Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 26
•26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16: JANÚAR 1988
"H Söluskattur á matvæli:
MICROSOFT
HUGBÚNAÐUR
Er beinn skattur á
WORD V 4,0
MULTIPLAN V 3,03
CHART V 3,0
PROJECT V 4,0
COBOL V 2,2
C COMPILER V 5,0
FORTRAN V 4,01
PASCAL V 3,32
i'Æmí's
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37 Akureyri: Tölvutæki - Bókval Kaupvangsstræti 4, sími: 26100
matvöruviðskiptanna eru
opnar sem hér segir
Laugalæk, sími 686511
Virka daga kl. 8-19
Föstudaga kl. 8-20
Laugardaga kl. 8-16
Hamraborg, Kópavogi, sími 41640
Alla daga frá kl. 8-20
Garðatorgi, Garðabæ, sími 656400
Virka daga kl. 8-19
Föstudaga kl. 8-20
Laugardaga kl. 8-18
Verið ávallt velkomin
veitinga- og gistíhús
- segir Wilhelm Wessman, formaður
Sambands veitinga- og gistihúsa
„Söluskattur, sem lagður hefur verið á matvæli, er beinn skattur
á veitinga- og gistihús, því þau eiga afar erfitt um vik að velta þess-
um hækkunum út í verðlagið,“ sagði Wilhelm Wessman, formaður
Sambands veitinga- og gistihúsa. Á fimmtudagskvöld héldu samtök-
in fund ásamt Birni Björnssyni, aðstoðarmanni fjármálaráðherra,
vegna söluskatts á matvæli.
„Á fundi þessum leituðum við
skýringa á því hvernig ætti að
reikna þennan skatt, því það hefur
ekki verið nógu ljóst til þessa, frem-
ur en margt annað í því sambandi,"
sagði Wilhelm. „Þessi hækkun, það
er í október og aftur nú, er sam-
tals um 10-11% af brúttóverði.
Áður gátum við dregið innkaup frá,
en vorum bara með söluskatt á
álagninguna. Þetta veldur okkur
erfíðleikum, því við gefum upp verð
þjá okkur langt fram í tímann og
öll hækkun er því ákaflega nei-
kvæð. Þar vil ég sérstaklega nefna
markaðinn í Bandaríkjunum, sem
er afar viðkvæmur fyrir öllum
slíkum breytingum."
Varðandi innanlandsmarkað-
inn sagði Wilhelm, að sér sýndist
sem veitinga- og gistihús yrðu að
taka þessa hækkun á sig, en gætu
ekki velt henni út í verðlagið. „Ég
get til dæmis nefnt að á Hótel Sögu,
þar sem ég er framkvæmdastjóri,
er ekki unnt að hækka verð á árs-
hátíðum, því sá markaður er mjög
viðkvæmur. Þetta er beinn skattur
á okkur, alla vega í vetur, hvað sem
síðar verður. Það er mikil spenna
í skemmtanamarkaði, mikið fram-
boð og því verða menn að fara sér
hægt í öllum hækkunum."
Wilhelm sagði að erlendir ferða-
menn hefðu ekki enn staðfest
pantanir sínar fyrir næsta sumar
og því ætti eftir að koma í ljós
hversu mikil áhrif þessi hækkun
hefði. „Þá höfum við einnig við
annan vanda að glíma, sem er lækk-
un á gengi dollarans,“ sagði hann.
„Við höfum gefið ferðaskrifstofum
upplýsingar um verð á gistirými
næsta sumar og því verður ekki
breytt, þótt þessi þróun þýði í raun
að það verður jafnvel lækkun í
krónutölu milli ára,“ sagði Wilhelm
Wessman, formaður Samband veit-
inga- og gistihúsa.
Y F I R L I T
um skráóa atvinnuleysisdaga á ðllu landinu
árin 1978 - 1987.
Ar 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987
Höfuóborgarsv. 25.934 38.713 26.342' 33.823 59.893 120.694 135.231 80.798 65.421 301480
Vesturland 4.401 ‘3.002 3.400 3.401 16.152 21.970 28.976 26.087 16.435 17.197
Vestfiróir1) 1.927 920 1.844 239 11.238 3.843 5.871 5.490 2.118 6.934
Noróurl. vest.*' 12.662 13.157 10.386 11.285 24.909 32.943 28.615 21.075 19.602 15.099
Noróurl. eyst. 16.107 21.061 20.71V 30.239 39.407 57.129 84.822 64.519 43.904 30.896
Austurland 8.207 8-133 7.517 7.188 15.661 19.576 31.048 23.309 15.202 15.155
Suóurland 10.131 8.752 10.007 12.044 16.541 27.697 37.086 27.138 27.865 25.393
Suóurnes 9.392 5.032 5.928 7.420 16.130 24.882 33.468 39.321 23.051 11.632
Allt landió samtalc: 88.761 98.543 86.143 105.639 199.934 308.754 385.117 287.737 213.961 152.786
Meðalt.atv.l. 341 379 331 406 770 1.187 1.481 1.108 823 588
Hlutf.af maftnafla 0,3 0,3 0,3 0,4 0,7 1 ,0 1 ,3 0,9 0,7 0,5
Heildar- mannaflinn 2) 101.845 102.920 105.900 111.405 114.200 117.000 119.300 121.700 122.000 123.500
1) Drangsnes og Hólmavík 2) Tölur fyrir árin 1986 eru talin meó Norðurlandi vestra. og 1987 eru áætlaóar af Þjóöhagsstofnun.
Mikil atvinna árið 1987:
Atvinnuleysisdagar í des-
ember ekki færri í áratug
FÆRRI atvinnuleysisdagar voru skráðir í desembermánuði 1987 en
í nokkrum öðrum desembermánuði á þessum áratug. Skráðir atvinnu-
leysisdagar voru rösklega 14 þúsund á landinu öllu, sem jafngildir
því að 650 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá allan
mánuðinn en það svarar til 0,5% af áætluðum mannafla á vinnumark-
aði í mánuðinum samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar.
Samkvæmt yfirliti um atvinnu-
ástandið, sem gefíð er út af
Vinnumálaskrifstofu félagsmála-
ráðuneytisins, voru á árinu 1987
alls skráðir 153 þúsund atvinnu-
leysisdagar á landinu öllu. Þetta
jafngildir því að 600 manns hafí
að meðaltali verið á atvinnuleysis-
skrá allt árið eða sem svarar 0,5%
af áætluðum mannafla á vinnu-
markaði miðað við ársmeðaltal.
Þetta er minnsti fjöldi atvinnuleys-
isdaga sem skráð hefuyr verið hér
á landi síðan árið 1981, en þá voru
skráðir 106 þúsund atvinnuleysis-
dagar.
Til samanburðar má geta þess,
að ársmeðaltal skráðra atvinnuleys-
isdaga næstu 5 ár á undan, 1982
til 1986, var 281 þúsund dagar en
mesta skráða atvinnuleysi á einu
ári síðastliðin 10 ár var á árinu
1984. Þá reyndust þeir 385 þús-
und, sem svarar til að hlutfall
atvinnulausra af mannafla hafi ver-
ið 1,3%.
Jafnframt því sem skráðum at-
vinnuleysisdögum hefur farið
fækkandi síðustu árin hefur dreif-
ing á skráðu atvinnuleysi tekið
verulegum breytingum. Þannig var
hlutdeild höfuðborgarsvæðisins og
Suðumesja í skráðu atvinnuleysi
árið 1983 rösklega 47% af heildar-
Qölda en á síðasta ári 27,5%.
Eftirspurnarþenslu á vinnumarkaði
virðist því fyrst og fremst mega
rekja til þessara svæða.
Þegar litið er til landsins í heild
verður árið 1987 að teljast gott ár
í atvinnulegu tilliti. Eigi að síður
hafa ýmsir stáðir og einstakar at-
vinnugreinar átt í erfíðleikum, sem
leitt hafa til stöðvunar atvinnu-
reksturs og uppsagnar starfs-
manna. Á síðastliðnu ári bárust
Vinnumálaskrifstofunni tilkynning-
ar frá fyrirtækjum um uppsagnir
allt að 800 starfsmanna þar af. um
helmingur frá prjóna- og sauma-
stofum.
Kippur komínn
í loðnuveiðina
KIPPUR er nú kominn í loðnu-
veiðina eftir magra daga vegna
brælu. Síðdegis i gær höfðu 14
skip tilkynnt um afla, flest með
fullfermi. Nær öll skipin voru
á miðunum í gær og mörg kom-
in með góða slatta. Því var
búizt við góðri veiði í nótt enda
veður ákjósanlegt.
Veiðisvæðið er nú austsuðaust-
ur af Langanesi, en norsku skipin
hafa verið víðar. Þar er minna
iagt upp úr magni en hjá íslenzku
skipunum, þar sem þau norsku
frysta mikið af loðnunni um borð
og frystigeta takmarkar mögu-
lega afla.
Eftirtalin skip höfðu tilkynnt
um afla síðdegis í gær: Harpa
RE 630 til Seyðisfjarðar, Galti
ÞH 550 til Þórshafnar, Gísli Ámi
RE 650 til Seyðisfjarðar, Jón
Kjartansson SU 1.100 til Eski-
fjarðar, Guðmundur VE 500 til
Neskaupstaðar, Fífíll GK 640 til
Seyðisfjarðar, Dagfari ÞH 500 til
Seyðisfjarðar, Skarðsvík SH 650,
löndunarstaður óákveðinn, Jón
Finnsson RE 600 til Seyðisfjarð-
ar, Sjávarborg GK 750 til Seyðis-
flarðar, Guðrún Þorkelsdóttir SU
720 til EskiQarðar, Hilmir II SU
580 til Seyðisfjarðar, Erling KE
670 til Seyðisfjarðar og Kap II
VE 710 til Vestmannaeyja.