Morgunblaðið - 16.01.1988, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988
13
Umjógúrtverð
og samkeppni
í borgarstjóm ekki búnir að gera
upp upp hug sinn gagnvart því,
hvort hægt væri með góðu móti
að koma „hógværu ráðhúsi“, eins
og borgarstjóri orðaði það, fyrir í
norðvesturhorni Tjarnarinnar. Ein-
mitt á þeim tíma voru þeir að láta
á það reyna í samkeppni og af-
staða þeirra lá ekki endanlega fyrir
fyrr en á borgarstjómarfundinum
1. október 1987. Hvernig geta
ráðamenn borgarinnar nú sagt að
borgarbúar hafi átt að taka afstöðu
til ráðhúss í Tjörninni út frá einni
brotinni línu á uppdrætti, þegar
þeir sjálfír þurftu heila samkeppni
áður en þeir gátu ákveðið sig!
Slíkur málflutningur er auðvitað
ekkert annað en tilbúin réttlæting
eftir á.
I þessu sambandi er vert að
geta þess að hið „hógværa" ráðhús
hefur vaxið og bólgnað í vatninu
frá því samkeppninni var ýtt á flot.
I samkeppnislýsingunni var gert
ráð fyrir að brúttóstærð hússins
yrði um 3500-3600 m2 en nýjustu
fregnir úr borgarkerfinu herma að
það stefni í 4800 m2. Til að gefa
lesendum hugmynd um umfang
þessarar stækkunar má nefna að
hús Eymundson og Almenna bóka-
félagsins í Austurstræti 18 er að
samanlögðu gólfflatarmáli 1241
m2. Það hús hefur hingað til ekki
þótt nein smásmíð. En ég býst við
að meirihluti borgarstjórnar sé
þeirrar skoðunar að borgarbúum
komi þessi stækkun ekkert við
frekar en annað sem ráðhúsið
varðar.
Harka og tillitsleysi
Það væri hægt að skrifa langt
mál um framgöngu borgarstjóm-
armeirihlutans, undir forystu
borgarstjóra, í ráðhúsmálinu. Mál-
flutningur borgarstjórans, stóryrði
hans og jafnvel meiðandi ummæli
um fólk, eru víðs ijarri því að vera
sæmandi æðsta embættismanni
borgarinnar. Þau ummæli dæma
sig hins vegar sjálf og verða ekki
gerð að umtalsefni hér. Það sem
eftir stendur er að það þarf enginn
lengur að efast um að borginni er
stjómað með valdboði að ofan.
Umræðan um ráðhús er í raun
orðin umræða um stjórnarhætti í
borginni. Þar situr í fyrirrúmi sú
gamla og ógeðfellda aðferð að deila
og drottna. Þeim, sem makka rétt,
verður launað, hinum refsað. Svo
einfalt er það og það vita þeir sem
vita vilja.
Borgarstjóri hefur keyrt ráð-
húsmálið áfram af ótrúlegri hörku
og tillitsleysi gagnvart tilfínning-
um og réttlætiskennd þess fólks
sem ekki sættir sig við ráðhús í
Tjörninni. Hann hefur ekki einu
sinni sýnt andmælendum sínum
þá kurteisi, að bíða með þeim úr-
skurðar þriðja aðila um það hvort
lögformlega hafí verið rétt að
skipulagi ráðhúslóðar staðið eða
ekki. Fyrir hans tilstilli hafa tré
verið höggvin, hús flutt úr stað
og verksamningar gerðir um ráð-
húsbyggingu áður en sá ráðherra,
sem fer með stjom skipulagsmála,
hefur kveðið upp úrskurð sinn um
skipulag Kvosarinnar.
Þetta kallar borgarstjóri eflaust
þor og dug en auðvitað eru þetta
ekkert annað en krampakenndar
framkvæmdir kjarklauss manns.
Manns sem ekki þorir að leggja
ráðhúsframkvæmdir upp á einn
milljarð undir dóm borgarbúa í
næstu kosningum. Hann ætlar
ekki að bjóða þeim að velja í næstu
kosningum, því þá ætlar hann að
benda á skínandi hvíta útveggi
ráðhússins og segja: „Sjáið, þetta
færi ég ykkur á silfurfati." Hver
getur þá sagt „rífíð það“?
Höfundur er borgarfulltrúi
Kvennalistans.
eftir Þórð Asgeirsson
í Morgunblaðinu 14. janúar er
skýrt frá því að jógúrt og ávaxta-
skyr hafí hækkað um 11—15%
vegna söluskattsálagningarinnar.
Þá er haft eftir Vilhelm Andersen,
íjármálastjóra Mjólkursamsölunn-
ar, að samkeppni við Baulu hf.
ætti engan þátt í þessum verð-
breytingum og klykkt út með því
að hækkanir Baulu á jógúrt hafi
verið þær sömu og hjá MS. Því
er jafnan haldið fram að kostir
ftjálsrar samkeppni umfram
einkaleyfi felist einkum í meira
vöruúrvali og vöruvöndun og svo
ekki síður í lægra vöruverði.
Hefur þá tilkoma Baulu hf. á
jógúrtmarkaðinn ekki haft neitt
annað að segja fyrir neytendur en
að þeir fá nú betri jógúrt en áður
og í meira úrvali?
Jú, auðvitað er hitt lögmál sam-
keppninnar í fullu gildi þótt
Vilhelm vilji ekki kannast við það.
Þótt keppinautar selji vöru sína á
sama verði þýðir það ekki að sam-
keppnin hafí engin áhrif á verðið.
Þvert á móti selja þeir á sama
verði vegna þess að þeir eru í
harðri samkeppni og þá ræður sá
verðinu sem treystir sér til að
hafa það lægra. I síðustu verðlagn-
ingu á jógúrt varð Mjólkursamsal-
an fyrri til að ákveða sitt verð.
Eins og fram kemur í Morgun-
blaðsfréttinni varð niðurstaðan
verðhækkun á bilinu 11—15%.
Vilhelm segir að sú hækkun hafí
verið reiknuð út frá þeim forsend-
um að mæta auknum kostnaði
vegna söluskattsins. Hið rétta er
að til þess að mæta auknum kostn-
aði vegna söluskattsins hefði
hækkun á jógúrtverði átt að vera
18—20% og sunnudagsjógúrtin
hefði átt að hækka mest en hún
hækkaði minnst eða um 11,5%.
Skýringin er alveg augljós. Það
er fyrst og fremst sunnudagsjóg-
úrtin hjá MS sem er í samkeppni
við Urvals- og Trimm-jógúrtina
frá Baulu og því hækkar hún svo
lítið. Og það er eftirtektarvert að
ávaxtaskyr er mun dýrara en
ávaxtajógúrt, enda þótt skyr sé
nú sérstaklega niðurgreitt en jóg-
úrt ekki. Það skyldi þó aldrei vera
vegna þess að engin samkeppni
er um skyrframleiðslu. Þar er
einkasöluréttur Mjólkursamsöl-
unnar enn við lýði. Það er líka
eftirtektarvert sem haft er eftir
Vilhelm að söluskatturinn kosti
Mjólkursamsöluna 480 milljónir
króna á þessu ári en auknar niður-
greiðslur nemi 280 milljónum og
því hafí verðhækkanir fýrirtækis-
ins ná framleiðsluvörum sínum
miðast við að mæta þessum 200
milljóna króna kostnaðarauka.
Eins og ég benti á hér að ofan
hækkaði verð á jógúrt mun minna
en kostnaðaraukanum nam og það
hlýtur að þýða það að einvhver
önnur framleiðsla eðá vörur MS
hafa hækkað meira en nám kostn-
aðaraukanum. Ekki þarf að spyrja
að því að þar er um að ræða vör-
ur þær sem MS þarf ekki að standa
að í einhverri leiðinda samkeppni
Þórður Ásgeirsson
og þess vegna gæta að sér í verð-
lagningu. Nei, neytandi góður,
vertu alveg klár á því að sam-
keppnin frá Baulu hf. þýðir lægra
verð á jógúrtinni þinni. Og sem
betur fer segi ég því þetta ætti
að verða til þess að örva neysluna
sem full þörf er á enda jógúrt ein-
hver besti matur sem völ er á —
og ódýrasti.
Þannig kostar 180 g dós af
venjulegri Baulu eða MS-jógúrt
31 krónu en sunnudagsjógúrtin frá
MS og Úrvals jógúrt og Trimm
jógúrtin fitulausa frá Baulu kosta
34 kr. Beri menn þetta verð sam-
an við verð á ýmsu því sem þeir
kaupa í matvöruverslunum, sjopp-
um eða bakaríum þá hygg ég að
niðurstaðan verði sú að menn telji
það ekki-lúxus heldur nauðsyn að
eiga jafnan jógúrt í ísskápnum —
og þá Baulu jógúrt að sjálfsögðu!
Höfundur er framkvæmdastjóri
Baulu bf.
KJÖTMIÐSTÖÐIN
KJÖTMIÐSTOÐIN
KJOTMIÐSTODL.
GARÐATORGi, GARÐABÆ, S: 6S6400
Virkadagakl. 8-19
Föstudaga kl. 8-20
Laugardagakl. 8-18
H AMRABORG, KÓPAVOGI, S: 41640
Alla daga frá kj. 8-20
LAUGALÆK.SÍMI 686511
Virka daga kl. 8-19
Föstudaga kl. 8-20
Laugardaga kl. 8-16
ÓTRÚLEGT
Stórunauta-og
skinkupizzurnar
kr. 293,- stk.
10 kg kartöflur
255 kr. pokinn
Sem sagt
6kgókeypis
BOÐ
■
Nautaroastbeef..... 690,- k
Nautasnitzel....... 765,-kr.
Nautagúllas.... 670,-kr./kg
Nautalundir ... 1.290,-kr./kg
Nautafillet..........980,- kr./kg
Nautabuff............720,- kr./kg
Nauta T-bonesteik .... 475,- kr./kg
Bógsteik ............375,-kr./kg
Osso Buco............250,- kr./kg
Rifjasteik...........1 50,- kr./kg
Nautahamborgari
m/brauði ............40,-kr./stk.
Nautahakk 1 O kg ....355,- kr./kg
Nautahakk 1 kg.......435,-kr./kg
63,00 kr./stk.
Hangiframpartur m/beini ... 370,00 kr./kg
Soðið hangilæri úrbeinað ... 988,00 kr./kg
Emmess skafís 2 lítrar ..... 299,50 kr.
Emmess skafís 1 lítri ...... 163,40 kr.
ísblóm - 4 í pakka.......... 111,00 kr.