Morgunblaðið - 16.01.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988
17
Á vit frj álshyggj unnar
Átakasaga Alþýðubandalagsins
eftir Vilhjálm
Egilsson
Bók Óskars Guðmundssonar Al-
þýðubandalagið — átakasaga, sem
kom út fyrir jól, er fróðlegur vitnis-
burður um hvernig hann og aðrir
fylgismenn Ólafs Ragnars
Grímssonar skynja veruleikann.
Ennfremur má ráða af lestri bókar-
innar ýmislegt um hvert Alþýðu-
bandalagið mun stefna í framtíðinni
undir forystu Ólafs. Bókin er því
hin fróðlegasta og ástæða til þess
að henni sé gaumur gefmn.
Sú saga sem Óskar segir okkur
af hreyfingunni allt frá öðrum ára-
tug aldarinnar til hins níunda er
af átökum um menn og stefnur.
Þar sem Óskar stillir upp tveimur
meginpólum í þessum átökum og.
er sjálfur í slagnum á síðasta skeiði
sögunnar má draga þá ályktun að
saga hans sé ekki sú eina sem segja
megi af þessum atburðum.
Andstæðingar fá útreið
Sterkustu hliðar bókarinnar fel-
ast í umfangsmiklum lýsingum á
átakafundum í Alþýðubandalaginu
þar sem höfundurinn hefur viðað
að sér miklu efni og leggur mikið
upp úr því að skipa fólki í fylkingar
og segja frá deilunum. Eins er svo
þekking höfundar á Ólafi Ragnari
mikilvæg og þeim hluta Alþýðu-
bandalagsins sem þeir tilheyra.
Veikustu hliðar bókarinnar
tengjast skorti á skilningi á mark-
miðum og sjónarmiðum þeirra
manna sem höfundur hefur sjálfur
att kappi við á undanförnum árum.
Óvenjuleg óvild kemur fram í garð
Ásmundar Stefánssonar, forseta
ASÍ. Ekki nóg með að Óskar hafi
lítið álit á Asmundi málefnalega
heldur er. mikið reynt til að sýna
fram á óheiðarleika hans. Fyrir þá
sem þekkja til sögu er ljóst að höf-
undi bregst bogalistin í sagnfræð-
inni en bókin verður á köflum fyrst
og fremst heimild um viðhorf fýlk-
ingar hans til málanna.
Þjóðarsátt á
viðreisnarárum
Ásmundur Stefánsson fær miklar
skammir vegna kjarasamninga á
árunum 1984—1987. Að sumu leyti
lendir höfundur þar í vanda því að
samúð hans virðist vera með „þjóð-
arsáttaröflunum" fyrir tuttugu
árum þegar Tónabíósfundurinn
frægi var haldinn en nú er blaðinu
snúið við. Höfundur velur því þann
kost að fjalla fátæklega um kjara-
deilurnar í tíð Viðreisnarstjórnar-
innar og afstöðu Hannibals
Valdemarssonar og annarra for-
ystumanna verkalýðshreyfingar-
innar og áhrif hennar á Alþýðu-
bandalagið.
Óskar reynir ekki heldur að
draga fram þau viðhorf Ásmundar
Stefánssonar og annarra verkalýðs-
foringja á síðustu árum sem fólust
í því að mæla árangur verka sinna
í batnandi hag fólksins en ekki í
fjölda verkfallsdaga. Þá virðist af
hálfu Óskars meginskýringin á mis-
munandi viðhorfum Ásmundar
Akranes:
Eldur í
Stefánssonar og Þrastar Ólafssonar
vera sú að Þröstur sé heiðursmaður
en Ásmundur skúrkur. Ekkert er
reynt að lýsa núverandi stöðu Dags-
brúnar innan verkalýðshreyfingar-
innar en auðvelt er þó að sýna fram
á að af mörgum vinnumarkaðsleg-
um ástæðum hljóti alltaf að vera
viss togstreita milli Dagsbrúnar og
ASÍ, óháð því hvaða einstaklingar
eiga í hlut.
Kjarabaráttan ekki
um kjaramál
Það er dregið mjög sterkt fram
í bókinni að markmið Óskars og
félaga hans í BSRB-verkfallinu var
fyrst og fremst að koma ríkisstjórn-
inni frá en ekki að ná árangri fyrir
fólkið. Það má líka sjá að línan
fyrir kjarasamningana á þessu ári
er sú sama og ljóst að árangur
Ólafs Ragnars í formennskustarfi
hans í Alþýðubandalaginu verður
mældur í því hversu hátt verðbólgan
kemst á árinu. Þetta var svo reynd-
ar staðfest í áramótaviðtali Þjóðvilj-
ans við Ólaf.
Komandi kjarasamningar eru því
„Má þegar sjá ýmis
merki þess t.d. að Al-
þýðuf lokkurinn taki
mál fijálshyggjumanna
upp á sína arma og
reyni að stilla Sjálf-
stæðisf lokknum upp
sem íhaldssömum kerf-
isflokki. Það sama
liggur í raun fyrir Al-
þýðubandalaginu að
gera éftir að búið er
að hreinsa út sósíal-
ismann.“
prófsteinn á getu Ólafs Ragnars til
að koma verðbólgunni upp.
Fijálshyggja að
smeygja sér inn
Einna merkilegast við bók
Óskars er sú staðfesting sem er á
undanhaldi sósíalismans innan Al-
þýðubandalagsins. Þetta er í
Vilhjálmur Egilsson
samræmi við þróun erlendis hjá
vinstri öflum og má m.a. rekja upp-
haf hennar til ýmissa hugmynda-
fræðinga bandarískra demókrata.
Alþýðuflokkurinn hefur breytt um
svip á undanfömum árum í anda
þessarar nýju hugmyndafræði.
Alþýðubandalagið mun á næstu
árum væntanlega leggja meiri
áherslu á svigrúm fyrir uppbygg-
ingu smáfyrirtækja sem vaxtar-
brodds í hagkerfinu og tala mikið
um einstaklingsréttlæti. Þetta þýðir
í raun að fijálshyggjan mun
smeygja sér inn fyrir dyr hjá Al-
þýðubandalaginu og flokkurinn
mun án efa reyna að höfða til sjálf-
stæðra smáatvinnurekenda sem
þurfa að hafa mikið fyrir lífínu og
eru í sífelldum slag við kerfið.
Má þegar sjá ýmis merki þess
t.d. að Alþýðuflokkurinn taki mál
frjálshyggjumanna upp á sína arma
og reyni að stilla Sjálfstæðisflokkn-
um upp sem íhaldssömum kerfis-
flokki. Það sama liggur í raun fyrir
Alþýðubandalaginu að gera eftir
að búið er að hreinsa út sósíal-
Bókin þakkarvert
framtak
Það er fagnaðarefni fyrir alla
sem fylgjast með stjómmálum á
Islandi þegar bók eins og þessi kem-
ur út. Hún varpar alltaf vissu ljósi
á stjómmálasöguna og gefur færi
á að skilja betur hvað framtíðin ber
í skauti sér. Því er það þakkarvert
framtak hjá Óskari að koma bók-
inni frá sér og hún er prýðileg
aflestrar þrátt fyrir að hún sé ekki
hafin yfir gagnrýni.
Bókin er tvímælalaust þess virði
að hún sé lesin, ekki síður fyrir
andstæðinga Alþýðubandalagsins
en fylgismenn.
Höfundur er hagfrœðingur og
framkvæmdastjóri Vers/unarráðs
íslands.
geymsluskúr
ELDUR kom upp í geymsluskúr
hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og
Ellerts á Akranesi um klukkan
19:20 á fiinmtudagskvöld.
Geysimikinn reyk lagði úr skúm-
um, og menn náðu ekki að slökkva
eldinn með handslökkvitækjum.
Slökkviliðið var kallað út og brá
það skjótt við og réði niðurlögum
eldsins á skömmum tíma. í skúm-
um voru geymd rafsuðutæki og
fleira.
SBUKICUSUB HnURDISIUA
tískifcmlunin Sértilkynnir:
Útsölu á glæsilegum fatnaði. Sér býður þér aðeins
tígulegan og eftirtektarverðan fatnað frá þekktum
tískuhúsum. Á útsölunni eru flíkur frá Comma, San
Lorenzo, Jean Poul, Yell og Barajupa. Þetta eru merki
sem þú sérð ekki á hverju götuhorni enda ertu sérstæð
í fötum frá Sér.
Útsalan stendur yfir í fáa daga og verslunin er opin frá
kl. 10 til .18 virka daga, 10 til 16 á laugardögum.
i iw.msGOir iu siMiraio