Morgunblaðið - 05.01.1988, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988
Minning’
Eyþór Einarsson
Fæddur 18. júní 1912
Dáinn 23. desember 1987
Vinur minn Eyþór Einarsson er
látinn. Hann lést á sl. Þorláksmessu-
kvöldi, kvöldið áður en í garð gengur
mesta hátíð ljóssins og gleðinnar.
Það er táknrænt að hann skyldi
hverfa af sjónarsviðinu þá, því hafi
einhver maður borið birtu og gleði
inn í líf samferðamanna sinna þá var
það Eyþór. Hann var líka fæddur á
bjartasta tíma ársins. Fæddur á
Laugum í Hrunamannahreppi sonur
hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur og
Einars Jónssonar, sem þar bjuggu.
Eyþór ólst upp í hópi fímm albræðra
við öll algeng sveitastörf. Föður sinri
missti hann ungur úr spönsku vei-
kinni, sem svo rnarga lagði að velli.
Seinna kom að Laugum Marel Jóns-
son og bjó hann með móður Eyþórs
og áttu þau saman einn son, sem
lést ungur maður eftir langt sjúk-
dómsstríð. Eina hálfsysíur átti Eyþór
einnig, sem var töluvert eldri en þeir
bræður. Milli fímm albræðra Eyþórs
og hálfsystkina þeirra var mjög gott
samband. Eyþór stundaði nám við
Héraðsskólann að Laugarvatni og
einnig við íþróttaskóla Sigurðar
Greipssonar í Haukadal. Þegar ekki
var lengur þörf fyrir vinnu Eyþórs
- ,heima á Laugum var hann í vinnu-
mennsku hingað og þangað í
Hrunamannahreppnum og svo um
nokkurra ára skeið bústjóri hjá Jör-
undi Brynjólfssyni, fv. alþingis-
manni, fyrst í Skálholti og síðar í
Kaldaðamesi. Kynni okkar Eyþórs
hófust víst í raun og veru þegar ég
var um það bil ársgömul. A.m.k.
stríddi hann mér með því á unglings-
árunum að hann hefði passað mig
„þegar ég var sköllótt og pissaði í
bleyju". En hann dvaldi vetrartíma
í heimavistarskólanum að Flúðum,
þar sem faðir minn mun hafa verið
þar til að létta undir við hjúkrun
Einars bróður síns sem lá veikur í
skólanum. Þetta tvennt hefur Eyþór
ábyggilega sameinað vel að hjúkra
veikum bróður og passa óþæga
stelpu. Hann var með afbrigðum
natinn við sjúklinga og sérlega bam-
góður. Ég veit að Eyþór kom oft að
Flúðum til foreldra minna og var þar
jafnan aufúsugestur en við fiuttum
til Reykjavíkur haustið 1937.
Sumarið 1941 þegar mörgum
Reykjavíkurbömum var komið í sveit
vegna stríðsins var ég svo lánsöm
að komast til vinafólks foreldra
minna, Eyrúnar Guðjónsdóttur og
Emils Ásgeirssonar í Gröf í Hruna-
mannahreppi. Þar dvaldi ég sam-
fleytt í sjö sumur og varð Gröf því
mitt annað heimili. Og flest þessi
sumur var Eyþór viðloðandi í Gröf,
sum þeirra öll og sum að hluta. Og
þar bundumst við Eyþór þeim vin-
áttuböndum, sem aldrei slitnuðu þó
aldursmunur væri allnokkur og oft
vík milli vina — en þó fundum okkar
bæri stundum ekki lengi saman þá
var hann alltaf þama. Að vera á
heimili með Eyþóri sem bam og ungl-
ingur var svo skemmtilegt að það
gleymist aldrei. Honum fylgdi svo
mikið líf og fjör að við krakkamir
mundum aldrei hvað hann var mikið
eldri. Hann var einn af okkur. Allt
sem hann gat fundið upp á að segja
og gera til að létta hin leiðinlegustu
verk jafnvel í leiðindaveðri var óþijót-
andi. Þar sem Eyþór ólst upp í
bræðrahópi vöndust þeir bræður öll-
um algengum kvennastörfum og
töldu sig ekki of góða til að vinna
slíka vinnu. Þess vegna minnist ég
Eyþórs oft við þvottabalann „austur
á hver“ sem kallað var í Gröf og
jafnvel þeir dagar urðu skernmtileg-
ir. Annars var alltaf sólskin og allt
skemmtilegt í þá daga.
Eyþór hafði mikið yndi af hestum
og átti á þessum árum mjög góðan
hest, hann Sindra. Og á sunnudögum
lánaði Emil okkur krökkunum oft
hesta og hver fór þá í útreiðartúr
með okkur nema Eyþór á Sindra
sínum. Hann fór með okkur í ótelj-
andi skemmtilega útreiðartúra. Það
var mikið öryggi fyrir þá, sem ekki
voru sérstakir reiðgarpar, eins og
undirrituð, að hafa hann með í för-
inni. Hann passaði að ekki væri
hleypt alltof hratt á moldargötunum
fyrir framan Lauga svo enginn týndi
hjartanu af hræðslu. Því að í mörgum
útreiðartúmum var komið við á
Laugum hjá Guðrúnu móður Eyþórs
og þar var okkur boðið inn í stofu
og bomar fram góðgerðir eins og
við værum öll fullorðið fólk — svona
lagað gleymist ekki. Ég minnist sérs-
taklega einnar slíkrar ferðar með
Eyþóri. Það var þegar hann fór með
okkur fjóra krakka ríðandi inn á
Hrunakrók, þar sem einu sinni va_r
búið en stóðu nú tóttir einar. Á
Hrunakrók er sérstaklega fallegt en
þangað er nærri dagsferð ríðandi úr
miðsveitinni. Ég er viss um að það
höfðu ekki margir krakkar á okkar
aldri komið þama og þessi ferð varð
okkur öllum ógleymanleg. Eyþór var
sannkallaður áhugaljósmyndari, átti
eina af þessum góðu, gömlu kassa-
vélum og tók mikið af myndum. Sem
betur fer á ég margar af myndum
hans svo ég get rifjað upp óteljandi
skemmtileg atvik, sem tengjast sam-
vem okkar í hreppnum. Þá var Eyþór
einnig ágætlega hagmæltur og lét
oft §úka allskonar kviðlinga um okk-
ur krakkana og það sem við vorum
að gera. Þeir voru stundum kersknir
en aldrei illkvittnir. Margar þessara
skemmtilegu vísna kann ég enn í dag
og stundum lofaði ég honum að heyra
það, sem hann var búinn að gleyma.
Við Eyþór skrifuðumst á árum sam-
an og skemmtilegri sendibréf á ég
ekki til í mínum fórum — hæfíleikinn
til að gera hversdagslegustu hluti
spaugilega og ævintýri líkasta var
einstæður — hvort sem verið var að
taka á móti kálfi í Gröf eða elda
hafragraut ofan í vinnumennina í
Skálholti.
Eyþór var mikill félagsmálamaður.
Hann var formaður Ungmennafélags
Hrunamanna lengi og hann var einn-
ig í stjóm Héraðssambandsins
Skarphéðins um nokkurra ára skeið.
Slíkum störfum hjá hvorum samtök-
unum sem var fylgdi mikil vinna.
T.d. að sjá um árlega skemmtun á
Álfaskeiði. Álfaskeiðsskemmtanim-
ar voru hápunktur sumarsins.
Þangað fóru allir sem vettlingi gátu
valdið úr sveitinni og nærsveitum.
Þama vom skemmtiatriði, veitingar
og síðast en ekki síst dans á flötinni
hvemig sem viðraði. Þetta var gífur-
legur undirbúningur og mikil vinna
kringum þessar skemmtanir, sem
mæddu ekki hvað minnst á formanni
félagsins og oft lögð nótt við dag
að undirbúa og svo gat enginn ráðið
við duttlunga veðurguðanna, en
gamanið gat staðið og fallið með
þeim. Sama máli gegndi um íþrótta-
mótin að Þjórsártúni nema það náði
yfír allt héraðið og þá kom mikið til
kasta þeirra sem voru í stjóm Skarp-
héðins hveiju sinni. Allt var þetta
að sjálfsögðu sjálfboðavinna. Eyþór
lék einnig lengi með ungmennafélag-
inu og hann var í héraðslögreglunni,
sem hafði eftirlit á dansleikjum, þeg-
ar hún var stofnuð. Á þessari
upptalningu sést að vinur minn, Ey-
þór, var fjölhæfur maður sem ekki
skirrðist við að gera skyldu sína,
hvort sem honum var það ljúft eða
leitt. En manni með hans léttu, glöðu
lund var áreiðanlega margt frekar
ljúft en leitt.
Eyþór giftist frekar seint á lífsleið-
inni hinni mætustu konu, Guðbjörgu
Aðalsteinsdóttur ættaðri úr Dala-
sýslu. Þau eignuðust sjö efnisböm,
sem öll em nú farin úr foreldrahúsum
nema tvö þau yngstu. Ég veit að
Eyþór var hamingjumaður í einkalífi
sínu. Þau hjónin bjuggu fyrst í Skip-
holti í Hrunamannahreppi, þá á
Kaldbak í sömu sveit en fluttust síðan
að Kaldaðamesi og bjuggu þar um
tuttugu ára skeið. í Kaldaðamesi
bjuggu síðustu ár sín í skjóli þeirra
Guðrún, móðir Eyþórs, Valgerður
hálfsystir hans og Marel Jónsson.
Þetta sýnir ekki hvað síst hjartalag
hjónanna í Kaldaðamesi. Fyrir fáum
árum bmgðu þau hjónin búi í Kaldað-
amesi og fluttust til Hveragerðis
vegna hnignandi heilsu Eyþórs. Nú
þetta síðasta ár dvaldi Eyþór mikið
á sjúkrahúsum fyrst á Landspítalan-
um og síðan á sjúkrahúsinu á
Selfossi. Það var sama þó hann væri
oft mikið veikur þegar maður leit til
hans, það var alltaf stutt í spaugsem-
ina hjá honum. Hann var í raun alltaf
sá sami, gamli Eyþór, sem maður
gantaðist við á sínum ungu dögum
og tónninn milli okkar týndist aldr-
ei. Það síðasta sem hann sagði við
hiig þegar ég gekk út úr sjúkrastofu
hans á Landspítalanum áður en hann
var fluttur austur var skemmtileg
setning úr einni af þeim óteljandi
gamansögum, sem við kunnum sam-
an.
Sumir menn eru þannig, að þú
fyllist gleði þegar þú hugsar um þá,
vegna þess að þú átt svo margar
gleðilegar minningar í sambandi við
þá. Þannig vil ég minnast Eyþórs,
vinar míns. Ég fyllist gleði og þakk-
læti, þegar ég hugsa um, að ég skuli
hafa átt vináttu hans öll þessi ár.
Við hjónin og böm okkar vottum
Guðborgu konu hans, börnunum
þeirra sjö, tengdabömum, barna-
bömum, bræðrum hans og öðru
skylduliði okkar innilegustu samúð
og vonum að minningin um bjartan
æviferil góðs manns megi létta þeim
söknuðinn.
Blessuð sé minning Eyþórs Einars-
sonar.
Ásgerður Ingimarsdóttir
húsnæöi óskast
íbúð óskast
Til leigu óskast 2-3 herbergja íbúð.
Upplýsingar í síma 687818.
Seltjarnarnes
- Vesturbær
Ung hjón með verslunarrekstur á Eiðistorgi
óska eftir 3ja-4ra herbergja íbúð á Seltjarnar-
nesi eða Vesturbae sem fyrst.
Upplýsingar í síma 611390 á daginn eða
71562 á kvöldin.
Herbergi óskasttil leigu
Við leitum að herbergi fyrir ungan amerískan
pilt. Æskilegt er að húsgögn fylgi og eldunar-
aðstaða. Einhver húshjálp kemur til greina.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra í síma
698320.
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA
STARFSMANNAHALD
SAMBANDSHÚSINU
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu er skrifstofuhúsnæði á góðum stað
í miðbænum. Um er að ræða 140 fm sam-
liggjandi húsnæði auk smærri eininga.
Upplýsingar í síma 686377 á skrifstofutíma.
Skrifstofuhúsnæði
Höfum til leigu 275 fm skrifstofuhúsnæði
með sérinngangi. Góð bílastæði. Laust strax.
Upplýsingar veitir Guðni Jónsson í síma
46600.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu 75 + 50 fm skrifstofuhúsnæði í Aust-
urborginni. Gott útsýni og snyrtileg aðkoma.
Upplýsingar í síma 622928 í vinnutíma og
20884 eftir kl. 18.00.
Hafnarstræti
Til Jeigu eru tvö skemmtileg skrifstofuher-
bergi í miðri kvosinni, annað um 21 fm og
hitt um 29 fm.
Upplýsingar í síma 20630 á skrifstofutíma.
Málverk
Hefi kaupendur að myndum eftir eftirtalda
málara: Ásgrím Jónsson, J.S. Kjarval, Jón
Stefánsson, G. Scheving, Snorra Arinbjarn-
ar, Jóhannés Geir, Júlíönnu Sveinsdóttur,
Jóhannes Jóhannesson, Elías B. Halldórsson.
Staðgreiðsla. Vinsamlegast hafið samband
við undirritaðan í síma 96-21792 eða
96-25413 eftir kl. 17.00.
Bárður Halldórsson.
III Leyfisveitingar fyrir
||f daggæslu barna
á einkaheimilum
hefjast að nýju 1. janúar til 1. mars 1988.
Vakin er athygli á því að skortur er á dag-
mæðrum í eldri hverfum borgarinnar.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Dagvistar barna í Hafnarhúsinu v/Tryggva-
götu.
Nánari upplýsingar í síma 27277.
VERZLUNARRÁÐ
ÍSLANDS
Námsstyrkir
Verzlunarráð íslands auglýsir eftir umsókn-
um um tvo styrki til framhaldsnáms erlendis
sem veittir verða úr Námssjóði VÍ.
1. Styrkirnir veitast til framhaldsnáms við
erlenda háskóla eða aðra sambærilega
skóla í greinum sem tengjast atvinnulíf-
inu og stuðla að framþróun þess.
2. Skilyrði til styrkveitingar eru að umsækj-
endur hafi lokið námi sem veitir rétt til
inngöngu í Háskóla íslands eða aðra
sambærilega skóla.
3. Hvor styrkur er að upphæð 110 þúsund
krónur og verða þeir afhentir á aðal-
fundi Verzlunarráðs íslands 16. febrúar
1988.
Umsóknir þurfa að berast til skrifstofu ráðs-
ins fyrir 29. janúar 1988.
Umsókn þarf að fylgja afrit af prófskírteini,
ásamt vottorði um skólavist erlendis.
Verzlunarráð Islands,
Húsi verslunarinnar,
103 Reykjavík,
sími: 83088.
Jl