Morgunblaðið - 05.01.1988, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988
Ást er...
Þú gast ekki fundið hvað
var að rakvélinni, sé ég?
Er „niggari“ viðeigandi
orð í opinberri umræðu?
Til Velvakanda
Ekki hef ég lagt það í vana minn
að skrifa í lesendadálka dagblað-
anna en nú get ég ekki orða bundist.
Þannig er mál með vexti að á Þor-
láksmessu var ég eins og gengur
kominn í jólaskap og á leið heim í
bílnum mínum. Vinnu var lokið og
jólainnkaup að mestu búin. Ég
kveikti á útvarpinu og þá sagði ein-
hver spekingurinn: „Jólaæsingurinn
er nú að ná hámarki. . .“ Ég flýtti
mér að skipta um rás enda var þetta
það síðasta sem ég þurfti með á
þeirri stundu. En ekki tók betra við
á Stjömunni. Verið var að ræða
símleiðis við fjármálaráðherrann
okkar. Eftir að hann hafði lýst því
hversu mikið hefði verið að gera hjá
sér undanfarið og að hann ætlaði
að snæða ijúpu á aðfangadag, sem
einhver bóndi fyrir vestan hefði sko-
tið milli augnanna með riffli, var
ráðherrann spurður hvort hann vildi
segja eitthvað við hlustendur Stjöm-
unnar að lokum. Þá sagði Jón
Baldvin eitthvað á þessa leið:
Við stjömuliðið, humm, hvað heit-
ir hann nú aftur blindi niggarinn
sem syngur svo fallega um ástina?
Stevie Wonder svaraði þá út-
varpsmaðurinni.
Og hvað heitir nú lagið hans sem
var svo vinsælt, spurði ráðherrann.
I just call to say I love you, svar-
aði útvarpsmaðurinn og vom það
skilaboð ráðherrans til hlustenda
Stjömunnar.
Mér finnst hvimleitt þegar ráða-
menn þjóðarinnar setja sig í stelling-
ar til að ná til einhverra sérstakra
þjóðfélagshópa. Ég tel það ekki sér-
lega ámælisvert þegar menn gera
sér upp tiltekinn framburð í íslensku
til að ná til ákveðinna hópa. Slíkt er
í mesta lagi hlægilegt. Verra þykir
mér þegar stjómmálamenn ganga
svo langt í að vera „töff“ að þeir
misbjóði gróflega siðgæðisvitund
hlustenda. Ég vil að minnsta kosti
skýra fyrrgreind ummæli Jóns Bald-
vins á þann veg að hann hafi með
orðavali sínu viljað höfða til þessa
„liðs“ sem hlustar á Stjömuna. Ég
hlusta oft á Stjömuna en ég frábið
mér slíka hræsni að annars vegar
sé talað til mín sem einhvers „liðs“
og hins vegar fái ég svo einhverja
ástaijátningu frá Jóni Baldvin. í
sömu andránni fór Jón Baldvin niðr-
andi orðum um söngvarann Stevie
Wonder og hans kynþátt. Jón Bald-
vin hefði vaxið í mínum augum ef
hann hefði óskað hlustendum frið-
sælla jóla þar sem allir hefðu nóg
að bíta og brenna eins og hann sjálf-
ur í stað þess að kalla okkur „lið“,
svertingja „niggara" og klykkja út
með því að segja að hann elskaði
okkur.
Ég spyr einnig hvemig hægt sé
að taka stjómmálamann alvarlega
sem boðar í aðra röndina jafnaðar-
mennsku en fer í hina röndina
ómaklega niðrandi orðum um menn
sem ekki geta borið hönd yfir höfuð
sér? Að lokum vil ég biðja Jón Bald-
vin að gæta framvegis tungu sinnar
á opinberum vettvangi og láta af
þeirri háttu sinni að tala niður til
fólksins því frá okkur hinum al-
mennu borgurum er vald hans
komið. Einnig vil ég mælast til þess
að ráðherrann hugleiði hvort honum
beri ekki að sýna gott fordæmi í
réttlætismálum því stjómmál snúast
jú á endanum um siðferðileg efni.
Það er ranglátt að fara niðrandi
orðum um aðra kynþætti því með
því er verið að gefa í skyn að þeir
séu öðmvísi í einhveijum grundvall-
aratriðum. Einnig er í hæsta máta
vafasamt að gera ráð fyrir að
„lægra" siðferði ríki meðal ákveð-
inna þjóðfélagshópa eins og til
dæmis hlustenda Stjömunnar. Og
þó svo væri ætti enginn ábyrgur
maður að ýta undir slíkt.
Páll Þórhallsson
Bjórinn yrði til ills
Til Velvakanda
Nokkm eftir að alþingi var sett
síðastliðið haust kom að því að
nokkrir þingmenn dustuðu rykið af
svonefndu bjórmáli eftir nokkurt
hlé, en það veit alþjóð að þetta mál
hefur borið á góma öðm hvom.
Jafnan hefur það dagað uppi í þing-
inu og virðist mér að það hafi gert
það einnig nú, að minnsta kosti í
bili. Mig minnir að einhvemtíma
hafí jafnvel verið rætt um að efna
til þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta
mál til að fá úr því skorið hversu
mikið fylgi það hefði og auðvelda
lyktir þess hjá háttvirtu alþingi.
Mín skoðun á málinu er þessi.
Það er vitað að þeir sem neyta
áfengis og skyldra drykkja skiptast
í tvo hópa, þá sem fara vel og illa
með. Og með þetta í huga, þótt ég
svo gjaman vildi greiða atkvæði
með, verður mér hugsað til þess
að sá hópur sem fer vel með áfengi
er afar fámennur miðað við hinn
sem fer illa með. Það er staðreynd
og með það í huga myndi ég krossa
við á móti, því ég vil ekki að at-
kvæði mitt stuðli að meiri spillingu.
Þar sem ég þykist vita að skoðana-
bræður mínir séu ekki ófáir tel ég
litlar líkur á að þetta mál nái fram
að ganga. Ekki er að vita nema
einhvem tíma í framtíðinni gæti átt
sér stað vakning meðal téðra spill-
ingarhópa og þeir sjái að sér.
Tíðarandi og hugsunarháttur gæti
orðið á þá' lund að ekki þyki fínt
að neyta áfengis. Þetta vandræða-
bam alþingis, bjórmálið, yrði þá
algerlega úr sögunni.
Gunnar Sverrisson
Yíkverji skrifar
Fyrir skömmu átti Víkveiji sam-
tal við hjón, sem búa hluta úr
ári í Bandaríkjunum en að öðm leyti
hér á íslandi. Þau höfðu komizt að
þeirri niðurstöðu, að það þyrfti 100
Bandaríkjadali til þess að kaupa hið
sama hér og 50 Bandaríkjudalir
dygðu til vestan hafs. Nokkur dæmi
sem nefnd vom, leiddu í ljós, að
verð á ýmis konar vöm og þjónustu
er í mörgum tilvikum um helmingi
hærra hér en þar.
í áramótagrein sinni í Tímanum
á gamlársdag sagði Steingrímur
Hermannsson, utanríkisráðherra
frá því, að hann hefði keypt jólaljós
í Amsterdam fyrir skömmu og síðan
séð nákvæmlega sömu vöm hér.
Munurinn var sá, að hún var meira
en helmingi dýrari hér.
Ferðir íslendinga til útlanda hafa
aukizt mjög. Hér á Vesturlöndum
er mjög svipaður vamingur í verzl-
unum þannig að samanburður á
verði er auðveldur fyrir þá mörgu,
sem em á ferðinni. Þegar fólk sér
verðmun af því tagi, sem Steingrím-
ur Hermannsson lýsir og fjölmörg
dæmi em um, blossar upp í því
reiði. Hingað til hafa innflytjendur
og kaupmenn varið sig með því, að
ríkissjóður leggi svo mikið á vör-
una. Eftir þær breytingar, sem
gerðar vom á tollum og öðmm opin-
bemm gjöldum nú um áramótin
verður það erfiðara. Nú reynir á
kaupmenn!
Þegar síðasta verðkönnun verð-
lagsstjóra um almennt neyzluvöm-
verð var kynnt urðu áhrifin
umsvifalaust þau, að viðskipti
stórminnkuðu í þeim verzlunum,
þar sem verðlag var hæst. Viðbrögð
þeirra vom að lækka verð strax.
Kaupmenn geta búizt við því, að
fólk verði mjög vakandi fyrir þessu
næstu mánuði.
Annars em það ekki kaupmenn
einir, sem hér eiga hlut að máli.
Víkveija sýnist að þjónusta af ýmsu
tagi, svo sem hjá rökumm og hár-
greiðslustofum, efnalaugum,
þvottahúsum og fleimm hafi hækk-
að langt umfram verðbólgu á sl.
12 mánuðum.
XXX
að er mikið talað um stöðu
íslenzkrar tungu m.a. hér í
Morgunblaðinu. En starfsmenn
Morgunblaðsins þurfa ekki síður en
aðrir að gæta að sér. Fyrir skömmu
fékk Víkveiji svohljóðandi bréf frá
„lesanda“: „Kæri Víkveiji. Sendi
þér með síðu úr Mbl. þ. 23. des.
s.l. Ágætt greinarkom Ómars
Ragnarssonar um enskuslettur rifj-
aðist upp, þegar ég sá þessa
auglýsingu. Ómar lauk greininni
með spumingu um, hvort það væri
tú leit að gera eitthvað í málinu.
Er það „tú leit" hjá stærsta dag-
blaði landsins? Og þvælan er meira
að segja feitletmð. Leiðarar Morg-
unblaðsins, Reykjavíkurbréf, þínar
greinar og margar, margar fleiri
tala um málvemd - hefur gleymst
að láta auglýsingadeildina vita, að
Morgunblaðið skuli skrifað á
íslenzku? Þú værir vís til að koma
ábendingu til réttra aðila. Gleðilegt
ár.“
Með þessu bréfi fylgir blaðsíða
47 úr Morgunblaðinu á Þorláks-
messu. Þar birtist hálf síðu auglýs-
ing frá veitingahúsinu Aski. Þar
segir:„Gerðu svo vel! Sérlagaðir
réttir beint til þín í vinnuna. Nýttu
dýrmætan vinnutímann í jólaönnum
til fulls og njóttu vel, því eldhúsið
okkar er opið til kl. 23.30 á hvetju
kvöldi. Við sendum af öllum mat-
seðlinum okkar til þín ásamt
meðlæti og drykkjarföngum að ósk-
um. Vell dönn, mídíum eða
rer?Askur.Suðurlandsbraut 14.
Pöntunarsími 681344-Geymdu
númerið!“
Það er auðvitað Morgunblaðinu
og Aski til skammar, að auglýsing
með þessari feitletruðu línu skyldi
birtast hér í blaðinu.