Morgunblaðið - 15.01.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988
37
--—
María Einarsdóttir
Vestmann - Minning
Fædd 10. október 1896
Dáin 6. janúar 1988
Nú er hún María dáin. Kallið er
komið sem hún var búin að þrá svo
lengi. Ég get ekki annað en sam-
glaðst henni, hún var búin að vera
sjúklingur lengi.
María fæddist 10. október 1896
í Borgarholti í Stokkseyrarhreppi,
dóttir hjónanna Einars Gíslasonar
formanns og Kristínar Þórðardóttur
konu hans.
Kynni okkar Maríu hófust þegar
hún kom inn á heimili okkar á
Vesturgötu 92, Akranesi, 1934, þá
38 ára gömul, með Eygló Maríu
Guðmundsdóttur, dóttur sína, sem
fædd var í Smjördölum, Sandvíkur-
hreppi í Ámessýslu, 5. júní 1923.
Það var mikið lán fyrir föður
minn, Einar G. Vestmann, með sitt
stóra heimili, að fá þessa myndar-
og dugnaðarkonu sem ráðskonu og
síðar maka. Samkomulag þeirra var
mjög gott.
Ég minnist þess er ég sá Maríu
fyrst, hvað hún bar sig vel, grönn
og spengileg. Hún hafði létta lund
en mjög ákveðnar skoðanir. Hún
hafði skemmtilega kímnigáfu og
komst oft vel að orði. María hafði
til að bera ríka réttlætiskennd og
stéttvísi og stóð með félögum sínum
í blíðu og stríðu.
Dóttir Maríu, Eygló María, var
gift Magnúsi Aðalsteini Magnús-
syni og eignuðust þau fjóra syni:
Magnús Vestmann, f ’42, Einar
Vestmann, f. ’44, Aðalstein Vest-
mann, f. ’46, Kristin Má Vestmann,
f. ’53. Evgló, sem allan sinn búskap
bjó í Reykjavík, veiktist af berklum
1948 og var veik til æviloka 1968.
I erfíðu sjúkdómsstríði hennar sýndi
María mikið sálarþrek. Ó1 hún upp
Aðalstein dótturson sinn frá 18
mánaða aldri.
Urðu fljótlega miklir kærleikar
með Maríu og bömum Einars og
síðar tengdabörnum, bamabömum
og bamabarnabörnum. Mér þótti
mjög vænt um Maríu. Samband
okkar var náið, enda dvaldi ég á
öllum stórhátíðum og í •sumarfríum
á heimili þeirra í góðu yfirlæti. Allt
þar til María flutti inn að Höfða.
Við biðum þess með eftirvæntingu
að hittast hverju sinni.
Hún hafði hæfíleika til að um-
gangast fólk og njóta virðingar
þess. Samband hennar við ná-
granna á Vesturgötunni og sam-
starfsfólk á Sjúkrahúsi Akraness
og víðar ber þess vitni.
Stutt er síðan ættarmót Einars
Vestmann var haldið í Skorradal
og kom þar glögglega í ljós sá hug-
ur er niðjar Einars báru til hennar.
Var hún sem ættmóðir samkom-
unnar, þótt aðeins væri hún blóð-
skyld einu bami af þeim ríflega
áttatíu er sóttu fagnaðinn.
Ég er þakklát Maríu. Sérstaklega
fyrir hversu hún bjó föður okkar
gott heimili allt til dauða hans árið
1976. En einnig fyrir samband okk-
ar og á ég góðar og kærar minning-
ar bundnar henni.
Ég vil færa fólkinu á Höfða sem
annaðist hana á meðan hún var þar
sérstakar þakkir fyrir mjög góða
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu við fráfall og
jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
JÓHÖNNU ÞORBERGSDÓTTUR
frá Þingeyri.
Auður Eliasdóttir, Kjartan Guðmundsson,
Erna Elfasdóttir, Þorsteinn Ragnarsson
og barnabörn hinnar látnu.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
INGÓLFS EGILSSONAR
hárskerameistara,
Hellu, Garðabæ.
Þakkir eru færðar Sigurði Árnasyni lækni og samstarfsfólki á
handlækningadeild 11-G Landspítalans fyrir umönnun hins látna.
Krabbameinsfélag íslands mun njóta andviröis þakkarkorta.
Svava Júlíusdóttir.
Þórunn Ingólfsdóttir,
Hrefna Ingólfsdóttir,
Sigrfður Ingólfsdóttir,
Sigrún Ingólfsdóttir,
Grétar Ingólfsson,
Júlfus Ingólfsson
Björn Sævar Númason,
Jorn Nielsen,
Hjörtur Bragason,
Óskar Jóhannesson,
Steinunn Hjálmtýsdóttir,
og barnabörn.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
umönnun. Ekki síður þakka ég
starfsfólki Sjúkrahúss Akranes-
bæjar þar sem hún þurfti á svo
mikili hjálp að halda síðustu árin.
Guð blessi Maríu.
Ingibjörg Vestmann
t
Þakka öllum þeirri sem sýndu mér samúð og hlýhug við andlát
og útför eiginmanns mins,
GÍSLA GUÐMUNDSSONAR,
Akurgerði 19,
Akranesi.
Lára Jónsdóttir.
t
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúð
og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdafööur ög afa,
ÓLAFS HLÍVARS JÓNSSONAR,
Dalalandi 2.
Elin Þórarinsdóttir,
Sigurlaug M. Ólafsdóttir, Magnús Skúlason,
Jón Þ. Ólafsson,
Hjördís F. Ólafsdóttir, Albert Guðmundsson
og barnabörn.
SÉRTILBOÐ +
TOLLALÆKKUN
Nú er tíminn 1i! að fó sér FRYSTISKÁP.
Electrolux
Úrval af útlitsgölluðum 0]|
ö frábœru verði.
frystiskápum
DÆMI:
Frystiskápur H155 - 270 L
afsláttur v. útlitsgalla
tollalœkkun
53.510,-
10.230,-
3.500.-
39.780.-
Nú 35.802.- stgr.
Vörumarkaðurinn
KRINGLUNNI S. 685440
Stjórnmálaskóli Alþýðuflokksins
22.-24. jan. 1988 í Kópavogi
Dagskrá Setning
Föstudag 22. jan. 1988
20.30-22.30 Saga Alþýðuflokksins
Stutt ágrip/Umræður
Sigurður Pétursson, sagntræðingur
Lýðræðisjafnaðarstefnan á íslandi
Karl Steinar Guðnason, alþm.
Léttar veitingar
Stefna Alþýðuflokksins í sveitarstjórnarmálum.
Magnús H. Magnússon, fyrrv. ráðherra
Guðmundur Oddsson, bæjarfulltrúi
Sunnudagur 24. jan.
10.00—12.30
Aðild Alpýðuflokksins að rikisstjorn
Þorsteins Pálssonar
Jón Baldvin Hannibalsson, form. Alþfl.
Léttar veitingar ( hádegi
Skólaslit
Staöur: Skólinn verður haldinn að Hamraborg 14a í Kópavogi í fundarsal Alþýðuflokksins á
2. hæð.
Þátttökugjald er 1.000 kr., en afsláttur er fyrir skólafólk.
Skráning fer fram á skrifstofu Alþýðuflokksins í síma 29244, en einnig í síma 45051 (Helqa)
og 40538 (Þráinn). -
Verið meö í fræðslustarfi Álþýðuflokksins!
Fræðsluráð Alþýðuflokksins
y
EHTU