandalagslöndin aðeins í
38,7% tilvika. Ole Bierring vísar því
á bug að þessar tölur gefi til kynna
að helmingi meiri eining ríki meðal
Norðurlanda en landa Evrópu-
bandalagsins:
Það er ekki erfiðara að vera sam-
mála í Evrópubandalaginu en meðal
Norðurlandanna þegar um megin-
drætti er að ræða, segir Ole Bierr-
ing, en að visu kann svo að vera
hvað einstaka tillögu varðar.
Öryggismál
Fulltrúarnir eru sammála um að
það sé óeining meðal Norðurland-
anna um öryggismál. Keijo Kor-
honen segir:
Við höfum að lang mestu leyti
sömu stefnu í afvopnunarmálum,
en það er óeining um einstök mál.
Sú staðreynd að tvö landanna eru
hlutlaus og þijú í NATO býður
auðvitað upp á mismunandi stefnur
í öryggismálum.
Ole Bierring bendir á hvernig
afstaða sé tekin í einstökum málum:
Auðvitað gengur þetta út á það
að við lítum á textann sem liggur
fyrir, en síðan getur atkvæða-
munstrið haft áhrif — verðum við
í réttum félagsskap? Best væri að
við hefðum bæði Norðurlöndin og
Evrópubandalagslöndin með okkur,
eða að minnsta kosti hæfilegt þver-
snið af báðum hópunum. Danmörk
vill helst ekki vera einangrað í öðr-
um hvorum hópnum.
Framtídin
Norrænu þjóðimar eru ekki
stofnun heldur óformlegur hópur
og sem slíkur er hann til og á hann
er litið sem framfaraafl í heiminum,
segir Anders Ferm, og Keijo Kor-
honen bætir við:
Menn gleyma mjög oft að ein-
mitt norræn samvinna er það
nærtækasta, nánasta og tryggasta,
sem Norðurlöndin eiga kost á innan
Sameinuðu þjóðanna.
Erik Tellman slær botninn í um-
ræðuna:
Norræna samvinnan er svo rót-
föst og nauðsynleg að hvað sem
seinna kann að gerast, heldur hún
áfram á einn eða annan hátt.
Höfundur starfar sem upplýsinga-
fulltrúi hjá Norræna félaginu í
Danmörku.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JOHN MADELEY
Milljónir dejrja að óþöifu
Hávaðalaust fjöldadráp vannæringar og sýkingar - þannig hljóð-
ar lýsingin sem Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna gefur á
dauða þeirra um 250.000 barna sem deyja víða um heim i viku
hverri.
E inn skæðasti vegandi bam-
anna er uppþornun líkamans
í kjölfar langvarandi niðurgangs.
Árlega veldur þessi sjúkdómur
dauða þriggja milljóna barna, þótt
unnt sé að bjarga svo til öllum
þessum ungu vemm á auðveldan
hátt og svo ódýrt að engir foreldr-
ar ættu að þurfa að horfa upp á
böm sín deyjáaf þessum sökum.
Aðferðin sem beitt er nefnist á
ensku „oral rehydration", sem
þýðir nánast inntaka vökvabind-
andi efna. Fyrir andvirði tæplega
ijögurra íslenzkra króna kaupa
foreldrar smápoka af söltum, sem
bömin taka inn til að fyrirbyggja
vökvamissi - eða foreldramir geta
útbúið sína eigin blöndu úr salti,
sykri og vatni.
Bamahjálparsjóðurinn, UNIC-
EF; segir að reynslan hafí sýnt
að inntaka vökvabindandi efna
beri tilætlaðan árangur: „Þessi
aðferð var svo til óþekkt fyrir
fimm ámm, en nú nota hana um
20% allra foreldra í þróunarríkjun-
um og koma þannig í veg fyrir
dauða rúmlega 600.000 bama á
ári.“
Engu að síður er þróunin „allt
of hægfara" segir í skýrslu UNIC-
EF. „Það má ekki viðgangast
lengur að þijár milljónir bama
látist árlega úr uppþornun."
Þörf fyrirfræöslu
Til að stuðla að lausn þessa
vanda telur UNICEF mesta þörf
fyrir aukna fræðslu - „að kenna
öllum foreldmm að nýta sér það
sem þegar er vitað um þessa ein-
földu og ódým leið til verndar
bömunum, og veita foreldmnum
nauðsynlega aðstoð."
í þessu skyni er í skýrslunni
hvatt til sameiginlegs stórátaks
kennara, fjölmiðla, opinbeira
stofnana og góðgerðasamtaka til
að vekja áhuga almennings um
allan heim.
Þijár milljónir bama til við-
bótar munu deyja á árinu 1987,
segir í skýrslunni, úr mislingum,
stífkrampa og kíghósta. Auk þess
munu um 200.000 börn hljóta
„varanlega bæklun" af völdum
lömunarveiki.
Einnig í þessum tilvikum er
leiðin til úrbóta kunn. „Víðast
hvar em ónæmisaðgerðir að-
gengilegar," segir UNICEF.
„Unnt hefði verið að bjarga lífi
og limum svo til allra þessara
bama með nokkmm bólusetning-
um sem kosta nálægt 185 krónum
fyrir hvert bam.“
Og bólusetningar hafa þegar
dregið úr bamadauðanum. í
skýrslunni er bent á að „bólusetn-
ingar-herferð“ yfírstandandi
áratugar hafi þegar náð til um
helmings bama vanþróuðu
ríkjanna og komið í veg fyrir
dauða rúmlega 1,3 milljóna bama
á ári.
Skæður öndunarfærasjúk-
dómur veldur auk þessa dauða
tveggja til þriggja milljóna bama
innan fímm ára aldurs árlega.
Flestum þessara barna hefði verið
unnt að bjarga með um 20 króna
skömmtum af sýklalyfjum," segir
UNICEF.
Banvænasti skaðvald-
urinn
Einna erfíðast getur verið að
beijast gegn banvænasta skað-
valdinum - næringarskorti. Talið
er að þessi skortur eigi hlut að
dauða um þriðjungs þeirra 14
milljóna barna sem deyja árlega,
segir í skýrslunni.
Bent er á að meginorsök van-
næringar sé ekki matarskortur,
heldur „skortur á nauðsynlegri
þjónustu og fræðslu." Með því að
tryggja að foreldrar þekki kosti
takmörkunar bameigna, bijósta-
gjafa og ónæmisaðgerða, og að
þeir kunni að vernda böm sín
gegn sjúkdómum, „má vinna bug
á flestum, en ekki öllum, orsökum
vannæringar."
Einnig á þessu sviði virðist
bjartara framundan. Árið 1980
létust 43.000 böm innan fímm
ára aldurs á degi hvetjum í heim-
inum. „Árið 1987 var þessi tala
komin niður í um 38.000 á dag.
Árið 1990 ætti talan að vera kom-
in niður í 33.000 á dag eða jafnvel
færri."
í sumum löndum hefur verið
sýnt fram á að unnt er að ijölga
ónæmisaðgerðum stórlega á
skömmum tíma með sameiginlegu
átaki þjóðarinnar.
í Senegal í Vestur Afríku hefur
til dæmis ónæmisaðgerðum, sem
áður vom lítt notaðar þar í landi,
fjölgað svo á einu ári að þær ná
nú til um 70% þjóðarinnar.
í Sýrlandi hefur ónæmisað-
gerðum gegn sex helztu sjúk-
dómum sem hindra má með
bólusetningu fjölgað úr 25% árið.
1985 í 70% árið 1987.
Aukin áherzla á heilbrigðis-
þjónustu í Pakistan hefur fjölgað
ónæmisaðgerðum, sem aðeins
náðu til 3% þjóðarinnar árið 1981,
upp í 55% á þessu ári.
Þarfir barna hafa stöku sinnum
verið hærra metnar en rekstur
styijalda. Þriðja árið í röð hefur
kirkjan í E1 Salvador komið á
vopnahléi í átökum hers landsins
og skæruliða meðan börn landsins
vom bólusett.
' James Grant framkvæmda-
stjóri UNICEF telur að árangur-
inn sem náðst hefur í að draga
úr barnadauða „hafi verið eitt
mesta afrek mannsins á þessari
öld eða á liðnum öldum."
En hann minnir á að á þessum
áratug hafí gætt „andstreymis
gegn úrbótum fyrir börn heims-
ins.“ Vitnar hann í átök og
styijaldir í Afríku og Latnesku
Ameríku, og bætir við: „Minna
áberandi en ekki síður afdrifarík-
ur er sá samdráttur í efnahags-
málum sem hefur bæði þrengt
kjör almennings og dregið úr opin-
berri þjónustu í mörgum ríkjum
þriðja heimsins."
UNICEF áætlar að kostnaður
við að koma á „varanlegu og al-
þjóðlegu" kerfí ónæmisaðgerða í
þróunarríkjunum yrði sem næmi
andvirði 500 milljóna dollara (um
18,5 milljarða króna), eða svip-
aðri upphæð og 10 fullbúnar
orrustuþotur kosta í dag.
„Það verður að beina eftirfar-
andi spurningu til leiðtoga þjóða
heims,“ segir í skýrslunni. „Vilja
þeir standa fyrir alþjóðlegu átaki
í heilbrigðismálum og beita sér
persónulega og pólitískt fyrir því
að dregið verði úr bamadauða og
vannæringu bama með öllum
þeim úrræðum sem tiltæk eru í
dag?“
Höfundur er blaðamaður hjá
brezka blaðinu The Observ-
er.
f skýrslu Barnahjálparsjóðs Sameinuðu þjóðanna kemur fram,
að yfir fjórar milljónir barna í þróunarríkjunum láta lífið á ári
hveiju af völdum næringarskorts.