Morgunblaðið - 15.01.1988, Side 38

Morgunblaðið - 15.01.1988, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 fclk í fréttum KVIKMYNDIR Fer Rambó til Afganistan ? Svo kann að fara að einhverjar breytingar verði gerðar á nýj- ustu mynd Sylvesters Stallone, Rambó III. Myndin er enn sem komið er ófullgerð, en samkvæmt handritinu fer John Rambó nú til Afganistan þar sem hann gengur til liðs við skæruliða sem berjast gegn stjóminni í Kabúl, sem nýtur stuðnings Sovétmanna. Óvissan sem nu er upp komin um •framhald gerðar myndarinnar stafar af því að hugsast getur að sovésku hermennimir í Afganistan verði fluttir á brott úr landinu áður en búið verður að klára hana. Ef svo fer óttast framleiðendur myndarinnar að áhorfendum þyki ferð Rambós til Afganistan hálf- gerð erindisleysa, - ekki sé hægt að beijast við hermenn sem eru komnir heim til sín fyrir löngu. Til að reyna að segja fyrir um viðbrögð áhorfenda við svaðilför- um Rambós hafa framleiðendumir tekið tveggja mínútna kafla úr myndinni og sýnt hann áhorfend- um. Er haft eftir einum fulltrúa framleiðendanna, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að viðtökum- ar hafi verið verri en þeir óttuðust. „Þessi mynd er samt miklu betri en síðasta Rambó-mynd,“ sagði hann, „aðdáendur Rambós fá það sem þeir vilja. Þeir eiga eftir að falla í stafi þegar þeir sjá hann ríðandi á hesti í fjöllunum". Komið hefur til tals að láta mynd- ina gerast í einhveiju öðm landi en Afganistan fari Sovétmenn með herlið sitt á brott þaðan bráðlega. Rarabó á fulllu Skála fell KASKÓ spila Opið öll kvöld vikunnar frá kl. 19.00. Miðaverð kr. 280 frá kl. 21.00. $HOTEiL$ igtargMttMftfcift COSPER — Það er ekkert að óttast, fílar éta ekki menn. Peter Falk í gervi Columbós. Hann geymir enn frak- kann SJÓNVARP „ Aldrei aftur Columbó“ Leikarinn Peter Falk sem lék lögreglumanninn Columbó í samnefndum sjónvarpsþáttum er ákveðinn i að leika það hlutverk aldrei aftur. Hann segist hafa fengið mörg tilboð þess efnis, en segir að Columbó heyri nú fortí- ðinni tiL „Ef ég samþykki að gera sex þætti til viðbótar og þeir heppnast vel þá verð ég þvingaður til að gera fleiri og fleiri þætti og því hef ég engan áhuga á. Það eina sem tengir mig núna við hlut- verkið er gamli rykfrakkinn, en hann geymi ég inn í skáp í svefn- herberginu mínu því frakkinn færði mér lukku,“ segir Falk. Annars er það af Falk að frétta að hann flutti nýlega heim til konunnar sem hann er giftur, en þau slitu sambúð fyrir tæpum þremur árum. Að sögn Falks mis- heppnaðist skilnaðurinn gjörsam- lega. ÁSTRALÍA Sinatra snýr aftur Söngyarinn Frank Sinatra kom til Ástralíu í síðustu viku eftir fjórtán ára hlé. Þessi heimsókn kom andfætlingum okkar nokkuð á óvart því enginn átti von á að Sinatra mundi nokkru sinni stíga fæti á ástralska grund. Þegar söngvarinn var þar síðast á ferð sló í brýnu milli hans og ástralskra frétta- manna með þeim afleiðingum að hann kallaði þá „lúðulaka og lufs- ur“ auk annarra nafna sem ekki eru hafandi eftir. Var frekara tón- leikahaldi aflýst í þeirri ferð. Ástralir virðast vera búnir að fyrir- gefa Sinatra þessa framkomu, enda er þeim sennilega nákvæmlega sama um hvað sagt er um frétta- menn, og um 50.000 miðar á einu tónleikana sem fyrirhugaðir eru nú seldust upp. Þegar Sinatra var spurður hvort hann væri geðfelldari náungi nú en fyrir fjórtán árum, svaraði hann því til að hann hefði alla tíð ljúflingur verið. „Ég á bara erfítt með að sætta mig við ákveðn- ar spurningar. Mér finnst fínt að vera kominn hingað núna og er til- búinn að gleyma því sem gerðist,“ sagði hann. Frank Sinatra. Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.