Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 21 ritgerðimar'lesnar upp á myndasýn- ingunni og birtar á prenti. Einnig eru áætlanir um sam- keppni meðal framhaldsskólanema, í samvinnu við Félag raungreina- kennara. Þar er fyrirhuguð sam- keppni þar sem nemendur geta valið um einhver eftirtalinna verkefna til að spreyta sig á: Að búa til stutta sjónvarpsmynd um tækni: að hanna sýningarbás þar sem einhver tækni er kynnt; upp- finningasamkeppni um tækni til að létta líf fatlaðra eða auka öryggi sjómanna; tölvutækni til stýringar á einhvetju ferli (bæði tæki og stýri- forrit); og einhver forritun á sviði gervigreindar. Þrenn verðlaun verða sennilega veitt. Tækninni fylgja ýmis siðfræðileg vandamál sem hollt getur verið að ihuga og því er það sérstaklega ánægjulegt að biskupsembættið hef- ur tekíð vel í þá hugmynd að beina því til presta, að einhvem ákveðinn sunnudag í febrúar eða mars taki þeir efnið „Maðurinn, tæknin og trú- in“ fyrir í stólræðu. Svo vel vill til að Ríkisútvarpið Sjónvarp hefur ákveðið að auka enn frekar hlutdeild íslensks efnis í þætt- inum Nýjasta tækni og vísindi á árinu 1988, og er fyrirhugað að vera með myndir um íslenskar rann- sóknir mánaðarlega í þættinum það árið. Einnig standa vonir til að unnt verði að auka norrænt efni í þessum þætti. Ýmsar ráðstefnur em á döfínni í tilefni af Norrænu tækniári, og flest- ar þeirra öllum opna'r. Meðal ráðstefna má nefna að 4. mars munu konur í Tæknifræðinga- félagi íslands og Verkfræðingafélagi Islands halda ráðstefnu um „Konur og tækni". Ráðstefna þessi er öðrum þræði til undirbúnings kvennaráð- stefnunni í Osló næsta sumar, þar sem m.a. verður fjallað um svipað efni. Háskóli Islands verður sennilega með ráðstefnu í vor um „Áhrif tækni á samfélög manna í nútíð og framtíð". Reynt verður að fá ekki aðeins fyrirlesara úr tæknigreinum, heldur einnig úr greinum eins og heimspeki, guðfræði og félagsvís- indum, auk rithöfunda. Rannsóknaráð ríkisins, Iðntækni- stofnunin o.fl. munu gangast fyrir ráðstefnu í maí um efnið „Tækniþró- un og sjálfvirkni í atvinnulífínu“. Þátttakendur verða forsvarsmenn tæknistofnana, forsvarsmenn at- vinnulífs (bæði launþegar og at- vinnurekendur) svo og stjómmála- menn. í tengslum við ráðstefnuna verður sýning á sjálfvirknitækni. Verkfræðingafélag íslands verður næsta haust með ráðstefnu um „Tækni og umferðaröryggi“ og fleiri ráðstefnur eru í undirbúníngí. Hópur fyrirtækja í Skýrslutækni- félagi íslands mun standa fyrir svonefndum „Upplýsingatæknidegi" þann 25. september, þar sem þau munu leggja áherslu á að kynna þátt upplýsingatækni í starfsemi sinni. Af öðru sem fyrirhugað er má nefna skoðanakönnun á viðhorfí fólks til tækni og tæknivæðingar, útgáfu tæknispils, og svo verður að sjálfsögðu lokahóf um miðjan des- ember, þegar Norræna tækniárinu lýkur formlega. Þetta eru í stórum dráttum þær áætlanir sem fyrir liggja í byijun tækniárs. Ýmislegt fleíra er þó í bígerð og verður sagt frá því síðar. S.H.R. Ólafur Davíðsson hægt að sljjóta sér á bak við það að aðstöðuna eða peningana vanti. Hér verður að sjást áþreifaniegur árangúr á næstu árum. Alþjóðleg samvinna er eitt af þeim lykilorðum sem daglega heyrast í alþjóðlegri umræðu, hvort. sem um er að ræða pólitíska samvinnu, efna- hagssamvinnu eða einnig tæknisam- vinnu. Evrópa er að verða einn markað- ur, ekki síst til þess að Evrópuþjóðir geti notfært sér möguleika tækm'- þróunar. Sama gpldír einnig um samvinnu milli Norðurianda sem einnig munu taka þátt í samstarfi innan Evrópu. íslendingum hættir til að líta á samvinnu við útlendinga með tor- tryggni — eða minnimáttarkennd — eyjarskeggjans. Víð verðum að hrista þetta af okkur. Víð verðum að líta á samvinnu við útlendínga sem sjálfsagðan, eðlílegan og reynd- ar nauðsynlegan hlut. Tæknísam- starf milli íslenskra og erlendra vísindamanna eða fyrirtækja er e.t.v. góð leið inn í víðtækara samstarf. Aukínn skilníngur á mikilvægi tækninnar og samvinna á þessu sviði eru markmíð Norræna tækniársíns vegna þess að víð sem að þessu stöndum erum sannfærð um að í nýtingu nýrrar tækni sé að fínna eína mikilvægustu forsendu bættra lífskjara í framtíðínní. Það er hínn raunverulegi trlgang- ur þeirrar starfsemi sem á þessu ári verður skipulögð í nafni Norræna tækmársins. Útvarpshúsið Efstaleiti 1. Ríkisútvarpið hljóðvarp — Opið hús í tilefhi af Norrænu tækniári 1988 verður Ríkisútvarpið með „opíð hús“ í nýja útvarpshúsinu við Efstaleiti 1, Reykjavik, á Fjöln- isgötu á Akureyri og á Fagradals- braut 9 á Egilsstöðum, sunnudag- inn 17. janúar, klukkan 13—17. Nú eru liðin 57 ár frá því Ríkisútvarpið var stofnað í desem- ber 1930. Það er sjálfstæð stofnun í eígu ríkisins og með sjálfstæðan flárhag. Lengi vel rak Ríkisútvarp- ið eingöngu hljóðvarp, en síðan 1966 hefur Sjónvarpið _ starfað undir sömu yfirstjórn og Útvarpið. Árið 1983 bættist rás 2 við og 1985 tók svæðisútvarpið á Akur- eyri til starfa og 1987 fylgdi í kjölfarið svæðisútvarp á Egilsstöð- um. Áformað er að fleiri svæðisút- varpsstöðvar hefji starfsemi á næstunni. Enda þótt ísland sé iítið land, þá er það erfítt til útvarpssend- inga. Dreifð byggð og fjallendi gerir að verkum að fyjldi endur- varpsstöðva er miklu meiri en ætla mætti, til að koma útvarpsefni til liðlega 240 þúsund íbúa. Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins eru í Reykjavík. Eins og landsmenn vita hefur Útvarpið lengst af verið á hrakhólum með húsnæði og þurft að leigja. Fýrst í Edinborgarhúsinu svonefnda, síðan í Landssímahús- inu við Austurvöll, þaðan flutti það í hús Fiskífélagsins við Skúlagötu, en er nú loksins komið í myndar- legt eigíð húsnæði í Efstaleíti 1 í Reykjavík. Stefnt er að því að Sjón- varpið flytji þangað innan þriggja ára. Á Akureyri var Útvarpíð fyrst til húsa í „Reykhúsinu“ svonefcda við Norðurgötu, en er nú í eigin húsi við Fjölnisgötu og á Egilsstöð- um er Útvarpið til' húsa í leiguhús- næði á Fagradalsbraut 9. Útvarpsstjóri er ábyrgur fyrir rekstri og fjárreiðum Ríkisútvarps- ins en honum er einnig ætlað að undirbúa og stjóma framkvæmd dagskrár. Sér t£l fulltingis hefur hann Útvarpsáð, sem er skipað sjö fulltrúum sem kosnir eru hlutfalls- kosningu á Alþingi. Undir yfírstjóm útvarpsstjóra starfar Ríkisútvarpið í Ijórum deildum, fjármáladeild, tæknideild, hljóðvarpsdeild og sjónvarpsdeild. Um 370 manns starfa nú hjá Ríkisútvarpinu, þar af liðlega 180 hjá Sjónvarpi. Ríkisútvarpið hefur alltaf lagt áherslu á blandaða dagskrá, byggða á efíii ætluðu bæði til fróð- leiks og skemmtunar fyrir unga sem aldna. Tónlist hefur verið í hávegum höfð frá upphafi í Út- varpinu og hefur það verið mikil lyftistöng _ fyrir tónlistarlíf í landinu. í Útvarpinu er fullkomn- asta plötusafn landsins og er það óspart notað við dagskrárgerðina. Það er vel við hæfí á Norrænu tækniári að það komi í híut Ríkisútvarpsins að ríða á vaðið með „opið hús“ í nýja útvarps- húsinu við Efstaleiti. Þar hafa verið sköpuð góð skilyrði til lifandi dagskrárgerðar, í einu tæknivædd- asta húsí landsins. Þegar Útvarpið tók fyrst til starfa var eins og þjóðin hefði færst nær umheiminum. íslending- ar gátu þá fengið fréttir af atburðum erlendis samdægurs. í upphafi voru skráðir hlustendur útvarps innan við 500 talsins og dagskráin aðeins nokkurra klukku- stunda löng. í dag er útvarpið snar þáttur í lífí allra landsmanna og útsend dagskrá allan sólarhring- inn. Ríkisútvarpið á sér sögu sem spannar yfir meira en hálfa öld. Þröngur fjárhagur hefur háð starf- semínni á ýmsa vegu, en þrátt fyrir það eru uppi áform um að efla og bæta þjónustuna við lands- menn. Miklar hræringar eru um þessar mundir í fjölmiðlun í landinu og Ríkisútvarpið er ekki lengur eitt um -rekstur útvarps og sjón- varps. Ríkisútvarpið mun þó gera sitt til að halda þeim sessi sem það hefur áunnið sér í hugum fólks á þeim fimmtíu árum sem það hefur þjónað íslensku þjóðinni sem út- varp allra landsmanna. Það er von starfsmanna Ríkisút- varpsins að fólk komi og skoði starfsemi og tælq'abúnað Utvarps í Reykjavík, á Akureyri og á Egils- stöðum nú á sunnudaginn og fylgist með því sem þar fer fram. l3* itunbetóut^^úar. id vel*o«^n* KoUa Kenn1 sla^ Vet HVERFiSGATA 46 SIMI 621088
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.