Morgunblaðið - 15.01.1988, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988
© 1985 Universal Press Syndicate
2-I2-
,,Úg þarf cxb -fd eína. hur£ eins og
þesso.,með tó'lunni 37-. • ViS erum cÁ -flytja''
Ast er
n-H
. .. að nýta gömlu af-
gangana.
TM Reg. U.S. Pat Otf.—all nghts raaarvad
® 1987 Los Angeias Timas Syndicatfl
Með
morgunkaffinu
V/E^r'2'7 12:2
Hnerraði. Það var allt og
sumt.
HARNÖWSKI
Er ég komin heim?
HÖGNI HREKKVlSI
Kattavinafélag íslands
Tökum enn á
Tii Velvakanda.
Þegar við félagsmenn og aðrir
samborgarar lítum yfir farinn veg
hljótum við að minnast þeirra mætu
hjóna, sem stofnuðu þetta félag,
þeirra frú Svanlaugar Löve og eftir-
lifandi manns hennar, Gunnars
Péturssonar, sem nú er formaður
Kattavinafélags fslands.
Enn vantar á að húsið Kattholt
sé orðið til, þótt nokkuð færist í
þá átt. Tökum en á til að láta þann
draum okkar allra rætast. Þetta hús
verður fagur minnisvarði okkar
allra sem þar stöndum að verki og
fögur minning um atorku og stór-
hug félagsmanna. Þegar maðurinn
fer að virða dýrin mun heimurinn
batna, því þau eru á margan hátt
mönnum betri. Látum þau finna
skjól.
Nú er verið að tala um að við
séum að týna móðurmálinu, en kisa
mun halda áfram að segja mjá og
hundurinn að gelta sem fyrr — það
er okkar að hlusta og sinna.
Svo vil ég þakka öllum sem styrkt
hafa félagið á ýmsan hátt við bygg-
ingu Kattholts, svo og þeim sem
birt hafa í blöðum greinar um dýr.
Að síðustu þakka ég félagsmönn-
um öllum liðnu árin.
Sigríður Lárusdóttir
Erum við að týna raunveruleikanum?
Til Velvakanda
í síðustu Ijóðum Davíðs frá
Fagraskógi eru þessi tvö erindi:
Að sjá og elska ættland sitt
er öllum sálubót.
Þeir óku framhjá Esjunni
og enginn sá þar gijót.
Yfir Hvítá æddu þeir
en enginn sá þar fljót.
Svo var aftur haldið heim
og höfðinglega veitt.
Ferðin hafði farið vel
og fólkið gerðist þreytt.
Ættjörðin var yndisleg -
þó enginn sæi neitt.
Er ekki hollt að hugleiða þetta
svolítið um áramótin. Hvernig er
það með fólkið í landinu. Æðir það
framhjá Esjunni, og enginn sér þar
gijót? Erum við kannski að týna
raunveruleikanum, fara framhjá því
sem hefir verið sterkasta aflið í
fari Islendingsins, sjá ekki það góða
við tilveruna, en kæfa svo sam-
viskuna í vímubaði? Eyða, spenna
og fara illa með, en gæta ekki að
umhverfínu, gleyma skuldadögun-
um. Og hvemig stendur á því að
nú gnæfa svo hátt í samfélaginu
ómar sem víkja manninum af réttri
leið. I ungdæmi mínu var talað um
vættir sem ærðu manninn. Nú þarf
ekki á þeim að halda. Við höfum
nóg af slíku. Spurningar hrannast
upp. Hvemig stendur á allri þessari
skuldasöfnun í góðæri? Vísakortin
þurfa að borgast. Og því sem við
fáum að láni þurfum við að skila
aftur. Þetta em sannindi allra tíma.
En — við æðum bara yfir Hvítá —
og enginn sér þar fljót.
Það er verið að tala um reynslu.
Hvenær tökum við mark á henni?
Þarf ekki að fara langt, þegar rætt
er um stjórnun auðlinda lands og
sjávar. Það er talað um fræðslu,
en um leið gleymt því að lífið er
alltaf að benda okkur á hvað sé
rétt og rangt, hollt og óhollt, hvað
sé vit og ekki vit, en aka menn
ekki framhjá Esjunni og sjá ekki
gras eða gijót? Og svo blekkjum
við okkur og segjum í lokin: Ætt-
jörðin er yndisleg, þótt enginn sæi
neitt. Og er ekki orðið nokkuð langt
síðan við höfum heyrt sungið fullum
h'álsi: Ég vil elska mitt land? Við
höfum það gott, nóg til hnífs og
skeiðar og að bíta og brenna. Sam-
félagslega hluti. Hversvegna
þurfum við þá að éta út á framtí-
ðina og á kostnað komandi kyn-
slóða? Er þetta ekki spurning
dagsins? Verðum við ekki að fara
að stijúka móðuna af glugga sálar
vorrar, og kíkja út og vita hvort
við sjáum ekki Esjuna og allt um
kring?
Árni Helgason
PEeiFA FheiNUM Seg?LU/lA'A RÉTTA
STAe>l, ttA?"
Yíkverji
Víkveiji þurfti á dögunum að
reka erindi í opinberri stofnun.
Slíkt er auðvitað ekki í frásögur
færandi, en þó varð Víkvetja hugs-
að til þess í ferðalok hvað starfsfólk
getur gert viðskiptavinum stofnun-
ar sinnar mislétt að reka erindi sín.
í þessu tilviki var Víkveiji að fá
aukaskattkort hjá skattstjóranum í
Reykjavík. Ungur maður var við
afgreiðslu og er ekki að orðlengja
það, að lipurð hans og glaðlegt við-
mót vakti athygli. Og ekki skipti
hann skapi þótt í ljós kæmi að
Víkveiji var ekki með allar nauð-
synlegar upplýsingar meðferðis,
heldur spurði hvort ekki væri hægt
að afla þeirra í síma þarna við af-
greiðsluborðið. Það var hægt með
hans aðstoð og síðan fékkst auka-
skattkortið, eins og hendi væri
veifað. Þessi afgreiðsla gerði
Víkveija létt í geði og er það senni-
lega einsdæmi, þegar skattamál
skrifar
hans eru annars vegar.
Þegar Víkveiji skýrði vinnufélög-
um sínum frá þessu kom í ljós að
fleiri höfðu sömu sögu að segja af
skattstofunni. Til samanburðar rifj-
uðu menn upp ýms viðskipti sín við
afgreiðslufólk, sem kom þannig
fram við viðskiptavinina, að þeir
gengu blótandi á burt og hafa ekki
mátt heyra á viðkomandi stofnanir
minnzt án þess að fá gall í munn-
inn. Afdrifaríkustu afleiðingamar,
sem Víkveiji heyrði, voru þær, að
viðkomandi varð svo heitt i hamsi,
að þegar hann settist upp í bfl sinn
fyrir utan,ók hann fyrirhyggjulaust
út af stæðinu og beint á næsta bíl.
XXX
Víkveija hefur orðið tíðrætt um
tunguna og varðveizlu hennar.
Blaðamaðurinn býr við það, að skrif
hans liggja frammi á hveijum degi
og engu verður þar breytt eftir að
Morgunblaðið er komið út. Allt sem
þar er stendur svart á hvítu og
minnir stöðugt á sig. Leiðréttingar
breyta þar engu um í sjálfu sér.
Þær lagfæra ekki mistökin sjálf.
Og þrátt fyrir margs konar viðleitni
til að koma í veg fyrir mistök kom-
ast hrikalegir hlutir í gegn. Þeir eru
kvíðvænlegir og þegar þeir birtast
er erfitt að vera blaðamaður.
Síðasta sunnudagsblað var Víkveija
erfítt. Sumt sem þar stóð hefur
verið leiðrétt. En eitt stendur þó
óbreytt enn. I klausu um sjónvarps-
þáttinn Dallas stóð meðal annars
þetta: Velunnarar Ewing-fjölskyld-
unnar þurfa þó ekki að kvíða
þess. . .
Það er ekki fyrirhafnarlaust að
nota íslenzkt mái. Víkvetji vonar,
að velunnarar Morgunblaðsins þurfi
ekki að kvíða því að það komi út.