Morgunblaðið - 05.01.1988, Page 36

Morgunblaðið - 05.01.1988, Page 36
Séð yfir Pollinn ísi lagðan. Morgunblaðið/GSV Bömin á Akureyri em nú loksins farin að geta byggt sér snjóhus. Ró og spekt á Akureyri Akureyringar hafa tekið nýju ári með ró og spekt, að sögn Ama Magnússonar lögreglu- varðstjóra á Akureyri. Ámi sagði Amtsbókasafnið: Málverka- sýning Málverkum, sem Akureyrar- bær hefur keypt á liðnu ári, hefur verið komið fyrir um tíma í Amtsbókasafninu. Málverkunum hefur verið korriið fyrir í lestrarsal safnsins og verða þau þar til sýnis á venjulegum opn- unartímum safnsins til 15. janúar nk. Helgar-og viðskiptaf erðir til Reykjavíkur Ótrúlega hagstætt verð Verðfrákr. 6.859,- . Ferðaskrifstofa Akureyrar, Ráðhústorgi 3, sími 25000. að mikið líf hefði verið í mið- bænum á nýársnótt, en helgin hefði verið heldur tíðindalitil. Menn hefðu mestmegnis legið heima í afslöppun. Bjami Sigurðsson, vegaeftirlits- maður, sagði að fært væri frá Akureyri yfir Öxnadalsheiði alla leið suður til Reykjavíkur. Ófært er vegna veðurs og snjóa til Siglu- fjarðar og um Olafsfjarðarmúla. Búið er að hreinsa austur um Víkur- skarð og til Húsavíkur, en ófært er austan Húsavíkur, að minnsta kosti var Tjömesið ekki hreinsað í gær. Leikst jóri: Borgar Garðarson Leikmynd: Örn ingi Gíslason Lýsing: Ingvar Björnsson Tónlist: Jón HlöðverÁskelsson 5. sýning fimmtudaginn 7. janúar kl. 20.30 6. sýning föstudaginn 8. janúar kl. 20.30 7. sýning laugardaginn 9. janúarkl. 18.00 8. sýning sunnudaginn 10. janúarkl. 15.00 Ath. brcyttan sýningartima. Forsala aðgöngumiða hafin. MtÐASALA IA 96-24073 laKPÓAG AKUREYRAR Háskólinn á Akureyri: Viðskipta- og markaðsfræði, matvæla- fræði, sjúkranudd og haffræði í athugun Stjórnarfrumvarp til laga um Háskólann á Akureyri var lagt fyrir Alþingi skömmu fyrir jólahátíð. Frumvarpið var sent menntamálanefnd til umfjöll- unar en búist er við að frum- varpið verði að lögum innan skamms. Um hlutverk skólans segir í frumvarpinu að hann skuii vera vísindaleg fræðslustofnun með sérstöku tilliti til atvinnuvega þjóðarinnar. Hann skal veita nem- endum sínum menntun er geri þá hæfa til að sinna ýmsum störfum og ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu eða stunda frekara háskólanám. Kostnaður við stofnun og rekstur skólans greiðist úr ríkissjóði. Stjórn háskólans er falin há- skólanefnd og rektor. Háskóla- nefnd hefur úrskurðarvald í málefnum háskólans eftir því sem lög mæla og nánar er ákveðið í reglugerð. Rektor er yflrmaður stjómsýslu háskólans. Hann hefur daglegt eftirlit með rekstri háskól- ans, kennslu og annarri starfsemi. Háskólinn á stjómarfarslega und- ir menntamálaráðherra. Rektor er skipaður af ráðherra til fimm ára. Skal staðan auglýst og leitað umsagnar háskólanefndar um umsækjendur. Heimilt er að end- urskipa sama mann rektor önnur flmm ár. Háskólanefnd skal skip- uð rektor, sem jafnframt er ætlað að vera formaður nefndarinnar. Einn fulltrúi skal tilnefndur af bæjarstjóm Akureyrar til íjögurra ára í senn, einn fulltrúi tilnefndur af Fjórðungssambandi Norðlend- inga til fjögurra ára, tveir fulltrú- ar tilnefndir af menntamálaráð- herra, einnig til fjögurra ára. Þá skulu forstöðumenn deilda sitja í háskólanefnd auk eins fulltrúa nemenda, sem kjörinn skal til eins árs á almennum fundi nemenda. I frumvarpinu segir að lög þessi skuli endurskoðuð áður en þijú ár eru liðin frá setningu þeirra. Aðdragandinn að stofnun Há- skólans á Akureyri er orðin nokkurra ára. í maí 1982 skipaði Ingvar Gíslason þáverandi menntamálaráðherra nefnd til þess að gera tillögur um hvernig vinna mætti að því að efla Akur- eyri sem miðstöð mennta og vísinda utan höfuðborgarinnar. Var nefndinni sérstaklega ætlað að kanna hveijir möguleikar væru á því að taka upp háskólakennslu á Akureyri. Nefndin skilaði álits- gerð 1984. Nefnd sem Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra skipaði í ársbyijun 1985 til að fjalla um fjárlaga- og þróunará- ætlun fyrir Háskóia Islands var falið að athuga um hugsanlega háskólakennslu á Akureyri með hliðsjón af framangreindu nefnd- aráliti. Skömmu eftir að Sverrir Hermannsson tók við starfi menntamálaráðherra, eða í des- ember 1985, skipaði hann nefnd til að ijalla um kennslu á háskóla- stigi á Akureyri. Formaður hennar var Halldór Blöndal al- þingismaður, en aðrir nefndar- menn Bernharð Haraldsson skólameistari Verkmenntaskól- ans, Bjami Kristjánsson rektor Tækniskóla íslands, dr. Sigmund- ur Guðbjarnason háskólarektor °g Tryggvi Gíslason skólameistari MA, en síðar tók Jóhann Sigur- jónsson settur skólameistari við starfí hans í nefndinni. Á grund- velli tillagna nefndarinnar voru síðar skipaðar sérstakar nefndir eða starfshópar til að ijalla um nám á tilteknum sviðum. Stefnt var að því, að kennsla gæti hafist haustið 1987, og í fjárlögum fyrir árið 1987 var gert ráð fyrir sér- stöku framlagi, 5,1 milljón kr., til háskólakennslu á Akureyri. I haust voru tveimur fyrstu námsbrautunum komið á laggim- ar, iðnrekstrarbraut og hjúkmna- rfræðibraut. Forstöðumaður háskólakennslu á Akureyri var ráðinn Haraldur Bessason pró- fessor, námsbrautarstjóri á hjúkrunarbraut Margrét Tómas- dóttir M.S., námsbrautarstjóri á iðnrekstrarfræðibraut dr. Stefán G. Jónsson og skrifstofustjóri Bárður Halldórsson menntaskóla- kennari. Starfsemi skólans hófst formlega með setningu í Akur- eyrarkirkju 5. september 1987, og tveimur dögum síðar hófst kennsla. Skráðir nemar í hjúkmn- arfræði vom 13 talsins, en í iðnrekstrarfræði 35. Kennsla, önnur en sú sem námsbrautar- stjórarnir sinna, er í höndum stundakennara. Húsnæðisaðstaða er í hluta af húsi því sem Iðn- skóli Akureyrar hafði áður til umráða og síðan Verkmennta- skólinn á Akureyri. Kennsla fer einnig fram í íþróttahöllinni við Skólastíg. Auk reglulegrar kennslu á námsbrautunum er þeg- ar á þessu fyrsta námsári hafið fyrirlestrahald á vegum skólans, sem jafnframt er ætiað almenn- ingi. Nefndir starfa að athugun og undirbúningi kennslu í viðskipta- og markaðsfræðum og í matvæla- fræðum. Nýskipuð er og nefnd til að athuga forsendur kennslu í sjúkranuddi. Hugmyndir hafa ver- ið reifaðar um kennslu á sviði haffræði og sjávarútvegs en nán- ari umfjöllun þeirra er ekki hafin. I frumvarpinu segir að orðið hafí mikil breyting á háskóla- menntun á Vesturlöndum undan- fama áratugi. „Pjölbreytni háskólanáms hefur aukist, m.a. hefur ýmiss konar starfsmenntun sem áður fór fram í sérskólum á framhaldsskólastigi færst á há- skólastig og ný viðhorf hafa valdið breytingum á hlutverki og starfs- háttum margra háskóla. Gætt hefur vaxandi tilhneigingar til að efla gagnvirkt samband háskóla og atvinnulífs. Við hlið hinna hefðbundnu, almennu háskóla, þar sem megináhersla er iögð á grundvallarrannsóknir og kennslu í tengslum við þær, hafa risið á legg menntastofnanir með tiltölu- lega stuttum námsbrautum á háskólastigi. Þessir skólar, sem nefnast ýmsum nöfnum eftir lönd- um, eiga það margir sammerkt að taka mið af atvinnulífi og starfsgreinum í kennslu sinni, svo og í. rannsóknum þar sem þeim er til að dreifa. Stofnun háskóla á Akureyri samrýmist þessari þróun. Hlut- verk Háskólans á Akureyri verður annað fremur en að standa í beinni samkeppni við Háskóla ís- lands um námsframboð og rannsóknir. Ekki er heldur gert ráð fyrir að hann verði útibú frá Háskóla íslands. Verður því strax í upphafi að marka honum með lögum þann vettvang, að hann geti .þjónað hlutverki sínu sem sjálfstæð stofnun, sem bjóði upp á nýjar námsleiðir, er séu í sam- ræmi við þarfir íslensks þjóðfélags hveiju sinni. Eðlilegt er að tekið sé tillit til atvinnuhátta í næsta nágrenni skólans, þegar íjallað er um hlut- verk hans. Á Akureyri hefur atvinnulífið einkum einkennst af verslun, iðnaði og þjónustu. Þar er öflugt sjúkrahús, sem ætlað er það hlutverk að vera vara- sjúkrahús fyrir allt landið. Þar er margháttaður iðnaður og um- svifamikil verslun og þjónusta við allt Norðurland." Þá segir að fyrst í stað hljóti skólinn einkum að fást við kennslu á styttri náms- brautum, sem ljúki með prófum er veiti tiltekin starfsréttindi en jafnframt rétt til áframhaldandi háskólanáms.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.