Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 15 Barnagæslublús Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Allir í stuði (A Night on the Town). Sýnd i Bíóhöllinni. Bandarísk. Leikstjóri: Chris Columbus. Framleiðendur: Debra HiU og Lynda Obst. Helstu hlut- verk: Elisabeth Shue, Maia Brewton, Keith Googan og Ant- hony Rapp. Besta atriðið í gamanmynd Bíó- hallarinnar, Allir í stuði, er þegar söguhetjan, 17 ára gömul bamapía, sem Elisabeth Sue leikur, flýr undan bófunum inná svertingjapöbb með bömunum sem hún passar og lendir uppá sviðinu þar sem hressilegt svertingjaband er að leika blúsinn góða og aðalmaðurinn segir að eng- inn fari ekki af sviðinu fyrr en hann hefur blúsað svolítið með þeim. Þannig verður. „Barnagæslublúsinn" til. Bamapían í nauðum stödd ræ- skir sig og byijar að segja sögu sína forviða áheyrendum og áður en nokkur veit af er raunasaga bamapí- unnar orðin dillandi flörlegur blúss- mellur. Þetta er sprenghlægilegt atriði og ekkert í myndinni fyrir eða eftir það kemur eins viðkunnanlega á óvart. Annars má segja að myndin öll sé óvæntur glaðningur. Allir í stuði er sannkallaður bamagæslublús um bamapíu og miklar hremmingar hennar þegar hún fer með bömin sem hún passar inní miðborg Chicago seint um kvöld að ná í vinkonu sína sem bíður ein og peningalaus á jám- brautarstöð. Og það er ekki að spyija að því, þessi snaggaralega gamanæf- intýramynd Spielbergsungans Chris Columbus gerir miðborgina að einum hættulegasta frumskóg sem hvítur maður getur villst' inní. Persónumar eru bamapían, stóri bróðir sem bálskotinn er í píunni, litla systir sem hefur þann ágæta smekk að dá þrumuguðinn Þór og tryllist þegar stóri bróðir segir að hetjan knáa sé hommi, og vinur bróðurins sem stelur Playboy frá pabba sínum og hefur eitt og aðeins eitt áhugamál. Columbus hefur skrifað handritið að a.m.k. tveimur Spielberg-myndum sem krakkar hafa hreinlega átt (The Goonies, The Adventures of Young Sherlock Holmes) og hér ráða krakk- ar líka ríkjum. Spielberg kemur hvergi nálægt (Thouchstone fram- leiðir) en auðvitað svífur andi hans yfír Columbus. Og síðast en ekki síst hefur hin nýja og unga leikkona El- isabeth Sue lag á að heilla mann uppúr sætinu og jafnvel kuldastígvél- unum, látlaus en snöfurmannleg. Það sem Columbus gerir best er að mynda gott og spaugilegt sam- band á milli persónanna og vera a.m.k. tveimur skrefum á undan manni þegar hann rekur frásögnina. Við vitum aldrei hvað getur gerst næst og þegar það gerist hvemig það endar þótt auðvitað sé aldrei hætta á að endalokin skilji mann eftir gapandi af undrun. Ef mér skjöplast ekki hét Allir í stuði Æfintýri barnapíunnar (Ad- ventures of a Babysitter) eða eitt- hvað svoleiðis þegar hún var sýnd í Bandaríkjunum á síðasta ári. Það er ekki óalgengt að nöfnum Hollywo- od-myndanna sé breytt áður en þeim er hleypt til Evrópu en maður fær á tilfínninguna að það sé gert af því þeim hefur ekki vegnað sérlega vel heimafyrir og því sé talið nauðsyn- legt að kynna þær uppá nýtt. Þessi mynd þurfti auðvitað að keppa við margar stórmyndimar á árinu og kannski farið fyrir ofan garð og neð- an vestra. Hún á betra skilið. -herm- GARÐURINN Aðalstræti 9 - Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.