Morgunblaðið - 05.01.1988, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 05.01.1988, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR EGILSSON, hárskerameistari, Hellu Garðabœ, andaðist í Landspítalanum 2. janúar. Þórunn Ingólfsdóttir, Hrefna Ingólfsdóttir, Sigríður Ingólfsdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir, Grótar Ingólfsson, ■ Júlfus Ingólfsson Svava Júlfusdóttir, Björn Sævar Númason, Jorn Nielsen, Hjörtur Bragason, Óskar Jóhannesson, Steinunn Hjálmtýsdóttir, og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur minn, HILDIMUNDUR GESTSSON, Lágholti 9, Stykklshólmi, andaðist á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi að kvöldi 2. janúar. Þórhildur Halldórsdóttir, Hólmfrfður Hildimundardóttir, Halldór Hildimundarson, Hólmfríður Hildimundardóttir. t Faðir minn og bróðir okkar, ÓLAFUR G. JÓNSSON hárskerameistari lést á Hrafnistu hinn 3. janúar. Frfða Fulmer, Sofffa Sörensen, Lovfsa Jónsdóttir. t Systir mín og frænka okkar, LILLIAN TEITSSON, Sóleyjargötu 13, lóst 2. janúar. l Evelyn Tate, Úlfar Jacobsen, HaukurJacobsen og fjölskyldur. Móðursystir mín. t SIGURLÍN ODDSDÓTTIR frá Presthúsum, Akranesi, lést á heimili sínu í Brooklyn 31. desember 1987. Fyrir hönd vandamanna, Sigurlín Magnúsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir og dóttir, GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Karlagötu 21, lést á heimili sínu að kvöldi 3. janúar. Benedikt Harðarson, Ása Hlfn Benediktsdóttir, Ása R. Ásmundsdóttir. t Föðursystir mín, HJÁLMFRÍÐUR (FRIÐA) SIGURÐARDÓTTIR fyrrv. kennari, lést á sjúkradeild Hrafnistu sunnudaginn 3. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristjana Bergmundsdóttir. t Bróðir okkar, PÁLL JÖKULL ÞORSTEINSSON, Grettisgötu 13, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 2. janúar. Hulda Þorsteinsdóttir, Pótur Ómar Þorsteinsson. Minning: Jón Pétursson frá Neskaupstað Fæddur 25. júní 1903 Dáinn 28. desember 1987 Þann 28. desember lést móður- bróðir minn, Jón Pétursson íyrrv. útgerðarmaður á sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað. Fréttir um andlát koma oftast á óvart, en við vissum þó að Jón hafði verið sjúkur, en að hann færi svona fljótt datt víst engum í hug. Það er margs að minnast við frá- fall Jóns, enda um einstaklega elskulegan frænda að ræða, sem ávallt birtist með bros á vör og spaugsyrði, sem engan meiddu. Þeg- ar kveðja skai góðan vin fer ekki hjá því að tregi sæki á og hugurinn lejt- ar uppi gamlar endurminningar. Ég man eftir Jóni frá því að ég var smá patti, en samband Jóns og íjölskyldu hans við foreldra mína var alla tíð mjög gott og svo var reyndar um sambandið við öll systkini hans og skyldmenni. Eftir að ég fluttist frá Neskaup- stað kom Jón oft í heimsókn og það var ávallt tilhlökkun á mínu heimili þegar Jón birtist. Ég gæti rakið hér margar frásagnir frá heimsóknum Jóns, en það yrði of langt upp að telja, en vil þó geta einnar, en þá var fjölskyldan í sumarbústað í Mun- aðamesi og faðir minn með okkur. Þá var Jón f Reykjavík og við viss- um að hann yrði á ferðinni og bjuggumst við honum í heimsókn, svo og varð. Með honum var þá son- ardóttir hans Katrín. Jón ætlaði ekki að hafa langa viðdvöl, sagðist bara ætla að fá kaffisopa og halda sfðan áfram norður, en eftir fortölur okkar varð þó úr að þau urðu um nóttina. Það var mikið rætt þennan dag en mest var ánægja okkar að heyra þá ræða saman Jón og föður minn, en þeir rifjuðu upp gamlar samveru- stundir og kom þar í Ijós margt skemmtilegt og fróðlegt fyrir okkur sem á hlýddum. Jón var fæddur á Hafursá í S-Múlasýslu og voru foreldrar hans hjónin Stefanía Una Stefánsdóttir og Pétur Pétursson, en þau vom þar í vinnumennsku. Þau Stefanía og Pétur eignuðust 15 böm, en 3 þeirra dóu ung og upp komust 12 og em 9 þeirra enn á lífi. Jón var næst elstur bamanna en þau fæddust öll á Héraði nema yngsta bamið, sem fæddist eftir að Stefanía og Pétur fluttu til Norðfjarðar, en þangað fluttu þau árið 1918. Á þessum ámm hlýtur að hafa verið erfitt fyrir hjón í vinnumennsku að komast af og þá einkum ef litið er til þess bamaflölda sem þau Stef- anía og Pétur eignuðust, enda varð sú raunin á að flestum bamanna var komið í fóstur á ýmsum bæjum á Héraði og ólust þau þar upp, en flutt- ust til Norðíjarðar eftir að foreldr- amir fóm þangað. Ef stiklað er á stóm í sambandi við uppeldi Jóns þá fór hann fljótlega eftir fæðingu með foreldmm sínum að Vallanesi. Þriggja ára var honum komið í fóstur í Mjóanesi en var þar stutt og fór aftur í Vallanes til foreld- ranna. Jón var síðan bæði á Útnyrð- ingsstöðum og Gíslastöðum en árið 1918 fluttist hann til Norðfjarðar með foreldmm sínum og fór þá í vinnumennsku að Seldal í NorðQarð- arhreppi. 1920 fór Jón til sjós eins og títt var um unga menn á þeim ámm og lengst af var hann á bátum hjá Lúðvíki Sigurðssyni útgerðar- manni. Jón lærði fljótlega til vélstjóra og var vélstjóri á bátum til ársins 1945, en þá fór hann í land. Þann 28. janúar 1926 kvæntist Jón, Katrínu Guðnadóttur frá Vöðlavík og eignuðust þau 6 böm, en eitt bamanna dó í fæðingu. Böm þeirra Jóns og Katrínar em, Jónfna Sigríður, Guðni Þorvaldur, Una Stefanfa, Þómnn og Anna Margrét. Heimilið var lengst af í Adamsborg. Katrín andaðist 8. febrúar 1948, en hún hafði þá um nokkur ár átt við vanheilsu að stríða. Jón hélt áfram heimili með bömum sínum og var svo alla tíð þar til bömin fóm að heiman og eignuðust eigið heim- ili og íjölskyldu. Ég tel að Jón hafi verið lánsamur maður í lífi sínu þó erfitt hljóti að hafa verið fyrír hann að horfa upp á veikindi Katrínar og t Faöir okkar og tengdafaðir, BJÖRN V.J. GÍSLASON fyrrv. vörubílstjóri, Kaplaskjólsvegi 3, andaðist í Borgarspítalanum 31. desember. Margrót Björnsdóttir, Ingiberg Óiafsson, Birna Björnsdóttir, Þorgeir Theódórsson, Elfa Björnsdóttir, Ingimundur Jónsson. t Fóstra mín, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Skorrastað, Sjafnargötu 12, lést í Sjúkrahúsi Hvítabandsins 1. janúar 1988., Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra Sigurjónsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG JÓSEFSDÓTTIR, Fellsenda, Dalasýslu, lést í Sjúkrahúsi Akraness 23. desember. Útförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki E-deildar sjúkrahússins. Vésteinn Arngrfmsson, Erna Hjaltadóttir, Gunnlaug Arngrímsdóttir, Guðmundur Pálmason, Magnús Arngrfmsson, Bára Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. fráfall. Bömin hafa öll komist vel af og afkomendahópurinn er stór. Eftir að Jón hætti á sjónum fór hann í iðnnám og lærði pípulagnir og fékk meistararéttindi í þeirri iðn- grein. Jón vann síðan um langt árabil við pípulagnir á Norðfirði og reyndar um allt Austurland. Faðir minn vann með Jóni í nokkur ár og fór vel á með þeim og ræddi faðir minn oft um þennan tíma og um ferðir sem þeir fóm á aðra firði og upp á Hérað. Jón var um mörg ár starfsmaður Skipaskoðunar ríkisins og sá einnig um skoðanir og viðgerðir á gúmmí- björgunarbátum fyrir Austurland. Árið 1953 fór Jón í útgerð, ásamt Stefáni bróður sínum og tengdason- um Ara og Högna, er þeir festu kaup á mb. Hafbjörgu og gerðu út í mörg ár, einkum á humarveiðum við Homafjörð. Hafbjörgina seldu þeir árið 1972. Jón gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um, t.d. var hann fulltrúi iðnaðar- manna á fjölmörgum iðnþingum og fulltrúi útgerðarmanna á mörgum fiskiþingum. Jón flutti fyrir um 3 ámm síðan í Breiðablik, sem er heimili fyrir aldr- aða í Neskaupstað. Þar veit ég að Jón kom sér vel og þar er hans sárt saknað af vistfólkinu. Ég heimsótti Jón i fyrrasumar í íbúð hans og hafði mikla ánægju af og þá ekki síður fyrir það að f heimsókn hjá honum var bróðir hans Sigurður, sem komið hafði frá Seyðisfirði. Með þessum fátæklegu orðum vil ég fyrir mína hönd og systra minna kveðja elskulegan frænda og sendum við öllum afkomendum Jóns innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. ívar Hannesson Þann 28. desember lést í Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað móðurbróðir minn, Jón Pétursson. Fréttin um andlát Jóns kom ekki alveg að óvörum, en hann hafði dvalið á sjúkrahúsinu nú yfir jólin og mjög sjúkur síðustu dagana. Kveðjustund er alltaf sár og nú sér maður á bak honum frænda og nafna, en minning um hann mun lifa með okkur sem hann þekktu. Nú þegar ég vildi svo gjaman geta sett smá kveðju á blað, þá er svo margs að minnast að hugurinn fer um öll þau mörgu samskipti sem við áttum. Hinsvegar veit ég að Jóni hefði ekki orðið það geðfellt að löng og mikil grein væri um hann skrifuð. Því verða línur þessar fátækari en ella. Jón Pétursson var næst elstur af stórum systkinahóp, en alls urðu þau tólf sem komust upp og eru nú níu á lífi. Hann var sonur Pét- urs Péturssonar frá Gíslastöðum á Völlum og Stefaníu Unu Stefáns- dóttur frá Neskaupstað. Jón fæddist þann 25. júní 1903 að Haf- ursá í Skógum. Hann var með foreldrum sínum er þau voru vinnu- hjú hjá séra Magnúsi Blöndal á Vallanesi. Þaðan fluttu þau á Nes- kaupstað og fór þá Jón í Seldal til vinnu þar. Síðar eignaðist hann sumarbústað í landi Seldals og átti þar margar ánægjustundir. Er hann flutti svo til Norðfjarðar hóf hann að stunda sjómensku. Hann var um tíma í útgerð og átti auk þess sæti í LÍÚ. Síðar lærði hann pípulagnir og vann við það, ásamt ýmsu öðru er til féll. Ég vissi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.