Morgunblaðið - 05.01.1988, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988
63
—rz
Urriðafoss
lestar síld
til Sovét-
ríkjanna
Grindavík.
URRIÐAFOSS lestaði saltsíld
til Sovétrikjanna i Grindavik á
mánudag. Veruleg seinkun
hafði verið á að skipið byrjaði
lestun hér suðvestanlands, því
ráðgert var að þessi farmur,
alls 19 þúsund tunnur, færi fyr-
ir áramót. Keflavík lestaði hins
vegar svipað magn á Ausfjörð-
um um miðjan desember og var
i gær væntanleg til Noregs i
bakaleiðinni og tekur 25 þús-
tmd trétunnur vegna viðbótar-
söltunar sem hefst fljótlega.
Urriðafoss átti að byija að lesta
í Grindavík upp úr miðjum desem-
ber en þá varð skipið fýrir seinkun
vegna veðurs þegar það var á
heimleið frá Túnis með saltfarm.
Þegar skipið hafði losað salt-
farminn kom í ljós bilun á botn-
tönkum þess og tafði það enn að
lestun gæti hafist.
Kr.Ben.
Síldartunnumar hifðar um borð í Urriðafoss.
Morgunblaðið/Kr.Ben.
Mosfellsbær:
Kartöf lur með
jólasteikinni
KARTÖFLUR voru víða teknar upp
fyrir jólin. Morgunblaðið sagði ný-
lega frá því að Mýrdælingar hefðu
haft nýuppteknar kartöflur með
jólasteikinni og Hákon Kristgeirs-
son segist hafa tekið upp kartöflur
í Mosfellsbæ rétt fyrir jól og hafi
þær verið notaðar á jólunum hjá
sinni fjölákyldu og fleirum. Hann
sagðist hafa átt von á lélegum kart-
öflum en þær reynst mjög góðar.
Knattborðsstofa.
opnuð í Keflavík
Lýsa fyllsta stuðningi
við fiskveiðistefnu
sjávarútvegsráðherra
- Keflavik.
Knattborðsstofa Suðurnesja
var nýlega opnuð í Keflavík.
Knattborðsstofan er í nýju hús-
næði í Grófinni 8 og hefur hvei-gi
veríð til sparað til að búa allt sem
best úr garði og má þar nefna
fjölda listaverka sem prýða hús-
næðið, en þau er öll eftir
Suðumesjamenn. Þá er fyrir-
hugað að koma upp aðstöðu fyrir
pílukastara á næstunni í húsnæði
knattborðsstofunnar.
Eigandi Knattborðsstofu Suður-
nesja er Börkur Birgisson. Börkur
sagði í samtali við Morgunblaðið
að húsnæðið væri um 430 fermetr-
ar og væri hann með sjö 12 feta
borð. „Borðin heita Riley Aristokrat
og eru ein bestu borðin sem fáanleg
eru á markaðinum í dag. Ég ákvað
strax að búa stofuna þannig úr
garði að hægt yrði að halda stærri
mót Gott rými er á milli allra borð-
anna og ég er að vonast til að fá
að halda Islandsmótið í snóker í
Keflavík."
Börkur sagði ennfremur að byij-
endum yrði boðið uppá kennslu í
„billiard" og yrði hún tvenns konar,
verkleg og sýnikennsla af mynd-
bandsspólum. Tveir fyrrverandPj -
Suðumesjameistarar í „snóker“
önnuðust verklegu kennsluna, en á
myndböndunum sýndu þekktir
knattborðsleikarar • ýmis undir-
stöðuatriði og sýnt væri frá keppni
meistara á stærri mótum.
BB
STJÓRNIR fjögurra hagsmuna-
félaga innan sjávarútvegs hafa í
sameiginlegu skeyti lýst fyllsta
stuðningi við frumvarp sjávarút-
vegsráðherra um stjórnun fisk-
veiða til næstu ára. Jafnframt
eru vinnubrögð Alþingis átalin,
þar sem ekki hafi veríð sett lög
um stjórnun fiskveiða á grund-
velli frumvarps sjávarútvegsráð-
herra fyrir upphaf nýs árs.
Það eru Vélstjórafélag íslands,
Skipstjóra- og stýrimannafélagið
Sindri, Austurlandi, Skipstjóra- og
stýrmannafélagið Aldan, Reykjavík
og Vélstjórafélag Vestmannaeyja,
sem að skeyti þessu standa. Texti
þess fer hér á eftin
„Stjómir undirritaðra félaga lýsa
yfir fyllsta stuðningi við fiskveiði-
stefnu sjávarútvegsráðherra,
Halddórs Ásgrímssonar, eins og
hún kom fram í frumvarpi til laga
nr. 410 að lokinni annarri umræðu
í efri deild Alþingis þann 22. desem-
ber síðastliðinn.
í umfjöllun um fmmvarpið hafa
komið fram óskir um að einum út-
gerðarflokki verði gert hærra undir
höfði en öðrum með því að færa
honum veiðiheimildir umfram afla-
reynslu viðmiðunaráranna. Við
teljum að slíkar breytingar raski
úthlutunargrundvelli þessarar fisk-
veiðistjómunar og með þeim sé
verið að færa einum hópi auknar
veiðiheimildir á kostnað annarra.
Slík stjómun skapar óréttlæti og
óeiningu meðal þeirra, sem eftir
verða að starfa.
Einnig áteljum við vinnubrögð
Alþingis fyrir það að hafa ekki þeg-
ar sett lög um stjómun fiskveiða,
sem tekið hefðu gildi við upphaf
nýs árs á grundveili frumvarps sjáv-
arútvegsráðherra, sem hagsmuna-
aðilar höfðu í meginatriðum
sameinazt um.“
Morgunbladið/Bjöm Blöndal
Börkur Birgisson í húsakynnum Knattborðsstofu Suðumesja sem
er til húsa í Grófinni 8 í Keflavík. "
t$0r
CA PIOINIEER
HUÓMTÆKI
DANSSROLIAUÐAR HARAIDS
ANTHONY TIMMS, kennari f rá
Englandi, sem þjálfað hefur mörg
helstu keppnispör
Englands, kemur og kennir
við skólann í 2 mánuði. Þeir nem
endur sem áhuga hafa á einkatímum
hafi samband sem fyrst.
Barnadansar
og samkvæmisdansar
fyrir böm frá 3ja ára aldri.
Ath! Innifalin í námskeiðunum em grímuböll.
4ra mánaða námskeið kr. 3600,-
ROCK'NROLL
10 tima námskeið kr. 3200,-
Kennum allt það nýjasta í suður-
amerískum dönsum og „standard" dönsum
fyrir byrjendur og framhald.
Innritun alla daga
í síma 656522 frá kl. 13-19.
Kennsla hefst mánudaginn
11. janiíflr. Nemendur sem voru f yr-
ir jól mæti á sama tíma á sama stað.
Fjölskylduafsláttur.
Meiriháttar
jazz-dansar og lotur.
Kennarar nýkomnir f rá
London með allt það nýjasta.
4ra mánaða námskeið kr. 4400,-
Kennslustaðir:
Skeifan 17, Gerðubergi Breiðholti,
KR-heimilið v/Frostaskjól.
Hafnarfjörður: íþróttahús Hafnar-
fjarðar v/Strandgötu.
Keflavík: Hafnargötu 31.
Innritun í síma 92-13030 alla virka daga
frá kl. 16-19.
D/t/VSS
Auðar h a r a
Félag íslenskra danskennara FÍO