Morgunblaðið - 16.01.1988, Side 23

Morgunblaðið - 16.01.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 23 Laugardal og fyrirhuguð hús á tjald- stæðinu þar, auk þess sem fyrir- hugað er að vetja samtals 25,3 milljónum króna til leikvallagerðar og 37,5 í nálega 40 ræktunarverk- efni. 150 milljónum er áætlað að vetja til til Borgarleikhúss á þessu ári, en það verður tekið í notkun árið 1989. 70 milljónum samtals verður varið til ýmissa framkvæmda á sviði heil- brigðismála á næsta ári. Ber þar hæst B-álmu Borgarspítala og heilsugæslustöðvarnar við Hraun- berg og Vesturgötu, sem nú eru í smíðum. Hins vegar er stefnt að því að taka fjórðu hæð B-álmunnar í notkun sem fyrst. Aætlað er að veija samtals 72 milljónum króna úr borgarsjóði til byggingar dagheimila á næsta ári. Lokið verður við framkvæmdir við Jöklaborg og Seljaveg 12, auk þess sem ráðist verður í endurbætur á nokkrum heimilum. Einnig verður gengið frá nýjum gæsluvelli á Selási. Framlag til kaupa á leiguíbúðum á þessu ári verður um 20 milljónir króna og sagði Davíð að athyglis- vert væri að þessum íbúðum hefði fjölgað um 41 frá því að núverandi meirihluti tók við, en þeim hefði fækkað um 24 í tíð vinstrimeirihlut- ans. Framlag til Verkamannabústaða er áætlað 30 milljónir króna á þessu ári. Nú er verið að byggja 108 íbúð- ir í Foldahverfi og 94 í Hamrahverfi, en að sögn borgarstjóra ríkir enn nokkur óvissa um framkvæmdir á vegum stjómar Verkamannabú- staða. Að sögn borgarstjóra verða fram- kvæmdir í þágu aldraðra í meira lagi á árinu. Ber þar hæst smíði íbúða og þjónustukjama við Vestur- götu, sem áætlað er að taki til sín 130 milljónir. Þess má einnig geta, að í ráð- hússjóð renna 160 milljónir á þessu ári og til ráðhússins í gegnum bíla- stæðissjóð 180 milljónir. Stofnkostnaður af ýmsum fast- eignum er áætlaður samtals 220 milljónir króna; þar af 50 milljónir til fasteignakaupa. Helst er þar að nefna framlag til framkvæmda við Viðey, lán borgarsjóðs til Tækni- garðs á lóð Raunvísindastofnunar Háskólans og áætlaðan kostnað við smíði nýrrar hverfabækistöðvar við Njarðargötu. Framlag til Strætisvagna Reykja- víkur mun á næsta ári nema ríflega 245,6 milljónum króna. Um þetta sagði Davíð: „Fyrirtækið hefur sem kunnugt er átt í vök að verjast und- anfarin ár, þar sem farþegum hefur fækkað en vegalengdir aukist. Far- gjaldatekjur hafa þess vegna ekki haldið í við útgjaldaaukninguna, en borgarsjóður brúað bilið." Fyrirtæki borgarsjóðs Síðasti hluti ræðu borgarstjóra fjallaði um fjárhagsáætlanir fyrir- tækja borgarsjóðs. Tekjur Hitaveitunnar árið 1988 eru áætlaðar 1.748 milljónir króna og beinn rekstrarkostnaður 447 milljónir. Til framkvæmda er áætlað að veija 1.278 milljónum króna, þar af 978 milljónum til Nesjavallaveitu, 173 milljónum til aukningar dreifí- kerfis og framkvæmda við virkjanir og dælustöðvar, og um 125 milljón- um til byggingar vetrargarðs og útsýnishúss á Öskjuhlíð. Tekjur Rafmagnsveitunnar af ra- forkusölu eru áætlaðar. 1.667 millj- ónir króna á árinu 1988. Auk þess er innheimtur söluskattur af raforku áætlaður 383 milljónir króna. Aðrar tekjur eru áætlaðar 119 milljónir króna. Raforkukaup frá Landsvirkj- un munu nema um 61% af nettótekj- um af rafórkusölu, eða 1.021.2 milljónum króna. Önnur rekstrar- gjöld nema 635,6 milljónum og afskriftir 230 milljónum. Kostnaður við framkvæmdir verður 256,6 millj- ónir króna og aðrar Qárfestingar 50,8 milljónir. Davíð vakti sérstaka athygli á því að engar afborganir yrðu af erlenum lánum, en þeim lauk í ágúst 1987. Kvað hann skuldlausa stöðu fyrirtækisins vera athyglis- verða í Ijósi þeirrar lækkunar, sem orðið hefði á raforkuverði. Vatnsveitan fær í tekjur á næsta ári samtals 360,5 milljónir, rekstrar- gjöld eru áætluð 257,9 milljónir króna en til eignabreytinga er áætl- að að veija 198 milljónum króna. Heildartekjur Hafnarsjóðs eru áætlaðar 403,5 milljónir. Almennur Frumvarp Áxtlun Útkomuspá að áztlun Hlutfalls- 1987 1987 1988 hækkun Tekiuliðir borRarsióðs: Ötsvar -2.630.000.000 -2.574.000.000 -3.420.000.000 32.9 Fasteignagjöld -813.000.000 -817.000.000 -1.100.000.000 34.6 Byggingarleyfi -9.000.000 -9.500.000 -11.200.000 17.9 Kvöldsöluleyfi 4 -5.500.000 -5.900.000 -5.900.000 0 Torgsöluleyfi -450.000 -900.000 -1.000.000 11.1 Lóðarleiga-íbh. -20.000.000 -18.000.000 -24.200.000 34.6 Lóðarleiga-iðnl. -47.300.000 -48.000.000 -62.400.000 30.0 Leiga af eignum -6.700.000 -6.700.000 -8.000.000 19.4 Vaxtatekjur -18.000.000 -32.000.000 -32.000.000 - Arður af fyrirt. -129.489.261 -129.489.261 -310.641.228 - Framl. úr Jöfnsj. -335.000.000 -312.053.000 -450.000.000 44.2 Aðstöðugjöld -1.090.000.000 -1.080.000.000 -1.486.000.000 37.6 Þjóðvega- og bensinfé -45.000.000 -44.886.000 -190.000.000 Gatnag.gj. -120.000.000 -327.000.000 -310.000.000 - Dráttarvextir -265.000.000 -249.000.000 -250.000.000 Óvissar tekjur -5.000.000 -33.000.000 -5.000.000 H1. bsj. af skipul.RÍ. -5.000.000 -5.000.000 -5.000.000 - -5.544.439.261 -5.692.428.261 -7.671.341.228 34.8 rekstrarkostnaður er áætlaður 215,3 milljónir, afborganir af lánum eru áætlaðar 36,6 milljónir og fram- kvæmdir taka til sín á næsta ári 230 milljónir; aðallega við Kleppsbakka og Kleppsvík. Gæluverkefni borg'arstjóra Siguijón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, talaði fyrir hönd minnihlutaflokkanna í borgar- stjóm. Siguijón taldi útsvarstekju- stofn vera vanáætlaðan. Útsvar væri tekið af ellilífeyrisþegum, sem ekki hefði verið gert áður, ófyrirséð væri hversu miklar tekjur yrðu af því sem áður var útsvarsfijálst og að ekki væri heldur hægt að sjá fyrir hver áhrif þess væru að verð- bólguáhrifín hyrfu við upptöku staðgreiðslukerfísins. Um arð af eignum fyrirtækja, sem væri ört stækkandi tekjustofn, sagði Siguijón að honum fyndist koma til greina að hækka lóðaleigu en lækka gatna- gerðargjöld. Um skerðingu á fram- lögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sagði Siguijón að það væri ótrúlegt hvemig stjómvöld gætu ár eftir ár tekið hluta af sjóðnum. „Ránið nú er líklega meira en nokkm sinni áður.“ Siguijón kvað fátt nýtt vera í rekstrargjöldum; lítið væri um mark- vissan spamað og lítið um það sem kalla mætti skipulagsbreytingar. „Eitt er þó greinilega sparað, en það er viðhald fasteigna og er unnt að færa sterk rök að því að með þessum „ spamaði verði milljóna tjón.“ Um framkvæmdir á vegum borg- arinnar sagði Siguijón að 208 milljónum væri varið í þarfar fram- kvæmdir, en hins vegar væri 464 milljónum varið í tvö gæluverkefni borgarstjóra; ráðhús og hringsnú- andi veitingahús, á sama tíma og 72 milljónum væri varið til dag- heimila og gæsluvalla. „Raunhækk- un á framkvæmdafé er 65% á milli ára. Þrátt fyrir það og mikinn rekstr- arafgang er óvenju litlu varið til verkefna sem bæta hag borgarbúa." (skíðaferðum vetrarins stefnum við á gamlar og grónarskíðaslóðirsem eru íslensku skíðafólki að góðu kunnar um leið og við bryddum upp á ferskum nýjungum sem vert er að veita verulega athygli. Við höldum þó fast í nokkra gamla siði og leitum að vanda enn betri valkosta í gistingu, treystum einungis á færustu fararstjórana og leggjum meiri áherslu en nokkrusinni fyrr á val bestu skíðasvæðanna. í ár skíðum við enn hærra! . ■ miHOCSMiBAmmmtm i - Einungis fyrsta fiokks skíðasvæði Aðal skíðastaðirnir í ár, Sölden og Saalbach/Hinterglemm, hafa fyrir löngu skipað sér sess á meðal allra bestu skíðalanda Evrópu. Fjölbreyttir möguleikar í gistingu, vel staðsett hótel og vandaðir gististaðir ásamt fyrsta flokks skíðaaðstöðu og fullkomnum aðbúnaði til leikja og hvíldar eru dýrmæt trygging fyrir hnökralausri ferð. SKÍDIÍAMNÍKU $0 Nú liggur leiðin á skíði í Coloradofylki í Bandaríkjunum, þar sem aðstaðan í hrikalegri náttúrufegurð Klettafjallannagefur bestu skíðasvæðum Mið-Evrópu ekkert eftir. muKumísjmuRG ^0 Enn ein nýbreytnin er sérstakt tilbóð Samvinnuferða-Landsýnar á skíða- og listaferðtil Salzbuqg. Þú skíðar á mörgum nafntoguðustu skíðasvæðum Austurríkis ámilli þess sem þú stundar listina að lifa í háborg tónlistar og menninggr! Verðfrákr.: SÖLDEN:40.555,- miöaö við gistingu með morgunverði í tveggja manna herbergi á Haus Meier. Innifalið í verði eraksturtil og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjóm. Bamaafsláttur kr. 9.500 fyrir böm yngri en tólf ára. Brottför: 13. feb. - 2 vikur í Sölden - laus sæti 27. feb. - 2 vikur í Sölden - laus sæti Hinterglemm: Biðlisti í allar brottfarir Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Símar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu við Hagatorg • 91 -622277. Akureyri: Skipagötu 14 • 96-27200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.